Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 1
ISIR Forsætisráðherra til Finnlands á forsætisráðherrafund N-landa Forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson fer utan til Finnlands í næstu viku til að sitja fund með forsætisráðherrum Norðurland- anna og forsetum Norðurlanda- ráðs. Verður fundurinn haldinn í borginni Imatra dagana 29—30. október. Á fundinum verður tekin afstaða til ýmissa mála-sem-efst verða á baugi á fundi Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn í Jan úar n. k. 1 för með forsætisráð- herra verða Sigurður Bjarnason forseti Norðurlandaráðs, Guðmund ur Benediktsson deildarstjðri í forsætisráðuneytinu og Friðjón Sig urðsson skrifstofustjóri Alþingis. Fjárlagaræða Magnúsar Jónssonar: Aðstaðan góð og tækifærin mörg :.:¦<;.;: Magnús Jónsson flytur fjárlagaræðu sina á Alþingi í gærkvöldi. — ef þjóðin snýst af djörfung við vandamálum sínum ] >að er ástæðulaust annað en líta björtum augum til framtíðarínnar, ef rétt er á málum haldið, sagði Magn- ús Jónsson fjármálaráðherra við f járlagaumræðurnar á Alþingi í gær- kvöldi. Forsenda jákvæðrar sóknar til meiri framfara og bættra lífs- kjara er að þjóðin geri sér almennt grein fyrir undirstöðustaðreyndum efnahagslífsins og snúizt sé við vandamálum hvers tíma af djörfung og raunsæi. Réttmæt gagnrýni á það sem miður fer er nauðsynleg, en þeir sem reyna að villa mönnum sýn vinna illt verk. * Enn sem fyrr er meginvandamálið það að við gerum kröfur til hraðari kjarabóta en aukning þjóðarframleiðslunnar leyfir og því hefur ekki tekizt að hafa hemil á verð- bólgunni, s^gði fjármálaráðherra í hinni glöggu yfirlitsræðu sinni um f jármál rikis- ins. •k Höfuðáherziu verður að leggja á að komast úr úr vítahring víxlhækkana kaup- gjalds og verðlags. Fyrir ríkisbúskapinn hef- ur verðbólgan hin óheillavænlegustu áhrif og knýr stöðugt á um nýjar tekjuleiðir. ¦k Það þarf að tryggja það að menn getl ekki hagnazt óeðlilega & verðbólgunni. Þvf sagði ráðherrann að stefnt væri að verð- tryggingu sparifjár og lána til langs tíma. • Látum ekki skilningsleysi á eðli vanda- málanna verða okkur að fótakefli, sagði fjármálaráðherra í niðurlagi ræðu sinnar. Aðstaða okkar er góð og tækifærin mörg. Þótt leið okkar til aukinna framfara og vel- megunar sé grýtt á stöku stað, þá er und- irstaðan þegar orðin það traust að með samstilltu átaki verður létt að ryðja hindr- Unum úr vegi. Síðari hluti ræðu fjármálaráðherra birtist orðréttur á bls. 7, 8 og 9 í Vísi í dag. VAR HRÆDDUR, EN MTTA VAR AÐ- HNS 5 MÍNÚTNA VERK — segir skipstjórinn n Imperialist eftir frækilega björgun íslenzkra og færeyskra sjómanna Það voru miklir fagn- aðarfundir niðri á Gróí'- arbryggjunni nú rétt fyrir hádegi, er togar- inn Impei'ialist frá Fleet vvood lagðist þar að með alla skipverjana níu á Strák heila á húfi innan borðs. Fjöldi fólks safn aðist saman á bryggj- unni, en auk þess komu þar vinir og vandamenn skipbrotsmannanna til að fagna þeim. Vísir átti stutt samtal við Engilbert Kolbeinsson skip- stjóra. Hann var uppi í brúnni með brezka togaraskipstjóran- um Mecklenburgh sem varð þeim til bjargar. Engilbert sagði að sjór hefði riðið yfir skipið, þegar hann var út af Grindavík og um leið urðu þeir varir við leka í vélarúminu. Hann taldi að báturinn hefði slegið úr sér. Ekki drapst á vél- inni,- en þeir ákváðu bráð- lega að setja upp segl og reyna Framh. á bls. 6 Engilbert Kolbeinsson t.h. kveður Mecklenburgh togaraskipstjóra og þakkar honum lifbjörg. ::'¦: :^,.¦*: j ASrir úr áhöi'n Stráks á þilfari brezka togarans í morgun. ¦irf^.'¦JzMéBa GIsli Ólafsson, stýrimaður, við komuna til Rvíkur i morgun. Synlr hans, Ölafur óg Karl tóku á móti honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.