Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 06.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 6. október 1965. Haustmót Taflfélags Reykjavfkur |hefst 8. okt. kl. 20 í Þingholtsstræti 27. Sigurvegaranum verður líklega Iboðin þátttaka í alþjóðlegu skáfc fmóti í Reykjavik í vetur. 70 drengir skráðu sig á glímunámskeið á 1. degi „Við erum bæði undrandi og á- nægðir yfir árangrinum", sagði Hðrður Gunnarsson í glfmudeild Ármanns, þegar blaðið talaði við hann í morgun um þátttöku í glímu námskeiðum drengja. Hvorki meira né minna en 70 drengir létu skra si'g á fyrsta degi. — Þetta verður til þess, að við verðum að endurskipuleggja alla tíma fyrir drengi, því okkur kom þessi mikla aðsókn alveg á óvænt, sagði Hörður. Verður tímunum nú tvískipt og verða í öðrum flokkn- um þeir drengir, sem fæddir eru 1954 eða síðar, en hinir eldri f hinum flokknum. Upplýsingar um breytingarnar er hægt að fá í síma 13356 í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. a konu Haakon Kyllingmark, hinn vænt- anlegi samgöngumálaráðherra Nor- Kona nokkur hefur kært lfkams- árás á sig, er framin var í húsi hennar við Vífilsgötu árla s.l. laug- ardagsmorguns. Konan segir að árásarmaðurinn hafi verið drukkinn. Hafi hann komið inn f húsið gegnum glugga og síðan ráðizt á sig. 1 átökunum við manninn hlaut hún höfuðhögg og glóðarauga og einhverjar rispur eða áverka á handlegg. Konan kannaðist við árásar- manninn, vissi nafn hans og heim- ilisfang. Var maðurinn handtekinn og færður til rannsóknarlögregl- unnar. á>- Kenna sjónvarpstæknina Hér á myndinni sjást kennar- arnlr & sjónvarpsnámskelðinu, sem hófst f gærkvöldi'. Þeir eru J6n Sen flðluleikari (t.v.), Sig- urður Einarsson, útvarpsvirki Rfklsútvarpslns, og Jón Þor- steinsson, yfirverkfræðmgur sjónvarpsins, (Ui.) Það er Sjónvarpsdeild Rfkis- útvarpsins og Iðnskólinn í Reykjavfk, sem standa að nám- skeiðlnu, en það fer fram f húsnæði Jóns Sen að Suðuriands braut 32. Sækja þetta námskeið 18 útlærðir útvarpsvirkjar, sem vilja fá sérþjálfun í viðgerðum sjónvarpstækja, og komust færri að en vildu. Islenzkur maður" ráðherra i nyju Blaðið hefur fregnað að einn af ráðherraefn- unum í hinni væntan- legu borgaralegu ríkis- stjórn Noregs sé af ís- lenzkum ættum. Móðir hans var íslenzk en gift- ist norskum manni og fluttist þangað út og bjó þar síðan alla ævi. Ráðherra þessi heitir Haakon Kyllingmark og á að fara með samgöngumál, sem er þýðingar- ^^mmmmmmmmsimmmmmmmmmmmimm mikið ráðherraembætti í Noregi þar sem vegagerð þar f landi er bæði mikilvæg fyrir byggðar lögin og erfið í hinu klettótta landslagi. Kyllingmark er með- al efnilegustu stjórnmalamanna í Hægri flokknum. Móðir hans var sem fyrr seg ir íslenzk. Hún hét Sigríður Sæmundsdottir frá Hörgshlíð 1 Mjóafirði við ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar voru Sæmund ur Gíslason bóndi þar og María Jónsdóttir. Áttu þau fjölmörg börn, en af þeim eru tvær syst ur enn lifandi, Kristfn Sæmunds dóttir hér í Reykjavfk og Hall- dóra Sæmundsdóttir á Isafirði. rninm Móðir hins norska ráðherra Sigrfður Sæmundsdóttir kynnt- ist norskum sjómaoni Kylling- mark að nafni austur á Seyðis- firði á árunum næst á undan fyrri heimsstyrjöldmni og eign uðust þau tvö börn hér á iandi. Árið 1914 fluttu þau til Noregs og settust að í Honningvaag fyrir norðan Lofoten og þar er Haakon Kyllingmark fæddur. 