Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 8
8 V1 S.I R . Laugardagur 2. október 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaötgáfan VÍSIR ) Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson \ Ritstjóri: Gunnar G. Schram // Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson \ Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson í Þorsteinn Ó. Thorarensen ) Auglýsingastj.: Halldór Jónsson \ Sölustjóri: Herbert Guðmundsson / Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) \ Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 í Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands ) í lausasölu kr. 7,00 eintakið ( Prentsmiðja Visis — Edda h.f. / Lýðræð/ og málfrelsi þjóðviljinn hefur verið að reyna að gera sér mat \ úr því ,að leikskáldið Arthur Miller afþakkaði boð (\ Bandaríkjaforseta um að taka þátt í hátíðahöldúm í (i Hvíta húsinu. í því sambandi fór Austri að skýra /# fyrir lesendum blaðsins, hvað lýðræði væri. Honum ) tókst það ekki vel, sem varla er von, því að komm- ) únistar hafa jafnan lagt í það hugtak annan skilning \ en venjulegt fólk; það sem þeir hafa hingað til kallað i lýðræði, er eftir annarra skilningi einræði og kúgun. / Þeir héldu því t. d. fram, að á valdatínaa Stalins í ) Rússlandi væri þar fullkomið lýðræði, sem tæki langt \ fram því, sem þjóðir á Vesturlöndum nefndu því nafni. \ Austri vill ekki fallast á að það eigi nokkuð skylt ( við lýðræði, að skáldið gat hafnað þessu boði og / jafnframt sent forsetanum harðorð mótmæli gegn / stefnu ríkisstjórnarinnar, án þess að fá nokkuð bágt ) fyrir. • ' n .lebnumöuó zíiurAvæ fiJhfiíion\ Heldur ritstjóri Þjóðviljans, að það hefði verið ( óhætt fyrir rússneskt skáld að fara svona að við ( Stalin sáluga, ef hann hefði sent því sams konar boð? /f Skáld, sem hefði leyft sér slíkt, mundi umsvifalaust ) hafa verið gert höfðinu styttra eða varpað í þræla- ) búðir sem landráðamanni og svikara við foringjann \ og flokkinn. Og það er vafasamt að skáld eða aðrir, ( sem annt er um að halda lífi og frelsi, mundu dirfast ( að rísa þannig upp gegn ríkisvaldinu í nokkru ein- ( ræðislandi. Þjóðviljinn má kalla þetta málfrelsi, ef ) honum fellur það betur, en það vill nú þannig til, að ) þetta tvennt fer saman: í lýðræðisríkjum hafa menn \ málfrelsi, í einræðisríkjum hafa þeir það ekki. ( Austri segir, að málfrelsi hafi „þá fyrst lýðræðis- |j legt gildi, að stjórnarvöldin taki tillit til skoðana )) þegna sinna“. Hann virðist gleyma því, að í lýðræð- \\ isríkjunum er hægt að skipta um ríkisstjórn, og þar (\ kynni málfrelsið að hafa einhverja þýðingu. í einræð- ( isríkjum mundi það að sönnu fá litlu áorkað, eins ( og kjöri þar er háttað Sennilega hefur það verið „lýð- / ræðið“ í Rússlandi eða ef til vill í Kína, sem Austri ) hafði í huga við þessa skilgreiningu, og þá er ekki \ von að vel tækist. ( Allir Framsóknarmenn! Á. það hefur oft verið bent, og ekki að ástæðulausu, ( hve brosleg skrif Tímans eru, þegar hann er að segja ) frá stjórnmálaflokkum í öðrum löndum. Allir, sem )1 eitthvað hafa vel gert þar að dómi blaðsins, eru \\ Framsóknarmenn. Demókratar í Bandaríkjunum eru (( t. d. að sögn Tímans Framsóknarmenn. Verkamanna- (j flokkurinn norski var miklu skyldari Framsókn en (/ jafnaðarmönnum meðan hann fór með völd. Nú er ) Per Borten framsóknarmaður og flokkur hans Frám- ) sóknarflokkur Noregs! ‘ \ Þetta eru brosleg skrif, en eitthvað verður aum- ( ingja Tímaritstjórinn að finna upp til að gleðja sig við. (( ' - 11 í iiii' . .feSIMM GÆSIN ER AÐ KOMA Gæsin er að byrja að koma. Það er ranghermi í blöðunum, að ekki sé nóg af henni í haust. Hins vegar hefur tíðin verið allt of góð fyrir hana. Hún er uppi á mýrum og fjöllum. Hana hefur aðeins vantað frost. Eftir því sem tíðin er betri þeim mun minna er af henni. Carl