Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 2
☆ Úti á landsbyggðinni eru alltaf að fara fram minni knattspyrnumót milli liða, sem ekki koma fram á „stóru“ knattspyrnumótunum, deilds - keppninni eða bikarkeppninni, en talsverð hreyf- ing virðist vera hjá minni félögum og áhugi á að komast með ef 3. deild verður stofnuð. Þór Norðurlandsmeistari Þórsarar sækja stíft á KA-markið. Knattspymumenn Þórs á Akureyri urðu Norðurlands- meistarar að þessu sinni. Er þetta i fyrsta slnn i 13 ár, sem þeir hafa orðið meistarar og þótti mönnum timl til kominn. Eins og nú er hafa Þórsarar 7 fasta menn f úrvalsliði Akur eyrar sem leikur í 1. deild, en KA aðeins 4. Þrjú lið tóku þátt i mótinu að þessu sinni og var leikin tvö föld umferð. Þórsarar unnu Siglfirðinga með yfirburðum bæði heima og heiman, en KA vann annan leikja sinna gegn KS með yfirburðum en gerði jafntefll i hlnum. Leikir Þórs og KA fóru svo að Þór vann 3:0 í hinum fyrri en jafntefli varð I hinum siðari 2:2. Fékk Þór því 7 stig af 8 mögu legum, en KA fékk 4 stig KS fékk 1 stig. Knattspyrnufélagið Þór á 50 ára afmæli á þessu ári og þótti sigurinn því góð afmælis gjöf. Yngri flokkar Þórs eru mjög góðir og þarf félagið því vart að kvíða framtíðinni. Selfoss Skarphéðinsmeistari Þannig munu Selfyssingar staðráðnir i að vera með ef 3. deild verður stofnuð. Þeir unnu fyrir nokkru Skarphéðinsmótið í knattspyrnu en Selfoss og Hveragerði léku til úrslita og vann Selfoss 3:2, en i hálflelk var staðan 1:0 fyrir Selfoss. — Leikurinn var mjög spennandi og komust Hvergerðingar yfir 2:1 snemma í síðari hálfleik, en Selfyssingum tókst að jafna og skora sigurmarkið en það skor- aði Gylfi Gislason. Þjálfari llðsins hefur verið Guðmundur Guðmundsson úr Fram í Reykjavfk og róma pllt- arnir áhuga hans og eru líkur á að hann verði með liðið næsta sumar. Liðið er mjög ungt og eru yngstu liðsmenn 15 ára, þeir elztu 21 árs. Selfoss-liðið fær siguriaun sín í Skarphéðinsmótinu. CELTIC VANN GO AHEAD 1:0 ÆFINGATÖFLUR FÉLAGANNA Skozka liðið Glasgow Celtic vann hollenzka liðið GO AHEAD frá Deventer i Hollandi í gær- kvöldi með 1:0 í Evrópu-bikar- keppni bikarmeistara. Celtic heldur áfram í keppninni með 7:0 sigur samanlagt, vann leikinn á heima- velli Hollendinganna með 6:0. Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi Örstutt! if. Brezka ljónið I knattspymu. 6 Englendingar eru gestgjafar á næstu heimsmeistarakeppni í knatt þennan leik eins og kunnugt er og með honum voru línuverðir þeir Magnús Pétursson og Guðmundur Guðmundsson. í Belfast vann írska liðið Lime- rick CSKA frá Sofia með 2:1 en seinni leikurinn fer fram f Sofia eftir nokkra daga, en lið þessi eru í Evrópukeppni bikarliða. spyrnu. Orslit keppninnar fara fram 1 nokkrum enskum borgum, m. a. London. Manchester og Sunderland. Búizt er við geysileg- um fjölda ferðafólks vegna keppn- innar og nægir að benda á hinn mikla áhuga á Islandi, en héðan fara eflaust á þriðja hundrað manns, enda þótt við höfum ekki átt neitt lið f keppninni. Bretar eru mjög vongóðir og telja nokkum veginn víst að þeir verði framar- lega, jafnvel að þeir taki heims- meistaratignina frá Brazilfumönn- um. Ljónið á myndinni er tákn- rænt fyrir þátttöku Bretanna i keppninni. Það skundar sigurvisst til leiks eins oc sjá má. Frestur á