Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 11
Þannig lítur hún út — konan, sem nú er kölluð „Wennerström Norðmanna“ Ingeborg Lygren heitir hún; fimmtíu og tveggja ára að aldri... SíÐAN Staða: Einkaritari Evangs ofursta, yf- irmanns norsku leyniþjónustunnar... Var ást hennar misnotuð? Norska nj ósnaráðgátan ats /~kg henni er gefið það að sök að hún hafi árum saman lát ið Rússum í té uppl. um hervarnir Norðmanna og Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins. Kemur þetta mjög á óvart öll- um þeim, sem eitthvað þekkja til hennar. Wennerström sænski var glæsilegur heims- maður í fremstu röð doplomata og í samkvæmislífinu. Hann hafði tileinkað sér dýr- ar lífsvenjur, langt um efni fram. Til þess að standa straum af þeim og komast úr skuldum sínum, féll hann í þá freistingu að gerast njósnari fyrir erlent stórveldi og landráðamaður. Ingeborg var e'ins ólík Wenn- erström og hugsazt getur hvað lífsvenjur og alla framkomu snertir, segja þeir, sem til þekkja. Hún er hvorki gædd glæsileik né kyntöfrum. Hljóð- lát skyldurækin og heldur óá- sjáleg skrifstofuambátt, sem karlmenn kunna að meta fyrir það eitt, að hún vann þeim„ sem yfir hana voru settir af frá bærum trúnaði. Hún var stúlka sem treysta mátti í blindn'i — enda var henni treyst í blindni. Fyrir bragðið átti hún greið- an gang að öllum þeim hem- aðarleyndarmálum, sem yfir- maður hennar fjallaði um. Þau fóra öll í gegnum hennar hend- Hagalagðar á Hausti ur, hún afritaði þau og fjölrit- aði — og engum kom til hug- ar að fylgjast með því hve mörg afrit hún tók. Engum kom heldur til hugar að skoða í handtösku hennar, sem jafnan stóð á skrifborði hennar. Það var dagana 13.-19. sept., sem þetta tók skyndilegum breytingum. Þó hlálegt kunni að virðast, var það leynilögreglan, ■sem gerð'i leyniþjómistunni vi$- vart. Nokkrum dögum síðar vár Ingeborg handtekin. Hvílir mik- il leynd yfir máli hennar, en þó er vitað, að áður en hún var handtekin höfðu fundizt næg- ar sannanir til málshöfðunar á hendur henni Við húsleit, sem gerð var heima hjá henni. Rétt- arhöldin f máli hennar hafa far- ið fram fyrir luktum dyrum, og enginn fær að ræða við hana í fangelsinu. í Noregi er leyfi- legt að halda þeim, sem sak- aðir era um njósnir, þannig í fullkominni einangran f tvo mánuði.. Og þeir, sem til þekkja, spyrja sjálfa sig árangurslaust hvað Ingeborg megi hafa gengið til er hún féll í slíka freistni. Hún hefur aldrei farið dult með andúð sfna á kommúnistum. Hún var sparsöm, tók engan þátt í samkvæmislífinu hafði ekki tileinkað sér dýrar lífs- venjur, neytti ekki einu sinni á- feng’is, hafði mjög góð laun og t hlýiuru þMí sað't hafa nverið tlausrm við allar efnahagsáhyggjur. Kannski liggur ástarævintýri á bak við — eða fjárkúgun. Kannski hvort tveggja. Það hef ur áður sýnt sig að rússneska leyniþjónustan er jafnvíg á bæði þessj vopn. Þeir, sem til þekkja, minnast þess nú, að Ingeborg Lygren var túlkur við norsku landa- mæraþjónustuna að Kirkjunesi 1952-’54 og að hún var starf- andi við norska sendiráðið í Moskvu fyrir nokkram árum. Skyldi það geta átt sér stað, spyrja menn, að hún hafi fallið þar fyrir éinhverjum tungu- mjúkum starfsmanni leyniþjón- ustunnar rússnesku, sem var allt annað en ásthrifni í huga, l>eg ar hann tók áð gera sér títt við þessa hlédrægu og lítt glæsi- legu skrifstofuambátt? Hvaða kverkatak; kanri hann að hafa ; náð á henni? lytefl. hvaða hót- unum hefur honum tekizt að neyða hana til landráða Um þetta veit eng'inn neitt. Hitt er vitað, að þeir rússnesku höfðu gert óvenjulegar varúðar- ráðstafanir til þess að ekki kæmist upp urri njósnir henn- ar. Hún hafði ekki neitt sam- band við rússneska sendiráðið, heldur að öðram leiðum. Og hverjar þær vora, veit almenn- ingur ekki enn sem komið er. Kannski verður það aldrej látið uppskátt... ^ð Þessu sinni varð ekkert úr hinu árlega prentaraverk- falli, enda fengu viðkomandi launa- og kjarabætur — að und anteknum prentvillupúkanum, sem láðst hafði að bera fram kröfur um aukið stafabrengl og aðra minniháttar hagræð'ingu sér til handa... en eflaust hygla honum þeir, sem vanir era, svo hann þarf ekki að kvíða horfelli. Innan skamms verður opnuð íslenzk átstofa í Lundúnum, þar sem framleidd verða Lundúnalömb úr Hólsfjöllum með Svartadauða og öðram þjóðlegheitum ... og til þess að