Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 1
'i i; l.UJ ¦ í!W M 3 JL JKr S/NAR FYRIR KJARAD 1 gær lagði stjórn BSRB kröfur sínar um launakjör ríkisstarfs- manna fyrir kjaradóm. En fyrir tveim dögum lauk sáttumleitunum milli BSRB og fulltrúa hins opin- bera án þess að samkomulag yrði. Höfðu sáttaumleitanir farið fram með milligöngu sáttanefndar sem í sátu Torfi Hjartarson, Jónatan Hall- varðsson og Logi Einarsson. FulUnlar BSRB þeir Kristján Thorlacíus, Guðjón B. Baldvinsson !og Haraldur Steinþórsson lögðu jfram kröfur sem skiptust í þrennt. 11 fyrsta lagi um nýja skipun i launa flokka, í öðru lagi um mánaðar- kaupið og i þriðja lagi ákvæði um eftirvinnu. Þarna voru og viðstaddir fulltrú ar hins opinbera, m. a. þeir Baldur Möller, Brynjólfur Ingólfsson og Jón Þorsteinsson og svo að sjálf- sögðu meðlimir kjaradóms, f jórir af þeim, Sveinbjörn Jónsson formað- ur, Benedikt Sigurjónsson, Eyjólfur Jónsson og Svavar Pálsson. Erl námsmenn fræð- ast um land og þjóð A fundi Kjaradóms í gær, þegar kröfurnar voru lagðar fram. Á myndinni sjást m. a. Kristján Thorla- cius, Svavar Pálsson, Eyjólfur Jónsson og formaður dómsins, Sveinbjörn Jónsson. Lengst til hægri er Jón Þorsteinsson lögfræðingur einn af fulltrúum hins opinbera. I gær kom til Réykjavikur frá Laugarvatni hópur erlendra náms manna, sem dvalizt hafa þar í viku jtima á kynningarnámskeiði. Eru þetta styrkþegar Islenzka mennta- málaráðuneytisins og munu þeir i stunda nám í íslenzku og íslenzkum fræðum við Háskóla Islands í vetur. Námskeið þetta, sem haldið var á vegum menntamálaráðuneytisins var hið 6., sem haldið er með það Nýfréttume ws igærmorgun - en ekkertgos fannst viBvandlega leit Það er ekki aldeilis tíðinda- laust á voru ástkæra ættlandi þessa dagana. Stórfregnir um eldgos á hverjum morgni — flugvélar eru ræstar út og vís- Jnöamenn, jarðfræðingar og fréttamenn hópast upp í háloft in í Ieit að eldgosum og gos- stöðvum. Svo finnst bara ekki neitt nema skýstrókar yfir jöklum eða boðar í sjónum með svo- litlum Surtluvikri í kring. í fyrramorgun bárust þau tíð indi austan frá Hveravöllum að gosstrókar stefndu hátt til him- ins og væri stefna þeirra — fr'á Hveravöllum að sjá — í Öskju. Flugvéiar sem leituðu eldgoss og gosstöðva fundu ekkert — og var í gamni sagt, að síðast hefðu flugmennirnir leitað með stækkunargleri og smásjá. En Reykvíkingar höfðu ekki sofið nema eina nótt þegar ný fregn barst'um eldgos — neð- ansjávargos suðvestur af Geir- fuglaskeri. Það var Smári Karls son, flugstjóri hjá Loftleiðum, sem sagði tíðindin er hann lenti á Keflavíkurflugvelli um 10 leyt Framh. & 6. síðu. fyrir augum að kynna stúdentunum örlítið land og landshagi áður en þeir hefja nám. Fluttu þarna m. a. fyrirlestra þeir dr. Kristján Eldjárn um sögu Islands, próf. Ólafur Björnsson um íslenzkt atvinnulíf og efnahag og dr. Sigurður Þórar- insson um ísl. jarðfræði og landa- fræði. Skólastjórar staðarins Bene- dikt Sigvaldason og Jóhann Hannes son fluttu erindi ,en þeir sáu um framkvæmd námskeiðsins. Þá var ¦farið með námsmennina í stuttar kynnisferðir um Suðurlandsundir- lendið. Stúdentar þessir, sem allir hafa hlotið styrk til eins árs dvalar eru frá eftirtöldum löndum: Norðurlönd unum, Þýzkalandi, Englandi, ír- landi, Frakklandi, Tékkóslóvakíu Júgóslaviu og Ástralíu. Fluttu flest ir þeirra inn á stúdentagarðana í dag. Auk þessara erlendu náms- manna verða af útlendingum við háskólann, tveir Bandaríkjamenn, sem eru á vegum Fuílbrightstofn- unarinnar svo og Norðurlandabúar, sem hingað koma til náms vegna aðgöngutakmarkana við háskóla heima fyrir, aðallega í læknisfræðL Greinileg merki um neðansjávarumbrot,. // — segir flugstjóri Smári Karlsson flugstjóri sem sá fyrirbærið í sjónum suðvestur af Reykjanesi, sagði í stuttu samtali við Vísi í gær að það geti enginn vafi léikið á því, að fyrirbærið sem hann og aðrir í flugáhöfninni sáu í sjónum hafi verið einhvers konar umbrot. Sjálfur kvaðst hann eftir 22 ára flugferil vera farinn að þekkja flest fyrirbæri ur lofti BLA*>!*> í DAG og það þurfi enginn að segja að hann eða áhöfn hans getj ekki þekkt boða eða brot á skerjum.! Þetta sem við sáum var I sjónum,! það var óiga f honum og hann j búlgaðist upp, það stóð óslitið en I Framhald á bls. 6. I ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------<S> Hdeyjarboii — leifar fró eldgosi 1783 olli leitinni Fyrr á öldum hafá orðið mörg og mikil eldgos í sjónum fyrir utan Reykjanes og má, ráða þáð af annálum og ýmsum öðrum heimildum, að þar hafi verið all títt að eyjar risu úr hafi. Mesta eldgosatímabilið þar var á 13. öld. Upplýsingar um þau gos eru samt takmarkaðar, nema hvað getið er um að eyjar Þannig iei't Eldeyjarboði út í gær um hádegi, þegar flogið var þar yfir. hafi komið þar úr hafi. 1 Skál- holtsannál er þess getið að fund izt hafi nýjar eyjar, sem kallað- ar voru Duneyjar og getur ver- ið að þær hafi staðið í sambandi við eldgos. Einnig virðast hafa verið eldgos í sjónum þar á 15. öld. Síðan var hlé í tvær aldir. En vorið 1783 nokkru áður en hin ir miklu Skaftáreldar brutust út urðu sjómenn varir við mikinn reykjarmökk er stóð upp ur hafi út af Reykjanesi. Er þeir komu nær var sjórinn allur þakinn vikri. Hafði skapazt þar eyja með allháum klettum, sem kast aði frá sér ösku og vikri. Með konungsúrskurði 26. júní 1783 sló Danastjórn eign sinni á eyna og kallaði hana Nýey, en skömmu síðar hvarf hún. Það hefur verið ætlun manna, að Eldeyjarboði sé leifar af þess ari eyju. Nú virðist það eftir at hugun kunnugra, að það sé ein- mitt Eldeyjarboði, sem brotið hefur á og kom af stað í gær leitinni að nýju eldgosi. Svo að það hafa þá fremur verið leifar goseyjarinnar i'rá 1783 sem ollu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.