Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 07.10.1965, Blaðsíða 11
/ ssarri Léttúðarlifnaður lögreglufólks S.iÐAN Þýzka kvenlögreglan er ekk ert lamb að leika við. í Cologne í Vestur-Þýzkalandi er þess æskt að hver lögregluþjónn sé ósigrandi, skjótur í viðbragði og sterkur sem skógarbjöm — en auk þess er það álitinn mikill kostur að lögregluþjónn eða lög reglufreyja kunni vel að dansa og geti stundað knæpur og skemmtistaði. Með því að dansa — á fullu kaupi auðvitað og í vinnutímanum — er til að mynda álitið að kvenlögreglu- þjónn geti komizt í rétta snert ingu“ við líf glæpamanna á subbu-krám borgarinnar. Þann- ig heldur yfirmaður glæpadeild ar lögreglunnar í Cologne því fram að tekizt hafi að hand- sama margan bófann og ljótan kallinn á leiðinni frá dansgólf- inu að bamum. ☆ „Bar-löggumar“ nota þessa aðferð ekki einungis við stóm kallana, heldur gefst hún mjög vel við leit að bílaþjófum og öðrum smærri lögbrjótum. Baum 'lögregluforingi hefur nú á sinum snæmm föngulegt lið kvenna, sem mæta til vinnunn- ar síðla dags, klæddar gervi- léttúðardrósa og skemmti- kvenna, og halda sig auðvitað mest í námunda við þær krær og „bullur“ sem bílaþjófar stunda helzt. „Við dönsum / Cologne stunda lögregluþjónar og lögreglufreyjur knæpurnar til að hafa upp á glæpamönnum eins og það sé okkur eðlilegt og reynum að láta eins og aðrir menn þar inni“, segir Baum lög Nema hvað J7f eitthvað, sem maður tekur sér fyrir hendur, reynist ekki aðeins árangurslaust held ur og stórskaðlegt hættir hann þá ekki við það? Jú, það er að segja ef hann er ekki ann að hvort svo sauðþrár, að hann fæst ekki til að viðurkenna og horfast i augu við óvefengjan- legar staðreyndir, eða eitthvað gallaður á skynseminni, nema hvorttveggja sé. Og ef eitthvað, sem maður hefur bundið glæsi- legar vonir við, veldur gersam legum vonbrigðum — er þá ekki hyggilegast að sleppa því? Eða ef einhver gata, sem reyndist greið, liggur skyndilega fram á hengiflug — er þá ekki ráð legast að snúa við? Þessar spumingar virðast ekki eiga sér nema eitt skynsamlegt svar, og svo augljóst, að það sé í sjálfu sér móðgun að leggja þær fyrir heilvita menn... nema hvað? Hvemig er það með íþróttastarf semina í Iandinu? Höfum við ekki bundið við hana glæsileg ar vonir? Að þær yrðu æsku landsins til ómetanlegs þroska, bæði lfkamlega og andlega, efldu hana að dáðum og dreng skap, sköpuðu henni heilbrigða sál í hraustum líkama og allt það? Höfum við ekki lagt fram of fjár til að styðja og styrkja þessa starfsemi I landinu, ein- mitt þess vegna? Og hver hef- ur svo árangurinn orðið? Al- hliða þjálfun líkama og sálar, sem segir ekki aðeins til sín í glæsilegum afrekum, sambæri- legum við þau, sem bezt era unnin af æskumönnum annarra þjóða, heldur og drengileg fram koma á leikvangi og utan? Eða ... ég endurtek, nema hvað? Getur það verið, að þama sé um sjálfsblekkingu óskhyggj- unnar að ræða? Getur það ver ið, að við höfum eytt milljóna tugum a fekki of miklum efnum, reist glæsileg íþróttamannvirki, veitt æskufólksins sem beztan aðbúnað til einskis? Látum svo vera. En ef það reyndist til verra en einskis, ef íþróttimar hefðu brugðizt algerlega von- um manna, ef þær reyndust ala á ríg, raddaskap og neikvæð- ustu kenndum bæði meðal iðk- enda og áhorfenda, hvað þá? Ef íþróttimar reynast hættuspil fyrir líkama og sál æskunnar í stað þess að skapa henni heil- brigða sál í hraustum líkama — hvað þá? Hvernig mundi sæmi lega skynsamur maður svara þeim spurningum, sem varpað var fram í upphafi þessa pist- ils Nema hvað ... regluforingi, — „og með því að dansa við vinkonur glæpamann anna eða við bílaþjófana kom- umst við i snertingu við and- rúmsloftið sem ríkir þama, svo enginn innan dyra gerir grein- armun á lögregluþjóni eða glæpamanni, Þegar viðkomandi lögregluþjónn hefur svo um sið ir haft upp á öllum