Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 16.10.1965, Blaðsíða 5
VÍSI'R . Laugardagur 16. október. 5 NOKKRAR A THUGASEMDIR UM SKA TTRANNSÓKNARDEILÐINA — eftir forstöðumann hennar, Gudmund Skaftason /'* reinargerð neytisins fjármálaráðu- um störf skatt- rannsóknardeildar við embætti ríkisskattstjóra hefir orðið dag- blöðunum, Þjóðviljanum og Tím- anum, að umtalsefni með þeim 'liætti, að ástæða er til að ræða ho'tkur atriði í sambandi við s "nunina. Bæði blöðin slá rn'linu upp með stóru letri á forsíðu. Tíminn kemst að þeirri niðnrstöðu, að það muni taka um mannsaldur að ljúka um 250 skattasvikamálum og niður- staða Þjóðviljans er sú, að afrek skattalögreglunnar allt til þessa, séu þau, að sex mál um skatt- svik hafi verið afgreidd af rík- isskattanefnd. „Þetta er allt og sumt“, segir þar. Ekki skal neinum getum að þvl leitt. hvað fyrir blöðunum vaki, með því að setja málið upp á þennan hátt. En hitt er ljóst, að slík skrif eru mjög til þess fallin að svipta skatt- rannsóknadeildina því trausti, sem hún kann að hafa notið hjá almenningi og grafa á þann hátt undan starfsemi hennar. Þetta er mjög auðvelt verk af ýmsum ástæðum. M. a. vegna þess, að deildin er sett á fót I andstöðu við sterk öfl í þjóðfélaginu. Enn fremur er þess að minnast, að á undanförnum áratugum hafa verið gerðar tiiraunir til að ráða bót á þv£ ástandi, sem ríkt hefir í skattamálum, en án við- unandi árangurs. Má sem dæmi nefna stofnun embættis skatt- dómara (1942), eignakönnun o. fl. Eðlilegt er því, að spurt sé, hvort eigi muni fara á sömu leið nú og hvort þessi rannsókna- deild sé annað en bóla, sem springi, þegar á reyni. Ætla má, að ofangreind um- mæli blaðanna, hafi að þeirra dómi að geyma méginatriði málsins. Sá, sem eigi er málinu kunnugur af öðrum upplýsing um, hlýtur að fá þá hugmynd, að mjög slælega hafi verið að unn- ið í rannsóknadeildinni. Nú er það ekki í verkahring þess. sem þetta ritar að leggja dóm þar á. En rétt virðist að gera grein fyrir nokkrum atriðum, sem snerta deildina og þá ekki slzt af því, að hún mun hafa vakið nokkurt umtal manna á milli. Starfslið og störf. Við stofnun deildarinnar var heimilað að ráða til hennar 6 starfsmenn, 4 rannsóknafulltrúa, 1 deildarstjóra og forstöðumann. Stöðumar voru auglýstar sum- arið 1964. Var síðan ráðið I stöðu forstöðumanns og tveggja fulltrúa. Þeir hófu störf I sept- ember og október það ár. Þriðji fulltrúinn tók til starfa í nóv- ember. í marz lét einn þeirra af störfum. Frá þeim tíma og þar til í júlí s.l. störfuðu þrír menn við deildina. Þá hóf þriðji fulltrúinn vinnu og sá fjórði þ. 1. október s.l. Enn er óráðið í stöðu deildarstjóra. Sú regla hefir verið viðhöfð að ráða ekki í stöðurnar fyrr en fengizt hefur vel hæfur um- sækjandi. I því sambandi er þó rétt að geta þess, að menn með. reynslu í endurskoðunarstörfum hafa ekki sött úm þessar stöður. Því veldur vafalaust það. að þeir eiga völ á mun betur laun- uðum störfum víða annars stað- ar. Eigi þótti það áhorfsmál að hafa þennan hátt á, þótt e. t. v. megi segja, að þetta hafi valdið því, að minna hafi unnizt fvrst í stað en ella hefði orðið. Svo sem sjá má af þessu er rangt með farið, að deildin hafi nú starfað í hálft annað ár. Réttast er, að hin eiginlegu rannsóknarstörf hennar hófust ekki að marki fyrr en að af- loknum flutningum í núverandi húsnæði um mánaðamótin októ- ber og nóvember 1964. Störf deildarinnar eru að miklu leyti ýmiss konar endur- skoðunarvinna og könnun