Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . ÞriBJudagnr 5. októher 1965. 7 HERBERT GUÐMUNDSSON: o UM SVEIT, BÆ OG UNNIÐ AF FYRIRHYGGJU. Menn eru þegar teknir að hugleiða þá spumingu, hvemig byggð verði háttað á íslandi um næstu aldamót og hverjar kröf- ur aldamótakynslóðin muni gera til lffsins £ landinu. Getgátur einar eru ekki lengur látnar nægja um fjarlæga framtíð, heldur er reynt að beina á- kveðnum straumum í farveg, þó all rúman, til þess að nútíma verk nýtist sem bezt fyrir fram- tíðma. Einn mest áberandi liðurinn í þessari viðleitni, er að leggja grófa drætti að útliti væntan- legs höfuðborgarsvæðis, sem kallað hefur verið Stór-Reykja- vík og nær á milli Kjalamess og Hafnarfjarðar. Eðlilega þenst höfuðborgin út með síauknum hraða og er nú þegar búin að teygja anga sína inn fyrir EH- iðaár, sem fyrir aldarfjórðungi vora uppi í sveit. Margs þarf að gæta í þessum efnum, bæði um borgarsvæðið sjálft og sam- skipti þess við aðrar byggðir, nær og fjær. Að þessum verkefnum hefur Svæðaskipulagsnefnd tmnið und anfarin misseri, en hún var sett á laggimar að tiistuðlan Reykja víkurborgar. Heildarskipulag núverandi borgarsvæðis var til- búið þegar í sumar og hefur hlotið samþykki borgarstjómar. Um þessar mundir er unnið að skipulagi innan fleiri eininga, svo sem £ Kópavogi, Garða- hreppi og Hafnarfirði. Stjórnendur höfuðborgarinnar eiga sérstakar þakkir skildar fyrir frumkvæði og brautryðj- endastarf á þessu sviði, en vinnubrögð þeirra £ málinu eru einmitt dæmigerð um framsýni þeirra og atorku við uppbygg- ingu borgarinnar. SAMSTARF. Á þessu kjörtimabili hafa komizt á reglulegir fundir með borgarstjóranum i Reykjavík, bæjarstjórum og sveitarstjórum £ nágrenninu. Eru fundir þessir eins konar rabbfundir og er þeim ætlað, að skýra og kryfja ýmis mál, sem snerta þessa að- ila sameiginlega. Með þessu móti ættu að mestu að vera fyr- irbyggðir árekstrar milli þess- ara aðila. Þvert á móti ættu þessir fundir að hafa i för með sér mikla hagkvæmni á ýmsum sameiginlegum hagsmunasvið- um, eins og er reyndar þegar komið á daginn. Þessi auknu samskipti for- ystumanna borgarinnar, bæj- anna og sveitanna hér Suð- Vestanlands eru, ásamt nýlega stofnuðum formlegum Samtök- um sveitarféiaganna í Revkja- nesumdæmi, með merkustu framfaraskrefum í stjómum byggðanna. VEGIR FYRIR HUNDRUÐ MILLJÓNA. Góðar samgöngur eru eitt af frumskilyrðum þess, að fólk nú- tíðar og framtíðar fái notið lífs- ins, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Sá liður hefur því verið ofarlega á baugi að undanförnu og hefur fengið sér- staka meðferð innan fyrr nefndr ar Svæðaskipulagsnefndar. Þar hefur að sjálfsögðu verið fjallað um allar greinar samgangna, &, landi, sjó og í lofti. I þeim öll- um standa fyrir dyrum meiri eða minni átök til frambúðar- lausnar. Á næstu grösum er áfanga- bygging Sundahafnar £ Reykja- vík. Þá eru uppi miklar um- ræður um framtíðar flugvöll fyrir innanlandsflugið, en það mál á hvað óvissustu stigi. Það iang fyrirferðarmesta er þó vegagerð, sérstaklega úr var- anlegu efni. Næstu og mest knýjandi verkefnin í vegagerðarmálum eru endurbvgging Hafnarfjarð- arvegar í gegn um Kópavog og síðan áfram til Hafnarfjarðar, iagning nýs Vesturlandsvegar upp í Kollafjörð, varanleg gerð Suðurlandsvegar og lagning nýs vegar fyrir þungaflutning frá Elliðaárvogi (Sundahöfn) austan núverandi byggðar í Kópavogi, Allar leiðir liggja frá Reykjavík. Fyrir dyrum