Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 15
V1 S IR . Föstudagur 8. október 1965. 15 14. inu og allt í einu var sem hann þryti allan mátt. „Allir geymarnir horfnir", hvísl- aði hann. „Allir. Þeir voru níu, sex með taugalömunarsýklum, og einn af þeim hefur hann brotið". „Og hvað var á hinum þremur, sem horfnir eru?“ spurði ég hrana- lega. „Djöflaveiran...“ stundi hann óttasleginn. Fjórði kafll. Skömmu síðar sátum við í mat- salnum í álmunni næst hliðinu dr. McDonald, starfsfélagi dr.Greg oris f aðalrannsóknarstofunni virt- ist einn okkar hafa matarlyst. Það gat ekki heitið að Hardanger snerti við því, sem á borð var borið og svipað var að segja um þá, Wey- bridge höfuðsmann og Cliveden yfirforingja. Dr. Gregori borðaði ekki bita, stóð upp frá borðum f miðjum klíðum, baðst afsökunar og fór út fyrir. Þegar hann kom inn aftur, var hann fölur sem lík. Fingrafarasérfræðingarnir sátu að borði með okkur. Þeir gerðu matnum beztu skil. Þrír aðrir levni lögreglumenn voru komnir til að- stoðar, og hafði Wylier lögreglu- stjóri útvegað þá. Þeir unnu enn að rannsókn fingrafaranna, og það hafði komið í ljós að vandlega hafði verið þurrkað með hörklút af læsingunni á stáldyrunum og umhverfis hana. Sennilega hafði vasaklútur verið notaður til þess. Það varð því ekki sannað, að ein hver aðvífandi hefði ekki verið þarna að verki. Martin kom inn þegar við vorum að standa upp frá borðum .Hann hafði yfirheyrt nokkra vísinda- menn og tæknifræðinga, sem áður höfðu unnið í E-álmunni, en voru atvinnulausir þessa dagana og komu þar því ekki inn fyrir dyr. Þeim yfirheyrslum var ekki nærri lokið. Martin minntist ekkert á hvernig þær gengju og Hardanger spurði hann ekki neitt um það held ur. \ Við Hardanger gengum út að aðalhliðinu. Að stundarkorni liðnu gekk ungur, Ijóshærður liðþjálfi inn 1 varðklefann. Hann hafði verið þar á verði kvöldið áður. „Norris liðþjálfi", sagði hann og heilsaði að hermannasið. „Þið gerð uð boð eftir mér?“ „Já“, svaraði Hardanger. „Fáið yður sæti. Já, ég sendi eftir yður vegna morðsins á dr. Baxter". Sú aðferð Hardangers að koma mönnum hranalega á óvart, gat oft veitt meiri upplýsingar en löng yfir heyrsl. Norris var í þann veginn að setjast, en hneig nú niður í stólinn, starði stórum, felmtruð- um augum á Hardanger og gapti svo, að þar gat ekki verið um neinn leik að ræða hjá óþjálfuðum manni í þeirri list. Og hánn varð náfölur, en það gat englnn gert sér upp, jafnvel þó að þjálfaður væri. „Morðið á dr. Baxter?“ endur- tók hann heimskulega. „Er . . . dr. Baxter dauður?" „Myrtur“, svaraði Hardanger hranalega. „Hann var myrtur inni í rannsóknarstofunni síðastliðna nótt. Það er því staðreynd, að hann yfirgaf ekki staðinn í kvöld er leið. En þér skráðuð hann út. Þér seglst hafa gert það. En þér gerð- uð það ekki. Þér hafið ekki getað gert það. Hver færði yður skrán- ingamúmer hans og skipaði yður | að falsa undirskrift hans? Gerði i hann það kannski sjálfur? Hve mik- i ið var yður greitt fyrir það, Norr-, is?