Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 9
v ISIR . Fimmtudagur 7. október 1965. MWMMMHMHBMaMHMaM * 1 • g • okviti og askurinn Staba skólans í þjóðfélaginu eftit Ktistján J. Gunnatsson skólastjóta TXér birtir Vfsir grein um skólamál þjóðarinnar eftir Kristján J. Gunnarsson sklóastjóra Langhoitsstkólans. Krístján er einn af-kunnustu skólamönnum landsins og hefur kynnt sér ítarlega skipun fræðslumála í nágrannalöndunum og þá ekki sizt nýjungar í þeim efnum. Grein hans, sem einnig birtist í nýjasta hefti Menntamála, er tfmabær og merk rannsókn á stöðu fslenzka skólans í þjóðfélaginu í dag og hinu brcyti- lega hlutverki hans. Siðari hluti greinar Kristjáns mun birt- ast hér í blaðinu á morgun. 3f Andleg menning og verkleg. Oft hefur hinn gamli máls- háttur, að bókvitið yrði ekki í askana látið, verið talinn lýsa andúð á þekkingU og fræðslu. Svo einhliða skýringu verður þó að taka með varúð. Þjóð- lífslýsingin, sem í málshættin- um felst, verður ekki rétt met- in, nema hafðar séu í huga and- stæðurnar í hinni kyrrstæðu bændamenningu, eins og hún var langt fram á 19. öld: Dýrk- un sagna og fróðleiks sem and- legra skemmtiíþrótta samfara aldalangri stöðnun og kyrr- stöðu á næstum öllum sviðum verkmenningar. Söguþjóðin á Sögueyjunni er f augum heimsins sérstætt menningarfyrirbrigði, sem vart á sinn líka. En flest fyrirbrigði eiga sér skýranlegar orsakir. Voru ekki sögur, fræði og rím- ur Islendingum það sem leikarnir voru Rómverjum og fjölmiðlun- artækin nútímaþjóðum: Tóm- stunöagaman, sem lá utan við daglegt strit og fábreytni hvers- dagsleikans, skemmtiíþrótt, sem gaf ímyndunaraflinu færi á að byggja og skyggnast um glæst- ari sali og lifa æsilegri viðburði en veruleikinn bjó yfir? En bókfræðin voru aðeins vel séð og vel metin, meðan þau stóðu mönnum ekki fyrir verki í lífsb*ráttunni. Þar voru mörk- in dregin. Þessi afstaða mótaðist ekki af menningarfjandskap. heldur raunhæfri lífsskoðun. Þar sem saman fóru takmörkuð náttúru- gæði og frurnstæð verkmenning, varð lífsbaráttan að hörðu, stundum tilgangslitlu striti. Hver, sem ekki gekk að því all- ur og hnill, var dæmdur til að farast. Bókvitið varð ekki i askana látið, af því að andleg menníng þjóðarinnar stóð ekki f neinum hagnýtum tengslum við Iffsbaráttu hennar á verk- legum sviðum. Gáfur og ímyndunarafl þjóð- arinnar blómguðust í sérkenni- legri, andlegri menningu, en skortur á hugkvæmni til úrbóta í verklegum efnum var því til- finnanlegri. Það má til dæmis furðulegt heita, að allt frá land- námstíð og ftam um 1840 voru ljáirnir bundnir í orfin með ljá- böndum (ólum), sem stöðugt vildu togna, svo ljáirnir losnuðu i. AUan þennan tíma jVar orfið og ljárinn þó mikilyægasta at- vinriutæki ísléndingá. ?t)g allaii þennan tíma kunnu menn til járnsmíða og smíðuðu meira að segja ljái sína sjálfir, án þess nokkrum hugkvæmdist að búa til einfaldan hlut eins og orf- hólkinn til að ráða bót á þessum ágalla. ^. Til hvers er menntun? Markmið menntunar ætti fyrst og fremst að vera það að auka líkur hvers einstaklings fyrir því að lifa hamingjusömu lífi Hamingjan er öðrum fremur háð samskiptum manna við umhverfi sitt: Falla þeir inn í það samfélag, sem þeir lifa í, og hefur þetta samfélag aðlag- azt