Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 5
V1SIR . Föstudagur 8. október 1965, 5 K*r» Staða skólans í þjóðfélaginu — Framh. bls. 4 venjubundnum leiðum, sem hann hefur sjálfur markað. Hin hefðbundna menntun er talin fela í sér sjálfgildi, sem geri hana óháða breytingum. 2. Tregðu-skólinn. Skólinn tregðast við. en kemst þó ekki hjá að mótast smám saman að einhverju leyti af þjóðlífsbreyt ingum, oftast löngu eftir' á. (Sbr. t.d. þróun skólanna í mörg um iðnaðarlöndum V-Evrópu.) 3. Samhæfingarskólinn. Mest áherzla er lögð á að aðhæfa skólann, svo sem unnt er, þjóð- félaginu á hverjum tíma, að því er snertir félagslegar og atvinnu legar aðstæður. 4. Áætlanaskólinn. Skólinn reynir eftir vfsindalegum leið- um að sjá fyrir félagslegar og atvirmulegar breytingar i þjóð- félaginu, svo sem 20 ár fram í tfmann, þ. e. til þess tíma, er nemendur sem eru að hefja nám, hafa lokið því. í starfi sínu reynir skólinn þá að keppa að tveimur markmiðum: annars vegar að veita menntun, sem geri fólk fært um að mæta hinni verðandi þróun og hins vegar að leitast við með upp- eldislegum aðgerðum að hafa hemil á þróuninni, — beina straumum tímans f æskilega far vegi. Einangraði skólinn er vel- þekkt fyrirbrigði í evrópskri skólasögu, einkum þó á hærri skólastigum. Sjaldan hefur á- hrifrnn hans á nemendur verið betur lýst en Stefán Zveig ger- ir ævisögu sinni (Veröld, sem var), þá er hann minnist menntaskólaára sinna í Vín um síðustu aldamót: „1 okkar aug um táknaði skólinn aðeins skyldu, leiða og ömurieika, stofnun, þar sem maður varð að innbyrða einskisverða þekk- ingu í afmældum skömmtum. Við fundum, að námsefnið var aðeins tilbúin skólavizka, sem ekkert kom raunveruleikanum við og ekkert erindi átti til okk ar á nokkurn hátt. Þetta var úrþvældur leiðinda-lærdómur, sem hin gamla uppeldisfræði tróð upp á okkur vegna lær- dómsins, en ekki lífsins. Og hin eina, sanna hamingjustund, sem ég á skólanum upp að unna, var þann dag, þegar ég lokaði dyrum hans á eftir mér í hinzta sinn — Skólinn var aðeins dautt kennsutæki, sem aldrei tók tillit til nemendanna, en skráði í blindni „gott“, „dá- gott,“ „lakt“ eftir þvl hve mik- ið við uppfylltum af kröfum á- ætlunarinnar — Við urðum að læra það, sem okkur var fyrir sett, og sfðan vorum við próf- aðir, en engir kennaranna spurði nokkru sinni um það á átta árum, hvað okkur langaði til að læra, og sú uppörvun, sem hver ungur maður þráir á laun, var aldrei í té látin". Á breytingatímum hættir tregðuskólanum til að verða allt of svifaseinn. Bandarískur sálfræðingur hefur af nokkurri kaldhæðni orðað þetta þannig, að það t^ki 50 ár að vinna nýj- um uppéldishugmyndum fylgi og önnur 50 ár að hrinda þeim í framkvæmd innan skólans, — en þá séu þær löngu orðnar úr- eltar. Sú endurskipulagning skóla- mála, sem nú fer fram víða um heim og grundvallast á vísinda legu rannsóknastarfi, miðar að þvf að gera samhæfingarskól- ann að veruleika við þær að- stæður, sem fyrir hendi eru, en áætlanaskólann að takmarki í næstu framtíð. Hver er staða íslenzka skól- ans f þjóðfélaginu nú, miðað við þessa greiningu? Forsendur brestur til þess, að samhæfingarskólanum eða á- ætlanaskólarium verði komið á, þar sem þeir byggjast á féiags- legum og uppeldislegum rann- sóknum, sem ekki er unnið að hér á landi. Eftir eru þá tregðu- skólinn og , einangraði skólinn. Mörg einkenni þeirrar skipunar skólamála má sjá í skólum okk- ar, tregðuskólans á barna- fræðslustigi, sem siðar hneigist að sumu leyti meir f átt til hins einangraða skóla ,eftir þvf sem ofar kemur á skólastigum. Er kyrrstaðan bezta vamarstaðan? Því er oft haldið fram, að í menningar- og menntamálum dugi okkur fastheldnin bezt til vamar gegn lausung tfmans. Fomum siðum hæfi fom iðkun og á þann