Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 15
WSIR . Laugardagur 2. október 1965. /5 9. „Nei", svaraSi hann fólskulega. „Það var fyrst síðastliðna nótt". . „Væri nokkur lægri staða en ó- breyttra innan hersins", greip ég fram í fyrir honum, „yrðuð þér lækkaður og látinri dúsa þar til æviloka. Reynið að beita þeirri tak mörkuðu skynsemi, sem yður er gefin. Kemur yður til hugar að nokkur hefði fariS að efna til þessa blekk'ingarleiks viS þá á jeppanum reiðubúinn til þess að notfæra sér frávik þeirra og beita klippunum, ef sá hinn sami hefði ekki þótzt viss um, að þér yrðuð ekki til eftir lits í viðkomandi hólfi, einmitt á þeim tfma? Sennilega hafið þér haldið rakleitt inn í símaherbergið 'og setzt þar að á hvérri nóttu lengi áð undanförnu, um leið og Clandon lauk eftirlitsferð sinni meðfram girðingunni klukkan ellefu. Er það kannski ekki rétt til getið?" Hann stóð og starði í þögulli þvermóSsku á fætur sér. Loks gat liðþjálfinn ekki lengur orða bund- 'izt. „Fyrir alla -muni Ferguson," mælti hann hörkulega, „reyndu að sjá þetta. Þetta liggur svo í augum upi, að hvaða heimskingi sem er kemst' ekki hjá að sjá það jafnvel ekki þú . . . " Enn varð þögn, en nú var hún ekki lengur eins þvermóðskufull og áður. „Jæja, þetta er strax i áttina", varð mér að orði. „Hvernig er hann, þessi víghundur yðar?" „Hann mundi bíta hvern mann á barkann að æðstu herforingjum ekki undanskildum", svaraði Fergu son með nokkru stolti. „Nema mig, auSvitað". „Honum láSist þaS nú samt f nótt er leiS. Og spurningin er — hvers vegna?" sagSi ég. „Það hlýtur einhver að hafa gert honum eitthvað", svaraði Ferguson af sama þráanum. „Hvað eigið þér við með því, að einhver hafi gert honum eitthvað?" spurði ég. „Þér hafið vitanlega at- hugað hann, áður en þér fóruð með hann í byrgi sitt i nótt er leið?" „Athugað hann? Nei, þvi skyldi ég hafa gert það? Þegar við sáum, að klippt hefði verið á girðinguna töldum við vist aS Rollo hefði kom iS til skjalanna og náunginn flúiS eins og fætur toguðu. Það mundi ég að minnsta kosti hafa gert, fjandinn hafi það ..." „Sækið hundinn", skipaði ég. „En í öllum guðanna bænum setj'ið á hann bitmúl áSur en þér komiS með hann hingað inn". Ferguson hélt á brott. Hardang er kom inn aftur I sömu svifum. Ég sagði honum hvað komiS hefSi á daginn, og aS ég hefSi látið sækja víghundinn til frekari at- hugunar. tl J Hardanger spurSi hvaS ég gerSi eiginlega ráS fyrir að finna „Klóro- formsvampur lætur ekki eftir sig nein för. Sama er að segja, þó að þeir hefðu stungið hann meS ein hverju oddhvössu sem áður hefSi verið difið í eitthvert svæfandi eit ur. Nálarstunga og ekki annað". „Eftir þvi að dæma, sem mér hefur verið sagt af kvikindinu vildi ég ekki reyna aS halda klóro- formsvampi aS vitum þess, þó aS mér stæSu allri krúnugimsteinarn ir til boða. Og hvað þessi svæfandi eitur snertir, þá geri ég ráð fyrir að varla séu fleiri en einn af hverj um hundrað þúsundum, sem kom- izt geta yfir þau og enn færri sem með þau kunna að fara. Og loks er það ekkert áhlaupaverk að koma stungu á kolsvrta og kafloðna skepnuna á harðahlaupum I niða- myrkri. Og það eitt er víst, að I þessi kunningi okkar, sem á ferð-1 inni var í nótt er leið, var ekki þánnig skapi farinn, aS hann ætti neitt undir heppni og hendingu". Ferguson kom