Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 6
V1 S.I R . Laugardagur 2. október 1963. HPKIfmifl--.-., . JJ..-^.^a«M ÁJm sveit -- bæ og borg Frh. af bls. 9: sfðustu viku £ þeirri viðleitni, að telja Reykvíkingum trú um að framkvæmdir í skólamálum höf uðborgarinnar gengju mjög mið ur. Fann Tíminn upp það vopn, að benda á Kópavog sem gagn- stætt dæm'i og birti mikinn talnalestur í því sambandi. Öllu gamni fylgir nokkur alvara og er sjálfsagt að hugleiða fram- kvæmd fræðslumálanna í Kópa vogi, að gefnu þessu tilefni. T ár er Kópavogsbær 10 ára en nokkuð lengra er síðan hin öra fólkfjölgun hófst þar. Öll þessi ár hafa runnið í tímans straum, svo að stjórnendur þar syðra hafa látið undir höfuð leggjast að beina uppbyggingu og framkv. í skipulegan farveg. Þeir hafa til skamms tíma ekki einu sinni virzt gera sér raun- verulegar hugmyndir um þær skyldur, sem því eru samfara að mynda þéttbýli. Eins og kunnugt er hefur þetta stjórnleysi dregið dilk á eftir sér. Bæjarfélaginu hefur frá upphafi reynzt um megn að byggja upp og halda uppi þjón- ustu í samræmi við þarfirnar og ems 15g og reglur gera ráð fyrJr. 1 beim efnum hefur í raun imri aðems gengið misjafnlega nriður. Þaö sem bezt hefur gengið, vegna þess hve óhjákvæmilegt það er eftir boði laganna, er framkwæmd fræðslumálanna. Þaxt anSf hafa jafnan verið efst á bangi og vegna þeirra hefyr ýmislegt annað verið sett á hakann, eins og fólk verður ó- þyrmilega vart við. Það mætti því að óathuguðu máli álykta, að þessi mál hlytu að vera I viðunandi horfi. Sú er þó ekki raunin. Af þessu kjörtímabili eru lið- in rúm þrjú ár. Á fyrsta árinu bættist engin skólastofa við, í fyrra urðu þær 9 og í ár standa vonir til að 3 stofur bætist við, en 10 ára börn í Vesturbænum bíða eftir þeim um þessar mund ir. íþróttahús hefur staðið til að byggja til viðbótar því sem fyr- ir er en ekkert orðið af. Sund- höll átti að byggja, skv. ákvörð- un fyrri bæjarstjórnar, stórkost legt mannvirki. Var grafið fyrir henni að nokkru um kosningarn ar en síðar ýtt yfir aftur, vegna slysahættu, og mun rikið hafa verið látið greiða sinn hlut í kostnaði við hvorutveggja Við bót við gagnfræðaskðlann átti að byggja í sumar og hafði reyndar verið sótt um leyfi fyr ir þeim framkvæmdum tvö fyrri ár. Þessi bygging tafðist vegna þess að undirbúningsvinna var ekki hafin fyrr en í vor, þ. e. breytingar'á teikningum. Fram- kvæma átti fyrir um 8% millj. kr. í ár en nú mun vera búið að framkvæma fyrir um 3 m'illj. kr. og er/ orsökin fyrir seina- ganginum su fyrst og fremst, að undirbúhingur hefur rekið á reiðanum, þar til framkvæmdir hafa átt að hefjast, enda hefur aldrei verið til nein fram- kvæmdaáætlun um bæjarfram- kvæmdir fram í timann. I vetur verður ástandið þann- Jarðarför föður okkar og tengdaföður KRISTJÁNS Asgeirssonar, fyrrv. verzlunarstjóra, Flateyri, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. október kl. 2 e.h. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minn- ast hins látna, skal bent á líknarstofnanir. Elínborg Kristjánsdóttir Helga Kristjánsdóttir Magnús G. Kristjánsson Guðmundur Kristjánsson Steinarr Kristjánsson Rögnvaldur Krístjánsson Edwin Arnason, Guðmundur Sigurðsson Svava Sveinsdóttir Gróa Ólafsdóttír Þórunn Hafstein Svava Guðmundsdóttir ig, að eins ásett er í barnaskól ana þrjá og 'gagnfræðaskólann og framast er unnt. Verður þó að skera niður lögboðna náms- skrá. Handavinnukennsla verður takmörkuð, 7, 8 og 9 ára börn fá ekki íþróttakennslu, aðeins 10, 11 og 12 ára börn fá stutt sund- námskeið fyrir góðvilja Hafnfirð