Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Menntskælingar heiðra meistara Ksarval Mánudagur 18. október 1965. r I gærkvöldi var enn ein Kjar- valssýning opnuð. Um helgina var að vísu stöðugur straumur áhorfenda á stóru Kjarvalssýn- inguna í Listamannaskálanum. Var þar að jafnaði biðröð við innganginn þar sem menn voru að kaupa happdrættismiða f happdrættismálverki Kjarvals. Og nú má búast við því að þessi mikli straumur listunn- enda beinist á hinn sýningar- staðinn, en hann er í húsakynn um Menntaskólans. Þar höfðu menntaskólanem- endur í gær hengt upp nærri 40 málverk eftir meistarann og var hann sjálfur viðstaddur opnun sýningarinnar ásamt fjölda annarra gesta og fjöl- menns hóps nemenda. Mátti sjá það á Kjarval sjálfum, að hon- um þótti mikið til koma sú að- dáun og virðing sem hann nýt- ur meðal æskulýðsins. Kjarvalssýning þessi er f kjallaranum í hinni nýju skóla- byggingu Menntaskólans við Bókhlöðustíg. Þar eru allrúm- góð salarkynni þó fremur sé lágt þar undir loft. Listáfélag skólans beitti sér fyrir þessaii sýningu með aðstoð og Ieið- beiningum frá Bimi Th. Bjöms syni listfræðingi. Höfðu þeir þann hátt á að safna saman, á einn stað ýmsum sjávarmjmd- um Kjarvals og eru þær frá öllum hinum mismunandi list- skeiðum hans, allt frá þvl, að hann var starfandi skútusj'ó- maður. Þá kom það á óvart, að nem endumir fluttu við þetta tæki- færi leikþátt einn eftir Kjarval og má vera að þetta sé í fyrsta sinn sem leikritaskáldið Kjar- val fær verk sín flutt á Iéik- sviðinu. Virtist sem Kjarval sem og aðrir viðstadíiir skemmtu sér konunglega við þessa óvenjulegu premíeru. Á fremsta bekk í salarkynnum Menntaskólans sat sjálfur Kjarval við hlið Einars Magnússonar rektors Umferðarmiðstöðm tekin í notkun / þessari viku? Heita má að byggingu hinnar nýju umferðarmiðstöðvar við Hring braut sé nú lokið. Frágangur að utanverðu er fullunninn, og steypt Laumsstigar bæja- starfsmanna fara í Kjaradóm Á samningafundi um kjör bæj- arstarfsmanna í Kópavogi, Hafn- arfirði og Vestmannaeyjum, sem haldinn var á föstudagskvöldið og fram undir morgun £ Sjómanna- skólanum náðist samkomulag um ýmis sérákvæði kjarasamninganna og samþykkti að vísa launastigum til Kjaradóms, þannig að þeir verði í samræmi við launastigana, sem Kjaradómur úrskurðar til handa ríkisstarfsmönnum. Á Siglu firði hefur verið samið upp á meðaltalshækkun í öðrum kaup- stöðum, en á ísafirði hefur kjara- deilunni verið vísað til Kjaradóms. hefur verið að- og innkeyrsla, en að innanverðu er einungis eftir smávægileg frágangsvinna við skrifstofuherbergi. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að sérleyfishafar flytji þagað alla sína starfsemi, en sem stendur strandar á einu atriði: leigugjaldi sérleyfishafa. Frá því bygging umferðarmið- stöðvarinnar hófst hafa sérleyfis hafar greitt gjald til þessarar bygg ingar, sem er mjög dýr, og ekki reynist unnt að ljúka byggingunni nema með lánsfé. Hefur því komið til tals að hækka það gjald, er sérleyfishöfum er ætlað að greiða og hafa umræður í milli ráðuneyt is og þeirra staðið yfir í nokk- urn tíma Umræður þessar hafa í siðasta mánuði fallið niður vegna utanfara ýmissa þeirra manna, er hluta eiga að máli, en hafa nú ver ið teknir upp á nýjan leik. Kvað Ágúst Hafberg, fram- kvæmdastjóri Landleiða, umræður þessar