Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1965, Blaðsíða 16
tuMmk VISIR M Mjólkurkassar teknirupp áSelfossi Hér eru Krístján Jóh. Kristjánsson, forstjóri Kassagerðarlnnar, sem „fann" þessa tegund mjólkurumbúða i Bandaríkjunum í fyrra, og Gylfi Hínriksson, framkvæmdastjóri Pappírsvara h.f., sem flytur inn átöppunarvélarnar og plastpokaria, — og eru peir með hinar nýju umbúðir fyrir framan sig. Fremst er plastpoki, fullur af mjólk og ónotaður pappakassi, en fjær eru kassar, sem gengi'ð hefur verið alveg frá til sölu. Kassarnlr eru með merkjum Mjólkursamlags KEA. Selfyssingar verða í þess- um mánuSi aSnjótandi mjólk- urkassa af sömu gerS og slógu í gegn á Akureyri í sumar. Atöppunarvélin var sett upp hjá Mjólkurbúi Flóa- manna £ fyrrakvöld og er nú aSeins beðið eftir fitusprengi, til þess aS framleiSslan geti hafizt. Mjólkinni er tappað á geysi- sterka plastbelgi, sem settir eru í ferhyrnda pappakassa, sem passa f allar gerðir ísskápa, og er sérstakur sjálflokandi krani settur á umbúðirnar, sem taka tiu lítra mjólkur. Reynsla sumarsins af þessum nýstárlegu mjólkurumbúðum á Akureyri bendir til þess, að mjólkin geymist mun betur í þessum umbúðum en öðrum, enda kemst hvorki loft né ljós að mjólkinni og hún verður ekki fyrir neinum hitabreytingum, því kassarnir eru ekki teknir Ut úr fsskápnum, þegar tappað er af þeim. Þessar umbuðir þykja líka óvenju sterkar, leki enginn og þær taka líka mun minna pláss en aðrar mjólkurumbúðir. „Viðtökurnar voru miklu betri, en við bjuggumst við", sagði Jónas Kristjánsson, mjólk urbústjóri á Akureyri, í viðtali við Vísi. „Við ætluðum aðallega að selja mjólkina til skipa, í mötuneyti og veitingahús, en reynslan varð sú, að mikið magn seldist af henni í venjulegri smá sölu. Þessar umbúðir gera okk ur nefnilega kleift að senda mjólkina heim ttt húsmæðratina, sem fagna þessari nýjung ákaf- lega. Við seljum þegar meira en þriðjung af allri okkar neyzlu mjólk í þessum umbúðum." Þá hefur varnarliðið á Kefla- Framh. á 6. síðu. Þrettán buiu í smíði dráttarbrautar á Akureyri Fyrir nokkru voru opnuð til- boð í smíði dráttarbrautar fyr- ir Akureyri. Var það gert í Innkaupastofnun ríkisins. Til boðin voru eins og gengur all- misjöfn tæknilega og er nú ver-<5> ið að kanna það á tæknilegan j hátt, hvert þeirra sé aðgengileg- ast og annast Vitamálaskrifstof- an um þá athugun. Getur það tekið nokkurn tíma að gera sam anburðinn og þarf m. a. að fara norður og athuga aðstæður all- ar. En gert er ráð fyrir að drátt- arbrautin eigi að geta tekið 500 tonna þunga. Tilboð munu hafa borizt frá þrettán aðilum í ýmsum löndum, svo sem Englandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, V.- Þýzkalandi, A.