Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 8
VISIR . Fimmtudagur 7. október 196S. m::m;mm. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Rltstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorstejnson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands 1 lausasðlu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Skikkja vandlætarans ^skulýðsráð íslands hefur undanfarnar vikur minnt íslenzku þjóðina á að meiri hluti íbúa veraldar býr við hungur og skort. Er bað vel að íslenzk æskulýðssam- tök skuli beina athygli okkar íslendinga, sem við alls nægtir búum að hinum risavöxnu vandamálum þeirra mörgu þjóða veraldar sem ekki hafa til hnífs eða skeiðar. Ætti reyndar að vera óþarfi að hvetja ís- lendinga til þess að taka málaleitan þeirra manna vel sem að Herferðinni gegn hungri standa á þessu landi, svo sjálfsögð er hún. En þetta mál hefur einnig sínar pólitísku hliðar, þótt suma kunni að undra að svo skuli vera. Fyrir nokkr- um dögum birtist löng grein í málgagni íslenzkra kommúnista þar sem að þeirri niðurstöðu var komizt að hungrið í veröldinni væri yfirgangsstefnu Banda- ríkjanna að kenna og þá ekki síður imperíalisma vestrænna ríkja. Héldu hin vestrænu ríki þjóðum Af- ríku og Asíu í heljarklóm kapitalismans og arðrændu þær hvert í kapp við annað. Hins vegar hefðu hin kommúnisku ríki hér engilhreinan skjöld og þá ekki sfzt uppáhaldsríki Þjóðviljaritstjóranna, Kína. Það mun mörgum þykja það vafasöm smekkvísi að ætla að gera mannúðarherferð til hagsbóta vanþróuðum þjóðum að pólitísku trompi. ^4 það má hins vegar benda að það eru vestrænar þjóðir, en ekki austrænar, sem forystu hafa haft um aðstoð við vanþróuð ríki á undanförnum árum. Hinar fyrri nýlendur hafa nú velflestar fengið sjálfstæði sitt og ráða einar sínum efnahagsmálum. Lán og framlög til uppbyggingar landanna hafa komið í stór- um stíl frá vestrænum ríkjum og verðmæt framlög sjálfboðaliða og friðarsveita. Hins vegar hefur fátt heyrzt um svipaða aðstoð og hjálp frá Austurveld- unum og allra sízt f rá Kína. JJin fyrrverandi nýlenduríki Afríku og Asíu eru nú að rétta úr kútnum og sækja fram til menningar og bættra lífskjara. En á sama tíma era ennþá til nýlenduríki miklu nær okkur á hnettinum, sem enn njóta ekki frelsis eða sjálfsákvörðunarréttar, heldur eru aðrænd á hverjum degi ársins. Ennþá eru íbúar landa Austur-Evrópu fangar í sínum eigin löndum, ennþá skortir þar mörg frumstæðustu mannréttindi, sem jafnvel íbúar hinna fyrrverandi nýlenduríkja þó nutu. Enn er reynt að afmá sjálfstæði Eystrasalts- landanna og þjóðerniskennd og ennþá vita ungverskir verkamenn að kröfum þeirra verður svarað með rúss- neskri skriðdrekaskothríð. Ennþá lifir nýlendustefn- an góðu lífi, ennþá era heil þjóðlönd hennar hneppt í fjötra ósjálfstæðis og arðráns. Þess vegna fer skikkja vandlætarans íslenzkum kommúnistum svo illa, sem raun ber vitni. Viðfol við Mcits Wibe Lund frá Oslo Norskur íslandsvinur, sem mjög hefur gert sér far um að kynna íslenzk mál út á við á undanförnum árum, hefur tek- iö ákvörðun um aS flytja al- kominn til Islands á komandi vetri eða vori. Maðurhm er Mats Wibe Lund blaðamaður og ljosmyndarl frá Osló. Mats Wibe Lund er staddur þessa dagana í Reykjavfk ogí tilefni af því náði blaðamaður Vísis tali af honum og innti hann eftir þessari ákvörðun hans. — ísland hefur gripið mig sterkum tökum, frá þvf er ég kom hingað fyrst, segir Mats, og hrifning mín af landi og þjóð hefur farið vaxandi eftir því sem ég hef komið hingað oftar og kynnzt landinu betur. — Hvað er langt síðan þú komst fyrst til Islands? — Ég kom hingað fyrst 1954. Og næsta skipti, tveimur Mats Wibe Lund. FLYZT ALKOMINN |Ui ILtllsJ ¦WAi -gcra iaaiv ,,Lid moa X U_j J_SJLjíV1^_L/iO a bííbí árum seinna, þá að loknu stúd- entsprófi. Þá var ég heilt sum- ar á íslandi, kynntist þá landi og þjóð og fékk á því miklar mætur. — Hvað kom þér upphaflega til að koma til Islands? — Upphaflega ævintýralöng- un. En hún snerist