illu beztur! Frá Madrid kom sú frétt frá NTB í gær, að alþjóða olympíunefndin hefði ákveðið að fresta umræðum um að ákveða um þátttöku Þjóðverja í Olympíuleik- unum þar til á fundinum í dag. Frestur er á illu beztur, sagði ein- hver og þannig er það líklega í Reykjavíkurmótið í handknattleik hefst 23. október ! Reykjavíkurmótið í handknatt- jleik hefst laugardaginn 23. októ- ber n. k. Eiga tilkynningar um þátttöku að berast Handknattleiks- ráði Reykjavíkur fyrir 12. okt. Mótið fer fram eins og undan- farin ár að Hálogalandi. Verður þetta væntanlega síðasta hand- knattleiksmótið, sem haldið verður I húsinu og ber að fagna þvi. Madrid, þar sem mál þetta er á- litin hin skæðasta „púðurtunna" og talið að leikunum geti jafnvel stafað hætta af málinu, þar eð pólitfkin getur sundrað aðildar- þjóðunum. Fundu ekki gæfuna í Glasgow Sjö brazilskir leikmenn sem komu i haust til Glasgow til að fá atvinnusamninga f knattspymu fóru í morgun til Hoilands og létu ekki vel af vistinni f Skotlandi, sem bauð þeim ekki upp á neina samninga og heldur slæmt viður- væri. Telja þeir að í Hollandi muni þeim takast betur upp en hjá Skotum. Tveir leikmenn frá Brazi- líu eru þó eftir í Skotlandi, þeir Fernando sem leikur miðherja og Fariar sem er framvörður og munu þeir Ieika reynsluleik með St. Mirren, félaginu, sem Þórólfur Beck lék með fyrstu ár sín f Skot- landi. Sundæfingar Reykjavíkurfélag- anna hefjast fimmtudaginn 7. okt. og verða sem hér segir: Mánudaga kl. 20.00: ÍR og ÁRMANN — kl. 21.45 sundknattleikur sömu fél. Þriðjudaga kl. 20.00: KR og ÆGIR — kl. 21.45 sundknattleikur sömu fél. Miðvikudaga kl. 20.00: ÍR og ÁRMANN - kl. 21.45 sundknattleikur sömu fél. Fimmtudaga kl. 20.00: KR og ÆGIR — kl. 21.45 sundknattleikur sömu fél. Föstudaga kl. 20.00—21.00: Öll félögin saman. Sundráð Reykjavíkur. KR, knattspyrnudeild: Innanhússæfingar 3., 4. og 5. flokkur: 5. flokkur 10—12 ára: Sunnudaga kl. 1.00. Fimmtudaga kl. 6.55. 4. flokkur 12—14 ára: Sunnudaga kl. 1.50. Mánudaga kl. 7.45. ^ Stökk í plast„snjó“. Enda þótt skíðamenn séu al- mennt ekki farnir að taka fram út- búnað sinn, eru skíðamenn í Lahtis f Finnlandi þegar famir að stökkva skíðastökk og það jafnvel þótt Fimmtudaga kl. 8.35. 3. flokkur 14—16 ára: Sunnudaga kl. 2.40. Mánudaga kl. 7.45. Fimmtudaga kl. 8.35. Verið með frá byrjun. Stjómin. ÆFINGATAFLA Körfuknattleiksdeildar Ármanns. 4. fl. drengja: Þriðjudögum og föstudögum kl. 7—8 í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. 3. fl. drengja: Miðvikudögum kl. 8—9 f íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar og á sunnudögum kl. 2—3 á sama stað. 2. fl. drengja: Sunnudögum kl. 3—3,50 að Hálogalandi og á mið- vikudögum kl. 9—10,30 f íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Meistara- og 1. fl.: Sunnudögum kl. 2.10—3 og á fimmtudögum kl. 7,40—9,30 að Hálogalandi. Mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. ekki sé snjókorn að finna, — þ.e. ekki alvörusnjó. Þeir í Lahtis stökkva í plast-„snjó“ og í fréttum þaðan í gærkvöldi segir að stökkv- ararnir hafi i gærkvöldi stokkið lengst 53 metra. Það var hinn frægi stökkvari Halonen sem vann en Veikko Kankonen stökk þó lengsta stökkið við þessi frumlegu skilyrði. _____- I L.^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.