Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 12. október 1965. 9 Mjög aukin fjárframlög til skóla- málaf félagsmála og dámsmála Fjárfestingarframlög svipuð og á síðasta ári. — Ýmsum kostnaði létt af rikissjóði. — Aðeins um 200 milljón króna hækkun átgjalda hans IJ gær var fjarlagafmmvarpið fyrir árið 1966 lagt fram á þingi og er það fyrsta mál þingsins. Fmmvarpið gerir ráð fyrir hallalausum rekstri ríkisbúsins á næsta ári. Em niðurstöðutölur á rekstrarreikningi fjárlagafrum- varpsins þær að gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði á næsta ári alls krónur 3,7 milljarðar. Gjaldamegin er gert ráð fyrir því að rekstrarafgangur verði á ríkisbúinu að upp- hæð kr. 208.8 millj. króna. Er þannig gert ráð fyrlr að ekki komi til rekstrarhalla á ríkisbúskapnum. Þessari niður- stöðu hyggst ríkissjóður ná með því að takmarka sem mest útgjöldin en leita 'jafnframt nýrra tekjuöflunarleiða, án þess it að til alemnnra söluskatts eða tollahækkana þurfi að koma. J greinargerð fjárlagafrum- varpsins er ítarlega rætt um þessi mál og frá því skýrt í einstökum liðum hvemig ríkis sjóður hyggst afla sér nýrra tekna til þess að vega að fullu á mótj gjöldunum. Þar segir svo: Hallalaus fjárlög. „Eftir reynslu ársins 1964 og horfum um afkomu ríkissjóðs á þessu ári, var augljóst við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1966, að miðað við sömu tekju stofna og óumflýjanlega út- gjaldaaukningu, að óbreyttri lög gjöf og fyrirsjáanlegum hækkun um verðlags og launa, hlyti að verða mikill greiðsluhalli hjá ríkissjóði á næsta ári, Nauðsyn þess að stöðva hinn alvarlega greiðsluhalla verður naumast umdeild, því að hallarekstur ríkissjóðs hlýtur að hafa óheilla vænleg áhrif á efnahagsþróun- ina í landinu. Atvik þau, er ollu greiðslu- halla ríkissjóðs árið 1964 og fyr irsjáanlegum halla 1965 komu til eftir að fjárlög þessara ára voru afgreidd. Verður auðvitað eigi séð fyrir fremur nú, hvort efnahagsbróunin á árinu 1966 hafi áhrif í svipaða átt, en stefna fjárlagafrumvarpsins er sú, að útgjöldum ríkissjóðs á árinu 1966 verði haidið innan þeirra marka, að unnt verði að forðast greiðsluhalla, án þess að grípa til almennra skatta- hækkana. j Takmarkaðar tekjuöflunarleiðir. IAf þessu leiðir, að greiðslu- jöfhuði verður ekki náð nema með því |að létta útgjöldum af ríkissjóði og hækka álögur á takmörkuðum sviðum. í megin atriðum eru ráðstafanirnar | þessar: ★ Fjárfestingarframlög verði svipuð og á þessu ári. ★ Hækkað hefur verið verð á áfengi og tóbaki. ★ Fellt verði niður að fullu beint framlag rfkissjóðs til vegagerða, en fjárins aflað með hækkun á benzin- skatti. ic Létt verði af ríkissjóði að greiða rekstrarhalla Raf- Ímagnsveitna ríkisins, en raf orkuverð hækkað sem þvi nemur. ★ Hækkaðar verði ýmsar auka tekjur rfkissjóðs. ★ Lagt verði sérstakt gjald á farseðla til utanlandsferða, að undanskildum farseðlum námsmanna og sjúklinga. •k Eignarskattur verði hækkað ur til að standa straum af framlögum til húsnæðis- mála, svo sem efnislega var samþykkt á síðasta þingi. 