inga. Þá eiga nemendur undir önnur bæjarfélög að sækja með allt sérnám, sérstaklega Reykja vik. Enginn fræðslufulltrúi er í Kópavogi og eftirlit með rekstri fræðslumálanna í höndum nefnd ar, sem engin tðk hefur á að framkvæma eftiriit, nema að ó- verulegu marki. Samanburðar„tækni" Tjað er svo annað mál, að velta þvl fyrir sér hvernig sam- anburður Tímans milli Reykja- vfkur og Kópavogs um skóla- byggingar á að geta orðið Kópa vogi í hag, enda kemur í ljós. að töluverðar sjónhverfingar þarf að framkvæma til þess. Tíminn miðar nefnilega ein- göngu við það, að Reykjavík hefði átt að framkvæma allt tí- falt á við Kópavog — eða I samræmi við heildar fólks- f jölda. Sé nú hins vegar miðað við framkv fræðsluskyldunnar, eins og um er að ræða og jafnvel gengið út frá svipuðu ástandi me ðskólarými á báðum stöðun um, sem vitað er þó að er langt um betra en í Rvfk, þá væri að eins um að ræða að byggja yfir fjölgun skólabarna árlega, það væri Kópavogi meira að segja mjög hagstætt, því Reykjavík keppir að einsetningu í skólana en Kópavogur að því að skerða ekki námsskrána' en vérður að þrísetja í skólana. Eins og Tfminn getur rétti- lega, þá fjölgar skólabðrnum á- líka mikið árlega á báðum stöð unum þessi árin. Það væri því nægilegt fyrir Reykjavík að byggja jafn mikið og Kópavog ur, til þess sB standast saman- burðínn. En eins og Tíminn bendir einnig réttilega á þá var byggt f Reykjavfk í fyrra fyrir 37 millj. kr. en í Kópavogi fyrir 8,5 millj. kr. og áætlað í Reykja vík í ár fyrir 39 millj. kr. í vík í ár fyrir 39 millj. kr. fyrir 8.7 miílj. kr. f Kðpayogi Tómas Tryggva- son, jarðfr., látinn Tómas Tryggvason andaðist snögglega að heimili sínu um kl. 2 f fyrradag. Með honum er hniginn í valinn merkur vísindamaður og mætur maður. Tómas heitinn var fæddur 26 apríl 1907 að Halldórsstöðum I Bárðardal. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1933 Phil cand prófi í jarðfræði og berg fræði lauk hann frá Uppsalahá- skóla 1940 og phil lic. frá sama skóla '43. Starfaði að jarðfræðirann sóknum í Svíþjóð '39—46 Kom heim til Islands '46 og starfaði síð an við Atvinnudeild Háskólans. Tómas var kvæntur Kerstin Janckes frá Svfþjóð. Þau eignuðust 4 börn. PILTUR EÐA STÚLKA óskast hálfan daginn til sendiferða. Vátryggmgaskrifstofa SIGFÚSAR SIGHVATSSONAR Lækjargötu 2, 3. hæð. „Eldgos" -- Framhald af bls. I. ið í gærmorgun, en þá var hann að koma vestan frá New York. Smári skýrði svo frá að hann hefði séð einhvers konar ólgu í sjónum, sem kæmi upp ann- að veifið, en hyrfi þess & m'illi. Sama sögðu flugmenn og áhafn ir f öðrum flugvélum, sem flugu yfir staðinn skðmmu sfðar. AIl ir sáu og eitthvað fljótandi, sem lfktist vikri, á um það bil 200 m. svæð'i við þennan ólgu- blett I sjðnum. Bjuggust flestir þeirra er flugu yfir stað'inn, við að þarna væri neðansjávargos að hefjast. 1 símtali við Arnór Hjálmars son flugumferðarstjóra á Reykjavfkurflugvelli sagði hann að „gos"-staðurinn væri stað- settur 43 sjómflur frá Kefla- vfkurflugvelli og 258 gráður þaðan, eða talsverðán spöl suð vestan við Geirfuglasker. Arnór sagði, að skömmu eft ir að fregnin um þessar neðan- sjávargoshræringar hefði borizt með Loftleiðavélinni hefðu þrjár flugvélar hafið sig t'il flugs, ein hervél frá Keflavík og tvær flugvélar úr Reykjavík, vél flug málastj. og vél frá Birni Páls- syni. Þær hefðu allar lagt upp á tfmabilinu kl. 10.30-11.00 KI. langt gengin í 2 e.h. fór flug- vél frá Lufthansa yfir staðinn og barst tilkynning frá henn'i um að eitthvað undarlegt sæist í sjónum, en gat ekki greint nán ar hvað það var, enda var flug vélin þá að „klifra" og mun hafa verið komin f allmikla hæð. Litlu seinna flaug landhelg'is- flugvélin yfir staðinri og var það sfðasta flugvélin sem blaðið hafði fréttir um að flogið hefði yfir „gosstöðvarnar" nýju í gær dag. Vísir sneri sér til eins þátt- takandans í þessum leitarleið- öngrum úr lofti f gær, en það var dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur. .