fara fram í mestu vinsemd, og væntu allir aðilar þess að sam komulag mætti takast hið fyrsta, svo hægt verði að taka stöðina i notkun jafnskjótt og hún verður tilbúin . Náist samkomulag um þessar greiðslur sérleyfishafa til bygging- ar stöðvarinnar má ætla að þeir flytji starfsemi sína þangað ein- hvern næstu daga, jafnvel I þessari viku. Þegar hafa nokkrar skrifstof ur flutt í húsnæði umferðarmið- stöðvarinnar en skrifstofur sér- leyfishafa munu eðlilega ekki j flytja þangað fyrr en öll starfesmi þeirra verður flutt þangað. IISII Nemendur fluttu leikþáttinn eftir Kjarval með miklum tilþrifum. NÝYRÐABÓK UM HAG- Ráðuneytið hafnar þotuflugi Alberts FRÆÐI 0G VÖRUHEITI Síðla næsta ár er væntanleg fimmta bókin um nýyrði frá Mál- nefnd. Fjallar sú bók um nýyrði á sviði hagfræði, svo og ný vöru- heiti. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 136 þúsund kröna fjárveitingu til útgáfunnar, og er undirbúningi, sem staðið hefur yfir í nokkur ár, brátt lokið. Er nú verið að fjöl- Blaðið hefur fregnað, að sam- göngumálaráðuneytið hafi ekki get að fallizt á málaleitan Alberts Guðmundssonar um að stuðla að því að sótt verði um lendingar- leyfi i Bretlandi fyrir væntanlegt fyrirtæki sem hann ætlar að stofna í því skyni að hefja far- þegaflug með þotum milli íslands og Stóra-Bretlands. Ástæðan fyrir því að ráðuneyt- ið getur ekki fallizt á það er sú: í.fyrsta lagi sé ekki vitað hvort Albert hefur tök á því að fá flug- vélar til þessarar starfsemi, þar sem þær munu kosta hundruð milljóna króna, með þeim kröfum, sem samrýmast þeim reglum, sem gilda um kaup á slíkum farkost- um. Auk þess hafi flugráð fjalláð um málið og mælt eindregið gegn því, að þriðja íslenzka flugfélagið hefji farþegaflug innan Evrópu, þar sem hin tvö íslenzku flugfélög geti fullnægt flutningaþörfinni. Augljóst er að viðhorfið þarf að breytast í þessu máli til þess að Albert fái iákvæða afgreiðslu st j ómarvaldanna. rita handrit bókarinnar, svo senda megi til hagfræðinga og annarra sérfróðra til gagnrýni. Vísir hafði tal af prófessor Hall dórj Halldórssyni, formanni Mál- nefndar, og kvað hann það liklegt að í bókinni yrðu þýðingar á dönsku og ensku. Bók þessi verður sem fyrr segir sú fimmta í röðinni, og mun undir búningur að þeirri sjöttu þegar hafinn. Fjallar sú bók um ferða- mannamál. Munu bækur Málnefndar um nýyrði enn fáanlegar, nema sú önnur í röðinni, en í athugun er hvort ástæða sé til að endurprenta hana Leikur á Stradivarius- fiðlu á tónleikum Tónlistarfélagið hefur fengið svissneskan fiðluleikara Blaise Calame og píanóleikarann Jean- Claude Ambrosini til bess að leika á tónleikum, sem haldnir verða í kvöld og annað kvöld. Á efnisskránni verða verk eftir Vivaldi, Beethoven Debussy, Paga nini og Wieniawski. Calame hefur haldið tónleika 5a um heim og hlotið ýmis al- 'óðleg verðlaun. Ýmsir frægir fiðluleikarar hafa verið kennarar Calame t. d. Carl Flesch, sem heyrði eitt sinn af tilviljun Calame æfa sig, og bauð Flesch honum þegar í stað að verða nemandj sinn. Nú s. 1. ár hefur Calame verið búsettur í París og þar stundaði hann nám hjá hinum fræga fiðlu- kennara og tónskáldi Enesco. Nýlega eignaðist Calame Stradi varius fiðlu, sem ber nafnið „Le Laurie“ frá 1722, en sú fiðla er úr Mendelsohns-safninu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.