Vísir - 11.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 11.10.1965, Blaðsíða 9
 VlSIR .'Minudegur 11. oktcher 1965. / alfræðibókin er jr i Áður en langir tímar líða má vænta þess að fyrsta alfræðibókin kom út á íslenzkri tungu. Það verður Menn- ingarsjóður sem gefur ritið út, en aðairitsjóri hennar verður Árni Böðvarsson cand. mag. — Verður þetta stórt rit? spurði blaðamaður Vísis Árna í stuttri heimsókn í bækistöðv- ar alfræðiorðabókarinnar á Skál holtsstíg 7. — Miðað við erlendar alfræði bækur verður hún það ekki, að- eins tvö allstór bindi. Gert er ráð fyrir að hún verði 1440 síður í sama broti og með sama leturfleti og islenzka orðabókin sem ég vann líka að á vegum Menningarsjóðs. Ef bókin væri miðuð við Skírnisbrot myndi hún að efnismagni verða á 4. þúsund blaðsíður. Og það verð- ur að teljast allstór bók. — Er langt um liðið frá því að til tals kom að gefa þetta rit út? — Málinu mun fyrst hafa verið hreyft á kennaraþingi að nauðsyn væri á slíkri bók fyrir skóla. Þaðan var því svo skotið til Menningarsjóðs til athugun- ar. Skömmu síðar, eða 1961 á meðan ég vann að samningu ís- lenzku orðabókarinnar, var mér falið að kanna undirbúning slikrar alfræðibókar og skipt- ingu milli efnisflokka. Meiri skriður komst á al- fræðibókarmálið í fyrra, og þá skipaði Menningarsjóður nefnd manna til að hafa yfirstjórn verksins á hendi, leggja linur og taka ákvarðanir í megindrátt- um. . — Hverjir skipa nefndina? — Gils Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Jóhann Hannes- son skólameistari á Laugarvatni og Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri. — Og yður falin ritstjórn verksins? — Ég hef einn verið fastráð- inn starfsmaður alfræðibókar- innar, en Guðmundur Þorláks- son cand. mag. hefur verið ráð- inn til þess að hafa yfirumsjón með þeim hluta bókarinnar, sem fjallar um náttúrufræði. Auk þessa hefur svo ýmsum mönn- um verið falið að sjá um á- kveðna efnisflokka að meira eða minni leyti. — Getið þér nefnt mér nokkra þeirra? — Já. Meðal annars hefur Hannes Pétursson skáld verið ráðinn til að skrifa um bók- menntir, sagnfræðingarnir Bjöm Þorsteinsson og Einar Laxness skrifa íslandssögu, Bjöm Jóhannesson kennari það sem lvtur að mannkyns- sögu, Jóhann Hannesson prófes- sor guðfræði og heimspeki, Sigurður Líndal hæstaréttaritari lögfræði, Páll Kolka læknir og nokkrir læknanemar með hon- um læknisfræði, Ömólfur Thor- lacius menntaskólakennari dýra fræði og efnafræði, Jón Þórðar- son kennari íslenzka landa- fræði, Árni Stefánsson skóla- stjóri á Selfossi útlenda lahda- fræði, Guðmundur Kjartaiisson jarðfræðingur jarðfræði, Guð- mundur Þorláksson kennari landafræði almennt, Páll Berg- þórsson verðurfræðingur veður- fræði, Magnús Magnússon pró- fessor eðlisfræði, og fleiri mætti nefna. Með þessum mönnum vinna svo ýmsir aðrir sérfróðir menn, svo það er alls ekki svo lítið starfslið sem að alfræði- bókinni vinnur áður en lýkur. — Hvemig verður bókin unnin í höfuðatriðum? — Það er erfitt að skýra frá því í stuttu máli, enda mótast það nokkuð eftif efnisflokkum. Við leggjum áherzlu á sem ítar- Iegastar yfirlitsgreinar á hvaða