Vísir - 02.10.1965, Page 5

Vísir - 02.10.1965, Page 5
V1SIR . Laugardagur 2. október 1965. Hvor verður Iskmdsmeistari - AKRANES eða KR? : © Á morgun fást úrslitin loks í 1. deild, — þ. e. ef Akranes og KR skilja ekki jöfn að leik lokn- um, en það getur vitanlega gerzt, enda þótt framlengt verði ef jafntefli verður að loknum rétta leiktímanum. © KR er frægt fyrir „heppni“ sína í úrslitaleikj- um. Er það annars heppni hve vel KR gengur oft í úrslitaleikjum? Líklega ekki. Það er senni- lega sigurviljinn hjá KR-liðunum, sem er þess valdandi að oft gengur vel á úrslitastundu. Akranes hefur tvívegis unnið KR í sumar, i báðum leikjum sinum 1 1. deildarkeppninni. KR virðist ekki ganga sem bezt að ráða við Akranes. Laugardalsvöllurinn er að visu helmavöllur KR í 1. deild, en það má raunar segja að Akranesliðið sé fullt eins hag- vant þar. Liðið hefur alltaf leik ið vel í Reykjavik og virðist það ekki há liðinu hið minnsta að leika hér. Ríkharður Jónsson mun stýra liði sinu i Laugardal á morgun. Hann er kominn heim aftur úr stuttu skemmti'ferðalagi til Dan- merkur. Fyrirliði KR er Eliert Schram. Leikurinn hefst kl. 15 á morg- Úrslit í meira en einum skilningi Leikurinn á morgun er úrslitaleikur f meira en einum skilningi. Frá því 1. deild byrjaði fyrir 11 árum hafa liðin verið mjög jöfn, og I ef Akranes vinnur um heigina, eru liðin jöfn að stigum og leikj- um, en Akranes hefur þá skorað fleiri mörk, Staðan er þessi: Rikharður og Eyleifur eru beittir sóknarmenn og skora flest marka Akraness. KR 1Á ” 90 53 21 16 254:117 127st. 90 56- 13 —21— '254:139 -T25“St. Valur 90 39 20 31 173:170 98 st. Fram 90 28 22 40 136:163 78 st ÍBK 55 17 12 26 96:120 46 st. ÍBA 60 19 8 33 107:145 46 st. Þróttur 25 2 5 18 25:88 9 st. ÍBH 20 1 4 15 17:62 6 st. Víkingur 10 2 0 8 15:39 4 st. ÍBl 10 0 1 9 2:26 1 st. HÖRÐUR FELIXSON — einn styrkasti hlekkur varnarinnar hjá KR er aftur með liði sínu eftir nokkurt hlé. un. Búast má við miklu fjöl- menni á vellinum og er fólki ráðlagt að koma snemma til að missa ekki af Ieiknum, því mikil þröng vill verða við aðgöngu- miðasölurnar síðustu mínútum- ar fyrir leik. Þannig komust margir ekld inn á völlinn um síð ustu helgi fyrr en 15—20 mín. eftir að leikur hófst. utlönd í Tiopgim útlönd í itibrgun • útlönd í itiorgun ' útlönd ;í morgun Lokatilraun til samkomulags um siálfstæði Rhodesiu í næstu viku hefst í London fund ur brezkra ráðherra og ráðherra frá Rhodesiu til þess að ræða sjálf stæði hennar. Af hálfu Iains Smiths forsætisráðherra Rhodesiu er tekið fram, að þar sem dregizt hafi í 2 ár að ná samkomulagi um sjálf- stæði landsins verði að ganga frá málinu nú, það þoli ekki frekari bið, að það fái ekki afgreiðslu. Dómsmálaráðherra Rhodesiu kemur með Iain Smith til London, sennilega á mánudag, en fyrir eru tveir ráðherrar frá Rhodesiu, ný- lega komnir þangað. Wilson forsætisráðherra og Bott omley samveldismáiaráðherra hafa rætt Rhodesiumálið að undanförnu sín í milli og er það von þeirra, að