Vísir - 02.10.1965, Side 7

Vísir - 02.10.1965, Side 7
VlSIR . Laugardagur 2. oktSber WBB. 7 ■ inn J Jann konuna dána á bakinu ber, með barnið í fangi og Iurkinn í hönd. Um hrjóstrugar óbyggðir útlaginn fer, að eilífu slitinn við þjóðfélags bönd. En stöðugt í fótsporin fylgir þó einn, þótt ferðin sé örðug um hrímaða grund, er tryggari en nokkur í sveitinni sveinn og svíkur ei vin, sem þekkir sinn hund. Ég færi í letur hugsanir hans, um harmþrungið líf hins einmana manns: Ég hef enga oæn til að hefja minn róm, en heitþrungna von um hinn eilífa dóm, þar sem réttlætis hugsunin ræður og metur og rúmar hið stærsta og smæsta Ietur, þar mun ei kærleikur kulna né þrjóta, né kallað á neinn til að myrða og skjóta. Ég fyrirlít hræsnara, heigla og dóna, læt heimsku, sem vindinn um eyru þjóta. Mennirnir lifa um eilíf ár, en ósjaldan .kapa þeir sorg og tár. 20. ágúst 1965 Einar Markan. hér, einkum I neðri bekkjunum, að þeir söfnuðu bítilhári, en nú er það svo að segja úr sögunni. í F.H. — Fimleikafélagi Hafn- arfjarðar — sagði stjórnandi unglingunum, að þeir færu ekki til keppni nema „sæmilega klipptir“ — það hafði sín á- hrif“. Helgi Þorláksson, skólastjóri stærsta skólans á landinu, Voga skólans sem telur 1600 nemend- ur, sagði: „Ég talaði um það við börnin, að þau ættu ekki að apa bjálfaháttinn með einu eða öðru, en reyna að vera sem mannlegust eftir því sem al- mennt er orðið meðal fólks á tuttugustu öld. Það er heldur til leiðinda að sjá illa hirtan lubba — þessir bítlar eru ekki verri unglingar en aðrir — en lubb- inn hefur slæm áhrif fyrir þau sjálf — það er skopazt að þessu, en svo apa aðrir þetta eftir. Ég hef sagt þeim, að þeir geti fengið sér parruk, til að setja upp á þessum tónleik- um. Ánnars er þetta að fjara út hér og annars staðar. „Hefur bftilhárið spillandi á- hrif?“ „Það held ég örugglega. Þetta er ef til vill tilraun til uppreisn- ar, og svo er einhver vanmátt- arkennd á bak við það oft og tíð um. Ég sagði þeim fáu bftlum, sem eru f skólanum — þeir eru innan við tíu — að til væru skjeri í skólanum, ef þeir ósk- uðu, ég gaf þeim frest. Ég sagði þeim, að það væri ekki heppilegt. ef skólastjóri gæti með engu móti séð, hvort nem andinn væri piltur eða stúlka, en það hefur komið fyrir“. „Þér bannið sem sagt ekki bítilhárið?” „Ég ætla að sjá til hvað set- ur“. Pálmi Jósefsson, skólastjóri Miðbæjarskólans, sagði: „Þessir ungu menn komu mik ið mannlegri í skólann nú en í fyrra. Ég talaði um það við þá í fyrra, að þeir létu klippa sig — þeir, sem voru verstir með þetta. Sumir létu klippa sig fyr- ir jólin. Ég hef alltaf tilfinn- ingu fyrir því, að hausinn á þessum bítlum sé óhreinn. Þeg- ar ég tók við skólastjórn hér var mikið um lús og þá var farið að hefja herferð gegn henni,, en nú er talið, að hún sé útdauð að mestu eða öllu“. Pálmi sagði, að hyggilegast reyndist að tala einslega við börnin um þetta lubba-vanda- mál og eins um það, ef eitthvað athugavert væri við klæðaburð inn. Hann kvaðst andvígur því að þvinga börnin til að segja skiiið við þennan