sviði sem er, enda er ætlun okkar að gera þeim atriðum góð skil, sem við tökum á ann- að borð fyrir. — Er bókin einskorðuð við íslenzkt efni? — Engan veginn. En að öðru jöfnu gengur íslenzkt efni fyrir því útlenda og þvi efni verða í meginatriðum gerð betri skil sem snertir okkur Islendinga sérstaklega á einhvem hátt. — Verður mikil persónusaga rakin í bókinni? — Nei þar verður hún eins stutt orð og unnt er; það er ástæðu- laust fyrir okkur að skrifa upp íslenzkar æviskrár eða slík rit, en þó verða höfuðpersónur ís- lands- og veraldarsögunnar nefndar, hvenær þær voru uppi og fvrir hvað þær vom nafn- kunnar. En eins og ég sagði áðan Verður reynt að koma eins miklu af samþjöppuðu efni I yfirlitsgreinar og unnt er, en síðan verða millivísanir milli greina ekki sparaðar og þá skýrt frá undir hvaða uppflettiorði unnt er að fá nákvæmari upp- lýsingar um hvert einstakt at- riði. Og svo nokkur dæmi séu tekin má nefna að undir upp- flettiorðinu rfkisstjórn eða ráð- herrar verða allir íslenzkir ráð- herrar taldir og hvenáer þeir hafi gegnt ráðherrastörfum. Á svipaðan hátt verður farið með lögsögumenn, hirðstjóra, amt- menn, biskupa, forseta Banda- ríkjanna eða konunga Norður- landa. Undir uppflettiorðinu Noregur verða t.d. öll fylki landsins talin, auk annarra höf- uðupplýsinga um landið. Sama gegnir um íslenzkar sýslur.. Þar verður getið helztu einkenna hverrar sýslu, hvaða hreppar séu í henni o.s.frv. Við höfum greinar um alla skipulagða stjómmálaflokka á íslandi bæði fyrr og síðar, bók- menntastefnur, helztu heim- spekikenningar og þar fram eft- ir götunum, svo aðeins fáein dæmi séu tekin ef þau mættu verða fólki til glöggvunar. — Notið þið erlend fræði- heiti? — Já, ef þau hafa helgað sér óskoraðan þegnrétt f íslenzk- unni, eins og t.d. kapítalismi og fleiri áþekk orð. Aftur á móti vfsum við, til íslenzka heitisins á orðum eins og konservativ- ismi, eins og um önnur orð sem hafa verið íslenzkuð. — Verður ritið myndskreytt? — Já. Við reynum að hafa eins mikið af myndum og þarf til skýringar efninu. Eitthvað verður líka af litmvndum og m. 4* þarf að prenta öll lifiidabréf í'litum. — Látið þið gera öll mynda- mót sjálfir eða fáið þið eitthvað af þeixn erlendis frá? — Það mál er í athugun hjá okkur. — Þið styðjizt við erlendar fyrirmyndir að einhverju leyti? Ámi Böðvarsson — Jú, að sjálfsögðu. Einkum höfum við gagn af þýzku al- fræðibókinni „Der Kleine Brockhaus", sem er í tveim bindum og að flestu leyti hin ákjósanlegasta fyrirmynd. En við notum einnig ýmis önnur alfræðirit, eins og t.d. Salmon- sen danska Encyclopædia Britannica, Gyldendals ett binds leksikon o. fl. Útgefendur norsku Skattkistunnar hafa Við 'Vefðúf'köftiiÖ, 'én það 'er þó meir einskorðað við skólafólk og sérþarfir unglinga en okkar verður, því að við höfum ekki tök á að gefa út tvenn alfræði rit annars vegar fyrir unglinga og hins vegar fyrir allá þá sem þurfa að hafa á íslenzku Viðtæl vSð Arna loðvtprsson cand. mag. aðgengilegt uppflettirit um flest annað en eigið sér- svið. Okkar alfræðibók verður að fullnægja þörfum sem flestra. Þá hefur Isafoldarprentsmiðja h.f. leyft okkur