náttúru þess lands, sem það byggir? Ljóst er, að f þessu til- liti er verkleg menntun engu þýðingarminni en andleg. Að þvi er fyrra atriðið snertir veltur mest á þvf, að einstakl- ingurinn búi yfir þeim menning- arþroska og þeirri verklegri kunnáttu, sem veiti honum fé- lagslegt og atvinnulegt öryggi í samfélaginu, og geri hann þar hlutgengan. Síðara atriðið felur í sér spurningu um, hvort þjóð hefur tekizt að móta verklega ménn- ingu, sem hæfir náttúru og landkostum, þ. e. veitir nauð- synleg lífsgæði án of miskunn- arlausrar og tvísýnnar lífsbar- áttu. Þjóðir, sem kallaðar eru frumstæðar, hafa eft náð að að- hæfast náttúru lands síns furðu- lega vel á sumum svlðum, Eski- móarnir kunnu að ferðast um auðnir sinna heimkynna og var enginn háski búinn af hríð, kulda eða villu, á sama tíma og íslendingar urðu úti undir sín- um eigin túngörðum. Verk- menningin, sem birtist f skinn- klæðum Eskimóa, stendur þeirri framar, sem bjargast varð við islenzká skinnskóinn í meira en þúsund ár. Menning íslendinga í hagnýt- um og verklegum efnum náði ekki að þróast með eðlilegum hætti, af því að þeir áttu þess lítinn kost — og hirtu raunar lengst af lítt um — að auðga reynslu sína á þeim sviðum með nýrri þekkingu. ^. Skólar borga sig ekki. Við þessar þjóðfélagsaðstaeð- ur er það ekkert undarlegt, þótt litið væri á skólanám al- þýðumanna sem hreina fá- sinnu. Þjóð, sem sífellt stritaði Bg ítorðisjj við skortinn, taldi sig hait á fj|stu öðru fremur þörf íin þekkiflgu, sem hún vissi eng- in ráð til að færa sér í nyt. Skólar voru aðeins fyrir verðandi embættismenn og þó varla það: Arið 1803 eru skóla- piltar í Hólavallaskóla aðfram- komnir af hor, kulda og skyr- bjúg, og árið eftir er skólanum lokað vegna yfirvofandi hung- ursneyðar. en pittar sendir heim. Stiftyfirvöldin töldu, að skólinn gæti í fyrsta lagi tekið aftur til starfa hausið 1805, og bentu á fangahúsið f Reykjavík sem hentugt húsnæði. Eini barnaskólinn á Islandi, skólinn á Hausastöðum í Gull- bringusýslu, var lagður niður 1812 eftir rúmlega tuttugu ára starf. Barnaskóli, sem til var stofn- að í Reykjavfk 1830, leggst nið- ur 1848, með því að lltilsháttar fjárstyrkur þess opinbera til hans er niður felldur. Þegar barnaskóli er stofnaður á Eyrarbakka 1853, sendu f jöru- tíu bændur f sveitinni mótmæla skjal og afsögðu að styrkja skól ann eða láta börn sín í hann. Langt fram á 19. öldina var sá hugsunarháttur ennþá ríkj- andi á Islandi, að skólar borg- uðu sig ekki. ^r Heimiliskennsla og og kunnátta. Ein ástæðan til þess að skólar voru álitnir óþarfir, var sú skoðun, að hin svonefnda al- þýðumenntun stæði um flést skólamenntuninni framar. I þeim samanburði hafa allt til þessa verið tekin dæmi af „sjálfmenntuðum" einstakling- um, sem vel höfðu komizt á- fram, og þeim jafnað til þess, er verst hafði tekizt í skólunum. Útkoman verður önnur, ef reynt er r gera sér grein fyrir menntunarstigi þjóðarinnar fyr- ::.:j Kristján J. Gunnarsson. ir og eftir tilkomu skólanna. Merkasta könnunin. sem gerð var í þeim efnum fyrr á tlmum, er rannsókn, Harboes og Jóns skólameistar'a Þórkelssbriar (1741—1745). Hún leiddi f ljós, , að ekki var aðeins fjöldi bama ólæs, heldur var ólæsi almennt meðal fullorðins fólks, svo að tala