ósið“. í flestum skólum f Reykjavík hafa skólastjóramir reynt að tala um fyrir þeim unglingum. sem hafa tekið upp bítlatízk- una, en yfirleitt gefið þeim frest til að gera það upp við sig. að leggja frá sér einkennistákn bítilæskunnar. Flestum skóla- stiórum oq fræðurum kemur saman um. að bítlatízkuna sé V.’erfandi [R BfílA TÍIKAN HÉR AB FJARA ÚT? Nýjustu ráÓstafanrr skotanna gegn b'itlafaraldinum eru ofarlega á baugi. Visir ræðir við 3 skólastjóra og leitar álits beirra á vandamálinu Reykvísk bítil-æska bíður komu „The Kinks“ til íslands á Reykja- víkurflugvelli (ljósm. stgr.) JJr nú skorin upp herör gegn bitilhárs-faraldrinum af hálfu skólastjóra og fræðara í Reykjavík og Hafnarfirði? Og þá jafnframt gegn lúsinni, enda þótt hún eigi að heita útdauö hér- lendis. Um borgina hefur kvilsazt, að nokkrir unglingaskólastjórar hafi lagt bann við bítilhári. Vísir reyndi að fá staðfestingu á þessu hjá sjálfum skólastjórunum. Að því er bezt er vitað, hafa aðeins tveir skólastjórar, þeir Ólafur Þ. Kristjánsson f Flens- jjorgarskólanum og Þorgeir Æsen í Lækjarskóla barnaskól- anum í Hafnarfirði látið það boð út ganga í útvarpstilkynn- ingu, að nemendum beri að mæta klipptir í skólann. Ólafur í Flensborg sagði: „Þetta var orðað þannig orð- rétt: „Þess er óskað, að piltar komi sæmilega klipptir f skól- ann“. En það er hins vegar mats atriði eftir orðalaginu. Jón Halldórsson f Hítardal segir f Biskupasögu eitthvað á þá leið, að Brynjólfur biskup í Skál- holti hafi sett prestum þá reglu, að þeir mættu ekki hafa síðara hár en svo, að eyrnasneplillinn væri hreinn“. „Eruð þér andvfgur bítil- hári?“ „Sérstaklega ef því fylgja ó- hreinindi. Þessi tilmæli, sem koma héðan úr skólanum og ég hef komið á framfæri eru sum part orðin til frá útlitssjónar- miði, en einkum þó frá heilsu- gæzlusjónarmiði. Þetta er gert í öryggisskyni — til varnar við óþrifum. Héraðslæknrinn seg- ir, að langt sé frá því, að lúsin sé útdauð, en ég hef hins vegar ekki orðið var við hana I minni kennara- og skólastjóratíð Miklu hári fylgir hætta á óþrifn aði, lúsahætta. „Teljið þér bítilhár hafa á hrif á iyndiseinkunnina?" „Ég hef tekið eftir þvf, að þegar nemandi er kominn með svona hár, er hugurinn kominn í allt annað en námið — það er eins og hárvöxturinn hafi ekki bætandi áhrif á hugarfar- ið“. „Hvað um stúlkurnar í skóla yðar?“ „Yfirleitt hirða þær sig vel, hár og annað. Ekki tíðkast leng ur eins og áður, að þær tæti þetta (þ. e. hárið) f allar áttir. Þær voru orðnar blóðrisa í allan svörðinn — ég man ekki í svip inn, hvað sú hárgreiðsla nefnist — túbering eðá eitthvað svo- leiðis. Einhverju sinni var einn kennarinn hér spurður, hvernig einni stúlku gengi í skólanum. Hann sagði, að það væri bara eftir öllum atvikum: „Þegar hún er ekki að mála sig, er hún að hugsa um, hvernig málningin fari““. „Kveður ramt að bítilhári hjá yður?“ „Þegar fyrstu bekkingar mættu í skólann á dögunum. voru þeir snyrtilegir ti! höfuð'- ins. í fyrra var dálítið um bað

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.