Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Laugardagur 9. október 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Augiýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands I Jausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hJ. Yfirklór Ritstjóri Þjóðviljans birti í fyrradag furðulegan sam- setning um gaffalbitasöluna til Rússlands. Var nú risið mun lægra en um þetta leyti í fyrra, þegar komm- únistar komu með „tilboðið“ frá Bresnev um að kaupa niðursoðna og niðurlagða síld fyrir allt að 200 millj. króna. Fyrst bullar ritstjórinn um það, að stjórnarflokk- arnir og „embættismenn þeirra“ eigi sök á því, að niðurlagningarverksmiðjan á Siglufirði, sem komið var upp á vegum Síldarverksmiðja ríkisins gekk ekki eins vel og skyldi. Segir hann, að kommúnistum hafi runnið þetta svo til rifja, að þeir hafi „talið rétt að gera ráðstafanir til að kanna það, hvort ekki myndi markaður fyrir þessa vörutegund í Sovétríkjunum“. Sú „könnun“ er fræg orðin, Nokkrir forustumenn kommúnista fóru í fyrrahaust austur til Moskvu á einhvern trúnaðarmannafund, til þess að sækja „línu“ og fengu þá náðarsamlegast að tala við Bresnev, sem þeir kváðu hafa boðizt til að sjá um að Sovétríkin keyptu af okkur fyrrnefndar síldarafurðir fyrir 200 millj. kr. Þetta var svo blásið "pp í Þjóðviljanum og jafnframt gefið í skyn að íslenzkir kommúnistaleið- togar hefðu það í hendi sér, hvort þessi viðskipti tækjust eða ekki, en einnig var látið að því liggja, að stjórnarvöldin mundu spilla fyrir því eftir megni! Þótti vissara að slá þann varnagla, því þá var hægt að kenna ríkisstjóminni um þegar á daginn kæmi að ekkert yrði úr samningum. Þjóðviljinn treystir sér ekki til að neita því, að öll loforð hans um 200 millj. kr. sölusamning var upp- spuni, m. a. til þess að reyna að breiða yfir hið raun- verulega erindi þeirra félaga austur tii Móskvu. Nú reynir blaðið að gera mikið úr því, að Rússar hafa fengizt til að kaupa niðursoðna og niðurlagða síld fyrir um 24 millj. kr með því að draga að sama skapi úr kaupum í öðrum fiskafurðumí Þetta varð þá úr 200 millj. króna „tilboði“ Bresnevs, þegar hann var kominn til æðstu valda. Og sjálfur vildi hann aldrei við þetta kannast — aðeins að lauslega hefði verið „minnzt á“ kaup á síldarafurðum. Viðræðurnar sner- ust víst um annað, og Rússar sáu enga ástæðu til að leyna því, þótt íslenzku kommúnistamir teldu það heppilegra. Ritstjóra Þjóðviljans er kannski vorkunn, þótt hann reyni að snúa sig út úr þessu, en honum tekst það ekki, hvernig sem hann reynir. Og viturlegast væri af Þjóðviljanum, eins og komið er, að þegja um þetta mál. Það er hvort eð er komið á daginn, að íslenzkir kommúnistaleiðtogar geta ekki sagt Rússum fyrir verkum í verzlunarsamningum ,og líklega allra sízt nú, eftir að Þjóðviljinn hefur tekið eindregna af- stöðu með Kínverjum, hvað sem það verður nú lengi. AFTUR- GÖNG- URNAR "V7-etrarstarfsemi leikhúsanna ’ er nú hafin og vænta leik- húsgestir sem endra nær að margt verði borið á borð fyrir þá bæði það sem er af léttara taginu og einnig það sem tor- meltara reynist. Það leikur enginn vafi á því að Afturgöngumar leikrit Ibsens, sem Þjóðleikhúsið ætlar að hefja sýningar á í næstu viku, frumsýning verður á mið- vikudag, tilheyri síðari tegund- inni. Að þessu sinni gæti maður haldið að nafn höfundarins eins væri nóg til þess að tryggja að- sókn. Afturgöngurnar hafa þrisvar sinnum verið sýndar áður hér á landi, af Leikfélagi Reykja- Bryndís Schram og Lárus Pálsson í hlutverkum sínum sem Regína og faðir hennar Engström. víkur. Fyrst var það sýnt árið 1904, aftur 1919 og svo árið 1926, Tvær mikilhæfar íslenzkar leikkonur Gynnþórunn Hall- dórsdóttir og Guðrún Indriða- dóttir léku aðalhlutverkið frú Alving á þessum sýningum L.R. í matarhléinu. Gerda Ring og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, bak við sést Gunnar Eyjólfsson, Að þessu sinni fer Guðbjörg Þorbjarnardóttir með þetta hlut- verk. Aðrir leikendur eru Gunn- ar Eyjólfsson, Lárus Pálsson, Valur Gíslason og Brvndís Schram. Leikstjóri er Gerda Ring en sem kunnugt er stjórnaði hún sýningum á Pétri Gaut árið 1962 og hlaut það leikrit Ibsens góða aðsókn. Afturgöngurnar eru fjórða leikritið eftir Ibsen, sem fært hefur verið upp í Þjóðleikhúsinu en hin vðru fyrir utan Pétur Gaut, Viliiöndin og Brúðu- heimilið. Vísir leit inn á æfingu leiksins í gær en það var í fyrsta sinn, sem leikendur voru i leik- búningum. Fyrst f stað orkar leikritið nokkuð stirt og þungt í vöfum en eftir því sem spennan vex og dramatíkin hverfur þessi forneskjublær og eftir fyrsta þátt hefur Ibsen dregið upp út- línur leiksins skörpum dráttum. Gerda Ring hefur valið að hafa fremur einfaldan leiksviðs- útbúnað miðað við það að leik- ritið er samið árið 1881 og hef- ur samtímann sem sögusvið. Með því telur hún að persónur leiksins birtist áhorfendum í enn skýrara ljósi. Valur Gíslason leikur prestinn Manders, Guðbjörg Þorbjarnar frú Alving, ljósameistari Þjóðleikhúss- ins, Gerda Ring og Gunnar Eyjólfsson, sem leikurOsvald son frú Alving. í »Httá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.