Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 7
7 VISIR . Þriðjudagur 19. október 1965. ~rr i ~ ——■——n —B MB—BHIB ¥10 VÍSDUM AÐ SNlÐA OKK- UR STAKK EFTIR VEXTI Bæði ríki og einstakiingar þurfa að gætcs róðdefldor og sporsemi, sagði Mognós Jónsson í fjórlagaræðu sinni á Aiþingi ■ gærkvöldi J gær flutti Magnús Jónsson fjármálaráðherra fyrstu fjárlaga- ræðu sína á þingi. Gerði hann í glöggu og ítarlegu máli grein fyrir öllum helztu þáttum ríkisbúskaparins og afkomu ríkis- sjóðs síðustu árin, og rakti aðalefni hins nýja fjárlagafrumvarps, sem á fundinum var til fyrstu umræðu. I síðari hluta ræðu sinnar, sem hér birtist í heild, vakti hann máls á allmörgum atriðum, sem til framtíðarinnar horfa, og ýmsum nýjungum og viðamiklum framfaramálum, sem hann og fjármáiaembættis- menn ríkisins hafa nú á döfinni. Herra forseti, ég hefi þá lok- ið við að gera, i stórum drátt- um, grein fyrir afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1964, afkomu- horfum á yfirstandandi ári og fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1966 í einstökum atriðum. Mun ég þá víkja að nokkrum málum, sem grundvallarþýð- ingu hafa fyrir ríkisbúskap- inn, og að minni hyggju, þarf að veita alveg sérstaka athygli. t>vl miður fer því mjög fjarri, að viðhorf þjóðfélagsborgaranna til ríkisins og einkum ríkissjóðs sé með æskilegum hætti. Sú skoð un er allt of rík, að rikissjóður sé einhver ópersónulegur aðili, sem allir geti gengið I að vild sinni, en helzt enginn þurfi að leggja fé til, eða þá að minnsta kosti af mjög skornum skammti. Á sama hátt er sú hugsun allt of útbreidd, að óþarft sé að skera reikninga og fjárkröfur við nögl sér, er ríkið á að greiða. Skatt- svik hafa verið almennur þjóðar löstur, og tollsvik eiga sér stað í ríkum mæli ,þótt á báðum þess um sviðum sé reynt að efla eftir lit og auka viðurlög_ í þessum efnum er brýn þörf hugarfars- breytingar. Þjóðfélagsborgararn- ir verða að gera sér grein fyrir því að sviksemi í eðlilegum gjald skilum til ríkisins eru raunveru lega sama eðlis og fjársvik í við skiptum manna í milli. Ríki og sveitarfélög verða með einhverj- um hætt; að fá nauðsynlegt fé til þess að standa undir þeim kröfum sem borgararnir sjálfir gera til hins opinbera. Niður- staða verður því sú, að sviksemi í greiðslu opinberra gjalda bitnar ekki á rfkissjóði eða sveitarsjóð um heldur á samborgurunum. Það, sem einn svikur undan skatti, verður óhjákvæmilega ann ar að greiða. Skattsvik og toll svik eru nú beinn fjárdráttur úr hendi annarra þjóðfélagborgara. Gætum ráðdeildar. En til þess að skapa þetta nauð synlega hugarfar, í sambandi við greiðslu til almannaþarfa, hljóta borgararnir að gera þá kröfu til ríkisvalds og sveitarstjórna, að gætt sé fyllstu ráðdeildar og hag sýni í notkun opinbers fjár, og með síauknum opinberum fjárráð um, verður þetta aðhald æ brýnna Forráðamenn opinbers fjár verða að temja sér það hugarfar, að jafnmikilvægt sé að spara hverja krónu, hvort sém þeir hafa til ráðstöfunar eina milljón eða tíu ''milljónir. En því miður er hætt an sú, að á opinberu sviði, svo sem í einkalífi okkar sljóvgist ti! finningin fyrir hverri peningaein ingu, eftir því sem upphæðimar vaxa. ' Það er augljóst, hversu hiut- failslega það hlýtur að vera miklu kostnaðarmeira fyrir smáþjóð en stórþjóð að halda uppi fullkomn um ríkisrekstri og allri þeirri þjónustu við bogarana, sem nú- tíma menningarþjóðfélag krefst. Þess vegna verðum við að gæta hófs í þessum efnum. Það er auð- vitað ágætt að geta fetað í spor millj. þjóða um framkvæmdir og uppbyggingu margvíslegra þjóð- félagsstofnana, en ef við ætlum ekki að reisa okkur hurðarás um öxl, verðum við að sníða okk ur stakk eftir vexti. Þjóð, sem er ekki fjölmennari en eitt borg- arhverfi stórborgar, getur ekki leyft sér það sama og stórþjóðir gera. Okkur er hollt og nauðsyn legt að læra af öðrxnn þjóðum, en okkur tjóar ekki, um viðmið- un framkvæmda og uppbyggingu stofnana, að vitna til þess eins, að svona sé það hjá öðrum þjóð um svo sem oft er gert, og því verður það að vera eins hjá okk ur. Við eigum að sjálfsögðu, markvisst, að stefna að auknum framkvæmdum og framfðrum, en við verðum að miða kröfur okk ar í þeim efnum við f járhagsgetu okkar sjálfra, en ekki hvað aðrar þjóðir gera. Okkur er að sjálf- sögðu hin mesta nauðsyn að tryggja okkur menntamenn og vísindamenn á sem flestum svið- um og leitast við að skapa þeim starfsskilyrði, en við verðum um leið að treysta