Vísir - 02.10.1965, Page 9

Vísir - 02.10.1965, Page 9
9 V Í5I R . Laugardagur 2. október 1965. II Blin<inillM ■!■!! lljm, Minning: Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri J dag er til moldar borinn Guð- mundur Vilhjálmsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Eimskipafé- lags fslands. Með honum er í valinn fallinn einn þeirra manna, sem hæst hafa borið á hinu mikla framfaratímabili síðustu 20 ára á íslandi. Sem e'inn þeirra, er um langt skeið störfuðu undir stjórn hans, og nutum góðra kynna við hann og lærðum að virða hyggindi hans og drengskap, langar mig til að minnast hans og hans merka ævistarfs með nokkrum línum. Guðmundur fæddist 11. júní 1891 að Undirvegg £ Kelduhverfi í N.Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Guðmundsson og Helga ísaks- dóttir, sem þar bjuggu. Guð- mundur fluttist til Húsavíkur 10 ára gamall og gerðist brátt starfsmaður hjá Kaupfélagi Þing ' eyinga og var farinn að vinna að afgreiðslu þar innan ferming- araldurs. Það er auðséð að hús bændur hans þar hafa snemma veitt eftirtekt hinum óvanalega miklu hæfileikum Guðmundar og borið traust til hans þegar á unga aldri. Árið 1917, þegar hann var ekki nema 26 ára sendi Samband ísl. Samvinnufé laga hann til New York til að sjá um sölu á íslenzum afurðum. Að því starfi vann hann til árs ins 1920 er hann fluttist til Leith og setti á stofn skrifstofu Sam- bandsins þar. Þar dvaldj Guð-. mundur til 1930, er hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags ís- lands. Það var ekki vandalaust fyr- ir Guðm. að taka við því starfi. Félagið var kallað óskabam ís- lenzku þjóðarinnar og hún vænti sér mikils af því. Þetta var á þeim árum, er heimskreppan stóð sem hæst. Eimskipafélag íslands var þá ekki vel statt og svo mátti segja að væri um flest gufuskipafélög stór og smá. En hinn nýi framkvæmda- stjóri gekk að starfi sínu með festu og hyggindum og kom þá strax í ljós hin meðfædda ,.for- retningsgáfa“ hans, og hann vann sér traust allra viðskipta- manna félagsins, og með spam- aði og þrautseigju tókst að halda í horfinu þar til hagur fé- lagsins batnaði eft'ir 1940. Á stríðsárunum, í samvinn- unni við varnarliðið, kom þessi gáfa Guðmundar einnig mjög skýrt í ljós. Hann var mjög fljót ur að átta sig á hinni nýju af- stöðu og að grýpa tækifæri, sem gafst til að vinna að hags- munum félagsins ,og einnig að sjá úrræði sem aðrir komu ekki auga á, til að levsa vandamálin. Eimskipafélag íslands auðgað- ist töluvert á stríðsárunum og átti við stríðslok myndarlegan varasjóð, sem meðfram var því að þakka, að Guðmundi hafði tekizt að koma því í kring hjá Alþingi og ríkisstjórn, að Eim- skipafélag fslands skyldi vera skattfrítt, en nota ágóða sinn til að byggja upp flota félagsins, sem líka var mikil þörf á. Fé- lagið hafði misst 2 skipa sinna í stríðinu, og hin vom farin að eldast og ganga úr sér. En nú lá heldur ekki stjórn og fram- kvæmdastjóri félagsins á liði sínu. Strax og stríðinu lauk var farið að vinna að því að byggja ný skip, og á árunum 1047—50 lét það byggja 3 fyrsta flokks frystiskip, 2600 smál. hvert og svo farþegaskipið Gullfoss. Skip in voru öll sérlega vönduð, £s- styrkt og miklu kostað til að ibúðir skipverja og öll starfs- skilyrði væru sem bezt. Þessi skipakaup voru hið mikla happ- drætti Eimskipafélags fslands. Þegar Kóreustriðið skall á, skömmu eftir 1950. hækkuðu öll skip gffurlega £ verði, og mér er nær að halda, að 4 sams konar skip og þau fyrmefnu myndu kosta um 500 milljónir nú £ dag. Eimskipafélag íslands hélt á- fram að kaupa og láta smiða skip, þar til það hafði eignazt 10 skip 1962. Ég hefi orðið svo margorður um endumýjun flota Eimskipa- félags íslands af þvf að ég tel þgð vera svo snaran þátt i ný- sköpunarsögu þjóðarinnar, og það var einmitt Guðmundur Vil- hjálmsson, sem átti svo stóran hlut þar að. Þegar ég fyrst kynntist Guð- mundi í New York 1917, tók ég strax eftir þvi, að hann hafði tileinkað sér staka siðfágun, og það var einmitt sá eiginleiki hans, sem kom fram í öllu starfi hans. Ég heyrði aldrei reiðiorð koma yfir hans varir, og hann virtist einlagt hafa tíma til að hlusta á það, sem undirmenn hans höfðu fram að færa. Mér kom Guðmundur fyrir sjónir sem hinn raunverulegi „Gentlemaður", og þegar ég heyrði * „Gentleman" nefndan datt mér hann í hug. Og þegar ég á þessum degi hugsa til hins heillaríka ævistarfs Guðmundar, þá slær þeirri hugsun niður mér í brjóst: þar hefir gæfusmiður gengið um; ekki einungis sinn ar eigin gæfusmiður, heldur og líka gæfusmiður þjóðar sinnar. Guðmundur Vilhjálmsson var giftur Kristínu, dóttur hins al- kunna athafnamanns Thor Jen- sen. Hún hefir staðið við hlið manns síns í hamingjusömu hjónabandi, og stjómað sínu stóra heimili með sinni alkunnu rausn og höfðingsskap. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, en urðu fyrir þeirri miklu sorg, að missa ungan og efni- legan dreng, sem var að kom- ast af barnsaldri. 2 synir og 2 dætur eru giftar og búsett i Reykjavík. Ég votta frú Kristínu Vil- hjálmsson og bömum hennar mína dýpstu samúð, og ég er viss um að ég má líka gjöra það fyrir hönd starfsbræðra minna hjá Eimskipafélagi Is- lands. Pétur Bjömsson. HERBERT GUÐMUNDSSON: UM SVEIT, BÆ 0G B0RG Einkamáli varpað á torg Jjann 17. þ. m. gerðu þrjú morg unblaðanna málefni lögregl- unnar í Kópavogi að umtalsefni. Tvö þeirra gerðu það á þann hátt, að augljósanlega var efnt til miður heppilegra umræðna um þau mál, eins og síðar hefur komið í Ijós. Tilefnið var það, að bæjarfó- getinn í Kópavogi, sem jafn- framt er lögreglustjóri, hafði 10 dögum áður leyst annan af aðal varðstjómm lögreglunnar frá störfum um stundarsakir, vegna framkominnar kæm frá aðilum innan lögregluliðsins um meint brot varðstjórans í starfi og væntanlegrar framhaldsrann- sóknar setudömara. Þessa ráð- stöfun hafði bæjarfógetinn til- kynnt bæjarráði Kópavogsbæj- ar á fundi ráðsins 7. þ. mán., enda eru lögreglumennirnir starfsmenn bæjarins. Allt fram til 17. þ.m. var málið ekki til umræðu utan þess hóps, sem málið snerti. þ. e. innan embætta bæjarfógeta, bæjarstjómar og dómsmálaráð- herra, nema ef eitthvað hefur kvisazt út til kunningjahóps eins hverra viðkomandi aðila Mál þetta varð ekki almenningi kunnugt fyrr en blaðaskrifin hófust. Ekki er Ijóst hver hefur stað- ið fyrir fréttaflutningi þeirra þriggja dagblaða, sem að fram- an getur. Það er þó ekki óvið- komandi aðili, eins og fréttimar bám með sér. Aðeins eitt blað- anna ber þær undir bæjarfó- getann og fær hjá honum upplý: ingar, sem nægja til anriarra á- lyktana en hin tvö draga. Það liggur fyrir, að á bak við fréttir Alþýðublaðsins og þó sér staklega Tímans þann 17. er ekki traust á íslenzku réttarfari né hollusta við löggæzluþjón- ustu Kópavogsbæjar. Þaðan af síður er að finna hjá ofangreind um blöðum þjónustulund við lesendur, þar sem t. d. Tíminn gerir hvort tveggja £ senn, að halla réttu máli um það litla Viðbygging við Gagnfræðaskóla Kópavogs, 2 handavinnustofur, var eitt helzta viðfangsefni í skóla byggingum Kópavogsbæjar í sumar. Vegna skipulagsleysir, bæjarframkvæmda og lélegs undirbúri- ings þessa máls hófust framkvæmdir við skólann seint og enn er verið að slá upp fyrir útveggjunum. Sama er að segja um nauðsynlegt viðhald á skólanum, sem nú fyrst er verið að vinna, þannig að kennsla mun ekki hefjast fyrr en 10 dögum síðar en i gagnfræðaskólunum í Reykjavík. Handavinnu- kennsla mun dragast saman um sinn og dýrmæt áhöld liggja undir skemmdum í óupphituðum kjallara heilsuverndarstöðvar, sem verið hefur í byggingu þetta kjörtímabil. sem fram var komið og lætur jafnframt í veðri vaka, að bæj- arfógetinn hafi misbeitt valdi sínu við skyldustörf, þó hins vegar að blaðið viðurkenni að það skorti upplýsingar, sem það gerir enga tilraun til að afla sér hvorki frá bæjarfógetanum eða kærendum. Þessa málsmeðferð dagblað- anna ber að harma, sérstaklega Tímans, sem haldið hefur áfram á sömu braut og vitað er að hann er tengdur pólitiskt þeim aðilanum, sem hann hyglir. Slík ur fréttaflutningur dagblaða, sem hér um ræðir varðandi per sónuleg dómsmál; er ekki til þess fallinn að skerpa réttarvit und fólks, heldur hreint niður- rifsstarf. Það er greinilegt, að sé íslenzku réttarfari ekki treyst andi til þess að komast að rétt- látustu og sársaukaminnstu nið- urstöðu í þessu máli, þá verður það ekki Tíminn sem nær þeim árangri. Til fyrirmyndar? TV'ýjasta uppátæki Tímans í áróðri fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjavík er að út- mála framtaksemi flokksbræðr- anna í Kópavogi varðandi fram- kvæmd fræðslumálanna þar, en þeir stjórna Kópavogsbæ £ sam- vinnu við kommúnista. Sigldi Tíminn í kjölfar Þjóðviljans í Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.