Vísir


Vísir - 18.10.1965, Qupperneq 1

Vísir - 18.10.1965, Qupperneq 1
VISIR 55. árg. — Mánudagur 18. oktðber 1965. — 237. tbl. Nýr hafnarbakki fyrir fískibáta við Örfirisey Miklar framkvæmdlr hafa verið við Reykjavíkurhöfn að undanförnu. Hafa þær aðal- . lega belnzt að Norðurhöfninni sem kölluð er, það er að gera viðlegupiáss við Norðurgarðinn og bryggjur í knkanum hjá Sfldarverksmlðjunni í Örfirisey. Er það bryggjupláss sem nú fæst allt ætlað fiskiskipaflotan- um. Fyrir nokkru er lokið við smíði bryggju út frá Síldarverk- smiðjunni og bætist við með þeirri bryggju 150 metra við- legupláss. Þá eru nú langt komnar miklar framkvæmdir við Norðurgarö inn svokallaða, sem liggur frá Örfirisey og út að hafnarmvnni. Við hluta af honum hefur verið gerð mikil uppfylling, en þama er fiskiskipum ætlað pláss, það er um 150 metra hafnarbakki sem þama bætist við, svo að fimm bátar geta legið þar hver aftan við annan. Verk þetta hefur gengið mjög vel og er búizt við að þetta nýja viðlegupláss verði tilbúið til notkunar fyrir byrjun vetrarver- tíðarinnar næstu. Með þessu eru stórbætt skilyrði fyrir fiski- skip í Reykjavíkurhöfn. Fréttamaður Visis flaug nú fyrir helgina yfir Reykjavíkurhöfn og tók þessa mynd af hinni nýju uppfyllingu og viðleguplássi hjá Sfldarverksmiðjunni í Úrfirisey. Á myndinni sést glöggt athafna- svæðið á uppfyllingunni meðfram Norðurgarðinum og ennfremur nýja bryggjan sem gerð hefur verið við Sfldarverksmiðjuna. Þegar myndin var tekin var verksmiðjan 1 fullum gangi og stóö snjó- hvftt reykskýið úr reykháf henpar ásamt lyktinni og beint á haf út eins og myndin sýnir. Útvarpsumræða um I kvöld í kvöid fer fram fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fyrir 1966 og er það úvtarpsumræða. Fram- söguræðuna flytur Magnús Jóns- son fjármálaráðherra og hefst hún kl. 20.00. Síðan fá þingflokkarnir hálfrar stundar ræðutíma í þess- ari röð: Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur. Loks hefur fjármálaráðherra stundar- fjórðung til andsvara. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram í þlngbyrjun, sem kunnugt er og er það fyrsta mál þingsins. Þess hefur áður verið getið ítar- lega hér í blaðinu. Dettur haustsíldarvertíðin við Vesturland alveg niður? Nær engín s'ild hefur veiðzt jbar á Jbeim átta vikum, sem liðnar eru af vertiðartímanum Nær engin síld hefur veiðzt á þessu hausti í Faxaflóa og við Snæfellsnes og skýtur þar mjög skökku við fyrri haust. Oft hefur veiðin „út af Jökli“ hafizt í ágúst og náð hámarki um þetta leyti, um miðjan október, en f þetta sinn hefur lftið fundizt. Síldarbátar hafa við og við haust verið að þreifa fyrir sér í Faxaflóa en án árangurs og síld arleitarskipið Hafþór leitaði á svæðinu í nokkra daga, en einn ig án árangurs. Á miðvikudag- inn í síðustu viku fengu þó þrjú skip afla út af Grundar- firði, Grundfirðingur I., Farsæll og Valafell, og örlítið hefur veiðzt af Sundum. smásíld hér inni á Skipstjórar á stóru síldveiði skipunum hafa ekki haft áhuga á þessum veiðum, því aflahrot- an á síldveiðinni fyrir austan hefur staðið yfir frá því fyrir mánaðamót og von á góðri veiði áfram, ef vel gefur á sjó. Þessa dagana hefur verið leiðindaveð- ur eystra og i nótt fengu aðeins níu skip afla samtals 2650 mát og tunnur. Hér vestra hefur einnig verið ruddaveður um helgina og var enn í morgun og öll síldarskip lágu inni. Sviplegt dauðsfall varð vestur í Selbúðum í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins eða á laugardags- morguninn. Stendur yfir rannsókn i þvf máli hjá rannsóknarlögregl- unni og hvort þaö kunni að vera af mannavöldum eða ekki. Lik- krufning áttS að fara fram fyrir hádegið í dag og þar til að hún hefur leitt eitthvað f ljós telur lög- reglan sig ekki geta sagt neitt á- kveðið. Atburður þessi varð í húsinu Selbúð 3. Það er allstór portbygg- ing og í henni býr fjöldi fólks, m. a. óreglufólk og aðrir þeir sem orðið hafa — einhverra orsaka vegna — útundan í lífsbaráttunni. Meðal annars búa í þessu húsi margir þeirra sem bjuggu í Pólun- um gömlu áður en þeir voru rifnir. Meðal íbúanna í Selbúð 3 eru hjón, barnlaus, og konan mun vera um 20 árum eldri en eiginmaður- inn. Þau eru bæði nokkuð drykk- felld, og telja nágrannarnir, að í íbúð þeirra sé oft háreysti mikil og drykkjulæti fram eftir öjlum nóttum, en mest þó um helgar, eða eftir að bóndinn hefur fengið kaup- greiðslu á föstudögum. Mun oft hafa komið til einhverra átaka milli hjónanna í þessum drykkjulátum. Síðastliðinn laugardagsmorgun. sennilega nálægt kl. 11 f. h. kom Framh. á bls. 5

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.