Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 2
v isiR . *.--_ : Jagur 7. OfetóL— 1965. Lítil uthugusemd vegnu leiks KR og ÍA ffrd Ellert B. Schram, fyrirliða KBI Viðbrögð áhorfenda að lokn- um leik KR og Akraness s.l. sunnudag og skrif ýmissa dag- blaða dagana á eftir, valda því, að ég hef tekið þá ákvðrðun að stinga niður penna og leggja nokkur orð f belg: I fyrsta Iagl vil ég taka skýrt fram, að KR-liðið harmar mjög, að bera þurfti tvo af leikmönn- um Akraness slasaða af leik- velli, 7—8 mfnútum fyrir leiks- lok, enda varpa þau atvik nokkrum skugga á slgur KR f Ieiknum, ekki sizt í okkar eigin augum. Hins vegar er það skoð- un mín, að fram að þessum ó- happaminútum hafi lelkurinn ekki verlð harkalegur né grófar leikinn en gengur og gerist f á- riðandi leikjum sem þessum. Ég er elnnlg sannfærður um, að lelkmenn Akraness og aðrlr, sem vlðstaddir voru, viður- kenna, þegar atvik sem þessi eru skoðuð f réttu ljósl, að slys þessi voru eins og hver önnur óhópp, sem átt geta sér stað f knattspyrnukappleik. Flestum er vel kunnugt, að slíkir atburðlr eru engin elns- dæmi. Ekki þárf að lelta lengra en aftur f leik KR og Akraness fyrr f sumar, einmitt á Laug- ardalsvellinum. til að benda á hliðstætt atvlk. I fyrri hálfleik þess Ieiks þurfti Heimir Guðjónsson mark- vörður KR að yfirgefa leikvöll- inn, eftir að hafa fengið spark i andlitið, með þeim afleiðing- um, að tennur skekktust og brotnuðu, og sauma þurfti sam- an svöðusár í andliti hans. Var Heimir frá vinnu i a.m.k. 10 daga vegna þessa atviks. KR tapaði leiknum 2:3, og hvarflaði þó aldrei að okkur KRingum, að ásaka Akurnesinga fyrir þetta óhapp. 1 lelk Akraness og Akureyr- ar, um mánaðamótin ágúst/ september s.l. slasaðist Magnús Jónatansson framvörður Akur- eyringa með þeim afleiðingum, að hann hefur legið rúmfastur siðan og mun vart verða vinnu- fær næstu mánuði. Hafa ekki borizt frásagnir af þeim atburði f dagblöðunum að þvi ég bezt velt, enda hér sðmulelðis um slys að ræða. 1 leiknum á sunnudaginn nef- brotnaðl annar bakvörður KR, markvörðurinn tognaði og tveir eða þrir aðrir hlutu önnur meiðsl. Hér eru enn slys eln, sem ekki er ástæða tll að blása upp. Þau sýna það eitt, að á leikvellinum á sunnudaglnn var" barizt á báða bóga, enda senni- lega báðir aðlíar gert sér ljöst, að „dúkkuspil" dygðl ekki til sigurs í leiknum þeim. Undirrltaður hefur leikið með meistaraflokki KR frá og með 1957 eða nær 170 leiki, og að- eins einu sinni áður hefur það komið fyrir. að ég muni, að KR hafi verið ásakað fyrir grófan leik. Var það undirritaður sjálf- ur, sem lá undir þeim ámælum, og var ég einmitt sérstaklega ávitaður í dagblöðum, með til- liti til þess, hversu llðlð i heild lék prúðmannlega knattspyrnu. Ég get ekki imyndað mér annað en að keppinautar okkar svo og dómarar og áhorfendur geti borið því vitni, að KR-llðið leiki kannski fast og ákveðið, en aldrei gróft né beinlínis vilj- andl ðlöglega. Sem betur fer urðu meiðsli Eyleifs Hafsteinssonar ekki al- varleg, en hins vegar hefur komlð á daginn, að Rfkharður Jónsson verður að liggja rúm- fastur um nokkurn tfma vegna þeirra meiðsla, sem hann hlaut. Ég legg áherzlu á, að við KR- ingar hörmum mjög þetta slys og vonum heilshugar, að Rik- harður fái skjótan og góðan bata. Sendum við honum beztu kveðjur okkar. íþróttafréttaritarar dagblað- anna eru yfirleitt á einu máli um, að slgur KR í umræddum leik og þá einnig f íslandsmót- inu hafl ekkl verið verðskuld- aður að þessu sinni. Auðvitað er hverjum og einum frjálst að hafa sína skoðun þar á, en þessi skrif vekja mig hins vegar til umhugsunar um, hvað sé verð- skuldaður sigur og hver hafi f rauninni verðskuldað sigur f þessu Islandsmóti. Verðskuldaði Akranes sigur, eftir áð hafa fengið eitt stig ot Framh á bls 6 tennis" Glímunumskeið Víkverju Helga Schultze frá Hanau í V.-Þýzkalandi var kjörin „fallegasta tennisstúlkan" í hinu víðfræga tímariti „Sports lllustrated" í fyrra. Nú hefur „Ungfrú tennis" ákveðið að hætta. í hinni hörðu al-' þjóðakeppni missti hún hellsuna enda þótt hún væri ekki nema 25 ára gömul. Hún hefur fengið nýrnasjúkdóm, fær svimaköst og | hefur lágan blóðþrýsting. Nú að auki gekk henni heldur aldrei i mjög vel i hörðum keppnum. Hún var ekki í fremstu röð. En : fyrir augað, þar var hún drottning hinna miklu tennisvalla, það var enginn vafi á þvf. Ungmennafélaglð Vfkverjl efnir tll glfmunámskeiðs, sem hefst föstu daginn 8. október. Kennslan fer fram f fþrðttahúsl Jóns Þorsteins- . sonar, Lindargötu 7. Kennt verður þrjá daga f viku. A mánudögum og föstudögum kl. 7—8 og á laugar- dögum kl. 5,30-6,30. Félagið vill sérstaklega hvetja unga menn á aldrinum 12—20 ára til þátttöku í námskeiðinu. öllum ungmennafélögum hvaðan sem er af landinu er heimil þátt- taka. Kennslufyrirkomulag verður með svipuðum hætti og var á s.l. vetri. Ungmennafélagið Vikverji leggur áherzlu á, að glíman verði æfð á þann hátt að hinir gððu eiginleikar glímunnar njóti sln til fulls. Níð og bol á að hverfa úr gllm- unni. Mýkt. fimi og snerpa skipi ðndvegi glímunnar ásamt dreng- skap f leik. Aðalkennari námskeiðsins verður Kjartan Bergmann, en auk hans kenna Þorsteinn Kristjánsson, hinn „urtni glímusnillingur og Gunnar R. íngvarsson. Að glímunámskeiðinu loknu mun hefjast námskeið hjá Víkverjum í vfkivökum og þjððdönsum. Nokkrir giimumenn á æfingu hjá Ungmennafélaginu Víkverja 2. maí 1965, ásamt þjálfara Kjartani Bergmann t. v. og gjaldkera félagsins Valdimar Óskarssyni t. h. Fremst eru drengir, sem hlutu viðurkenningu fyrir ástundun og glímukunnáttu. Að baki þeirra eru m. a. bikarhafi og sigurvegari f flokkaglímu Vfkverja. ,...r^MiMímiiri,'-»m-amnvc»r.'irsíass::t sn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.