Vísir - 02.10.1965, Síða 11

Vísir - 02.10.1965, Síða 11
af • • • ungu fólki • Dægurlagatónlist og stjórnmál POP-tónlist er að breytast — lög sem hafa inni að halda boðskap eða allt að því pólitískan áróður vinna stöðugt á og meðal 50 vinsælustu laganna er þessum „boðskapar-lögum“ sífellt að fjölga. Nýjasta dæmið er „Eve Of Destruction“, sem sung- ið er af Barry McGuire, og sem dæmi um fyrri lög má nefna „Universal Soldier“ sungið af Donovan, „There But for Fortune“ af Joan Baez og fleiri. ef stu 10 í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur voru eftirtaldar tíu plötur söluhæstar nú í vikunni: 1. See my Friends KINKS 2. Set me free KINKS 3. He’s got no love Searchers 4. Long live love Sandie Shaw 5. Colours Donovan 6. Kinda Kinks KINKS 7. Sound like Searchers Searchers 8. Whats been did Donovan 9. Song will rise Peter-Paul-Mary 10. Top Six nr. 20 Brezkir listamenn Engu treystandi að fer ekki á milli mála að óorðheldni, óstundvísi og óáreiðanleiki allskonar hefur mjög farið vaxand'i að undan- förnu hjá mannfólkinu og þó var ekki úr háum söðli að detta. Er nú svo komið, að flestum brégður í brún, ef eitthvað stendur heima við það, sem heitið var — óttast jafnvel að viðkomandi sé annaðhvort ekki með réttu ráði, ellegar þá bráð feigur enda kemur oftast á dag inn að annaðhvort var og jafn- vel hvorutveggja. Eldri menn þykjast muna að þetta hafi að minnsta kosti verið heldur skárra f þeirra ungdæmi, og kenna óáran þessa í mannfóik inu ýmsum fylgifiskum nútíma menningar, eða þeim afmenn- ingartækjum, sem nú vaða upp'i og þykja jafnvel svo nauðsyn- leg, að enginn telur sig geta án þeirra verið,, og fer stöðugt fjölgandi. Má þar til nefna bí!a, útvarpstæki, sjónvarp og jafn vel fsskápa — gamlan mar.n þekki ég, sem heldur því hik- laust fram að það séu fyrst og fremst allar þessar nýju áfengis tegundir, sem úrkynji þannig mannfólkið, ekki hafi þetta ver ið svona, meðan menn drukku nær eingöngu bankó og bitter- brennivín, tuggðu skro og tóku í nefið, eins og mönnum sómdi. Það má vel vera, að þetta fólk hafi eitthvað fyrir sér — ég þykist bera kennsl á menn, sem gerbreyttust og ekkj til batnað ar við að komast yfir bíl væri kannski réttara að orða það þannig, að bíllinn hefði komizt yfír þá... Ekki er mér heldur grunlaust um að útvarp og sjón varp og önnur hávær fjölmiðl unartæki geti ært menn, einn ig f •óbeinni merkingu, en fsskáp amir — nei, ég held að þeim verði ekki um þetta kennt. En sterkastan grun hef ég um að það sé hvorki tæknin né vodk- að, sem þama er um að kenna, heldur einhverri óreiðu, sem komizt hefur á segulstraumana í loftinu og ge'imgeislakerfið, og þá sennilega fyrir þetta bölvað ekki sen fikt í rússneskum og bandarfskum við þá hluti, sem þeir þekkja ekki til og ekkert káfuðu upp á þá. Það er að minnsta kosti víst, að enda þótt hávaðinn af bílskrjóðum fjallamanna og ómurinn úr út- vörpum þe'irra og talstöðvum raski ró öræfanna, þá gera fjöll vor og eldstöðvar hvorki að drekka vodka — nema hellt sé í þau og þær um helgar — né reykja sígarettur, heldur haida þau sig enn við eldinn og brenn'isteininn fái þau sér smók á annað borð. Engu að sfður hefur þessi sama óáreið anleikaóáran gripið svo um s'ig í óbyggðum vorum, að jafnvel eldfjölíunum er ekki lengur treystandi — samanber Kötlu gömlu, sem að undanfömu hef ur gert jarðfræðinga vora að glópum svo að enginn tekur nú mark á þeim lengur. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar þau fara að gjósa platgosum og verða þannig til þess, að verðurfræð ingar reynast óábyrgir ósann- indamenn, líka fyrir utan sfna vís’indagrein. Kannski ber að skilja þessa brellu óbyggðanna sem mótmæli gegn því að þær fái nú heldur ekki að vera í friði á veturna fyrir mannfólk inu, tækninni og allri þeirri óár an, sem því fylgir... að þær v'ilji sýna, að þær geti Iíka ver ið útundir sig og ekkj áreiðan- legrj en þörf gerist, ef svo ber undir... Nýlega var skrifað í Þjóð- viljann um stjómmálaáróður Donovans, en hann segir hins vegar sjálfur: „Universal Soldier“ er á eng- JOAN BAEZ: Lögin mín fjalla um stjórnmál an hátt pólitískt lag. Ég skipti mér alls ekki af stjórnmálum né mótmæl'i neinu. sérstöku. Ég syng aðeins þau Iög sem ég fæ upp í hendurnar — ef það eru góð lög.