með meiri kynnum í aðdáun og hrifningu. Og nú er ég kvæntur íslenzkri konu, svo að ekki minnkar hrifn ingin við það. — Þú hefur gert mikið af þvi að kynna Island í heima- landi þinu? — Eftir að hafa komið hing að og kynnzt bæði landinu og þjóðinni varð mér ljóst að það voru mikil verkefni fyrir hendi, sem landar mínir mundu hafa á- huga á að kynnast nánar. Það hefur þess vegna orðið að einskonar hugsjón hjá mér að kynna ísland I heimalandi mínu. — Með hvaða hættí helzt? — Með öllum þeim hætti sem tiltækilegur hefur verið, blaða- skrifum, ljðsmyndun, fyrirlestr um, skuggamyndasýningum o. s. frv. — Þú hefur m. a. skrifað mikið um Island f norsk blðð? — Ég gætí imyndað mér að það láti nærri að um 200 grein ar hafi birzt eftír mig I norsk um blöðum, flestar mynd- skreyttar. Mörgum þessara greina hef ég dreift ókeypis i landkynningarskyni. Fyrir aðr- ar hef ég fengið greitt eins og gerist og gengur. — En hváð með fyrirlestra- hald? — Undanfarin þrjú ár hef ég haldið marga fyrirlestra um ís- land á ýmsum stöðum f Noregi, mest þ6 f Osló og. nágrenni. Þetta eru einkum fyrirlestrar á vegum félagasamtaka eða þá skóla og hvarvetna verið vel tekið. — Áhuginn á íslandi er greinilegur og jafnan mjög góð aðsókn. Ég hef sýnt litskugga- myndir til skýringar efninu. — Og þú segir að áhugi landa þinna sé mikill á íslenzkum málum? — Já, ég þori að fullyrða það. Þeim hrýs að vísu hugur við að ferðast hingað sökum dýrleika. Það er margfalt dýrara fyrir okkur að ferðast til Is- lands heldur en í jafn langa ferð suður á bóginn, þar sem við getum þó reiknað með miklu meira sólskini og betra veðri. Ég held nú samt sem áður að Norðmenn sæki hingað áður en langt um líður — þegar þeir eru búnir að fá sig sadda á bað- ströndunum. — Geturðu sagt mér fleira frá landkynningarstarfsemi þinni í Noregi? — Það væri þá helzt það, að í haust býst ég við að ferðast eitthvað um Noreg með kvik- myndir Osvalds Knudsen „Surt ur fer sunnan" og „Sveitin milli sanda'. Til að byrja með sýni ég kvikmyndirnar 1 Ösló og nágrenni. . Þá er annað að ég hef tekið að mér að skrifa að verulegu leyti um ísland í væntanlega al- fræðiorðabók, sem Gyldendals- forlagið í Osló gefur út f vetur í 5 bindum. í þessari alfræði orðabók verður miklu meira efni um ísland heldur en í hlið stæðum alfræðiorðabókum sem gefnar hafa verið ót til bessa. Ritið kemur allt út í einu og er líklegt að það kosti um 6000 íslenzkar krónur. — Og nú ertu að flytja heim? — Það er hugmyndin. — Hvað ætlarðu að takast fyrir hendur? Ef til vill að setja upp ljósmyndastofu, þar sem þú ert lærður ljósmyndari? — Nei, ég set ekki upp ljós- myndastofu. En ég ætla að vinna eftir sem áður að ís- lenzkri landkynningu 1 Noregi, skrifa greinar og dreifa þeim ásamt myndum til norskra blaða. Og einmitt til að geta unnið sem bezt og markvissast að þessari upplýsingaþjónustu þarf ég að flytja til Islands. Ann ars verð ég að vera á sífelldum ferðalögum, og þau eru dýr. Þetta er t. d. fjórða ferðin mín til íslands á þessu ári. En svo hef ég lika hugsað mér að taka að mér umboð á norskri útflutningsframleiðslu, sem ég tel að eigi erindi til íslands. Ég hef þegar fengið umboð fyrir norskan sængur- fatnað, sem hefur þann ágæta eiginleika að ekki þarf að straua hann. Þetta norska fyrir tæki er þegar búið að ná undir sig 80% af allri sængurfata- framleiðslu í heimalandi mínu og hefur náð geypilegum vin- sældum. En ég mun einnig afla mér fleiri umboða og á öðru sviði. — Ætlarðu að opna hér skrif- stofu". — Fyrst þarf ég að ná mér í íbúð á leigu og þeirra erinda er ég m. a. að þessu sinni. Ef þú veizt af góðri 3—4 herbergja íbúð með nokkuð stóru geymsluplássi væri ég þér mjög þakklátur. Ég þarf á henni að halda einhvern tfma upp ur ára- mótunum — Ætlarðu svo að gerast Is- lendingur þegar fram í sækir, ég meina að öðlast íslenzkan ríkisborgararétt? — Um það hef ég ekki tekið ákvörðun ennþá það leiðir tím-. inn í ljós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.