Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 18. október 1965. utlönd í. T.orr.un utlond i ’n.c.r AL VARLECT PERONISTAUPPÞOT BÆL í NIBUR Í í gær voru 20 ár liðin frá upphafi 9 ára einræðistímabils Juans Perons í Argentínu. Lögreglan í Buenos Aires hafði mikinn viðbúnað í gær til þess að halda Peronistum í slcefjum, en þeir höfðu boðað samkomu í miklum skemmti- gerði, Föðurlandsvinagarðinum, sem er umkringdur verka- mannabústöðum. Illia forseti bannaði samkomuna og kröfu- göngur. Ekki kom til alvarlegs manntjóns í átökum, sem stóðu 6 klukkustundir, milli Peronista, aðallega verkamanna, og lög- reglunnar, en þrír menn voru fluttir meiddir í sjúkrahús, og nær 600 voru handteknir. Verkamenn hlóðu sér götuvirki, en lögreglu- og slökkvilið reif þau niður jafnharðan. Verka- menn söfnuðust í smáhópa, en af fundi og kröfugöngu varð ekki. Það var hinn 17. október 1945, sem verkamenn gerðu uppreist og björguðu Peron úr fangelsi, Kommúnisfar efna til kröfugöngu út of Vietnam Miklar kröfugöngur hafa átt sér stað í Bandaríkjunum undan- gengna viku og eins í gær, en bú- izt við, að nú kunni að verða nokk urt hlé, á, að því er haft er eftir þeim, sem skipulögðu þær, en Katzenbach dómsmálaráðherra, segir þá vera kommúnista og hafi sumir þeirra tekið þátt í kröfu- göngunum. Ein kröfugangan var nálægt her- búðum í Kalifomiu, þar sem herliði er safnað saman tilflu ntings til Suður-Vietnam, óg tóku 10,000 manns þátt í henni og báru blys og var tilgangurinn að vera við her- búðirnar alla nóttina, en lögreglan stöðvaði gönguna Á 5th Avenue í New York tóku einnig um 10,000 manns þátt í mótmælagöngu, flest unglingar úr skólum og voru hrópuð til þeirra háðsyrði af fólki, sem safnazt hafði saman á gangstéttunum, og slett á þá rauðri málningu. í Lundúnum voru 70—80 menn leiddir fvrir rétt í morgun fyrir að valda truflun á almannafæri, en menn höfðu ' safnazt saman fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í borginni til þess að mótmæla þátt- töku þeirra í stríðinu. Dr. Aidit ieandtekina Dr. Aidit, aðálforsprakki komm- únista í Indonesiu var handtekinn á Mið-Jövu nýlega. Er frá þessu sagt í málgagni Indonesiuhers og fleiri blöðum, en ríkisstjómin hefir ekki stftðfest þetta opinberlega. Fyrir nokkrum dögum var sagt, að dr. Aidit hefði tekið í sínar hendur alla stjóm á baráttu kommúnista gegn stjórn- ;inni. Þar áður hafði verið sagt, að hann væri í Peldng. — Eftir morð- ið á hershöfðingjunum sex ruddust menn inn í hús hans í Jakarta og unnu ýmis spjöll og kveiktu svo í húsinu. Á mynd þessari, sem tekin var í Madrid, eru Peron og hin unga kona hans (t.h.) og sendimaður frá Peronistum í Argentínu og kona hans. og hófst þá 9 ára einræðisvalds- tímabil hans, en nú dvelst hann útlagi í Madrid, óg varð fyrir nokkrum mánuðum að undir- gangast þá skuldbindingu að kröfu spænskra stjómarvalda, að hafa enga stjórnmálastarf- semi með höndum, en þrátt fyrir þetta er sagt, að hin unga og fagra kona hans Maria Est- ella Isabelita Martinez hafi haft boðskap meðferðis frá honum til fylgismanna hans, en frú Peron kom til