Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 11
9 íslendingur starfar við Da Nang flugvöll 1 YIETNAM SíÐAN Það er óhætt að segja, að víða liggja leiðir landans. Blað- ið hefur nýlega frétt, að íslenzk ur maður sé um þessar mundir með bandaríska herliðinu aust- ur í Vietnam. Maður þessi er Kristján Ingi Einarsson. en hann er næstelzti sonur þeirra hjóna Einars Kristjánssonar húsasmíðameistara og Guðrúnar Guðlaugsdóttur. BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í dag, laugardag 9. október kl. 3, leika Valur — Akureyri MÓTANEFND NJARÐVÍKURVÖLLUR: Á morgun, sunnudag 10. október kl. 3, leika á Njarðvíkurvelli: Keflvíkingur — KR-b Tekst Keflvíkingur að sigra hið sigursæla b-lið KR? MÖTANEFND ■ !<:r . • :• 'i' -seaSi -st HIÍSNÆÐI ÓSKAST Tízkuverzlun óskar eftir húsnæði á góðum stað, 30—60 ferm. — Tilboð sendist blaðinu merkt „Tízkuverzlun“. Afgreiðslustúlku óskust VERZLUNIN REYNIMELUR Bræðraborgarstíg 22. TILBOÐ ÓSKAST Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir og vélar: 1. Chevrolet sendibifreið ’51 2. Chevrolet skúffubifreið ’51 3. Chevrolet skúffubifreið ’53 4. Chevrolet skúffubifreið ’54 5. Dodge Power Wagen ’52 6. Dodge sendibifreið ’54 7. Weatherhill traktorskófla ’58 8. A B G vibrosleðar 9. A B G vibrosleðar 10. Vörubifreiðasturtur 5 tonna 11. Reo-Studebaker undirvagn án mótors 12. Ford dieselmótor 6 cyl. 96 HÖ. Tækin verða til sýnis hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, mánudaginn 11. október n.k. frá kl. 8 til 6. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Von- arstræti 8, þriðjudaginn 12. október kl. 11.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Hann er að vísu ekki í banda ríska hemum, heldur starfar hann á vegum byggingafyrir- tækis og hefur með höndum yfirstjóm húsasmíða við sjálfan Da Nang flugvöll, hina miklu flugbækistöð sem Bandaríkja- menn hafa verið að koma þar upp og hefur mjög komið við sögu í fréttunum, þar sem harð- ir bardagar hafa verið háðir allt í kringum flugvöllinn og er þessi íslenzki maður þannig vissulega starfandi á sjálfu hættusvæðinu. Kristján Ingi hefur verið starfandi húsameistari f Banda- rikjunum, en það fag lærði hann við Minnesota-háskóla. Það var svo í ágúst s.l. sem hann tókst á hendur þetta verk- efni fyrir byggingarfélag það sem hann hefur unnið hjá og hefur hann ráðið sig til starfans í eitt og hálft ár. Hann hefur á hendi yfirstjóm allra húsbygg- ingaframkvæmda við. Da Nang flugvöll, á herskálum, birgða- skemmum, flugskýlum og öðr- um húsum. Má segja að þetta sé heill bær sem þeir eru að reisa þarna inni á frumskóga- svæðinu. Við þetta starfa hjá honum 70 Kanadamenn og um 3000 innfæddir verkamenn og má nokkuð sjá af því hve um- fangsmikið verkið er. Kristján Ingi Einarsson. Kristján Ingi hefur síðan hann kom til Da Nang skrifaði nokk- ur bréf heim til vina sinna og vandamanna og lýsir þar aðbúð- inni. Verst segir hann hvað er heitt þarna, oftast yfir 30 stig og rakt loft. Þarna verður að hafa varann á, og ganga allir vopnaðir. Hann hefur sér til að- stoðar bifreiðastjóra og túlk Vietnam-menn og eru þeir einnig yopnaðir hvert feem farið er. Hann segir að heimamenn þarna séu mjög lágvaxnir en sér virðist þetta vera gott fólk. Mynd, sem Kristján Ingl sendi tll vandamanna sinna hér, og sýnir verkamenn að vinnu við flugvallargerð í Da Nang. Hefur Kristján Ingl skrifað á myndina, að þama starfi hann. Kári skrifar: 17ftirfarandi bréf hefir borizt