Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 2
7 VISIR . Þriðjudagur 5. október 1965, B-lið Ármanns vann fyrstu bikar- keppni Körfuknattlcikssambands fslands, sem lauk á sunnudags- kvöldið á Nálogalandi. Liðið hafði töluverða yfirburði yfir lið Þórs frá Akureyri og vann 46:26 í úrslita leik. Á laugardagskvöldið fóru undan- úrslitin fram og vann Ármann þá Körfuknattleiksfélag fsafjarðar með yfirburðum 75:35, en Þór vann Sel- fyssinga með litlum mun i spenn- andi Ieik með 55:49. Á sunnudagskvöidið léku síðan Selfoss og ísafjörður um 3. sætið og vann Selfoss, en Ármenningar voru öruggir sigurvegarar í mót- inu. Að úrsiitaleiknum loknum af- henti fulitrúi frá Samvinnutrygg- ingum fallegan bikar, sem fyrir- tækið hefur gefið og er farand- gripur, en að auki fallegan skjöld sem félagið fær til eignar. Þetta eru sigurvegarar Ármanns-b í bikarkeppni KKÍ, sem lauk í fyrrakvöid. Lokastaðan í íslandsmótinu Lokastaðan i 1. K.R. Akranes Keflavík Akureyri Valur Fram 11 11 10 10 10 10 deild varð -þessi: 6 3 2 25—16 15 6 1 4 25—18 13 4 3 3 18—15 11 5 1 4 14—19 11 3 16 19-24 7 2 17 10—19 5 19. sigurinn vann I<R íslandsbikarinn 1912, en síðan ekki fyrr en 1919, þá 11926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963 og nú 1965. KR hefur unn- ið mótið reglulega á tveggja ára fresti frá 1959. Fram hefur unnið mótið 14 sinnum, Valur 12 sinnum, Akra- nes 6 sinnum, Víkingur tvisvar og Keflavik einu sinni. Sigur KR á íslandsmótinu er 19. sigur féiagsins frá upphafi. Hefur ekkert félag unnið ís- landsbikarinn jafn oft. Fyrst Markahæstu menn „Nú, voru þeir fjórir?“ Hann Iét ekki mikið yfir sér miðherj- inn í KR-liðinu, sem brauzt upp með boltann með fjóra galvaska Akumesinga á eftir sér. Hann vissi ekki einu sinni af þvi að þeir hefðu elt sig, — bjóst þó heldur við því sem vonlegt var. Baldvin hóf að leika með KR í vor og hefur gert það gott, skoraði 12 af 25 mörkum liðs- ins i 1. deild og þar á meðal sigurmarkið í leiknum í fyrra- dag. Markhæstu menn i 1. deild 1965 voru þessir: Baldvin BaldvinSson, KR, 12 Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, 7 Ríkharður Jónsson, lA, 6 Bergsveinn Alfonsson, Val, 5 Ilreinn Eliiðason, Fram, 5 Rúnar Júliusson, ÍBK, 5 Skúli Ágústsson, ÍBA, 5 Ellert Schram, KR, 4 Hermann Guðmundsson, Val, 4 4 4 3 3 3 3 3 Skúli Hákonarson, ÍA, 6 Gunnar Felixson, KR, Einar Magnússon, ÍBK, Helgi Númason, Fram, Matthías Hallgrímsson, ÍA, Kári Ámason, ÍBA, Steingrímur Bjömsson, Val, Ingvar Elísson, Val, Tvö mörk hafa skorað: Einar ísfeid, KR, — Reynir Jónsson, Val — Bjöm Lárusson, ÍA — Karl Hermannsson, ÍBK — Steingrímur Björnsson, ÍBA — Grétar Magnússon, ÍBK — Jón Jóhannsson, ÍBK. • Eitt mark hafa skorað: Guðmundur Haraldsson, KR — Magnús Jónatansson, ÍBA — Högni Gunnlaugsson, ÍBK — Sveinn Jónsson, KR — Jón Ólafur Jónsson, ÍBK — Berg- sveinn Magnússon, Val — Theó- dór Guðmundsson, KR — Hall- grímur Scheving, Fram — Sævar Jónatansson, ÍBA — Þorsteinn Friðþjófsson, Vai — Páli Jónsson, ÍBA — Sveinn Pétursson, ÍBK, — Ásgeir Sig- urðsson, Fram — Halldór Sigur- björnsson, ÍA — Valsteinn Jónsson, ÍBA. SOGULEGAR MYNDIR ÚR LAUGARDAL Þessar myndir tók Bjarnleifur Bjamleifsson, ljósmyndari í fyrradag, þegar það gerðist að tveir leikmanna Akraness urðu að yfirgefa ieikvöllinn með ör- stuttu millibili. Fyrst er það Eyleifur Haf- steinsson, sem fer út af. Rík- harður styður Eyleif og er hægra megin á myndinni en fyrir aftan hann gengur Hannes Þ. Sigurðsson, dómari. Þá fer Rikharður tæpum tveim min. síðar. Sveinn Jóns- son stendur lengst til vinátri og réttir höndina út, en Hannes dómari gengur í átt til hans og virðist vera að taka upp „bók- ina“, en hann skrifaði Svein upp fyrir háskalegan leik. Aftar á myndinni stumra Akumesing- ar og Ellert Schram yfir Rík- harði, sem engdist sundur og saman af kvölum. Kristinn Gunnlaugsson, Skúli Hákonarson og Jón Leósson horfa ógnandi á Svein, en Einar ísfeld og Hörður Felixson draga sig í hié. ÆfingntöfBur félogunna (Klippið þær út og geymið). Næstu daga munu íþrótta- félögin birta hér æfingartöfl ur sínar. Er fólki ráðlagt að klippa töflurnar út og geyma þær. Þeim sem ekki hafa æft íþróttir í sumar, en hafa hug á að ganga í félögin, skal bent á að nú er ágætt tæki- færi fyrir alla. Úr nógu er að velja og alls staðar er tekið tveim höndum við nýjum félögum. Knattspyrnufélagið Valur. Handknattleiksdeild: Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn i félagsheimilinu miðvikudaginn 13. okt. kl. 20,30 stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Æfingar hófust af fullum krafti í gær (mánud. 4. okt.), og verða á eftirtöldum dögum og tímum Mánudaga: K1 80,00—18,50 IV. fl. karla. Kl. 18,50—19,40 III. fl. karla Kl. 19,40—20,30 II. fl. kvenna Kl. 20,30—21,20 meistara og I. fl. kvenna. Kl. 21,20—23,00 meistara- og I. fl. karla. Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.