Buenos Aires fyrir tæpri viku. Peronistar söfn uðust saman fyrir utan gistihús hennar hvað eftir annað og fór þá lögreglan fram á það, að hún flytti sig í gistihús fjær miðhluta borgarinnar og varð hún við þeim tilmælum. Allt var á tjá og tundri í hverfinu næst skemmtigarðinum að óeirðunum loknum, hálfrifin götuvirki, og kulnandi eldar, sem kveiktir höfðu verið. Mörg hundruð Peronistar umkringdu þinghúsið eftir að 'hafa valdið ýmsum spjöllum, velt um bílum og svo framvegis, en að lokum tókst lögreglunni að dreifa mannfjöldanum með táragasi og með því að sprauta vatni á mannsöfnuðinn. & Allsherjarverkfall, sem boðað hafði verið í Saigon s.l. fimmtu- dag, er ár var liðið frá aftöku ungs Vietcongmanns, sem sek- ur hafði verið fundinn um hryðjuverk, fór gersamlega út um þúfur. Átök í oorsku skipi í nótt var lögreglan beðin um aðstoð upp að Gufunesi við að koma slösuðum erlendum sjó- manni undir læknishendur. Við Gufunesbryggju lá þar norskt skip, Hydro að nafni og mun hafa verið með farm af fljótandí amm oníaki til framleiðslu Áburðarverk smiðjunnar. En f nótt munu hafa orðið allsnörp átök og slagsmál milli nokkurra skipverja innbyrð- is og hafðj lögreglan óljósan grun um, að barizt hefði verið m.a. með hnífum. Einn skipverja hafði hlot- ið allmikla áverka í andlit og var hann fluttur í slysavarðstofuna til aðgerðar. Kom jafnvel til tals að leggja hann inn í sjúkrahús, en blaðinu er ekki kunnugt um hvort af þvf hefur orðið. hann inn. í stofunni var enginn og hélt maðurinn því áfram inn í svefnherbergið. Þar lá konan undir sæng í rúminu, en bóndi hennar hvergi nálægur. Gesturinn ávarpaði konuna, án þess þó að fá svar. Þótti honum sem ásjóna hennar væri ekki með öllu eðlileg og tók á enni hennar, og fann eða fannst það vera kalt. Flýtti hann sér þá út, fór í næsta hús og gerði lögreglunni aðvart. Lögreglan fór þegar á staðinn og síðan bæði rannsóknarlögreglu- menn og fulltrúi borgarlæknis. Taldi læknirinn líkur benda til að konan væri nýlega látin. I íbúðinni fundu lögreglumenn- j irnir tvær brotnar áfengisflöskur j og brotið borð, sem mun þó ekki! ; hafa brotnað þá um nóttina held- j: ! ur áður ;: Á meðan lögreglan var stödd í! ; ! íbúðinni kom húsráðandi heim og |! ; var þá mjög drukkinn. Flutti !ög-; j að hafa með sér í nesti í ferðalag sem ákveðið hafi verið á laugar- dagsmorguninn. En það hafi farið þannig með flöskumar að þau hjón- in hafi ætlað að fá sér aðeins bragð áður en þau fóru að sofa um kvöld- . ið, en úr því varð sídrvkkja sem !stóð alla nóttina. Munu báðar j flöskurnar hafa tæmzt. j Húsráðandi segir sig ráma í það ; að smáátök hafi átt sér stað milli ■ þeirra hjóna um nóttina og segir jað eftir það hafi konan ekki talað ineitt við sig. Að öðru leyti man ! hann lítið eftir því sem gerðist er j á nóttina leið. ! Rannsókn stendur nú yfir í mál- ! j inu og Iíkkrufhing átti að fara j ifram fyrir hádegið í dag. I Róðizt á stúlku Á föstudagskvöldið var, 15. þ. m. réðist maður á stúlku, sem stödd var ■' veitingahúsinu ís- borg í Austurstræti og barði hana í andlitið. Það sá á stúlkunni eftir þessa