217 millj. kr. útgjalda- aukning. Otgjöld ríkissjóðs á árinu 1966 verða skv. frv. 252.7 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1965. Þessi samanburður er þó ekki ráunhæfur fyrir þá sök, að framlög til fjárfestingar voru lækkuð um 20%, eða um 85 millj kr. til þess að mæta útgjaldaauka vegna aðstoðar við sjávarútveginn skv. 1. nr. 34/1965, alls 55 millj. kr., og 6.6% launahækkun opinberra starfsmanna um 65 millj. kr. Vantaðj því 35 millj. kr. á að lækkun fjárfestingarliða nægði til að mæta þessum útgjöldum. Er þvf útgjaldahækkunin frá fjárlögum þessa árs raunveru Iega um um 217.7 millj. kr. Tekjuáætlun frv. er byggð á athugunum Efnahagsstofnunar- innar í ágústmánuði. Er óhætt að fullyrða, að sú áætlun er þanin til hins ítrasta, þannig að þar er ekkert frekara svigrúm til hækkunar. Við samanburð á einstökum greinum frumvarpsins og fjár lögum yfirstandandi árs, ber að hafa f huga, að upphæðir þær. er standa f fjárlögum, eru ekki ætíð sömu upphæðir og þær, sem raunverulega voru greídd- ar á þessu ári, vegna þess að framkvæmdur var 20% niður- skurður á flestum fjárfesting- arliðum Auk þess er áætlun fyrir 3% vfsitöluuppbót á laun á 19. gr. fjárlaga í einni tölu. Á móti kemur, að áætlun fyrir 4% grunnlaunahækkun starfs- manna rfkisins, er kom til fram kvæmda 15. júlí s. 1., og um 1% hækkun á kaupgreiðsluvfsi tölu síðan Iaunaskrá var samin er nú á 19. gr. frumvarpsins. Launaliðir frumvarpsins hækka frá fjárlögum 1965 vegna 6.6% grunnlaunahækkunar starfs- manna ríkisins, er samið var um f janúar s. 1 og gilti fi^á 1. október 1964, og vegna 3.66% hækkunar á kaungreiðsluvísi- tölu, og er þá miðað við vísi- töluna ,eins og hún var 1. júní s. 1., þar af hafði verið áætlað fyrir 3% hækkun hennar á 19. gr. fjárlaga í ár, eins og fyrr segir, sem var nokkurn veginn í samræmi við hækkun hennar 1. marz s.l., en þá hækkaði hún um 3.05%. Ástæðulaust þykir að rekja hækkanir á einstökum launaliðum frumvarpsins, er verða af þessum sökum, en þær breytingar á rekstrarútgjöldum er mestu máli skipta, eru eftir farandi, og er þá tekið tillit til niðurskurðar fjárfestingar- liða í núgildandj fjárlögum. Þessir liðir hækka. Dómgæzla og lögreglustjórn hækkar um 20 millj. kr., m a. vegna aukinnar löggæzlu. Fram lag til vegamála lækkar um 38 millj. kr„ en gert er ráð fyrir þvf, að vegasjóð. verði bættur upp sá tekjumissir með hækk- un innflutningsgjalds af benz- íni. Kennslumál hækka veru- lega að vanda eða um 53 millj- kr. Kemur þar m a. til árleg nemendafjölgun og sú kennara fjölgun, er af henni leiðir, svo og hækkun fjárveitinga til skóla bygginga. Landbúnaðarmál hækka um 21 millj. kr„ aðal- lega vegna aukinna jarðræktar framlaga. Raforkumál lækka hins vegar um 39 millj. kr„ þar eð gert er ráð fyrir þvf, að ríkissjóður standi ekki lengur undir hallarekstri Rafmagns- veitna rfkisins. Útgjöld til félagsmála hækka um 106 millj. kr. í því sam- .jjandi ber að hafa í huga, að á 19. gr. núgildandi fjárlaga er í liðnum: „hækkun útgjalda vegna áætlaðrar 3% launahækk unar“ gert ráð fyrir 16.4 millj. kr. vegna hækkunar á almanna tryggingum, og verður hækkun á félagsmálum samkvæmt frumvarpinu þá um 90 millj. kr. og stafar raunar að lang- mestu leyti af hækkun á al- mannatryggingum. Gjöld samkvæmt 19. gr. hækka um 111 millj. kr. Munar þar mestu um Iiðinn: „hækkun út- gjalda vegna launahækkunar", 100 millj. kr„ er kemur í stað áður nefnds liðar vegna 3% áætlaðrar hækkunar á kaup- greiðsluvísitölu, að upphæð 42 millj. kr. Auk þess hækka nið urgreiðslur um 16 millj. kr. og útflutningsuppbætur um 26 millj. kr. Útborganir á 20. gr. lækka um 21 millj. kr. miðað við nú- gildandi f járlög, en hækka raun verulega um 3 millj. kr„ þegar tekið er tillit til niðurskurðar á framlögum til verklegra fram kvæmda á yfirstandandi ári. Ferðamannagjald. Tekju- og eignaskattur er á- ætlaður 406 millj. kr. f stáð 375 milli kr. < fjárlögum nú. Höfð er hliðsjón af áætlun Efna hagsstofnunarinnar og breyting um, sem átt hafa sér stað á tekjutímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af aðflutn- ingsgjöldum eru áætlaðar 1543. 