Vísir - 27.09.1965, Síða 11

Vísir - 27.09.1965, Síða 11
skríða út á bretti og kasta sér síðan út í. Synda áður en þau læra að ganga Það þarf ekki að spyrja að þessari svokölluðu „nýju kyn- slóð“. Hún er efnilegri en allar aðrar kynslóðir, stærri og sterk ari og betur gefin. Að minnsta kosti eru margir sem vilja halda þessu fram. Og þetta ætti ekki að vera fjarri lagi, því lífsskil- yrðin eru alltaf að batna jafnt og þétt. sundlauginni hennar í Santa Monica eru nemendurnir allir kornungir, sá yngsti aðeins 4 mánaða gamall. ☆ ☆ „Böm á þessum aldri eru alls óhrædd við vatnið", segir frúin. „Sum barnanna eru hrædd fyrst en það er venjulega vegna þess að þau hafa orðið hrædd í baði. Þetta fer af þeim mjög fljótt". Frá Santa Monica í Kalifom- íu berast t. d. þær fregnir að „nýja kynslóðin", sem hér er átt við undir tveggja ára aldri, sé farin að læra að synda áður en hún lærir að ganga. ☆ ☆ Þetta hefur or<5ið hálfgerð tízka suður þar og ómálga böm, sem ekki hafa enn lært að taka fyrstu skrefin, em orðin flugsynd. Bömin f vöggunni og bamavagninum synda í sund- laugum foreldra sinna og virð- ast hafa gaman af. ☆ ☆ Það er 60 ára gömul kona, frú Crystal Scarbourough, sem hefur beitt sér fyrir sund- kennsiu fyrir ungböm, en hún er þekkt sem sundkennari. í Og hvað kostar nú sundnám- skeið fyrir böm þessi? Frúin gefur ekkert „en selur ódýrt“, eins og hún segir. Það kostar 2500 krónur að setja bam í 20 mínútna tíma hjá henni, enda Gæsaveiðar Að undanfömu hafa gæsaveið ar orðið stöðugt vinsælla sport hjá borgarbúum, einkum kvænt um mönnum ... Þrátt fyrir allt og allt er alltaf skemmtilegra að þurfa ekki að skrökva að konunni sinni þegar maður kveð ur hana og tilkynnir að það geti dreg'izt fram undir morgunsár- ið að maður komi heim úr veiði ferðinni. Nú var verið að stinga upp á því í einu dagblaðinu að nota einskonar svæfingarlyf Við gæsirnar, til þess að auðveld ara yrði að fást við þær, og yrði mikill tímasparnaður að þeirri aðferð. Ekki er að efa það, en heldur mundi það nú draga úr ánægjunni og eftir- væntingunni, sem þessu sporti er annars samfara ... eða hven ær hefur gæsaveiðari heyrzt kvarta yfir þeim tíma sem fer í það að komast í skofæri við fyglurnar? Annað mál er það að sumir eru með þeim ósköp- um fæddir, að þeim verður aldr ei vel til gæsa, og má vera að þessi uppástunga um notkun svefnlyfsins sé af þeirra rótum runninn... en déskot’i mega þeir vera langt leiddir samt, ef þeim verður það tilætluð á- nægja að taka gæs, sem áður hefur verið svæfð með lyfjum, að hún veit hvorki í þennan heim né annan. Og satt bezt að segja, þá hlýtur manni að finnast nokkuð langt gengið í öllu þessu tímaspamaðarhjali og gernýtingu hvers andartaks mannverunnar f þágu skattayf irvaldanna og þjóðarbúskaps- ins, þegar svo langt er gengið .. nærtækara virðist, að þeir, sem hvorki hafa tíma né þolinmæði til að eltast við heiðargæs ... og auk þess svo undarlega innrétt aðir að hafa enga ánægju af ó- Vissunni og æsingunni, sem venjulegum mönnum er aðalatr- iði þeirrar íþróttar... ættu bara að veiða pútur ... hefur hún stórt starfslið ög dýr sundmenntun ungbama sinna í von á barnj sínu næstu vikum- mannv'irki. Einhverjir virðast þó Kaliforníu, því langur biðlisti ar á pantaðan tíma handa bami hafa bæði peninga og áhuga á er hjá frúnni. Ein móðir, sem á sínu í marz. Mæðumar sem komið hafa með böm sín hafa treyst frúnni gjörsamlega fyrír bömunum og sýna henni mikið trúnaðar- traust. Hinsvegar eru ömmurn- ar verri. Þær verða beinlínis móðursjúkar þegar þær sjá litlu börnin, aðeins 6 mánaða kafa niður í laúgba.^áJð er skrýtin., sjón að sjá bömin skríða út á ■ brettíð við laugina og kasta sér út í laugina. Þeim finnst þetta stórkostlega skemmtilegt og mæðmnum finnst þetta smám saman eðlilegt og sjálfsagt. Þessi mynd er af börnunum að kafa í sundlauginni hjá frú Scarbourough. Þessi börn em á öðru ári. Kári skrifar: Umferðarlögreglan í Reykja- vík hefur skýrt Kára fná því að undarlega m’ikil brögð séu að árekstrum bifreiða, sem orsak- ast af því að ekið sé aftan á aðrar bifreiðar, sem á undan fara. í slæmum tilfellum orsakar þetta keðjuárekstra, þannig að bíllinn sem ekið er á, kastast á næsta bíl fyrir framan og þann- ig hefur jafnvel komið fyrir að fjórir eða fimm bílar lendi í einum og sama árekstrinum. Algengustu orsökina fyrir þessu telur lögreglan vera þá að ökumennirnir, sem árekstr- unum valda, líta til hliðar og eru ekki nógu vakandi fyrir um ferðinni fyrir framan sig. Og þegar þeir líta svo fram fyrir sig á nýjan leik hefur ógæfan skeð. Lögreglan telur vera svo mik- il brögð að þvílíkum árekstrum að nauðsyn beri til að vara öku menn við hættunni og brýna , fyrir þeim að vera vel á verði og gæta fyllstu varúðar. Lögreglan segir líka að mjög oft haldi bílar of litlu bili milli sín á götum og vegum úti. Af því leiðir það, að ef farartækið á undan hægi á sér, eða þurfi jafnvel einhverra ástæðna vegna að nema staðar, þá hafi bíllinn sem er næstur á eftir, ekki nægilegt svigrúm til að gera slíkt hið sama og þá er á- rekstur óumflýjanlegur. í mörgum þessara aftaná-á- rekstra hafa orðið slæm meiðsli á fólki og oft gífurlegt e'igna- tjón. Það sé því margföld á- stæða til að fara varlega og gæta sín f hvivetna. Annað atriði sem umferðalög reglan vill einnig vara við, þar sem margir bílar fara f lest, og það er óðagotið sem grípur ein stöku ökumenn þegar þeir eru að reyna að komast nokkrum sekúndum fyrr en ella á áfanga stað. Þá aka þeir oft eins og fábjánar, eða éins menn sem eiga lífið' að leysa, aka fram með bílaslöngunni sem á imdan þeim fer og reyna svo að smeygja sér inn á milli bila, þeg ar þeir sjá umferðina koma á móti og að í óefni er komið. Þetta athæfi myndar oft mjög mikla hættu á vegunum, enda í mörgum t'ilfellum orsakað á- rekstra og jafnvel slys. En þá loksins fara ökumennimir að í- huga, að betra hefði þó verið að flýta sér hægara og hafa limi sína og farartæki heldur heilt. Það má kannski segja að það sé betra að iðrast se'int en aldrei.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.