öll þjóðlegheitin verð'i í stíl, eiga Islenzkar geng- ilbeinur að þjóna undir gesti, klæddar peysufötum og með skotthúfu, en þó með þeirri smávægilegu breytingu að pils- in verða í skærum litum og ekki lát'in ná nema niður á mjöðm, en þar innan undir verða gegn- ilbeinumar klæddar — eða öllu heldur óklæddar — eins og Iangömmur þeirra til að vega á móti þessu fráviki, og er ekki að efa að þetta verði Vinsælt í höfuðborg drottningarinnar. Verður fróðlegt að vita hvort að Betu tekst að halda bónda sínum heima, þegar opnað verð ur... hvort han nlíður það að hún sendi einn af vinnumönn unum í staðinn, eins og þegar Þorvaldur var þarna á ferðinni Rússar eru famir að und’irbjóða okkur á vestur-þýzkum síldar- markaði, eftir að hafa sótt slld ina á íslandsmið ... hefur Þjóð viljanum láðst að segja frá þessu og má undarlegt heita, þar sem skoða má þetta sem beint framhald af hljóðskrafs- fundi Einars og Bréssnevs I Kreml forðum ... þegar Bréss- nev keypti það af Einar'i að hann steypti Krússa af stóli með eyfirzkum gemingum, gegn þvl að sá fyrrnefndi kæmi á fót öflugum síldarniðurlagningariðn aði á ættarslóðum h’ins síðar- nefnda, eða lofaði því að minnsta kosti... er nú bara spumingin hvort Einar hefði ekki átt að hafa túlk með sér — hvort Bréssnev hefur ekki skilið eða öllu heldur misskilið hann þannig, að hann vildi fá hjá honum loforð um að hann sæi um niðurlagningu allrar síldveið'i og síldariðnað I land- inu, og vilii nú efna það lof- orð, fyrst Einar stóð við sitt. Er þetta og ekki hið eina, sem bendir til þess að Einar hefði mátt ver stálslegnari I rúss- neskunni, að m'innsta kosti er varla einleikið hve oft hann og hans fylgiarar hafa orðið að leiðrétta eða éta ofan I sig það sem þeir hafa haft eftir framá mönnum austur þar ... Kári skrifar: Tjýzkalandsfari skfifar Kára: „Ég er alveg hissa á því, hvað Neytendasamtökin era slöpp hér heima. Það heyrist varla frá þeim stuna né, hósti, nema þetta blað þéirra, sem kemur út endrum og eins. Það er deilt um verðlagsmál land- búnaðarins, en neytendur komá þar hvergj nærri. öll möguleg og ómöguleg félög og samtök hafa fulltrúa 1 nefndum og ráð um, þar sem m.a. er fjallað um verðlagsmál og um gæð'i vöru, en ég hef enn ekk; heyrt um neina nefnd né neitt ráð, þar sem Neytendasamtökin eiga full trúa. Hagsmunir gegn hagsmunum Allir í 'þjóðfélaginu hafa myndað með sér öflug hags- munasamtök, þar sem hver otar sínum tota eins bezt og hann getur. Og það er tekið mikið til lit til skoðana og krafa þessara hagsmunasamtaka. Ein er þó eyðan það era neytendur, sem engin öflug samtök eiga ,og þess vegna er alltaf níðzt mest á þeim. Neytendur era eins kon ar réttlausar skepnur, sem allt af era síðastir til að fá sínum málum framgengt, þvi hinir eru búnir að rífa allt I sig áður. Öflug samtök í Evrópu í Evrópu, t.d. I Þýzkalandi, er þessu öðru vís’i farið. Þar hafa neytendur með sér öflug samtök, sem era óhrædd að láta að sér kveða. Lélegar og óhæfar vörur eiga sér ekki upp- reistarvon — og vei þeim stjómmálamanni, sem hyggðist kaupa sér hylli hagsmunasam- taka, með því að varpa hags- munum neytenda fyrir borð. í Þýzkalandi og Danmörku eru gefin út öflug blöð, ,,D.M.“ og „Tænk“, þar sem vörar og þjón usta eru metin á óvægilegan hátt. Þá hafa neytendur full- trúa í þeim ráðum sem að ein- hverju leytj fjalla um verðlag gæði eða annað slíkt. Hvers vegna ekki að setja smá drift I Neytendasamtökin vekja þau af timburmönnunum og gera þau öflugri málsvöm neytenda í landinu? Þýzkalandsfari." Lítil eftirsjá í bítlatízku Og hér er bréf úr annarri átt: TVTikið er ég feginn að bítla- standið skuli vera að hyerfa. Margt hefur riðið yfir unga fólkið á undanfömum ár- um, en ekkert hefur verið eins hættulegt og bítlatízkan. Svo ekki sé talað um hættuna á ó- þrifnaði, sem alltaf er fyrír hendi, þar sem síðhærðir og mismunandi snyrtilegir ungling ar eiga í hlut, — þá hefur mér alltaf fundizt eitthvað óhugnan legt við það, þegar ungir menn fara að klæða sig og snyrta eins og konur, Af því getur margt slæmt leitt. En ég hef nú lesið í Vísi að skólastjórar gagnfræða skólanna telja þetta að mestu úr sögunni og ætla að taka mannlega á þéim fáu, sem enn lafa í þessari leiðu tízku. Ummæli skólastjóranna eru Vissulega gleðileg. — Nonni."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.