Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 4
V í SIR . Þriðjudagur 5. október 1965. GEGN HUNGRI I HEIMINUM Æskufólk hefur frumkvæðið / baráttunni gegn hungurvofunni Undanfarna mánuði hef ur starfað hér á landi framkvæmdanefnd Her- ferðar gegn hungri. Að nefnd þessari standa 11 landssambönd æskufólks á fslandi, og er tilgangur nefndarinnar að kynna hér á landi vandamál van þróaðra ríkja og hefja fjársöfnun til þess að standa undir framkvæmd ák' ~"' ’S verkefnis í van- ' i. Herferð gegn tarfar á vegum FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, og hef- ur það sem markmið, að hjálpa íbúum vanþróaðra ríkja til sjálfshjálpar. Hér á landi er það æskufólkið, sem tekið hefur frumkvæðið í þessu mikla hagsmunamáli allra manna. Þau landssambönd æsku- manna, sem að nefndinni standa, eru Stúdentaráð Háskóla I’slands, Bandalag íslenzkra farfugla, Iðnnemasamband Islands, Sam- band ungra Framsóknarmanna, Samband ungra Jafnaðarmanna, Samband ungra Sjálfstæðis- manna, Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista, en þessi samtök mynda Æskulýðs- samband íslands, sem skipaði framkvæmdanefndina. Héraðsnefndir stofnaðar. Framkvæmdanefndin hefur að undanförnu unnið að því að koma á fót undirnefndum á 12 stöðum Uti á landi, hinum svokölluðu hér aðsnefndum. Hlutverk þeirra er að skipuleggja fjársöfnunina á hverjum stað fyrir sig, sem full trúar Framkvæmdanefndarinnar. Þessir 12 staðir eru: — Akra- nes, Ólafsvík, Isafjörður, Siglu- fjörður, Akureyri, Húsavík, Nes- kaupstaður, Vestmannaeyjar, Sel foss, Hafnarfjörður, Kópavogur, Keflavík. Mun stofnun þessara nefnda, sem eru mismunandi fjölmennar, væntanlega vera lokið innan skamms. Þá hefur Framkvæmdanefndin unnið að því að koma á fót stuðn- ingsnefnd, en í henni verða 26 manns. Þar er að finna formenn allra stjórnmálaflokkanna, sem hafa sýnt Herferð gegn hungri mjög jákvæðan vilja, og ýmsir aðrir forystumenn á ýmsum svið- um þjóðlífsins. Verkefni íslenzku nefndarinnar. Eins og kunnugt er verður fé því, sem safnast í fjársöfnun Her ferðar gegn hungri, varið til fyrir fram ákveðinna verkefna í þróun arlandi eða Iöndum. Hefur Fram kvæmdanefndin unnið að því, að veija verkefni, og mun bvf vænt anlega lokið um miðjan þennan mánuð. Matvæla- og landbúnaðar stofnun Sameinuðu þjóðanna hef ur öll verkefni með höndum og rannsakar stofnunin gaumgæfi- lega öll atriði verkefnanna, áður en þau eru send út til HGH-nefnd anna. Einnig hefur Framkvæmda- nefndin unnið að undirbúningi RITSTJÓRAR: PÉTUR SVEINBJARNARSOH STEINAR J. LÚÐVÍKSSON fjársöfnunarinnar sjálfrar, sem hef jast á í október- nóvember, og skipulagt fræðsiuherferð þá, sem hefjast mun í október byrjun og standa bar til fjársöfnuninni er lokið. Staðreyndir til íhugunar “ •) 'Ái 300—5Ó0 milljónir manna, eða mijli 15 — 20% af ibúum jarðar þjást af hungri. 0 60% af ibúum vanþróaðra ríkja eru vannærðir — þ. e. fá ekki þau efni sem nauðsynleg eru fyrir mannslíkamann. 0 Séu allir íbúar jarðar, sem eru um 3,5 milljarðar, teknir I heild, er lágmark að áætla að helmingur þeirra þjáist af hungri og vannæringu eða hvoru tveggja. Árið 1938 var áætlað, að um 67% mannkyns væru f vanþróuðum ríkjum, en nú búa þar 72% mannkyns. Mannfjölgunin er þvi mest þar sem matvælaframleiðslan er frumstæðust. Þótt 72% af íbúum jarðar búi í vanþróuðum ríkjum er hlutur þeirra i tekjum heimsins aðeins 20%. © Mismunurinn eykst stöðugt; síðasta áratuginn hækkuðu tekjur á einstakling að meðaltali árlega um 1 dollara f vanþróuðum ríkj- um, — en i þróuðum ríkjum hækkuðu tekjur á einstakling að meðaltali árlega um 20 dollara. Frá launþegaklúbbi Heimdallar. KYÖLDYÖKUR í VALHÖLL Nú í þessari viku er vetrar- starf Helmdallar að