— Það sem ég sá, sagði dr. Sigurður, var Eldeyjarboði með SJONVORP . HEIMILISUTVORP . BILAUTVORP . FERÐAUTVÖRP GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 . Sími 35200 dálitlu vikurkögri úr SyrtKngi f kring. Vikur úr honum er kom inn út um allan sjó, meira að segja norður fyrir land. Og þar sem brýtur á boðan- um lítur út eins og ölga f sjón- um, en ég sá ekki nein einkenni elds eða eldsumbrota. Ég hef reyndar heyrt, bætt'i Sigurður við, að Smári Karlsson flug- stjóri hafi staðsett sínar „eld- stöðvar" talsvert nær landi, eða 27 sjómílur frá Keflavíkurflug- velli. Hafi svo verið, höfum við alls ekkj verið á rétta staðnum Hins vegar hefðum við átt að fljúga yfir þær f leiðinni, en ég gat hvergi orðið neins var ¦ nema Eldeyjarboða eins — og þar var ekki neitt eldgos. Landhelgisflugvélin flaug líka þarna yfir og flugmennirnir í henni sáu það sama og ég — sáu Eldeyjarboða en ekkert gos. Eldeyjarboði mun vera á á- þekkum slóðum og neðansjávar eldgosin urðu árið 1793. Þá myndaðist eyja Ur hafi, en hún hvarf árið eftir. Vísir hafði samband við Landhelgisgæzluna en flugvél hennar flaug yfir sjóinn út af Reykjanesi. Flugmaðurinn Þröst ur Sigtryggsson varð einskis óvenjulegs var á þeim slóðum. Hann fIaug yfir Eldeyjarboða og telur að það sé boðinn sem komið hafi þessum hugmyndum af stað og bendir á það, að þeg ar þannig stendur á sjó sem í dag geti br'imið staðið eins og strókur hátt f loft af boðanum. Greinileg merki Framhald af bls. 1. magnaðist þó og hjaðnaði til skipt is. Þeir flugu tvo hringi í kringum það og virtu það fyrir sér og allir þeir sem voru frammi í stjórnklef anum sáu það greinilega. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa séð ástæðu' til að gera, farþegunum við vart um það. Það er alveg sama hvað jarðfræðingar eða aðrir segja um þetta, hér var á ferðinni fyrirbæri sem benti til neðansjáv arumbrota. Vetrarverð -- Framh. af bls. 16 verður kr. 1.55. Er það sama verð og í fyrravetur en 5 aurum hærra en sumarverðið. Miðast það við innvegið magn, það er síldin upp til hópa. Síld til skepnufóðurs er nú kr. 1.45, en var í fyrra kr. 1.25. Bræðslusíld er kr. 1.40 kg. eða sama verð og í sumar ,en í fyrra vetur var það kr. 1.02. Mjólk Framh. af bls. 16 víkurflugvelli mælzt til þess, að fá sína mjólk afgreidda í þessum umbúðum. Hefur þegar verið sett upp ein átöppunarvél hjá mjólkursamsölunni í Reykja vík, sem tappar á 23 lítra kassa til varnarliðsins. Er sú fram- leiðsla þegar komin í gang og er búið þannig um 1500—1600 mjólkurlítra á dag. Vélin, sem sett var upp, afkastar margföldu því magni, en samt er ekki ráð gert að setja neina slika kassa á markaðinn í Reykjavík, svo hyrnurnar verða þar enn alls ráð andi í næstu framtíð. K.kil.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnu lagaskólinn við Amtmannsstíg. Barnasamkoma í samkomusalnum Auðbrekku 50 Kópavogi Kl. 10.45 Drengjadeildin Kirkju- teig 33. Kl. 1.30 e.h. Drengjadeildirnar við Amtmannsstíg og Holtaveg. Kl. 8.30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg Séra Jóhann Hannesson, prófessoa talar Fórnarsamkoma. Allir vel- komriir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.