standa vegaframkvæmdir í nágrenni höfuðborgarinnar fyrir himdrað milljóna króna., en unnið hefur verið að undirbúningi þeirra bæði af hálfu Svæðaskipu- lagsnefndar og ríkisins, sem hefur tekið megnið af þeim inn á Vegaáætlun. Garðahreppi og Hafnarfirði á Reykjanesbraut. Þessar vegagerðarfraftíkvæmd ir koma til með að kosta hundr- uð miiijóna króna, t.d. endur- 'bygging Hafnarfjarðarvegar i gegn um Kópavog 60—70 millj. kr. Aliar munu þær svo kalla á margháttaðar fram- kvæmdir og dýrar innan hinna einstöku bæjar- og sveitarfélaga á svæðinu. VATNSSKORTUR í HAFNARFIRÐI. I fyrrasumar bar lítilsháttar á vatnsskorti í Hafnarfirði. Var honum bægt frá með aðgerðum bæjaryfirvalda, sem létu byggja stíflugarð við vatnsinntakið í aðfærsluæðina, til þess að unnt yrði að miðla vatni. Á þessu sumri reis þetta vandamál upp aftur, sérstaklega síðari hluta þess. Hafa bæjar- yfirvöid gripið til ýmissa ráða, þ. á m. hafa þau látið leggja leiðslur að brunnhúsinu með vatnssöfnun fvrir augum, þá hafa verið settar upp dæiur, auk þess sem borað hefur verið á svæðinu. Þegar í sumar fól bæj- arstjóm bæjarverkfræðingi að undirbúa byggingu vatnsgeymis við aðfærsluæðina. Það er misskilningur, sem komið hefur fram, að vatns- skorturinn stafi af ónógum gagnráðstöfunum bæjaryfir- valda. Þau hafa í þessum efnum notið ráða fræðimanna, sér í lagi Jóns Jónssonar, jarðfræð- ings, sem hefur verið ráðgef- andi um vatnsmál Reykjavíkur og nágrennis. Vandinn hefur reynzt meiri en gert var ráð fyrir og er kennt um einstökum þurrkum í ár og snjóleysi undanfarna vetur. Hef- ur úrkoma í ár aðeins verið um 65% af meðalúrkomu áranna 1930—1960. Hins vegar mun ekki vera talin hærfh' á áð vatns bólið í Kaldárbotnúm sé að þorn,a upp. Er vonandi að hinar ýmsu ráðstafanir Hafnarfjarðarbæjar viðvíkjandi núverandi vatnsbóli nægi til þess að bægja frá vatns skorti í framtíðinni. Stofarað nemendasamband Laugarvatnsstúdenta Stofnað hefur verið Nemenda- samband Menntaskólans að Laug arvatni. Ákvörðun um það var tek in á fjölmennum fundi nýstúdenta og eldri nemenda skólans á Hótel ----------------------------1 Self óflokkað og ómetið grænmeti Yfirlýsing frá yfirmats- manni garðávaxta. Þar sem í ljós hefur komið við athugun á kartöflu- og gulrófna birgðum nokkura verzlana og mat- sölustaða, að ofangreindar vörur hafa verið seldar óflokkaðar og ó- metnar, — þá er hlutaðeigandi að- iljum hér með bent á að samkvæmt 33. gr. laga nr. 59/1960 um fram- leiðsluráð landbúnaðarins o. fl. og reglug°»ðar nr. 162/1962, skulu all ar kartöflur, gulrófur og gulrætur, sem seldar eru til manneldis, vera metnar. flokkaðar og auðkenndar á umbúðum eins og matsreglur á- kveða. Brot varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkv. lögum. E. B. Malmquist. •Sögu hinn ls. júni sl.. Samband- inu var kosin þriggja manna stjóm og skipa hana þeir Jóhann Gunnarsson, vélfræðingur, Þórir Ó1 afsson menntaskólakennari og Ei- ríkur Guðnason, nýstúdent. Á stofnfundinum var gerð eftir- farandi ályktun: „Stofnfundur Nemendasam- bands Menntaskólans að Laugar- vatni vekur athygli á þvi mikils- verða hlutverki sem menntaskól- inn að Laugarvatn'i hefur gegnt frá því hann var stofnaður. Skólann hafa sótt fjölmargir nemendur sem ella hefðu ekk; haft efni eða á- stæður til að stunda framhalds- nám. Stofnfundurinn lýsir ánægju sinnj með þá áætlun, sem gerð hefur verið um stækkun skólans, og bendir á nauðsyn þess, að hon- um verði hið