“ Liðþjálfinn hafði starað á Hard- anger, eins og hann vissi ekki hvað an á sig stóð veðrið. En svo hristi hann af sér slenið og Yorkshire- skapharkan sagði óðara til sín. — Hann reis seinlega úr sæti sínu, dimmrauður í framan. „Ég hef ekki hugmynd um hver þér eruð, herra minn“ mælti hann ofurblíðlega. „En ég býst við að 'þér séuð einhver meiri háttar mað- ur, leynilögregluforingi eða eitt- hvað þess háttar. En eitt get ég sagt yður. Endurtakið þessi orð yðar og ég skal mola á yður hel- vízkan hausinn með hnefanum". „Það efast ég ekki um, góði“, svaraði Hardanger og nú brosti hann allt í einu. Svo sneri hann sér að mér. „Sýkn saka, heldurðu það ekki?“ „Hann er varla sá leikari, að annað komi til greina“, svaraði ég. „Varla“, sagði Hardanger. „Af- sakið, Norris, en mér var nauðug- ur einn kostur. Ég varð að vita vissu mína, tafarlaust. Morð er heldur óskemmtilegt fyrirbæri, og þá verður maður á stundum að beita brögðum, sem ekki eru held- ur skemmtileg. Þér skiljið mig vonandi". „Já, herra minn“, svaraði Norr- is, en var þó ekki runninn reiðin. „En — dr. Baxter — hver...?“ „Sleppum því“, svaraði Hard- anger hranalega. „Þér skráðuð hann út. Það stendur hérna f dag- bókinni. Klukkan hálfsjö, ekki satt?“ „Fyrst það stendur þarna, hlýt- ur svo að vera. Tímastimplunin er sjálfvirk". „Þér tókuð við skráningarnúmeri þá mátt reiða þig á, að hvert skref sem hann hefur stigið síðan hann byrjaði að ganga, hefur verið vand lega athugað. Dr. Baxter er hreinn hvað það snertir. Annars hefði hann aldrei verið skipaður í slíka ábyrgðarstöðu“. „Það voru. þeir líka, þessir ná- ungar, sem nú eru annaðhvort f fangelsi eða austur í Moskvu", sagði Hardanger hörkulega. „Ég ætla að hringja til Lundúna, og síð- an þarf ég að hafa samband við Wylie, ef þeir skyldu hafa fundið Bedfordinn. Og hvernig skyldi þeim ganga við fingraförin ...“ „Ég þyrfti að ræða eilítið við innanhússverðina", sagði ég. „Ekkert vald hef ég til að skipa þér fyrir verkum, Cavell — en ef þú verður einhvers vísari, vona ég að þú gerir mér viðvart", sagði Hardanger. „Þú heldur þó ekki að ég ætli að berjast einsamall gegn þessum náunga, sem gengur um með djöflaveiruna í vasanum?" spurði. ég. Hann kinkaði kolii, dálítið tor- tryggnislega og hélt svo leiðar sinnar. Ég ræddi við innanhúss- verðina, en árangurslaust; enginn hafði séð dr. Baxter á ferli eftir hans, þessu héma?“ Hardanger hálfsjö, enda gerði ég ekki ráð handlék plötuna með númerinu. í fyr*r Því- Ég athugaði einnig gesta „Já, herra minn“. j skrána — það var að vísu sjald- „Talaði hann eitthvað við yður?“ f?æft að gestir væru boðnir til „Auðvitað, herra minn“. „Um hvað?“ Mordon, en kom þó fyrir. Helzt voru það þingmenn, sem vildu sjá væri heilsuverndarstofnun, þar sem meðal annars væri unnið að bvf að finna upp bóluefni við in- „Verðið og þess háttar. Hann var jmeð eigin augum til hvers konar alltaf vingjarnlegur við okkur. Jú, i starfsemi öllum þessum milljónum og hann minntist á kvefið. Hann iværi varið> og var þess vandlega var mjög slæmur af kvefi og hafði! gætt> að þeir kæmust þá ekki á ljótan hósta“ snoðir um annað, en að Mordon „Þér sáuð hann greinilega?“ „Vitanlega. Ég hef haft þessa vörzlu á hendi í átta mánuði og . þekkti dr. Baxter vel. Hann var flúenzu og öðrum veirusjúkdóm- um. En undanfarna daga hafði eng inn gestur heimsótt stofnunina. Ég hringdi í bílaleigu í nágrenn- inu og bað um bíl, sem ekið yrði að .hliðinu .fj'xir, utan Mordon og skilinn þar eftir. Að þvf Búnu hringdi ég til Alfringham og fékk þar herbergi í gistihúsinu. Loks hringdi ég heim til Mary komu minnar í Lundúnum og bað hana að koma til Alfringham. Það fór lest þangað frá Paddington, svo að hún átti að geta komið til Al- fringham klukkan hálfsjö. klæddur eins og venjulega, í sama frakka og með sama hatt og þessi stóru gleraug-u". „þér getið svarið það fyrir rétti? Að það hafi verið dr. Baxter, á ég við?