Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 8. október 1965. Biörn Pölsson kynnir íslnnd ö kvöldvöku Ferðnfélngsins Fyrsta kvöldvaka Ferðafélags íslands á þessu hausti verður í kvöld (föstudag) í Sjálf- stæðishúsinu. Á kvöldvökunni sýnir Björn Pálsson flugmaður litskugga- myndir af ýmsum stöðum lands ins, sem hann hefur tekið á hin um fjölmörgu ferðum sínum í flugvélum yfir landið. Björn mun einkum leitast við að sýna þá staði sem afskekktir eru og fáir leggja leiðir um, sökum fjarlægðar úr byggð eða erfið- leika við að komast á þá. Bjöm er ágætur ljósmyndari og hefur fengizt við myndatök- ur um fjölda ára. 1 gærkvöldi, skömmu fyrir miðnætti, kom Ingþór Sigur- bjömsson, málarameistari, Kambsvegi 3, að máli við lög- regluna í Reykjavík, og tjáði henni að skáli í norðanverðum Jósefsdal stæði í björtu báli, og virtist helzt að falli kominn. Fréttamaður frá Vísi kom á staðinn í morgun, og var þá skálinn brunninn en rauk úr rústunum og glæður voru hér og þar. Virtist allt hafa brunn- ið sem brunnið gat, og bám- járnsþak lá á grunninum. Ingþór Sigurbjörnsson kvaðst hafa verið að koma austan yfir fjall ásamt fleiri mönnum og voru þeir í tveim bílum. Þegar þeir voru komnir skammt norður fyrir Kolviðar- hól — klukkan hefur sennilega verið um eða rúmlega 10 í gær- kvöldi og koldimmt orðið, sáu þeir loga bera við loft og fannst stefnan vera á Jósefsdal. Á- kváðu þeir þá að kanna málið nokkru nánar og sveigðu út af Framh. á bls 9. Þakið og grunnurinn var það eina sem eftir stóð af „Skæruliðaskálanum", sem reistur hafði verið af nokkrum félögum úr Ármanni. (Ljósm.: b. sigtr) — sagði viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslasoa á aðalfundi Verzlunarráðsins í morgun Landbúnaðurinn er orðinn eitt höfuðvandamál íslenzkra efnahagsmála, sagði viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í morgun. Til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu benti ráðherrann m. a. á eftirfarandi: ★ Heildsöluverðmæti útfluttrar landbúnaðarvöru var í fyrra 284 millj. króna. Útflutningsuppbæt ur á sömu afurðir námu 184 millj. króna. Aðeins rúmlega þriðjungur heildsöluverðmætis- ins fæst þannig endurgreiddur I útflutningsverðmætinu. Það taldi ráðherrann alvarlegt efm hagsvandamál. tAt Frá gjaldeyrislegu sjónar- miði er þessl útflutningur enn óhagstæðari, sagði hann. Hrein ar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af fyrrgreindum útflutningi Iandbúnaðarvara eru 43 millj. króna. Eru þær endurgjald fyrir notkun innlendra framleiðslu- afla að upphæð 227 millj. króna. Gjaldeyristekjurnar af útflutn- ingi landbúnaðarafurða eru því ekki nema um 'það bil fimmt- ungur innlenda kostnaðarins við landbúnaðarframleiðsluna ic Af frystu dilkakjöti er út- flutningsverðið aðeins 44% af heildsöluverðinu innanlands af saltkjöti 60%, af osti 23%, af smjöri 22% af nýmjólkurdufti 24% og undanrennudufti 24%. Þannig fæst aðeins fjórðungur þess verðs erlendis fyrir siðast töldu vörurnar sem innlendir neytendur verða að greiða fyrir þær. Mlsmunurinn eru uppbæt ur. ic Um jætta segir ráðherrann: „Mér er ekki kunnugt um dæmi þess frá nálægum löndum að útflutningi sé til langframa hald ið uppi við jafn óhagstæð og erfið skilyrði". ★ Miðað við útflutningsverð- mætið i fyrra fást 3,80 kr. í gjaldeyri fyrlr hver 2 kíló mjólk ur sem notuð eru f útflutnings framlelðslu (smjör, ostar). „En útlenda fóðurefnið eitt, varið er til hennar kostar kr. 4.00. Þessl útflutningsfram- leiðsla skilar þannig f gjaldeyri ekkl einu sinni andvirði þess eina kostnaðarliðar, erlenda fóð urefnisins“ sagði ráðherrann. Allt of hár framleiðslu- kostnaður. Viðskiptamálaráðherra tók f ræðu sinni þó fram að engin sanngirni væri f þvf að svipta bændur í einu vetfangi þeim stuðningi við útflutning land- búnaðarvöru, sem þeim hefur verið veittur lagalegur réttur til og þeir hafa í góðri trú getað reiknað með. Framleiðsluskilyrð um í landbúnaðinum verði ekki breytt í einu vetfangi. Framh á 6. síðu Forseti íslands hittir Saragat forseta Ítalíu iVerkbanniðalgert Forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson er nú staddur suður í Rómaborg. Hann hefur verið í einkaferð f Miðjarðarhafslönd- um. 1 frétt frá NTB-fréttastof- unni er skýrt frá því að hann hafi í gær gengið á fund for- seta Ítalíu Giuseppe Saragat og átt við hann viðræður. Fyrir nokkru var forsetinn i Grikklandi og þó um einkaferð sé að ræða fylgir það kurteisis reglum meðal þjóðhöfðingja, að hann heimsótti þar konung Grikkja, Konstantin, snæddi með honum hádegisverð og ræddi við hann um stund. Samningstilraunir fóru út um þáfur Framhaldssáttafundur í Tré- smiðadeilunni bar engan árangur. Hann hafði hafizt hjá sáttasemj- Samninganefnd Meistaraféíags húsasmiða og Vinnuveitendafélagsins á fundinum i nótt. Talið frá vinstri: Gissur Sigurðsson, form. meist- arafélagsins, Barði Friðriksson, Björgvin Sigurðsson, Kjartan Thors, Ingólfur Finnbogason og Sigurbjörn Guðjónsson. Saúminganefnd Trésmiðaiélagsins á fundinum: Talið frá vinstri: Sigurjón Pétursson, Bencdikt Davíðsson, Ásbjörn Páisson, Hólmar Magnússon og Þórður Gfslason. Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafélagsins, ara Torfa Hjartarsyni í gærdag um kl. 4 og stóð fram til kl. 1.30 um nóttina og hafði ekki náðst sam komulag. Enginn nýr fundur er boðaður. Verksvipting meistarafélagsins er f fullu gildi. Þótti meisturum ekkj rétt strax í gær að fara að hafa allsherjareftirlit með því að verkbanninu væri framfylgt með því að sáttafundur stóð yfir og e. t. v. von um samkomulag. Þrátt fyrir það að eftirlit væri ekkj kom ið á, báru fregnir af vinnustöð- um það með sér, að verkbannið hefði verið nær algert, aðeins ör- lítil undantekning frá því. En úr þvf að ekki hefur tekizt samkomulag hefur Meistarafélag húsasmiða ákveðið að setja upp, sérstaka skrifstofu inni í Skip- holti. Þar verður stöðug verkbanns vakt og eftirlitsmenn hafðir á ferðinni til að fylgjast með að á- kvörðunum félagsstjómarinnar verði framfylgt. Hefur félagið gef ið út auglýsingu þar sem það biður menn um að tilkynna skrifstofum^ ef þeir verði þess varir, að unnim'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.