allra fyrsta kom'ið i þá stærð, sem teljast verður lág- mark um slíka menntastofnun. Jafnframt bendir fundurinn á, að brýn þörf sé á að sjá skólanum fyrir kennslutækjum, svo að nem endum séu eigi búin lakari skilyrði til námsiðkana þar en í öðrum hliðstæðum skólum. Nemendasambandið lætur í ljós þá skoðun sína að menntaskóli sé i vel i sveit settur á skólasetrinu að Laugarvatni og minnir í því $am- bandi á það hlutverk, sem skól- anum var £ upphafi ætlað. Nem- endur hafa verið úr öllum lands- hlutum, og hafa nær allir haft þörf fyrir heimavist. Fundurinn lýsir yfir þeirri full- vissu, að Menntaskólinn að Laug- arvatni muni um langa framtíð skipa veigam'ikinn sess í fræðslu- kerfi þjóðarinnar, og heitir á for- ráðamenn menntamála og fjárveit- ingavald að veita skólanum braut- argengi. Til nemenda skólans fyrr og nú beinir fundurinn þeirri áskorun, að þeir leitist í hvívetna við að gera veg skólans sem mestan.“ Ný útgúfa Lagasafnsins Eftir fáeina daga mun ný útgáfa Lagasafnsins koma út. Mun það fagnaðarefni öllum lögfræðingum og hinum fjölmörgu öðrum sem safnið þurfa að notá ,en síðasta út- gáfa þess var gerð fyr’ir 10 árum. Að þessu sinni er lagasafnið einn ig í tveim bindum, en nokkru stærra en síðasta útgáfa þess, þar sem margir nýir lagabálkar hafa I bætzt við á liðnum árum. Þá hefur sú nýbreytni verið upp tekin að fullkomið registur yfir allt verkið. fylgir nú báðum bindunum. Laga- safnið nýja nær allt fram til 1. apríl í vor. Otgefandi þess er pró fessor Ármann Snævarr, rektor | Háskólans. I NY BOK: RAFTÆKNI- OG LJÓSORÐASAFN Menningarsjóður hefur gefið út safn tækniorða í raftækni og ljós- tækni. Bókin heit'ir: Raftækni- og ljósorðasafn og er tæpar 400 bls. að stærð. 1 bókinni eru rösklega 2000 orð úr rafmagnstækni og ljóstækni, á- samt þýðingum þeirra á ensku, þýzku og sænsku. Orð þessi skiptast í sex kafla. Fyrstu fimm kaflarnir eru raf- tæknilegs efnis. Fjórir þeirra eru þýddir af orðanefnd rafmagns- verkfræðingadeildar Verkfræðinga félags íslands. Hana skipa eftirtald ir menn: Eðvarð Árnason, Guð- mundur Marteinsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Gíslason og Stein- grímur Jónsson. Síðustu árin hefur Jón A. Skúlason setið £ nefndinn'i í stað Gunnlaugs Briem. Fimmti kaflinn (um rafmagnstækni) er þýddur af orðanefnd Kjarnfræðafé lags fslands. Sú nefnd er þannig skipuð: Björn Kristinsson, Gísli Petersen, Gunnar Böðvarsson, Steingrímur Jónsson og Þorþjörn Sigurgeirsson. Sjötti og síðasti kaflinn er al- þjóðlegt ljóstækniorðasafn. Það er þýtt af orðanefnd Ljóstæknifélags íslands, en hana skipa: Aðalsteinn Juðjonhsen, Jakob Björnsson, Ja- kob Gíslason, Jón A. Bjarnason og Steingrímur Jónsson. Allar hafa nefndir þessar leyst af höndum m'ikið starf. Sérstök á- stæða er þó til að nefna fram- Steingríms Jónssonar rafmagns- stjóra, sem hefur verið í öllum nefndunum og sýnt alls staðar hinn þekkta áhuga sinn og dugnað Bókinni lýkur með íslenzkri, enskri þýzkri og sænskrj orðaskrá í staf- rófsröð. Orðaskrár þessar eru sam eig’inlegar fyrir alla kaflana og fylla siðasta þriðjung bókarinnar. I fróðlegum formála er gerð allnákvæm grein fyrir samningu bókarinnar. Þar er og að finna stutt en greinargott yfirlit um ný- yrðasmíði fslendinga á síðustu ára- tugum. Eðvarð Ámason hefur séð um útgáfu bókarinnar og annazt próf- arkalestur. Bókin er prentuð í AI- þýðuprentsmiðjunni h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.