-Þýzkalandi og Póllandi. Það voru einungis út- lendir aðilar, sem gerðu tilboðin að því undanskildu að Slippstöð in f Reykjavik bauð í hluta verks. Tilboðin vqou mjög mishá, en þar virtust m. a. vera allgirnileg tilboð frá Póllandi og frá vest- ur-þýzku fyrirtæki. Myndin er af ísskáp á Akureyri. Þegar tappað er af mjólkurkössunum, er togað í tappann, sem lokast síðan sjálfkrafa, þegar honum er sleppt. Þyrilvæng/an sýndi notagildi sitt I hngri flugferS yfir bálendi íslands Nú um miðja vikuna fór þyril vængja Landhelgisgæzlunnar í langt öræfaferðalag á vegum raf orkumalaskrifstofunnar til að gera virkjunarrannsóknir. í þess ari ferð sannaði þyrlan mjög á- gæti sitt þar sem hægt var að komast á henni á fáeinum Sendiherra afhendir skilríki sín klukkustundum léið sem hefði tekið marga daga á landi. Þannig stóð á þessu ferða- lagi, að hingað kom norskur -® sérfræðingur að nafrii Berdal, sem er einn af þeim erlendu sér fræðingum sem sérsjóður Sþ hefur kostað til að veita íslend ingum léiðbeiningar í sambandi við virkjunarframkvæmdir. Fór Jakob Björnsson á raforkumála skrifstofunni með þessum norska manni í þennan þyrlu- leiðangur, en Björn Jónsson flugmaður stjórnaði þyrlunni. Farið var héðan austur fyrir fjall og alla leið austur að Vatna jökli, að Langasjó og upptökum Tungnaár. Við Lang^sjó var áð og snætt nesti í 1000 m hæð og 19 stiga hita af sólinni. ¦ - Þá var haldið að Þórisvatni og lent við upptök Köldukvísl* ar. Og þaðan að Þjórsá og lent bæði við Stakk og athug anir gerðar á ýmsum stöðum. Þá var farið að Haldi en þar eru benzínbirgðir fyrir þyril- vængjuna. Siðan yfir Þjórsá og yfir suðurjaðar Hofsjökuls, að Hvítárvatni þar sem athuganir voru enn gerðar, og þá niður eft ir Hvítá þar sem lent var einn ig á nokkrum stöðum til að gera athugariir, m.a. við Gull- foss. Loks var flogið beint i vestur yfir Apavatn og Þing- vallavatn til Reykjavíkur. Alls hafði ferðin tekið 8l/2 klst., þar af var flugtími 5 klst. Mynd þessi var tekin í Stjórnarráðinu í gær, þegar danski handhöfum forsetavalds embættisskilrfki sín. sendiherrann, Birger Ove Kronmann, afhenti I fjarveru Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Islands tóku handhafar for- setavalds í gær á móti embaettis- skilrfkjum tveggja sendiherra, beggja frá Norðurlöndum, er ný- lega hafa tekið hér við embætti. F6ru,'athafnir þessar báðar fram í stjórnarráðsbyggingunni við Lækjartorg. Danski sendiherrann, Birger Ove Kronmann, kom þar kl. 2 og gekk á fund handhafa for- setavalds og sænski sendiherrann, Gunnar Granberg, kJukkustund sfðar. Handhafar forsetavalds eru þeir dr. Bjarni Benediktsson forsætisráð herra, dr. Þórður Eyjólfsson for- seti Hæstaréttar og Birgir Finnsson Alþingisforseti. Auk þess var utan- ríkisráðherra Emil Jónsson við- staddur. Vetrarverð á $ílá við Suð- ur og Vesfurland ákveðið Verðlagsráð sjávarútvegsins hef ur nú ákveðið síldarverð fyrir Suð ur- og Vesturlandi í vetur og er það lítið breytt frá því sem verið hefur í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun á verði á sfld sem afhent er beint í síldarflutninga- skip á miðunum, en verður gert síðar ef til þess kemur, að síldar flutningaskip verður notað við Suður- og Vesrurland. / Verðið á síld til heilfrystingar, söltunar, flökunar og í niðursuðu- verksmiðjum er kr. 1.70 á kg. og er þá miðað éinungis við það magn sem fer í vinnslu, en úrgangssild er þá skilað aftur. Þetta er sama verð og var i fyrravetur, en 5 aui um hærra en verðið sem gilti i sumar. Isvarin síld til útflutnings í skip FramhaW é Ms. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.