hefjast, og munu hin nýju húsakynnl félags ns f Valhöll við Suðurgötu auð- velda mjög alla félagsstarfsemi. Ætlunin er að annað kvöld, miðvikudagskvöld, verði svonefnt kynningarkvöld Háskólastúdenta og einnig verður í þessari viku kynningarkvöld Verzlunarskóla- nemenda. I næstu viku verða svo kynningarkvöld Menntaskólanema og Kennaraskólanema. Fara þau þannig fram, að fenginn er ræðu maður til að tala um ákveðið efni, síðan er sýnd kvikmynd um lff Adlai Stevensons og að lokum bomar fram kaffiveitingar og nem endur ræða saman. Á laugardaginn verður klúbb- fundur í Tjamarbúð í hádeginu og mun forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson þar ræða um stjórn7 málaviðhorfið. Ráðgert er að næstu mánuði verði á mánudagskvöldum opið hús fyrir félagsmenn, á þriðju- dögum verði „pólitísk kvöld“, menningarkvöld á miðvikudögum spilakvöld á fimmtudögum, en á föstudags- og sunnudagskvöld- um verði þar eitthvað af léttara taginu, svo sem hljómplötukynn ingar o.fl. Félagsmenn eru hvatt'ir til að hafa samband við skrifstofu Heimdallar og kynna sér nánar starfið. Síminn er 17100. Menntaskólinn við Hamrahlíð enn eitt skref i framfaraátt TjMns og fram kom í viðtali hér í blaðinu fyrir I skemmstu við Guðmund Amlaugs son, hinn nýskipaða rektor menntaskólans við Hamrahlíð, eru f vændum nokkrar breytingar á kennslufyrirkomulagi. Með þessum nýja og nýtízku- lega skóla er enn stigið skref í framfaraátt og lögð til grund- vallar reynsla nágrannaþjóða. Menntamálin skipa eitt efsta sæti á baráttulista ungra Sjálfstæðis manna, sem telja þennan nýja skóla einn merkasta áfanga, sem náðst hefur undanfarin ár, og gleðilegan vorboða í menningar- og menntamálum íslenzku þjóðar líreytingar á fslenzku skóla- kerfi eru knýjandi nauðsyn vegna hins breytta og bætta þjóð lífs, og þörf þjóðfélagsins á menntuðum mönnum er önnur í dag en fyrir hálfri öld. Sú leið, sem valin hefur verið, og virðist hagkvæmust, er að sjá hverjum þjóðfélagsþegn fyrir þeirri menntun, er getu hans og áhuga samrýmist. Því takmarki, að gefa öllu ungu fólki tækifæri til menntunar, hefur þegar verið náð, og enn er mark'ið sett, hærra: Gefa verður nemendum kost á að velja sér námsefni samkvæmt hæfni og áhugamálum. T>rátt efna ungir Sjálfstæðis- ** menn til ráðstefnu um menntamál, og enn. munu þeir sýna sem fyrr, að þar gegna þeir forystuhlutverki og munu ekki láta staðar numið — en halda bar áttunni áfram og leita nýrra tak- marka. b sigtr. STEFNIR - 2. tbl. 1965 er nýlega komið út. Með þessu hefti Stefnis eru ritstjóraskipti við blaðið, Birgir Isleifur Gunn arsson, hdl., lætur af ritsjórn en við tekur Hörður Sigurgests son, viðskiptafræðingur. I þessu hefti Stefnis eru m. a. greinar eftir Þorvald Garðar Kristjánsson um stjórnmála- flokka, „Hægri handar umferð á íslandi fyrir 1970“ eftir Pétur Sveinbjarnarson og grein um Edward Heath, hinn nýja leið- toga brezkra íhaldsmanna. I „Víðsjá" segir Birgir ísl. Gunnarsson m.a.: „Það er ekkert vantraust á eldri kynslóðina, þótt sagt sé hér að sérhver stjómmálaflokk ur þarfnist stöðugt innblásturs nýrra ungra manna, sem hugsa eins og nútíminn krefst og telja sig þess umkomna að geta breytt til bóta ríkjandi ástandi og trúa því að unnt sé að ná betri árangri en tekizt hefur til þessa. Þetta eru aðeins almenn sannindi, sem eru undirstaða allra framfara í heiminum. — Sjálfsánægjan er hættulegasti fjandmaður framþróunarinnar. Það er því m. a. hlutverk 18. þings Sambands . ungra Sjálf- stæðismanna að gagnrýna þar sem gagnrýni er þörf, og benda á nýjar leiðir þar sem ástæða þykir til. — Á þann hátt er Sjálfstæðisflokknum og íslenzku þjóðfélagi um leið unn ið mest gagn“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.