Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 3
ifisili . Laugardagur 2. ok;.I"„ci 1965. Páll Jörundsson, formaður Landssambands skósmiða, sést hér með tveimur Akureyringum, Halldóri Árnasyni og Karli Jóhannssyni, en þeir eru allt skósmiðalið Akureyringa. Afmælishátíð skósmiða Hér sjást fimm þelrra, sem hlutu viðurkenningars kjöl fyrir starf sltt. — Þeir eru talið frá vinstri: Eyjólfur Eyjólfsson Týsgötu 7, Einar Þórðarson, sem er elzti skósmiður landsins, korninh yfir áttrætt, Friðjón Sigurðsson Bergstaðastrætlnu, Arni Friðbjarnarson Bragagötunni og Þorvaldur Helgason & Vesturgötunnl. Auk þeirra f engu tveir skósmiðir til viðbótar sams konar viðurkenningu en gátu ekkl verið viðstaddir, þeir Ólafur Á. Guðmundsson á Grettisgötunni og Sófus Guðmundsson á Laufás- veginum. — Hér er tilgreint hvar þeir hafa skósmíðavinnustofu. Ein elzta stétt iðnaðarmanna er skósmiðirnir. Áður tíðkaðist það að handiðnaðarmenn smíð uðu skóna og af því bera þeir enn heiti sitt. Nú er hinsvegar svo komið, að skótau er nær allt gert í fjöldaframleiðslu í hrað- virkum vélum, svo að vart er um það að ræða lengur að hand iðnaðarmenn vinni að raunveru legri skó-smiði. En skósmiða- stéttin hefur þrátt fyrir það næg verkefni við að vera £ við- gerðum, við að flikka upp gamla skó, sóla þá og hæla. Og svo mikið er víst að á þeim stöðum úti á landi þar sem skósmiðum er'tekið að fækka, óvlða fleiri en einn í hverjum kaupstað og kauptúni, þá yrði rekið upp harmakvein ef þessi eini skósmið ur hyrfi á brott þaðan. Vlða út um-land- er orðið lít- ið af skósmiðum, á Akureyri eru tveir starfandi og víðast ekki nema einn og hafa þeir þó yfir- drifið að gera. Um tíma fækkaði skósmiðum mjög, bættist. lftt af nýjum mönnum i stéttina, en nú á slð- ustu árum hefur tala þeirra hald ið nokkuð við. Það er að vísu mikið af eldri mönnum í stétt- inni en ungir menn telja sér nú vænlegt að hef ja nám I iðngrein inni. I fyrra útskrifuðust þrlr sveinar og nú um þessar mund ir munu sex lærlingar vera I skósmíðaiðn hér í Reykjavlk. Sú umbót hefur orðið á náminu að ¦Ju Tveir sem lengi hafa verið f faginu, Eyjólfur Eyjólfsson á Týsgöt- unni og GuSm. Jónsson á Selfossi, sem áður var skósm. í Vestm. aðstæður eru nú komnar við Iðn skólann til að veita nemendum verklega kennslu nokkurn tfma. Myndsjáin sem hér birtist er tekin frá afmælishófi skósmiða sem nýlega var haldið I Odd- fellow-húsinu. Minntust skósmið irnir þar25ára afmælis landssam bands sins. Voru þar saman komnir skósmiðir ekki aðeins úr Rvík, heldur og af öðrum stöð- um á landinu. Margir þessara manna eru kunnir eftir margra áratuga þjónustustörf við sam- borgara sína og við þetta tæki færi var nokkrum þeirra afhent viðurkenningarskjöl fyrir margs konar störf I þágu stéttarinnar. Elzti skósmiðurinn nú er Einar Þórðarson sem er 84 ára og hóf nám 1902 hjá Jóhannesi Jenssyni föður Brynjólfs Jó- hannessonar leikara. Stjórn Landssambands skósmiða skipa þessir menn: Páll Jörunds- son formaður, Gísli Ferdinands- son ritari og Guðni Jónsson gjaldkeri. Hér sést gamall skósmiður í miðjunni, Ferdlnand Eiriksson á Hvcrfisgötunni, sem nú er hálfáttræður ásamt tveimur sonum sínum, sem báðir hafa lært skösmiðaiðn. Til vinstri er Gísli sonur hans, sem hiefur vinnustofu í Lækjargötunni, tll hægri Eiríkur,sem starfrækir skógerð á Grensásveginum. Seljum í dag Taunus 17 m station '64 og '65, lítið keyrðir Ford Edsel '60 í fyrsta flokks standi. Tækifærisverð. Wauxhall Victor '63, lítið ekinn. Benz, 17 farþega 0-319-D, árg. '61, í fyrsta flokks - standi með toppgrind og afturhurðum. Stöðvarpláss getur fylgt. Mercedes-Benz vörubifreið, árg. '65, 8 tonna, typa 1413, lítið ekinn. Gott verð. Consul. Sel einnig nokkrar Consul-Cortina bifreiðir á góðu verði, árg. '63, '64, '65. BÍLASALA MATTHÍASAR Höfðatúni 2 . Sfmar 24540 og 24541

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.