afnot af al- fræðibókarefni því sem unnið var að á hennar vegum fyrir 15—20 árum, en hætt var við þá. Auðvitað getum við ekki hagnýtt okkur nema sumt af þessu, en þama er samt ýmis- legt nýtilegt og býsna gagnlegt fyrir Suma efnisflokka. — Hvenær má vænta þess að alfræðibókin komi út? — Ekki er gott að segja á- kveðið um það. Ætlunin var að hún kæmi út á næsta ári, en nú er fyrirsjáanlegt að það getur ekki orðið, jafnvel þótt farið verði að setja strax upp úr áramótum. Vinna höfundanna er seinleg; margt af íslenzka efninu verður að semja eftir frumheimildum, enda á ég von að þarna komi ýmiss konar vitneskja mörgum á óvart. Og erlenda eða alþjóðlega efnið er vandi að velja í svona rit af þessari stærð. Síðan er ritstjórn arinnar að samræma gijeinar og ganga frá þeim til pfentunar. með hugann sffellt við það að koma sem mestu gagnlegu efni að og nýta rúmið sem bezt. Þá tekur setning og prófarkalestur langan tíma. En þó að bókin verði ekki stærri en þetta, vona ég að hún verði í mörgum greinum betri en ekki. Ólgan, sem flugmennirnir sáu, eðlilegt sjávarfyrirbæri Maður nokkur kom nýlega að máll vlð blaðið og taldi sig hafa fundið skýringuna á þvi ein- kennllega fyrirbæri, sem flug- mennimir á Loftleiðavélinni sáu á dögunum út af Reykjanesl og síðan hefur valdtð bæði heila- brotum og deilum. Hafði hann meðferðis ameríska bók „The World of Geology", sem er rit- gerðasafn um jarðeðlisfræði og skrifa ritgerðimar hinir fæmstu menn f Bandarikjunum. Þar birt ist grein eftir hinn fræga haf- fræðing Rachel L. Carson um ýmis fyrirbæri hafsins og er þar einmltt lýst fyrirbæri, sem mjög gæti komið heim við það sem flugmennimir sáu. Það verður nú að ætla að þetta hafi ekki verið eldgos, þvi þá hefðu einhver frekari um- merki fylgt. Og það er heldur ekki hægt að ætla að flugmenn- imir sem flogið hafa áratugum saman yfir strendur landsins í alls kona rsjólagi geti ruglazt svo^ð þeir hafi tekið villur af Eldeyjarboða. Lítum í ritgerð Rakelar Cars- ons. Þar skýrir hún frá þvf ein- kennilega fyrirbæri, sem gerist stundum, að feykilega sterkir sjávarstraumar koma neðan frá háfdjúpunum og upp á yfirborð- ið og verka líkt og hvirfilvind- ar í loftinu. Hún kallar þetta fyr irbæri „Upwelling“ eða „Upp- ólga.“ Lýsir hún því að á yfir- borðinu komi ólga líkt og sjóði í potti og út frá blettinum þar sem sjórinn ólgar komi oft lang ar froðurákir. Þá lýsir hún því að straumurinn beri að jafnaði upp með sér mikið af djúpsjáv- ardýrum ogx hópist fiskar af grunnsævi þá að honum og éti þetta djúpsjávarlíf. Rachel Carson segir að þessi uppólga verði einkum við land- gmnnsbrúnir og sérstaklega þar sem miklir straumar séu í hafinu svo sem í röstum. Þegar straum hraðinn sé orðinn mikill getur hann skapað nokkurs konar tómarúm í sjónum sem verður þess valdandi að soga sjóinn upp af miklu dýpi. Allt virðist þetta koma nokk uð heim við fyrirbærið sem flugmennimir sáu, sérstaklega það, að óvíða er meiri straumur í sjónum við strendur landsins en í Reykjanesröstinni. Væri gaman að vita hvað ís- lenzkir fræðimenn segja um þetta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.