á reikningshaldi gjaldenda ásamt upplýsinga- og gagnasöfnun þar að lútandi. Guðmundur Skaftason. Hlutverk. Það er meginregla, að refsi- varzlan í þjóðfélaginu er í hönd- um dómstóla og stofnana á þeirra vegum, svo sem t. d. rann sóknarlögreglu. Þessir aðilar hafa með höndum rannsóknir í réfsirpálum ()g fella dóma I 'þeim. Frá þessu eru -þó gerðgr úhdáhtekn’íhgár í ýissúm flokk- um mála, svo sem t. d. varð- andi brot á skattalögum. Þar er framkvæmdavaldinu fengið í hendur vald til að rannsaka slík brot og jafnframt vald til að ákveða refsingar, sektir, við þeim. Hlutverk skattrannsókna- deildarinnar er að rannsaka brot á skattalögum og létta með því þeim málafiokki af dómstólum eins og kostur er á. Af þessu leiðir að vanda verður til þess- arar starfsemi eftir föngum. M. a. til þess, að vinna dómstóla verði sem minnst við afgreiðslu mála, sem vísað kann að verða til þeirra, hvort heldur það er til frekari rannsóknar eða dóms- álagningar. Hitt er þó þyngra á metunum, að rannsóknir deild- arinnar verða I mörgum tilfell- um lagðar til grundvallar við ákvörðun refsingar án þess að málið verði nokkurn tímann borið undir dómstól. Hér er ekki úr vegi að minna á vinnubrögð dómstóla og kröfur, sem þeir gera til málsmeðferðar við slík- ar kringumstæður. Einn mesti vandinn við þessar rannsóknir á skattalagabrotum utan dóms. er sá, að finna þeim það form, sem leiðir til nægilega öruggrar niðurstöðu án þess að vera of þungt í vöfum og tímafrekt. Vöntun framkvæmdavenju. Rétt er að athuga á hvaða reynslu hérlendri sé að byggja f þessu efni bæði að því er snertir málsmeðferð og ákvörð- un sekta hjá yfirvöldum. því er fljótsvarað. Enginn dómur mun vera til, þar sem dæmd hefir verið refsing eftir lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Ekki eru heldur til neinir birtir úr- skurðir yfii-valda um það efni, enda munu þeir ekki margir til. Við athugun virðist skattsekt- um j aðeins j hafa v^rið bei$t í einp máli (gegn þremur gjáld- ’éndúmyTrá éí§nakönnuh (31’/l2 1947) og til ársloka 1958. Kringum 1940 virðist skattsekt- um hafa verið beitt ofurlítið, en eftir það nálega ekkert. Á þetta er bent til að sýna, að í þessum efnum verður að skapa fram- kvæmdavenjurnar frá rótum og horfir því málið allt öðru vísi við, en ef byggja mætti á „praxis“, sem þegar væri fast- mótaður og viðurkenndur af dómstólum' Þannig er þetta í dag, þótt skattalögin hafi verið í gildi yfir 40 ár. Breytt vlðhorf. Að sjálfsögðu ber að stefna að því, að skattarannsóknardeild in taki til meðferðar og afgreiði sem allra flest mál. Þess er þó vænzt, -að mönnum megi ljóst verða, að árieg endurskoðun á bókhaldi hjá. verulegum hluta fyrirtækja I landinu er alltof umfangsmikil og kostnaðarsöm leið til að halda uppi núverandi skattakerfi. Til þess verður að fara aðrar leiðir jafnframt. Það, sem einna mestu máli skiptir er breytt afstaða skatt- yfirvalda. Eins og að framan sagði, hefir skattasektum ekki verið beitt svo heitið geti nú áratugum saman. Sú hugsun virðist hafa legið til grundvall ar endurskoðun skattayfirvalda á framtölum, að Ieiðrétta beri þau án teljandi viðurlaga, jafn- vel þó um saknæm brot væn að ræða. Af þessu hefir svo leitt það, að þótt menn hafi dregið undan skatti, hefir ekki fylgt því nein teljandi áhætta. Stundum hafa menn jafnvel hlot ið vægari skattlagningu en ef talið hefði verið rétt fram. Bygg ist það á því, að niðurjöfnunar nefndir munu ekki hafa taíið heimilt skv. útsvarslögum að taka upp