þeim „glæp- onum“ sem hann heldur að þar sé að finna og grípur til sinna ráðstafana verða viðstaddir venjulega undrandi, en halda síðan áfram að twista, — sum- ir úr hópnum þó ekki fyrr en komið er niður á lögreglustöð. En þetta er þó ekki það eina sem Cologne lögreglan hefur fram yfir þá fslenzku. Til að mynda er lögreglufólk oft kvöld eftir kvöld f gluggum skammt frá almenningsbílastæð um, og hefur þá jafnvel lagt gildru fyrir þjófana, og þegar þeir era búnir að rata á rétta bflinn, — þann sem lögreglan skildi eftir opinn — og ætla að aka af stað, sendir viðkomandi eftirlitsmaður merki, og fyrsta bifreiðin sem þjófurinn mætir er lögreglubifreið. aura fimm • • kúlur Köttur nokkur í eigu austur- þýzka bóndans Albert Kummer í bænum Erlau drap hænu bónd ans og lá síðan á eggjunum og ungaði þeim út. Kettinum og kjúklingunum líð ur vel. Glæpamenn f New York geta lent í ævintýralegum vandræð- um. Út úr skartgripabúð þar f borg komu nýlega hlaupandi tveir þjófar og stukku upp í bílinn sinn og ætluðu heim að skipta ránsfengnum. Þeir gátu ekki komið honum í gang. Ljósmyndari nokkur kom hlaup andi að og tók mynd af þeim gegnum afturrúðu bílsins, sem brotnað hafði í æsingnum. Annar glæpamannanna dró upp skammbyssu sfna og ætlaði að skjóta ljósmyndarann. en ör- yggislæsing byssunnar sat þá á sér. Þjófamir hlupu þá út úr bfln- um og ætluðu að stela þeim næsta, en eigandinn gat tekið lyklana og hlaupið burtu. Þriðja bílnum gátu þeir ekki komið f gang og í fjórða bflnum sat kona, og tókst henni að koma sínum bíl í gang og aka burt frá þessum ósköpum. Aðvífandi kom þá lögreglu- þjónn á mótorhjóli, glæpamenn irnir miðuðu á hann byssu og skipuðu honum að yfirgefa mót- orhjólið — en löggan kunni júdó og gat komið þjófunum báðum undir. Ljósmyndarinn sat ekki auð- um höndum meðan þessi ( skemmtilega „kvikmynd" átti i sér stað, enda hafði hann sjald | an komizt í jafn feitt. Fyrir dyrum: Bráðskemmtiieg réttarhöld. Kári skrifar: „Vesturbæingur“ skrifar: J^jskaplegu umferðarslysin á vegunum, óskaplegi frétta lesturinn f útvarpinu og óætu kartöflurnar í búðunum — þetta þrennt virðist nú um hríð vera almennast til umræðu hér í bænum. Það er talið innbyrð- is óskylt, en ætli nú ekki samt að ræturnar Iiggi saman ef nógu djúpt er grafið? Óætt og dýrt. Hér verður aðeins vikið að síðasta liðnum: kartöfluhneyksl inu. Því hneyksli er það, á sið aðra þjóða mælikvarða, að al- menningi skuli mánuð eftir mán uð ætlað að kaupa óæta mat- vöru. Komist hefur málið inn f a. m. k. eitt dagblaðanna. Ein- hver úr hópi lesenda gerði fyr irspum og var svarað, að þvf er telja mátti, út í hött, sagt að kaupa þær einar kartöflur, sem kartöflumatsnefnd hefði flokkað. En hvað svo þegar hið flokkaða reynist sama óætið? Ég keypti nýlega 2%kg. af flokkuðum kartöflum. Þegar heim kom, reyndust þær lftt ætar. Reynt var þó að nota eitthvað af þeim. En sýnt þótti að ég hefði ekki næga greind til þess að kaupa kartöflur, og kvaðst húsmóðirin mundu fara og annast kaupin sjálf. Hugðist hún standa við orð sín, en þeg ar hún kom í matvörabúðina og fékk að sjá birgðimar, þá var þar einungis sami óþverr- inn. „Við fáum ekki annað en þetta, og er talið 2. flokks", sagði kaupmaðurinn. Þar með var málið útkljáð, og við vero um nú að sætta okkur við brauð í staðinn, enda vandræða laust, og sízt dýrara. Því svo era þessar vondu kartöflur dýr ar að það sýndist furðu gegna. Flytjum heldur inn. Englendingar era nú teknir að þurrka kartöflur og mala sfðan. Er þetta selt á Englandi sem „mashed potatoes“ og er hreinasti kóngamatur. Ekld hefi ég orðið þess var að þetta væri til í verzlunum hér. Væri þó þarfleg ráðstöfun að flytja það inn, þangað til kartöflurækt okk ar og kartöfluverzlun hafa kom izt f betra horf. En hvenær ætli það verði? Vesturbæingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.