“ Hann hikaði lítið eitt við. „Ég get svarið það. Aðstoðar- menn mínir tveir sáu hann líka. Þér getið spurt þá“. Við gerðum það. Gengum síðan heim að skrifstofuálmunni. „Held- urðu í rauninni að dr. Baxter hafi orðið hér eftir í kvöld er leið?“ spurði ég, Að þessu loknu varð mér gengið „Nei,“ svaraði Hardanger. „Hann j út að girðingunni. Mér var geng- fór... en hann kom aftur. Með j ið meðfram henni, þrjú hundruð vírklippurnar. Annaðhvort einn,! metra spöl, fram og aftur og eða í fylgd með einhverjum. Og j horfði stöðugt niður fyrir fætur það lítur út fyrir, að sá hafi ver- j mér. Nú er Cavell þungt hugsi, ið honum verri“. ; mundu menn segja, eða það vonaði „Þú heldur að skriftin hafi verið | ég. Þannig hélt ég áfram í alltað ófölsuð?" j kíukkustund, unz ég hélt mig lok^ „Eins ófölsuð og hún getur ver-! hafa fundið það, sem ég var að ið. Ég held að ég verði að fara i leita að. Þegar ég hafði beygt mig rakleitt til Lundúna og ræða við l niður og bundið skóreim mína, hershöfðingjann. Það gæti verið var ég ekki lengur i vafa. forvitnilegt að athuga upplýsingar þær, sem hann hefur um dr. Baxter. Einkum fortíð hans“. „Það væri ekki annað en tíma- sóun. Hann gegndi hinni ipik- ilvægustu stöðu sem yfirmaður að- alrannsóknarstofnunarinnar, svo að ■mMR T á R 1 A N Meðan Tarzan er í líknarferðalagi til Butu ættkvíslarinnar, en hún hefur verið gripin ó- kennilegum sjúkdómi, er hann tekinn hönd- um. WHILE ON A MISSKDN.'OF MEitCy TO TME BUTU TKI5E, WHOSE INHABITANTS MAVE BEEW STItlCLEN BYA STKANSE MALA7Y, TAKZAN IS CAPTURE7.. • ... ANP BKOUSHT TO THE VILLASE TO CONFKONT CHIEF UMTALI... Hardanger var enn staddur í skrifstofunni, þegar ég kom þang- að. Hann og Martin voru að skoða ljósmyndirnar, sem teknar höfðu verið af fingraförunum. Hardang- er leit á mig og spurði hvernig gengi. if, TAKIAN.HAVE CAUSE7 ME ASMUC'h' ^ANGUISH AS THE STKANSE SICICNESS , JHAT HAS COME TOOUK HOME$Vy 'YOU AKE MISTAKEN? CHIEF UMTALl-I AM. HEKE SECAUSE I WISH TO UELP CURE YOUK FEOPLEj, Og færður til þorpsins auglitj til auglitis Umtali ht >ss að mæta Þú Tarzan hefur veldið mér eins miklum ngja. sársauka og þessi einkennilegi sjúkdómur, sem hefur komið inn á heimili okkar. Þér skjátlastUmtali höfðingi. Ég er hérna vegna þess að ég óska eftir að hjálpa að lækna þjóð þína. auglýsing i VISI kemur viða v/ð VISSR er auglýsingablað almennings auglýsingamóttaka er sem hér segir: smáauglýs- i n g a r berist fyrir kl. 18 daginn áður en þær eiga að birtast, nema í mánudagsblöð fyrir kl. 9.30 sama dag. s t æ r r i auglýsingar berist fyrir kl. 10 sama dag og þær eiga að birtast. AUGLYSINGA- STOFA VISIS INGÓLFSSTRÆTI 3 SIMI 1-16-60 VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJÖNUSTA Áskriftar- Kvartana- simmn er 11661 virka daga kl. 9 — 18 nema iaugardaga kl. 9 -13. AUGLÝSING I VISI eykur viðskiptin I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.