dálkinum. Bréfritarinn leggur til, að menn — til sjávar og sveita — leggi meiri stund á það en þeir gera, að auka kynni hver á annars kjörum, og er ekki nema gott um það að segja, þvf að oft og við ýmis tækifæri kemur það fram, að menn mættu vita betur og vera sanngjamari. Ég, sem þessar Hnur rita er borinn og bamfæddur Reykvík- ingur, en fór snemma á bams- aldri „í sveit‘ ‘sem kallað er, og verið hálfgildings sveitamaður síðan, eins og þið hin, sem líkt er ástatt um, og sjaldan eða aldrei hafið látið hjá líða að fara í réttimar á hverju hausti, auk þess sem mörg önnur tækifæri eru notuð til þess að viðhalda gömlum kynnum — sem aftur leiðir svo af sér ný kynni. Aldrei verð ég annars var en að mikil velvild, oft góð og traust vinátta rfki, milli fólksins í sveitum og við sjó, og þannig á það líka að vera en mörg eru þau tækifæri, sem það fólk hefur- er til Reykja- víkur hefur flutzt, til þess að uppræta margskonar misskiln- ing, því að þetta fólk hefur reynslu bæði úr borg og byggð. Það veit, að víða skilja margir í sveitum ekki til hlítar, hve hart fólk verður oft að leggja að sér i bæjum til þess að komast af, þrátt fyrir góðar tekjur, ef miðað er við krónu- fjölda, — að það er dýrt að „kaupa í matinn‘“, svo eitthvað sé nefnt, erfitt að standa skil á háum sköttum og útsvari fyrir marga, og engin leið að eignast þak yfir höfuðið nema með miklu vinnuframlagi (yfir- vinnu) o. s. frv. Hin hliðin — Hin hliðih er svo sú, að sveitafólkið verður sannarlega líka að punga út. Nútíma búskap ur verður ekki rekinn nema, með miklum vélakosti til dæmis, vélarnar eru dýrar og vélavið- haldið, það eru mörg þúsundin sem fara í olíu og benzín, til- búinn áburð og fóðurbæti til dæmis — svo tugum þúsunda skiptir, þar sem um allstór býli er að ræða. Og það fer mikið í milliliðina Það er klippt svo skolli mikið af hverrj krónu, sem neytand- inn lætur af hendi fyrir smjör og mjólk og ost, áður en fram- leiðandinn f sveitinni fær sitt. En það er ekki hægt nema rétt að drepa á þetta í stuttu bréfi. Mjólk og kjöt. Það er nú mikið rætt um offramleiðslu á mjólk og mjólk urafurðum, og vafalaust þarf að draga heldur úr mjólkur- framleiðslunnj og auka dilka- kjötsframleiðsluna — og það ér líka stefnt að því, og ég hefi mjög orðið þess var hjá mörg- um bændum, að þeir hafa á þessu fullan skilning. Margir hafa þegar fækkað kúm nokkuð og eru að auka fjárstofninn, aukin túnrækt knýr þar líka á, — aukin ræktun á sinn mikla þátt f aukinni mjólkurfram- leiðslu, — en framhaldstúnrækt un mun ekki síður borga sig þótt stefnt sé að aukinni kjöt- framleiðslu. Rækta töðu handa fénu og hafa féð hluta úr ár- inu á túni — sumir hafa enda allt sitt fé í heimahögum nú orðið/ Viða til dæmis austanl fjalls getur að líta fóðurkáls- ekrur, sem fé er beitt á og fita sig þar ótrúlega, á skömm um tíma á haustin. — Á bæ sem ég var staddur í um og eftir réttirnar var meðalvigt kjöts af dilkum, samkvæmt fyrstu nótum frá Selfossi 15 kg. — og var það af fé nýkomnu af fjalli. — Mikil eftirspum var í réttunum eftir lömbum frá bónda, sem á fallegt fé, og seldi hann 10-15 lömb „kontant“ fyrir þetta 1200 kr., hæst 1500 Iambið — og fengu færri en vildu. Fólkinu fækkar ekki alls staðar. Það er oft talað um að fólk flýi sveitirnar. Svo er því miður og mest brögð að þar sem fólk er afskekktast, en það eru líka til sveitir þar sem fólkinu fjölg ar. Og það er vel. Reykvíkingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.