10 millj. kr. í stað 1490.55 millj kr. í fjárlögum nú. Til viðbótar tekjum ríkissjóðs er áætlað, að innheimt verði 81.20 millj. kr. fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Er hér farið eftir áætlun Efnahagsstofnunarinnar, sem gerð var i ágústmánuði. Gjald af innlendum tollvöru tegundum er áætlað 58 millj. kr„ en er 55 millj. í fjárlögum nú. Lestagjald af skipum er á- ætlað 1.3 millj kr. i stað 1.2 millj. kr. Aukatekjur eru áætlaðar 70 millj. kr. •! stað 48 millj. kr. nú. Með lögum um efnahags- ráðstafanir nr. 4/1960, 21. gr„ var ákveðið að hækka skyldi þær aukatekjur, sem fastar voru að krónutölu, um 50%. Vegna hækkunar verðlags má telja eðlilegt, að aukatekjur þessar verði enn hækkaðar, og mun nú f þingbyrjun verða lagt fram frumvarp, þar sem gert ér ráð fyrir, að umrædd gjöld hækki svo, að þaU yfirleitt verði tvöföld við það, sem á- kveðið var með lögum nr. 40 frá 1954. Stimpilgjald er áætlað 79 millj. kr. í stað 75 millj. kr. í fjárlögun nú. Höfð er hliðsjón af reynslu þessa árs. Vitagjald er áætlað óbreytt frá fjárlögum eða 3.5 millj. kr. Tekjur ríkissjóðs af sölu- skatti eru áætlaðar 937.9 millj. kr. f stað 848.6 millj. kr í fjár lögum 1965. Gert er ráð fyrir, að 81.6 millj. verði innheimt fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Hækkun á tekjum af sölu- skatti er ákveðin samkv. áætl- unum Efnahagsstofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að skattur á farmiða muni gefa 25 millj. kr. tekjur á næsta ári. Frumvarp til laga um skatt þennan verð ur lagt fram nú í þingbyrjun og vísast hér með til greinar- gerðar, sem þvf frumvarpi fylg ir. Gjald af bifreiðum og bif- hjólum samkv. 16. gr. 1. nr. 4/ 1960 er áætlað 124 millj. kr. f stað 138 millj. kr. nú. Tekjur af gjaldi þessu eru því áætlað- ar 14 millj. kr. lægri en á yfir standandi ári, og er það f sam ræmi við fengna reynslu. Hluti af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna er áætlaður 31.5 millj. kr„ en er 30 millj. f fjárlögum nú. Tekjur af áfengi og tóbaki. Póstur og sími. Starfsmönn um fjölgar um 14. Tekjur eru áætlaðar jafnháar gjöldum. Heildarupphæð tekna og gjalda hækkar um 47.6 millj. kr. Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins. Sala að frádregnum söluskatti og afslætti er áætluð 707.7 millj. kr. og hækkar um 56 millj. kr. frá núgildandi fjár iögum. Framleiðslukostnaður hækkar um 44.6 millj. kr. og skrifstofukostnaður um 1.7 millj. kr Útsvar hækkar um 2.0 millj. kr. Nettohagnaður er áætlaður 471.1 millj. kr. og hækkar um 40.9 millj. kr. Rfkisútvarpið. Bætt er .við tónlistarráðunaut og aðstoðar- gjaldkera. Tekjur af afnotagjöld um eru áætlaðar 25.5 millj. kr. og hækka um 3 millj. kr. frá fjárlögum. Er þá gert ráð fyrir nokkurrj hækkun afnotagjalds. Aðrar tekjur hækka um 2.7 millj. kr. Launaskattur er nýr liður að upphæð 210 þús. kr. Liðurinn „vegna kaupa á nýjum sendi fyrir Akureyrarstöð og Eiðastöð og vegna breytinga á stöðvunum á Akureyri, Eiðum og Homarfirði til fjarstýring- ar“ hækkar um 3.8 millj. kr. Eins og kunnugt er, hafa verið hafðar uppi kvartanir vegna Frh. á bls. 6. > i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.