fruntalegu árás og kærði stúlk- an til lögreglunnar. Árásarmaðurinn er kunnur ribbaldi að sögn lögreglunnar, sem oft hefur komið við sögu hjá henni fyrir líkamsárásir og þorparastrik. TIL SOLU Stretchbuxur Til sölu Helanca stretchbuxur * börn og fullorðna Sími 14616. Verkamenn Ronnsókn — Framhald af bls. 1. drukkinn maður í heimsókn til þeirra hjóna í Selbúð 3. Hann knúði dyra, en þar sem enginn anzaði og dymar ólæstar, gekk j reglan hann í fangageymsluna þar j sem hann svaf úr sér vímuna áð- j ur en hann var yfirheyrður. Við yfirheyrslu mundi húsráð- andi fremur lítið af atburðum næt- urinnar. Hann segir að daginn áð- ur hafi hann keypt tvær flöskur af áfengi, sem þau hjónin hafi ætlað Okkur vantar 2 góða verkamenn í bygginga- vinnu. Mikil innivinna. Mötuneyti á staðnum MJÓLKURSAMSALAN Laugavegi 162 Sími 10700. Útför konunnar minnar GUÐNÝJAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Stykkishólmi fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19 október kl. 1,30 eftir hádegi. Kristján Sigurjónsson Keðjuhús Einbýlishús, endahús í Sigvaldahverfi í Kópa vogi til sölu. Aðalíbúðin er um 130 ferm. á- samt 40 ferm. bílskúr á jarðhæð. Jarðhæðin er sérstaklega byggð fyrir 2ja herb. íbúð með sér inngangi. Harðviðar gluggakistur. Húsið selst l'okhelt. HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 Simat 16637 18828. Heimasímai 40863 op 22790. Sílsar. Útvegum sílsa á margar tegundir bifreiða. Símj 15201 eftir kl. 7.__________________________ Útvarpstæki til sölu. Sími 14248 Saumavél til sölu. Sími 22259. Pobeta '5S til sölu. Varahlutir fylgja. Sími 35740 Og 41379. T51 sölu danskur stofuskápur, sófasett og 45 1. þvottapottur (raf- magn). Sími 50233. Hafnarfjörður: Til sölu notuð þvottavél og nýr rafmagnsþvotta- pottur 75 lítra. Sími 51168. Barnavagn til sölu, minni gerð. Nýlegur. Kr. 2000. Uppl. Miklu- braut 44 v. d. Sími 22159. Hoover þvottavél til sölu með suðu og þeytivindu kr. 8000 og Husqvarna automatic saumavél í tösku ársgömul, kr. 6500. Toppy ryksuga kr. 1800. Á að seljast vegna brottflutnings. Miklabraut 44. Sími 22159. Til sölu falleg ensk kápa með hatti á 4—5 ára o. fl. Einnig hol- lenzk vetrarkápa með skinni, stórt nr. og 2 plíseraðir kjólar. Allt ó- dýrt. Sími 20390. Til sölu ódýrt matrósaföt, hvít, blá á 2—5 ára, jakkaföt á 8—9 ára. Kjólar nr. 14. Uppl. í sima 10237. ______________ Til sölu notuð eldavél og stál- vaskur, selst ódýrt. Sími 18796. — | Ensklr veiðihundar (hvolpar) til jsölu. Uppl. í síma 15487 og 17297. ! Ný rúskinnskápa til sölu (brún) Sími 1-3892. Gott smábarnarúm til sölu. Einn ig Ijósakróna, 5 arma og ensk kápa nr. 40. Sími 32745. Mjög vel með farin „Easy“ þvottavél til sölu. Simi 23942. Til sölu mjög góð drengjajakka- föt á 11-12 ára og önnur á 9-10 ára. Verð kr. 1000,00 og kr. 400,00 Einnig vönduð telpukápa á 7-8 ára verð kr. 450,00. Uppl. í síma 37613 i Höffner rafmagnsgítar, verð kr. , 5000 og Vox AC 10 magnari, verð ;kr. 10 þús. til sölu (sem nýtt). — 'Uppl. í síma 33388 eftir kl. 6 á MMBBBM—B—í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.