Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 3
V1 S IR . Föstudagur 8. október 1965, 3' ÞEGAR BAKKUS mm mmmM Wém . JESi ý>>í>-'í • . »'1í«rv.' rfplevx •#«»: ■..: . Í j.; ; i ■ ■:;: :■>■:'■>; V- "■ Mikill fjöldi virti Consul bílinn fyrir sér. SITUR UNDIR STÝRI Tveir menn gengu álútir burtu frá flakinu . . . Eins og skýrt var frá í Vísi í fyrradag hafa Umferðamefnd Reykjavíkurborgar og Sam- starfsnefnd bifreiðatrygginga- félaganna látið setja upp á á- berandi stöðum í borginni fimm meira eða minna eyðilagða biia af árelrstrum. Á fundi sem þessir aðilar héldu með fréttamönnum var skýrt frá starfi umferðamefnd- arinnar og ,hvað fyrir liggur -næstui-t mánuði. Fiieðsiustarf- semi fyrir gangandi vegfarend- ur verður haldið áfram fram yf ir 15. þessa mánaðar, en þá er ráðgert að hafin verðj herferð fyrir réttum ljósaútbúnaði öku- tækja. Hugmyndin að uppstillingu slysablla er ekki ný, og hefur verið notuð erlendis áður, með góðum árangri. Það er alkunna, að slysafréttir í blöðum og út- varpið geta orðið fólki til varn aðar, en sjón er sögu ríkari, og það mátti greinilega sjá á fólki því er virti þessi bílflök fyrir sér í gær, að hálfgerð ónota- kennd fór um það. Á „Hallærisplaninu“, eða Hótel Islandslóðinni við Aust- Ólafur Jónsson, Gutiormur Þormar, Egill Gestsson og Pétur Sveinbarnarson. ...................................................................................................■.............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. Það er því miður áberandi hve gangandi vegfarandi vlrða lítt umferðarljós. urstræti stendur á vagni bifreið sú er varð fyrir helreið dauða- drukkinna ungmenna á Lang- holtsvegi fyrir síðustu helgi með afleiðingum sem öllum eru kunnar. Við Gimli í Lækjargötu stend ur illa farin fólksbifreið af Con sul gerð, er skemmdist í á- rekstri í Kollafirði nýlega. í þeirri bifreið hafði verið kona með lítið barn, ekið of hratt fyrir blindhæð og lent á stórri vöruflutningabifreið. Fólksbif- reiðin gjöreyðilagðist og það má teljast mildi, að konan og barn ið skuli hafa sloppið. Við mót Sölvhólsgötu og Kal- kofnsvegar stendur gul Skoda bifreið með kramið þak og á allan hátt illa útleikin, jafnt innan sem utan. Orsökin var ofsahraða á Eiðisgranda (Sólar- lagsbrautinni), en pilturinn sem ók kunningja sínum og tveim stúlkum var þar að auki próf- laus. Inni við bækistöðvar bifreiða eftirlitsins við Borgartún er bú ið að koma fyrir Volswagen- bifreið, sem ekið var á við gatnamót Hverfisgötu og Klapparstígs og henni velt. í þeirri bifreið var ungt fólk, og orsök slyssins var sú að um- ferðarréttur var ekki virtur. Á Hlemmtorgi er fánaborg mikil umhverfis Ford fólksbif- reið, smíðaár 1955 (tryllitæki) og var þeirri bifreið velt á Álfta nesveginum. Ástæðan fyrir velt unni var of hraður akstur, en í bifreiðinni voru ölvaðir ungl- ingar og ungur ökumaður einn ig ölvaður. Þessar illa útleiknu bifreiðir draga upp glögga mynd af af- leiðingum ógætilegs akturs — minna á að Bakkus er hættu- legur bílstjóri. Fram yfir helgi mun Reyk- víkingum gefast kostur á að sjá af eigin raun þær hörmung ar er fylgja ábyrgðarleysi og ógætni... blóðj drifin sæti einn ar bifreiðarinnar vekja okkur til umhugsunar um að manns- lífið sé meira virði en fáeinar mínútur: Þegar áfengið verður þátttakandi í ökuferð- inni er dauðinn setztur undir stýri! i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.