útsvör aftur í tímann. Það gat því hent, að maður kæmist hjá útsvari með því móti að draga undan skatti ef brotið komst ekki upp fyrr en eftir lok álagningarársins. . Nú hefir þessu verið breytt. Um þetta vissu að sjálfsögðu ýmsir og aðrir höfðu það á tilfinn- ingunni, að lítil áhætta fylgdi því, þótt ekki væri talið rétt fram. Þegar mönnum fer að verða það ljóst, að röngum skattfram tölum fylgir veruleg áhætta, bá • fyrst er breytinga að vænta. Við ■því er hins vegar ekki að búast, að þetta gerist á nokkrum mán uðum, þegar haft er í huga allt, sem á undan er gengið. Eins og fram kemur í áður- greindri greinargerð fjármála- ráðuneytisins um störf rann- sóknadeildarinnar er rannsókn talið lokið i 25 málum, sem ríkisskattstjóri hefir vísað til ríkisskattanefndar til álagning- ar á viðkomandi aðilja þar. Af- greiðslu þessara mála mun ljúka hjá nefndinni nú alveg á næst- unni og mun þá upplýst hver úr slit þeirra verða. HITA VEITANÁAD DUGA REYKVÍKINGUM í — ef óvænt óhöpp koma ekki fyrir — segir Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri Þrátt fyrlr það að stórkostleg aukning verður í ár á tengingu hitaveítunnar í húsi í Reykjavík, eru vonir bundnar við það að hita- veitan eigi að fullnægja hitunar- þörflnni, svo fremi sem óvænt 6- höpp koma ekki fyrir. Frá þessu skýrði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri Vísi nýlega og £ framhaldi af þeim upplýsing- um sem blaðið fékk þá hjá honum. Til viðbótar þeim framkvæmdum, sem þá var skýrt frá, og þeim sem nú eru I gangi, eða hafa verið það sem af er þessu ári, sagði hitaveitu- stjóri að langt væri komið að leggja leiðslur og koma upp vélbúnaði, þ. e. dælum og því um lfku við dælu- stöðina við Grensásveg. Verið er að ganga frá nú og næstu vikur virkjun þriggja heita- vatnshola, sem ekki hafa verið teknar í notkun áður í bæjarland- inu. Þessar holur eru á svæðum norðan við Laugaveginn og hjá Lækjarhvammi. Að síðustu gat Jóhannes Zoéga þess að Hitaveita Reykjavíkur hafi verið með framtfðarkannanir og reynsluboranir £ landi Nesjavalla f Grafningi, en þá jörð keypti Hita- veitan f fyrra. Jóhannes sagði að ekki væri lokið við að vinna úr þessum tilraunum eða könnunum ennþá, en hann sagðist þora að fullyrða að þær gæfu góðar vonir. Vísir spurði hitaveitustjóra hvort hann teldi hitaveituna myndu nægja borgarbúum á komandi vetri þrá ! fyrir þann stóraukna f jölda húsi sem nú bætast inn á hitaveiti i kerfið. Hitaveitustjóri kvað mjög erfii ' að spá nokkru um það atrið eins og sakir stæðu. Hann sagði a jdælumar f borholunum hefðu a ; undanförnu ekki staðizt þá raun t hlítar, se mþeim hefði verið ætluí i En hann sagðist halda og vona að hér hafi aðeins verið um byrjun- arerfiðleika að ræða, sem hann taldi að vrðu yfirstignir, eða jafn- vel verið búið að yfirstíga. Þetta hafi verið næsta örðugt við- fangsefni, þar sem þessi aðferð, með dælum í borholunum, þekk- ist hvergi í heiminum nema hér. Hér er verið að grafa hitaveituskurð fyrir framan Breiðagerðisskól- ann, en nú er verið að undirbúa lagningu hitaveitu í Smáíbúða- hverfið. Islendingar hafi því orðið að þreifa J Og svo fremi sem það hefur tekizt, sig áfram af eigin ramleik og og ef ekki kæmu óvænt óhöpp fyrir, hyggjuviti og l:ann kvaðst vonast ætti Hitaveitan að geta fullnægt til að við værum í þann veginn að hitaþörfum Reykvfkinga á komandi yfirstíga þessa byrjunarörðugleika. vetri. _aia3ss5.SE'.-'-- V, a l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.