hátt einan búum við þeim lífvæna varðveizlu. í skólamálum hefur varúðar verið gætt. Breytingar á innvið- um skólans síðustu hálfa öld hafa verið í lágmarki, saman- borið við umbyltingu þess sam- félags, sem hann átti að þjóna. Hefur þá kyrrstaðan að þessu leyti orðið okkur árangursrík varðstaða um þau menningar- verðmæti, sem við teljum ís- lenzkust og okkur helgust? Sú spurning er yfirgripsmeiri en svo, að leitazt verði við að svara henni hér, heldur aðeins lftillega að henni vikið. Á íslendingasögunum höfum við mest og bezt nært okkar þjóðarstolt. Það var ekki aðeins afrek að setja slíkar sögur saman, hitt var jafn einstætt, að þær skyldu lifa í hjarta þjóð arinnar og liggja henni á tungu f hartnær þúsund ár. Flestir ís- lendingar miðaldra og eldri, skilja, hvað í þéssu felst. Böm þeirra skilja það hins vegar ekki Fyrir þeim er heimur þessara sagna jafn fjarlægur og hefðu þær gerzt á annarri stjömu. Fæst þeirra munu nokkm sinni lesa svo undarlegar, gamlar bækur. Það stenzt á endum, að þegar skinnbækur okkar era Ioks heim heimtar, munu sög- umar, sem á þær era skráðar, verða íslendingum fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Þjóðardýrgrip imir verða aðeins safngripir. Ástæður þessa era margar. Áður áttu börn sér sagnaheim, nú lifa þau í myndaheimi: Kvik myndir, myndasögur, hasarblöð erlent sjónvarp. í því felst önn- ur tækni, — en líka önnur menning. Kynnin, sem hinir þroskaðri skólanemendur og verðandi menntafólk fær af íslenzkum fornbókmenntum f skólunum, era einkum þau að líta á texta þeirra sem vandað ritmál, sér- lega hentugt til málfræðilegrar og setningafræðilegrar krafn- ingar. Ef 'takast á að varðveita að nokkra þátt íslendingasagna í íslenzkri menningu, — eða bara skammlausa þekkingu á þeim, — þá verður það ekki gert með óbreyttri heldur mjög breyttri afstöðu skólanna til þess viðfangsefnis. Sama má raunar segja um framlag skól- ans, að því er snertir tengsl upp vaxandi kynslóðar við bók- menntir okkar f heild og mikinn hluta þess menningararfs, sem brúa ætti hið ört vaxandi bil milli liðins tíma og verðandj i íslenzku þjóðlífi. Menning á umbrotaskeiði nemur ekki staðar og varðstaða um hana getur því aldrei byggzt á kyrrstöðu. Við komumst ekki undan nýjum áhrifum til ills eða góðs og verðum að kunna að velja og hafna. Sjálfstæð þjóð þarf ekki síður að verja menn- ingarhelgi sína en landhelgi — og stugga þaðan óboðnum gest- um. Menning lítillar þjóðar þol- ir vart til lengdar að fá yfir sig óhamin erlend áhrif. Það er sitt hvað að loka Iandamærum eða halda þar uppj skynsamlegri gæzlu. Skeytingarleysið er mesta hættan, sem nú vofir yf- ir fslenzkri menningu. í þjóð- arappeldi okkar er ekki um það hirt að leita nýrra úrræða til björgunar menningarverðmæt- um, sem era að glatast, eða glæða þjá sjálfsvirðingu með þjóðinni, að hún hafni mörgu því fánýti, sem nemur land. Margar þjóðir hafa mátt færa þungar fómir \við varðveizlu sjálfstæðis sfns og frelsis. Það er því skiljanlegt, að þær leggi á það mikla áherzlu í skólum sínum að innræta hverri kyn- slóð þegnskap og ættjarðarást. Islendingar vora svo gæfu- samir, að geta háð sína frelsis- baráttu með orðum einum að vopni. Þeir hafa, — að nokkra í kraftj smæðar sinnar — reynzt farsælir kröfugerðar- menn, a.m.k. svo lengi sem þeir eiga einhvers fremur af öðram að krefjast en sjálfum sér. Þjóðfrelsi fylgja þegnlegar skyldur og ekkert ríki fær staðizt, sé það sjáifu sér sund- urþykkt. Allt frá þvf Islend- ingar fengu sjálfstæði og þó einkum eftir að fullt sjálfstæði var fengið, hefur afstaða stétta hagsmunahópa og einstaklinga gagnvart rfkinu oft verið ófrið- arástandj líkust. Ættjarðarást íslendinga þró- aðist f baráttu gegn erlendu valdi og hefur ekki síðan náð öðram þroska