1915 og því rétt fimmtugur nú. Skömmu slðar missti Sigríður eiginmann sinn. Fluttist hún þá til Svolvær, aðal útgerðarbæjar ins í Lofoten og keypti þar gistihús og rak hún siðan alla Framh. á bls. 6. Verkbann í trésmíða- vinnu kemur til fram- kvæmda á morgun ; Á morgun gengur í gildi verk- baim Meistarafélags trésmiða i Rcykjavík. Er það í fyrsta skipti I um Iangt skeið sem slíkt allsherjar iverkbann frá hendi vinnuveitenda er sett á, en meistararnir telja sig nauðbeygða til að gera þetta, þar : sem trésmiðir settu á fyrir nokkru verkfall á takmörkuðu svæði við Árbæ og er það ætlun meistaranna meo aðgerðum sinum ,að láta verk i'allið þannig breytast í allsherjar vinnudeilu milli stéttanna. í dag kl. 5 á að halda sáttafund i deilunni ,en óvíst hvort nokkuð gerist þar. Síðar í kvöld kl. 9 halda trésmiðir svo fund með sér. Þegar verkbann þetta gengur í gildi mun öll trésmíðavinna hjá meisturum stöðvast og má nefna t.d. vinnu í nýja hverfinu inn við Klepp og svo í húsum víðsvegar um bæinn. Undir félagssvæðið fell ur einnig Seltjarnarnes, Kópavogur og Garðahreppur, hinsvegar mun Mosfellssveit ekki vera meðtalin, þó Trésmíðafélagið nái yfir hana. í samtali við formann Trésmíða- félagsins lét hann í það skina að þótt vinna hjá meisturum stöðvað- ist myndu trésmiðir hafa nóga vinnu. Nýbyggingar myndu að vísu að mestu falla niður, en nóg annað væri að gera, sem ekki hefði verið hægt að sinna vegna þess hve vinna hefði verið mikil að undanförnu. um alla Indónesíu í aSsiai? Borgarasi Súkarnó er sagður veikur og þrotinn að mætti og áhrifum örlög Cúkarno Indonesiufor- seta kunna áð verða ráðin í dag. Hann reynir að miðla málum, en allt bendlr til sfharnandi á- taka við kommúnlsta. Jakarta, höfuðborg Indonesiu, er alger- lega á valdi stjórnarhersins, og eru bornar þar fram æ háværari kröfur um að banna Kommún- istaflokk Indonesiu (PKI), en útkoma aðalmálgagna flokksins Hartan Rakjat og Warta Bhakti, hafa verið bönnuð síðan á laug- ardag, og hln opinbera frétta- stofa ANTARA hefir verið Iok- uS frá sama tíma, til þess að kippa burt þaðan kommúnist- iskum samstarfsmönnum, sem flokkurinn er sagður hafa laum- að þar inn. 1 Kuula Lumpur hefir heyrzt, að út\'arpað var i Indonesíu hvatningum tll verk- manna úr flokki Muhameðs- trúarmanna, lang fjðlmennasta flokki landslns. að styðja stjörn arherinn eftir megni. Mikið er undir þvi komið sem gerist í dag á stjórnarfundinum, en Súkarno gerir þar megintilraun til að miðla málum og afstýra, að borgarastyrjöld verði háð um alla Indoneslu. Fréttir hafa borizt um nýtt herforingjamorð. Yfirmaður 72. herdeildarinnar var myrtur í Jogjakarta (nú á ný á valdi kommónista) að fjölskyldu sinni ásjáandi, og einnig var myrt fólk úr fjölskyldu hans. Ekki er sagt hvenær þetta átti sér stað. Fréttaritari Daily Mail ný- kominn frá Jakarta segir Sú- karno veikan og bugaðan, hann sé nú svipur hjá sjón — eða lítið meira, en niðurbrotið sam- göngukerfi og tómar búðir segi sína sögu um afleiðingar þess. að aðstoð vestrænna ríkja hefir farið minnkandi, þar sem Sú- karno hefir hallað sér æ meira að kommúnistum og byggt upp herafla, en af því leitt að tug- milljónahalli (sterlingspnda) er orðinn á ríkisbúskapnum. Ýmsir sérfróðir menn um Indonesiu ræddu um Súkarno í gær og viðurkenndu allir hann sem mikinn mælskumann og leiðtoga, sem hefði orðið mikið ágengt í að sameina Indonesa, en mjög hefði þyngt í lofti á undangengnum tíma, og hann raunar haldið öllu saman með þeim kyngimætti, sem hann hefði haft á fólkið, en sá máttur kynni nú að vera þorrinn og engu hægt að spá eins og stæði hvað gerðist. mmmummmmmtmmmmmmm Súkarnó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.