aftur aS stundar- korni HSnu, og átti fullt f fangi með víghundinn, sem bæði var stór og sterklegur og gerði sig lfklegan til að ráðast á sérhvern þann, sem hann kom I námunda við. Að vísu var hann meS bitmúl, en engu aS síður fannst fér hann óárennilegur. Ég efaðist ekki um þá fullyrðingu liðþjálfans, að sú skepna væri mannskæð, eftir að ég hafði séð hátterni hans. „Hagar hundurinn sér alltaf þannig?" spurði ég. „Venjulega gerir hann það ekki", svaraði Ferguson allundrandi. „Yfirleitt reynir hann ekki að ráð ast á fólk fyrr en ég hef sleppt honum lausum, en þá ræðst hann líka á hvern sem er. En áðan lá við sjálft að hann réðist á mig, aldrei þessu vant — að vísu ekki af grimmd, en mér fannst samt nóg um". Það tók ekki nema andartak að sjá orsökina fyrir þessu óvenjulega háttarlagi hundsins. Hann hlaut að þjást af sárustu kvölum I hausn- um. Rétt fyrir ofan annað augað var stór bólguhnútur, og þurfti fjóra menn til að halda skepnunni á meðan ég athugaði kúluna nánar. Við lðgðum hundinn á bakið, og ég greiddi til þykka loðnuna á kverkinni, unz ég fann það, sem ég leltaði að — tvö óhugnanleg sár með alltað þriggja þumlunga millibili. „Ég held aS þér ættuð að hvíla kunningjann í nokkra daga", sagði ég við Ferguson. „Qg eins ættuð þér að bera eitthvað sótthreinsandi í þessi sár — en ekki öfunda ég yður af því, á meðan á þvi stendur. Þér megið fara burt með hann". „Hvorki klóróform né svæfandi eitur," viðurkenndi Hardanger þeg aar við vorum orðnir einir. „Og þessi sár — þau voru eftir gadda vír. eða hvað?" „Auðvitað, bilið á milli þeirra tók af allan vafa um það. Einhver hefur dúðað á sér hendina, stungið henni inn á milli vírstrengjanna og Róllo bitið um hana, þó að tenriur hans næðu ekki inn tír vafinu. Hann hefur ekki gelt, þessum hund um er kennt að láta ekkert í sér heyra. Þá hefur viðkomandi dregið að sér hendina, en þar sem Rollo sleppti ekki takinu, hefur hann lent með hausinn á milli gaddavírs- strengjanna, unz gaddarnir á þeim neðri gengu inn I hálsinn, svo aS hann gat ekki hreyft sig. Og um leið barði náunginn fyrir utan girð inguna hann svo I hausinn að hann sleppti takinu og missti meSvitund. Einfalt og gamaldags, en gerði sitt gagn engu að síðuh Nei, hann er ekki neinn heimskingi þessi ná- ungi, sem við eigum I höggi við, hver svo sem hann er". „Hann er að minnsta kosti hund inum snjallari" mælti Hardanger þunglega. Þriðjl kafli. Þegar við nálguðumst „E*'-álm- una, ásamt tveim aðstoðarmönn- um Hardangers, sem nýkomnir voru frá Lundúnum, biðu þeir okk ar þar fyrir utan, Cliveden, Wey- bridge, Gregori og Wilkinson, Wilkinson dró upp lykilinn að hin um rammgeru dyrum. „Það hefur enginn stigið sínumi fæti inn I álmuna, eftir að þér læstuð henni, þegar þér höfðuð fundið Clandon?" spurði Hardang- er og sneri sér að Wilkinsson. „Ég þori að fullyrða, að enginn hefur komið þar inn", svaraði Wilk inson. „Það hefur verið stöSugur vörður við dyrnar". Er Wilkinson hafði opnað dyrn- ar, gengum við allir inn fyrir og um langan gang til vinstri. Aðal rannsóknarstofan var á hægri hönd innst I þeim gangi, þangað voru að minnsta kosti um tvö hundruð metrar, en ekki nema um þá einu leið að ræða, þar sem ekki voru nema einar útidyr á álmunni. Ör- yggið var sett öllu ofar. Á leiðinni inn ganginn urðum við aS fara gegnum