ólæsra komst allt upp í 50—70% f sumum söfnuðum. Þá var t. d. lestrarkunnáttu þann veg háttað í Gaulverjabæj- ar- og Stokkseyrarsöfnuði, sem fjölmennastur var á landinu, að af 970 manns voru aðeins 249 læsir I Vík á Seltjarnarnesi, Nesi og Laugarnesi voru 484 sálir, 333 ólæsir en 151 læsir. Á 19. öldinni er lestrarkunn- átta orðin mun almennari. Prestarnir höfðu þar unnið þrekvirki, sem seint verður fullmetið eða fullþakkað. En þótt obbina af fólki væri þá nokkurn veginn læs og margir vel, er ekki þar með sagt, að almennt menntunarástand þjóð- arinnar væri f góðu lagi. Um það mætti leiða mörg vitni úr samtímaheimildum. Sr. Þorkell Bjarnason segir svo í Tímariti hins ísl. bók- menntafélags 1892: „Um 1850 voru skólar landsins aðeins tveir, prestaskólinn, þá nýstofn- aður, og latínuskólinn. Almenn- ingur hugsaði þá lítið um menntun; hann ætlaði þá, að hann ætti að vinna og sjá með því fyrir hinum lfkamlegu þörf- um þjóðarinnar, og þótti sj'álf- sagt, að lærðu mennirnir sæju fyrir hinum andlega forðanum. Flestir almúgamenn lærðu þá lítið annað en lærdómskver Balles og aðeins hinir gáfaðri kverið allt eða smáa stílinn líka. Þetta var nú mestmegnis hinn andlegi forðinn flestra: á- samt guðsorðabókum og pre- dikunum presta. Að læra skrift og reikning þótti að vísu gott, en þó aðeins fyrir gáfaða karl- menn. Kvenfólki og meðalgáf- uðum drengjum þótti slfkt ó- þarft og aðeins til tafar frá vinnunni. „Þú borðar það ekki, drengur minn," var þó oftast viðkvæðið, ef unglingar fóru að hnýsast í fróðleik eða fóru að leggja það í vana sinn að lesa bækur. en öllu verra var þó, ef kvenfólk tók upp á slíkum ó- vanda. Þá var haldið, að betra væri að taka lykkju á vettlingn- um eða prjóna sokkinn sinn en sitja við slikt." I Héraðssögu Borgfirðinga lýs ir Kristleifur Þorsteinsson menntunarástandi í sínu heima- héraði þannig: „Innan ferming- araldurs létu flestir sitja við það að vel væri lærður lestur og spurningakver. Fram til 1870 voru víst fá fermingarbörn skrif andi, svo heitið gæti. Eftir ferm- ingaraldur fóru flestir námfúsir piltar að hafa einhver ráð með að draga til stafs. — Fáar kon- ur, þótt greindar væru, voru skrifandi, þeirra sem fulltíða voru fyrir miðja öldina. Sá andi rikti meðal hinna eldri bú- manna, að það yrði aldrei starfi sem konum gæfi arð, að skrifa. Svo var það allt fram til 1880, að lítill hluti kvenna var sæmi- lega sendibréfsfær hér um Borgarfjörð." Tökum enn eitt dæmi. Árni Gíslason, sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri var um 1880 ríkasti fjáreigandi í land- inu, átti þá um 1800 fjár. Hann var latfnumaður svo ágætur. að á Hafnarárum sínum gerði hann sér stundum leik að þvf að þýða á latínu langa lögfræðifyr- irlestra, er hann hlýddi á. Ætla má, að á hans heimili, þar sem saman fóru auður og menntun, hafi uppvaxtarskilyrði unglinga verið betri en alennt gerðist. Sonur hans, Skúli, sem síð- ar varð um langt skeið læknir Árneslnga, lýsir námi sinu til fermingaraldurs (1879) f af- mælisviðtali (Mbl. 16. ágúst 1940) þannig: „Fræðslan i upp- vextinum var lítil. Lærði ég að lesa og svo kverið undir ferm- inguna. Skrift var ekkj kennd. Ég fék kumslög hjá föður mfn- Framh. & bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.