Olsen innan um byssumar. Vísir hafði þetta eftir Carl Olsen í Goðaborg, sem er þaul- vön gæsaskytta og gerkunnugur hegðun gæsarinnar og veiðiað- stæðum. „Hún er óvitlaus gaes- in“ sagði hann, „lússpök við kunnuga, en ljónstygg við ó- kunnuga“. Olsen sagði, að það væri hreinlegri aðferð að nota dum-dum-kúlur á fuglinn, en að iáta hana fljúga með skotið í gegnum sig, helsærða. Gæsin er lífseig og harðskeytt. Ef dum-dum-kúlum er beitt drepst hún á staðnum yfirieitt Hann kvað von vera á Græn- landsgæsinni. Sem kunnugt er er grágæsin stærri, en mörgum finnst mörgæsin bezt til átu. Aðrar tegundir eru heiðargæsin og blesgæsin og helsingjamir, en þeir em á einstaka stöðum, t. d. í Skagafirði. Olsen sagði, að sala á byss- um, rifflum og skotfærum væri heldur fyrir neðan meðallag um þessar mundir. Vinsæiasta teg- und riffla á gæsir væri Sago 222 með sjónauka, en yfirleitt væri drepið meira með hagla- byssum, sem þykja af flestum skæðari vopn á gæsina en riff- ill. „Aðalatriðið er að hagla- stærðin henti byssunni“, sagði Olsen gæsaskytta", margir eru haldnir þeim misskilningi, að nauðsynlegt sé að hafa höglin sem stærst". Byssur, sem tíðk ast á gæsir, eru tékkneskar, þýzkar, ítalskar og spánskar og það er talað um automatfsk- ar byssur, fjölskotabyssrrr og pumpubyssur (mikið notaðar). Gunnar Sigurgeirsson í Sport vöruhúsinu sagði, að mikil eftir spum væri eftir gervigæsum og gerviendum, gæsaflautum og Camo-veiðigalla. þ. e. dular- búningi, sem þykir þarfaþing við gæsaveiðar. Hið takmarkaða verkfall við Árbæ dæmt löglegt Meistarar undirbúa almennt verkbann 7. október I gær var dómur upp kveðinn af Félagsdómi út af deilu Tré- smiðafélagsins og Meistarafé- lags húsasmiða í Reykjavík vegna hins takmarkaða verk- falls sem Trésmiðafélagið hefur efnt til Við níu götur í Árbæjar hverfinu sem nú er í byggingu, en götumar eru þessar: Hraun bær. Yztibær, Heiðarbær, Fagri bær, Glæsibær, Þykkvibær, Vorsabær, Hlaðbær og Hábær. En verkfall þetta hófst 20. sept- ember. Vinnuveitendasambandið liöfð- aði mál fyrir Félagsdómi vegna Meistarafélagsins og krafðist þess að verkfallið væri dæmt ólöglegt vegna þess að það bitnaði aðeins á hluta húsa- smíðameistara og væri þannig t. d. sambærilegt við það ef gert væri verkfall t. d. á e'inum togara eða einu hraðfrystihúsi. Verkföll ættu að vera almenn, en ekki ætti að vera hægt að leggja einstaka menn í einelti. Trésmiðafélagið bar fyrir sig að í verkalýðsmálalöggjöfinn'i sé aðeins tekið fram um til- kynningarskyldu en engin á- kvæði er mæltu fyrir um á- kveðna framkvæmd vinnustöðv ana og væri verkalýðsfélögum því frjálst að haga henni á þann hátt sem þau teldu sér hag- kvæmast. Félagsdómur kvað upp þann dóm að verkfall þetta væri lög legt. Það bryti ekk'i í bága við ákvæði verkalýðsmálalöggjafar- innar né þau sjónarmið sem hafa bæri í huga, þegar þau á- kvæði væru skýrð. Þá var talið rétt að málskostnaður féllj nið- ur. Sennilega má telja án þess að það sé tekið fram í dóminum, að þessi hafi verið niðurstaða Félagsdóms, þar sem verkfall- ið þó það sé takmarkað við á- kveðið svæð'i, nær til mjög margra meistara, að því er tal ið hefur verið allt upp í 60 meistara. Um þetta mál er það annars að segja, að trésmiðir þeir sem eru í verkfalli á þessu svæði hafa far'ið þess á leit við meist- ara sína og méistarafélagið að þeir fái vinnu annars staðar enda séu þeir í verkfalli á þessu takmarkaða svæði, en því hef ur ekki verið sinnt. Þá er Meistarafélagið nú að undirbúa allsherjarverkbann það sem á að koma til fram- kvæmda 7. okt. Er það gagn- ráðstöfun meistara vegna h'ins takmarkaða verkfalls. Með verkbanninu ætia þeir að koma deilunni í þa\ horf. að hún verði almenn deila milli stéttanna í heild, en nái ekkj aðeins til takmarkaðs svæð Is.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.