fimm dyr. Sumar þeirra voru opnaSar af rafeindaauga, þegar maSur nálgaSist. Á öSrum var snerill, fimmtán þumlunga lang ur, til þess að opna mætti þær með olnboganum. Vlsindamenn- irnir, sem þarna störfuðu, báru oft hluti, sem óþægilegt var aS halda með annarri hendi eða setja frá sér. Loks komum við að dyrum aðal rannsóknarstofunnar — og llkinu af Clandon. Það lá þarna rétt hjá dyrunum. Mér var ógerlegt að átta mig á, að það væri af kunningja mínum, stórvaxna, harðgera og káta íranum, sem ég hafði þekkt mjög náið árum saman. Hann virt ist svo undarlega lítill og varnar- laus, þarna sem hann lá I hnipri; allur annar en Neil Clandon var Jafnvel ásjóna hans var öll önnur augun óeðlilega víS og starandi, varirnar herptar, tennurnar saman bitnar. Enginn sem virti fyrir sér IlkiS gat veriS I vafa um aS hann hefSi dáið hinum hræðilegasta og kvalafyllsta dauða. Ég varð þess var að hinir störðu allir á mig. Enég hef náð þvíi valdi yfir andlíti mínu og svipbrigð1 um, að þeir gátu einskis orðið vfs ari um tilfinningar mlnar. Ég gekk skrefi nær Hkinu, laut að þvl og þefaSi. BlygSaðist mín hálft I hvoru gagnvart hinum látna fyrir það hvflíkur viðbjóður greip mig. Ekki átti Neil Clandon neina sök á því. Mér varð l'itið til Waybridge höf uðsmann, sem kom nær og laut einnig að líkinu. „Þú hafðir lög að mæla", sagði hann og sneri sér að Wilkinson. „Blásýra — það leynir sér ekki". Ég dró baðmullarhanzka upp úr vasa mínum. Annar aðstoðar- manna Hardangers lyfti ljósmynda vél sinni, en ég hratt honum til hliðar. „Það er um seinan", sagSi ég. „Ef þú þarfnast endilega að ljósmynda eitthvað, skaltu heldur snúa þér að stáldyrunum þarna. Þar skortir varla fingraförin — en þau munu samt sem áður ekki veita minnstu upplýsingar". Aðstoðarmennirnir litu á Hard- anger, en hann yppti öxlum og kinkaði kolli. Ég dró á mig hanzk ana og fór að leita I vösum Cland ons — yeski, slgarettuhylki) eld- spýtur. Én I vinstri jakkavasanum fann ég litla, gagnsæa papplrsmiða, utan af sælgætismola. nratwi ^a*í^'^^WWBiM>^?»'>i^l'£^lJJ^i.;:::l^J^'^ig»^''>- SOON THEy WILL BE ASLE TO KETUeM HOME!.. SUT MY HAPPINESS IS MIXE7 WITH SA7WESS- , FOE. I ICWOW THAT. T THIS MOMENT THOSE \\ WHO REMANIM MÝ VILLAGE AgE >VIKJg 1. .J j ...THEySTILLSELIEVE THE AKCHAIC ANP TKA7ITI0NAL'METH07S Of OUK.. Y MEPMCINE MAN WILL CURE THEM! J Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökunar- og öndunaræf- ingum fyrir konur og karia hef jast mánodag 4. októfoer. — Uppl f síma 12240. VIGNIR ANDRÉSSON ______— íþrottaketmaiii—__ Tarzan, kondu og mitt er. sjáðu hve ágætt fólkið En ánægja mín er blandin harmi, því ég veit að þeir sem eftír eru heima munu deyja. Þeir trúa þvl enn að einungis töframaður inn geti læknað þá. — Það er leiðinlegt, Kaánu, að þeir geti ekki skilið það eins og þú, en þekking er grundvöllur framfara. VÍSIR ASKRIFENDAÞJÓNUSTA Askriftar- Kvartana- simmn er 11661 virka daga kl. 9 — 19 nema laugardaga kl. 9 — 13. VISIR er eino síðdegisblaðið kentur út OllO **taaA u virka daga Afgreiðslan Ingóltsstræti 3 skráir nýja kaupendur S'imi 11661 auglýsing r VÍSI kemur víða við VÍSIR er ouglýsingablað almennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA' SKRIFSTOFUNNAR ER I INGÓLFSSTRÆTI 3 Sitnl 11663.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.