eða meiri. Þegna fslenzka rfkisins skortir ennþá tilfiimingu fyrir því, að þeir beri hver um sig og allir f félagi á- byrgð á hag og heill ættlands síns. Allir era reiðubúnir að berja sér á brjóst og ganga ber- serksgang í ímyndaðri eða raun verulegrj baráttu gegn erlendu valdi, en vilja samt ekki fóma innlendum þjóðarhagsmunum skóbótarvirði. Svo úrelt og lítt skiljanlegt hugtak sem þegnskapur er vel flestum ísleúdingum, verður það samt undir vexti hans eða áframhaldandi hnignun komið, hvemig tilraun þessarar fá- mennu þjóðar til sjálfstæðis reið ir af. Mundum við ekki í skólum okkar þurfa að fara að dæmi annarra þjóða og leggja aukna áherzlu á þjóðaruppeldi til þeirr ar ættjarðarástar, sem felur f sér ábyrgðartilfinningu og þegnskap? Því hefur verið hér að þess- um málum vikið, að ástæða virð ist til að endurskoða uppeldis- hlutverk skólanna einnig að því er varðar menningu okkar og þjóðfrelsi. Undirstöðurann- sóknir í félags- og skólamálum. Til þess að hægt sé að laga skólann að þjóðfélaginu, þarf að vera fyrir hendi hlutlæg vitn- eskja, er leiði í ljós ýmsa mik- ilsverða þætti f gerð samfélags og skóla. Hinar félagslegu rann sóknum er lagt hlutlægt mat félagið eins og það er og leiða rök að andlegum og efnalegum þörfum þess. Með skólarann- sóknum er lagt hlutlægt mat á skólann, markmið hans, leiðir og árangur. Að fengnum niður- stöðum má meta fylgni eða frá vik milli skóla og þjóðfélags í einstökum atriðum Við slfka rannsókn geta komið í ljós ekki aðeins ágallar skólans, heldur einnig óæskileg félagsþróun í þjóðfélaginu sem vinna þarf gegn með uppeldisaðgerðum. Þessar frumrannsóknir eru undirstaða þess, að hefjast megi handa um að aðhæfa skólann þjóðfélaginu. Það starf er ekki unnt að vinna í eitt skipti fyrir öll, heldur verður skólarann- sóknastofnun að hafa það með höndum að staðaldri. Athugan- ir, tilraunir og áætlanir, sem hún gerir, eru undirstöður þeirra breytinga, sem gerðar verða á skipan skólamála og kennslutilhögun. Islenzki skólinn hefur ekki þróazt til samræmis við þjóð- lífsbreytingar og uppfyllir ekki þarfir þjóðfélagsins eins og þær nú eru. Af þessu leiðir, að við ráðum naumast lengur, hvaða stefnu uppeldi þjóðarinnar tek ur í framtíðinni. Við erum þess einnig mjög varbúnir að leysa hinar efnahagslegu þarfir fyrir sérmenntað fólk. Engar rannsóknir liggja fyrir og engar áætlanir hafa verið gerðar um menntaþarfir vegna atvinnuveganna. Þetta gerði ekki svo mikið til, ef þjóðfélag okkar væri ennþá kyrrstætt bændaþjóðfélag, en í tækni- og iðnvæddu þjóðfélagi ráðast mál in að þessu leyti ekki til lengd ar af sjálfu sér. Að því rekur, — og þess er raunar þegar tek- ið að gæta, — að framboð fólks með menntun og kunnáttu full- nægir ekki eftirspurninni. Af- leiðingin verður m.a. verri nýt- ing og minnkandi arður allrar fjárfestingar, sem síðan leiðir til lakari lífskjara. Hagvöxtur þjóðfélaganna hef- ur til skamms tíma einkum ver- ið talinn byggjast á fjármagni og vinnu. Rannsóknir (t.d. I Banda- rlkjunum og hjá Efnahagsstofn- un Evrópu) sýna þó, að mennt- un og tækni eru nú orðið mikil vægustu þættir hagvaxtarins, sem aukin hagsæld þjóðfélag- anna byggist fyrst og fremst á. Þess vegna er nauðsynlegt að samhæfa skólakerfið og hag- kerfið, að því er efnahagsleg markmið varðar, á sama hátt og uppeldisleg markmið þurfa hvort tveggja að aðhæfast fé- lagsiegri skipun þjóðlífsins og móta hana. Ef ekki tekst að fella uppeldi og menntun að breytilegum aðstæðum nútíma- þjóðfélagsins mun af þvf leiða vaxandi menningarlega upp- lausn og félagslegt staðfestu- leysi. 