“ Joan Baez segir hins vegar: „Á vissan hátt lít ég á mig sem stjórnmálakonu. Ég vil vera kennd við friðarstefnu — og hjá mér er tónlistin númer tvö“ Mannfred Mann hefur tekið í sama streng og Joan Baez, og sagt að hljómsveit sem syngi um ákveðna skoðun hljóti að me'ina það — það syngi enginn né leiki gegn sannfæringu sinni Mjög var rætt um það fyrir nokkru að þjóðlagatónlistin væri að taka við af „Rythm and Blues“ tónlistinni — en helzt virðist sem sú spá rætist á nokk uð annan hátt. Að vísu blómstra þjóðlagasöngvarar, en tónlist þeirra er mun nýtízkulegri og um leið ... pólitísk BOB DYLAN: Hef engan sér- stakan boðskap. Tvær nýjar plöfur í dag eða á morgun fær Hljóðfærahús Reykjayfk- ur tvær nýjar plötur með Searchers og Kinks. Sú fyrri er „Long Playing“ ,og heitir „When I get home“ — hin er EP og heitir „Kwyed Khiks“. 6 vinsæl lög á einni plötu Þar sem nýjar erlendar plöt ur koma yfirleitt ekki alveg strax hingað til lands urðu margir fegnir þegar Hljóðfæra- húsið tók upp á því að flytja hingað hinar svonefndu „TOP- SIX“ plötur, en þar eru á sömu plötunni sex vinsælustu lögin leikin af óþekktum hljómsveit- um. Plata nr. 21 í þessum flokki er nýkomin til landsins og eru á henni þessi lög: „If you gotta go, go now,“ sem Mannfred Mann söng, „Sat'isfaction" (Roll ing Stones), „Baby, don't go“ (Sonny & Cher), Universal Sold ier“ (Donovan), „Look through any window", (Hollies), og „Eve of destruction“, sem Barry Mc Guire kom í annað sæti á vin sæidarlistanum í Bandaríkjun- um. Kári skrifar: i J^ylega var birt hér bréf um unga fólkið og skemmti- staðina, þar sem hörðum orðum var farið um ástandið f þessum málum. Bréf þetta hefur sýni- lega orðið til þess að vekja áhuga, eða kannski öllu frem ur að koma áhuga manna á pappír, og Kára hafa borizí nokkur bréf um þetta mál .„18 ára“ skr’ifar eftirfarandi bréf: Sveitaböll til skammar. „Ég er alveg viss um aö unga fólkið leitar mest út í sveitina vegna þess að það er eini möguleikinn til að komast á ball. Að minnsta kosti er það ekki auðvelt fyrir krakka á aldrinum 16-19 ára að skemmta sér hér í Reykjavík. Á sveita- böllunum er ekki eins strangt eftirlit með víni eins og í bæj um og þegar krakkarnir fara þangað í rútum eru þeir byrj- aðir að drekka á leiðinni, og geta svo farið með vínið inn með sér. Það eru ein eða tvær löggur við dyrnar og leita oft- ast ekkert á fólki og þegar mað ur fer inn á klósett þegar fer að líða á ballið er það eins og að koma inn í svínastíu. Opinbert eftirlit. Það er heldur ekkert gert til þess að krakkarnir fari ekki með vin með sér þangað, og þbir geta alltaf kom'izt yfir það hér í bænum. Á þessum böllum er heldur ekkert gert til að koma i veg fyrir að þeir séu að drekka, og það er einu sinni ekki tekið áfengi af fólki, þótt þjónustufóykið viti að krakk- arnir hafi það um hönd. Þá er þeim bara selt nógu mikið af blandi. Þessi sveitaböll, eins og við þekkjum þau líkjast ekki. neinum mannasamkomum nema örfáar undantekningar, og ég veit að ástæðan er bara sú, að þeir sem standa fyrir þessu hafa ekki áhuga á neinu nema fá krakkana inn t húsið og láta þau borga fyrir sig. En ef þeir ætla að halda áfram að halda þessi böll verða þeir að sýna í staðinn að þeir séu hæfir til þess að gera það og það veitti ekkert af því að hafa opinbert eftirlit með þessum stöðum. Og á móti ættu yfirvöldin í bæjun- um að gera sitt til þess að krakkarnir á þessum aldri, 16— 19 ára, geti skemmt sér á heil- brigðan hátt og innan um jafn- aldra en þurfti ekki að fara á barnasamkomur eða smygla sér inn á vínveitingastaði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.