samkomulag náist. — Stjórnmála- fréttaritari Brezka útvarpsins seg ir það óbreytta skoðun þeirra, að þróunin verði að halda áfram í átt að því marki að meiri hluti landsmanna verði ráðandi í land- inu, og sú þróun megi ekki taka óeðlilega langan tíma. Telja þeir það sem áður ögrandi og byiting- arkennda ákvörðun, ef Rhodesíu- stjórn birti einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði. 33 þingmenn úr flokki brezkra krata hafa lýst yfir, að þeir vilji refsiaðgerðir gegn Rhodesiu ef slík yfirlýsing kæmi fram, og ef þær dygðu ekki yrðu Sameinuðu þjóð- irnar að beita valdi sínu. Vafalaust er, að Afrikuþjóðir muni leggja málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Portúgalsstjórn hefir tilkynnt brezku stjórninni sem var við fyr- irspurn frá henni, að hún sé henni sammála um, að fulltrúi Rhodesiu f Lissabon sé ekki sendiherra, þar sem Rhodesia sé ekki sjálfstætt Rusk og Gromiko á nýjum fundi Iain Smith land. Hins vegar sé fyllilega rétt mætt að Rhodesia hafi sérstakan fulltrúa í Lissabon, vegna náins samstarfs og tengsla Rhodesiu og portúgölsku nýlendnanna í Austur- Afrfku. Ný innflytjenda- lög í USA Báðar deildir þjóðþings Banda- ríkjanna hafa nú samxykkt frum- varp Johnsons forseta um innflutn ing fólks Með því er kvótakerfi fyrri laga afnumið, en nú verður leyfður inn flutningur 170.000 manns árlega — án tillits t’il þjóðernis. Andrei Gromiko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna’ hafði boð inni í gær fyrir Dean Rusk utanríkis- íráðherra Bandaríkjanna og gafst : þeim þá taékifæri til þess að halda áfram viðræðum sínum um heims- ; vandamálin, kjamorkuvopn, hversu ihindra megi útbreiðslu þeirra og j Kashmirdeiiuna — , en Vietnam ræddu þeir ekki á fyrri fundinum, sem var fyrir tveimur dögum. Bilið er breitt milli þeirra í Viet nammálinu, en í Öryggisráðinu hefir samstarfsvilji komið í Ijós í Kashmirmálinu. Meðal næstu ræðumanna á Alls herjarþinginu í gær var Per Hække rup utanrfkisráðherra Danmerkur. Aðild Kfna að Sameinuðu þjóð unum mun ekki verða rædd fyrr en þá undir lok þingsins þar sem au ríki sem styðja aðildina vilja bíða átektar fram yfir fyrirhugaðan topp fund Asíu- og Afríkuþjóða í Algeirs borg í nóvember næstkomandi. Fllefu lönd standa að tillögu um að- } ild Kína. Fulltrúi Albaníu sagði f }gær í ræðu. að víkja ætti Fomósu stjórninni úr sæti Kína og láta Pek 'ingstjómina fá sessinn. Oft er litið á fulltrúa Albaníu hjá Sameinuðu þjóðunum sem málpípu Peking- stjómar. 200 þús. her- menn í Suður- Vietnum Bandaríkin munu innan árs hafa 200.000 manna her í Suður-Viet- man. \ McNamara landvarnaráðherra til kynnti í gær, að lið yrði sent til Suður-Vietnam eftir þörfum. Banda ríkjamenn hafa þar nú 130,000 manna lið. Bandaríski skriffinnurinn Walter Lippmann sagði nýlega, að Banda- rfkin yrðu að senda eina milljón hermanna til Suður-Vietnam ef það ætti að takast, að ráða niðurlögum Vietcong. ■■, I ....

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.