1 samræmi við þessar stað- reyndir þarf við endurskoðun fslenzkra skólamála að færa út grandvöll skólans og setja hon- um víðtækara og betur skil- greint þjóðfélagslegt takmark. Skv. því væri hlutverk skól- ans m.a. þetta: a) að veita þá þekkingu og menntun, sem fullnægi þörfum atvinnuveganna og þjóðfélags- ins, bæði hvað snertir magn (fjölda menntaðra einstaklinga) og gæði (sérhæfingu og mennt- unargildi), b) að skipuleggja og fram- kvæma uppeldisaðgerðir, sem að því miði, að þjóð og þegnar ráði yfir menningariegri kjöl- festu, og geri þá færa um að standast umrót hraðfara þjóð- lífsbreytinga. Rannsóknastofnun skólamála Of dýrt og áhættusamt er að nota allt skólakerfið til tilrauna Skólarannsóknastofnun verður að vinna vísindalega að breyt- ingum og gera einstakar tilraun ir í sérstökum skólum (æfinga- og tilraunaskólum). Erlenda reynslu þarf að hagnýta og kanna mismunandi leiðir með það fyrir augum að sjá, hvað bezt sarýmist íslenzkum stað- háttum. Rannsóknastofnunin vinnur að verkefni, sem er þess eðlis, að störf hennar geta ekki borið verulegan ávöxt fyrr en eftir 10-20 ár. Þess vegna er nauðsynlegt að henni sé tryggð- ur starfsgrundvöllur, sem sé ó- háður stundarbreytingum í stjórnmálum. Rannsóknastörf og pólitískar ákvarðanir séu að skilin. Eftir að grundvallarathugun á þjóðfélaginu og menntakerf- inu liggur fyrir ásamt tillögum um ýmsar leiðir, sem færar era til æskilegra breytinga, hefur ríkisstjórn og löggjafarvald fyrst raunhæfa aðstöðu til mats og ákvörðunar. Hér skulu loks nefnd nokkur þeirra verkefni, sem leysa þarf f sambandj við skólarannsóknir en þau taka til fjárhags— og hagfræðilegra atriða jafnt sem uppeldis- og félagslegra. Ekki er stefnt að tæmandi upptaln- ingu, heldur því að gera ljóst, hversu vfðtækt verksviðið er. I. 1. Áætlun um mannfjölda og aldursflokkaskiptirigu þjóðarinn- ar 20-30 ár fram í tímann. Mannfjöldi í einstökum skóla- hverfum. 2. Áætlun um þróun atvinnu- veganna og skiptingu vinnu- aflsins milli atvinnu- og starfs ■ greina og þjónustustarfa 20-30 ár fram í tímann. 3. Áætlun um menntunar- kröfur f öllum þeim starfs- greinum, sem nauðsynlegar teljast þjóðarheildinni. Taka þarf tillit til áframhaldandi iðn- væðingar og vaxandi krafna um tæknikunnáttu. 4. Mannafla- og fjárfestingar- áætlun f menntamálum. Hve marga sérhæfða einstaklinga þarfnast þjóðfélagið og hvem- ig getur menntakerfSð uppfyllt þarfirnar? 5. Skólastofnanir. Fjölgun al- mennra skóla og greining þeirra í sérhæfðari stofnanir, eftir því sem ofar kemur á skólastigum (sbr. mannaflaáætlun). Hve marga nemendur þarf að útskr. með stúdentsmenntun, háskóla- nám í ýmsum greinum o.s.frv. 6. Kennaraþörf. Fjöldi kenn ara, skipulag kennaramenntun- ar, viðbótar- og endumýjunar- menntun kennara á vissu árabili Með hverjum hætti er hægt að fá nægilega marga og vel hæfa einstaklinga til að, leggja fyrir sig kennslustarf? 7. Fjármagnsþörf og nýting þess í skólakerfinu. Rannsóknir á hagræðingu. Athugað sam- bandið milli menntagæða lands manna og aukinnar framleiðni þjóðarbúsins. n. 1. Skólinn sem uppeldisstofn- un. Hvernig á að gera skólann færan um að búa æskuna undir að lifa í nútímaþjóðfélagi? 2. Hvernig getur skólinn varð veitt séreinkenni íslenzks þjóð emis og menningar? 3. Hjálp skólans við afbrigði- lega einstaklinga. 4. Viðleitnj s'kólans til að veita öllum einstaklingum jafna aðstöðu til að njóta sín og komast til menntunar, eftir þvi sem hæfnin leyfir. Reynt að ryðja úr vegi hindrunum sem umhverfi eða félagsleg aðstaða kann að valda. Mismunandi menntaleiðir eftir mismunandi getu og áhugaefnum. 5. Svöran milli menntunar- stigs og starfsgreinavals. Leið- beiningar skólans um starfs- val og undirbúningsmenntun (sérhæfingu) til starfa. 6. Kennslutækni i skólum. At hugun á svörun milli kennslu- tækni og námsárangurs. 7. Námsefni og skipting þess á námsár og skólastig. Framh. á bls. 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.