á skilning þess- ara ágætu manna á því, að hvorki er líklegt, að við getum skap- að þeim jafnfullkomin starfsskil yrði og stórþjóðimar veita sín- um vísindamönnum né heldur greitt þeim þau laun, sem þeir gætu ef til vill átt kost á hjá miklu stærri þjóðum. Það er oft talað um ríkisbákn ið, og þá átt við hið opinbera stjómsýslukerfi, og það þykir oft hagkvæmt I stjórnmálabarátt- unni og líklegt til vinsælda, að tala um það, að sívaxandi ríkis útgjöld stafi fyrst og fremst af ofþenslu I ríkisbákninu og lausn allra meinsemda sé, að draga úr þeim útgjöldum. Svo sem ég áðan sagði, verður það hlutfallslega mjög kostnaðarsamt fyrir eins litla þjóð og okkur Islendinga að halda uppi öllum þeim sömu þjóð félagsstofnunum og stjórnsýslu- kerfi, sem margfalt stærri þjóð- ir hafa, þótt í minna mæli sé hjá okkur. Er því hófsemi í öllum út gjöldum á þessu sviði hin mesta nauðsyn. Einmitt af þessum sök- um bótti mér ekkí ófróðlegt að láta fram fara sérfræðilega at- hugun á þvi, hver væri hinn raun verulegi stjómsýslukostnaður rík isins, og hver hefði verið þróun hans undanfarin ár, en slík at- hugun hygg ég, að ekki hafi áð- ur farið fram. Það er að vísu nokkurt álitamál, um ýmsa þætti útgjalda, hvort þeirveigi að telj- ast til stjómsýslukostnaðar eða til1 almennra þjóðfélagsþarfa, en það skiptir ekki höfuðmáli til samanburðar ,ef sömu útgjalda- liðir eru hafðir til viðmiðunar öll árin. Leiðir þessi athugun í Magnús Jónsson fjármálaráðherra. ljós, að miðað við fast verðlag, hefir stjómsýslukostnaður á ár unum 1955—1985 hækkað um 82.2%, eða sem svarar til 6.1% árlegs vaxtar að meðaltali. Mest er hækkun stjómsýslukostnaðar árið 1956, 11.8% Og 1960 16.3%, en minnst árið 1964 3.9% og árin 1959 og 1961 var um beina lækkun að ræða 2% hvort árið. Þegar skoðað er, hversu mikill hluti stjórnsýslukostnaður er af ríkisútgjöldum, kemur í ljós, að það hlutfall hefur farið lækkandi síðustu árin. Var á árunum 1955' — 1958 að meðaltali um 15% á ári, en ámnum 1960—1963 milli 11 og 12%, 1964 10.8% og í fjár lögum 1965 áætlað um 10.5% af ríkisútgjöldum. Hlutfall stjórn sýslukostnaðar af þjóðarfram- leiðslu hefur verið svipað öll þessi ár, eða frá 1.9% til 2.1% og var 1.9% á árinu 1964. Hvort hér er um eðlilega þróun að ræða verður ekki fullyrt án nánari at- hugana, en líklegt er þó, að aukn ing stjórnsýslukostnaðarins á þessu tímabili hafi ekki verið ó- hæfileg Nýjar sparnaðar- ráðstafanir. Á síðustu áratugum hafa ýms ar ráðstafanir verið gerðar, til þess að reyna að kanna úrræði til aukinnar hagkvæmni og sparn aðar í ríkisrekstri og koma á auknu eftirliti með meðferð rikis fjár. Sérstakar spamaðarnefndir hafa verið skipaðar oftar en einu sinni, og þær skilað ítarlegum á- litsgerðum. Og í tfð vinstri stjórn arinnar var skipuð þriggja manna nefnd, sem verður að leggja blessun sína yfir allar nýj ar mannaráðningar rfkisstofn- ana. Allt var þetta góðra gjalda vert, svo langt sem það náði, en það var fyrst í fjármálaráðherra tíð Gunnars Thoroddsen, sem var gerð tilraun til þess að koma á skipulegri hagsýslu og kerfis- bundinni athugun á rekstrarfyrir komulagi ýmissa ríkisstofnana. Var aðalendurskoðanda rikisins falin yfirstjóm hagsýslumála, og honum til ráðuneytis ýmsir em- bættismenn, og formaður fjár- veitinganefndar Alþingis. Er eng um efa bundið, að margt jákvætt hefur leitt af þessari starfsemi, þótt ekki hafi af ýmsum ástæð um, reynzt auðið að framfylgja öllum tillögun hagsýslumanna. Skal sú saga ekki rakin hér, en minna má á sameiningu Áfengis og tóbakseinkasðlu, sameiginlega gjaldheimtu ríkis og Reýkjavíkur borgar, niðurlagning sérstaks eft iriits méð' sparisjððum og opin- bemm sjóðum, athugun á vinnu brögðum í ýmsum ríkisstofnun- um og aðstoð við hagkvæmari vinnubrögð og nýskipan skatt- heimtu. Það er augljóst, að halda þarf áfram á þeirri baut, að treysta eftirlit með notkun opinbers fjár og vinna að kerfisbundinni hagsýslu f sem flestum greinum ríkisrekstrarins. Hagsýslustarf síðustu ára hefur veitt mikil- væga reynslu, sem hægt er að byggja á frekari aðgerðir. Þessi reynsla færir okkur heim sann inn um það, að mikið vantar á, að eftirlit með notkun ríkisfjár sé nægilega traust. Felst ekki í þessum orðum neinn áfellisdóm ur á forstjóra ríkisstofnana eða embættismenn ríkisins, heldur er í ýmsum greinum um hreina skipulagsgalla að ræða. Árlegar íaunagreiðslur ríkisins nálgast nú 1 milljarð króna á ári. En samn ingsgerð við ríkisstarfsmenn, eft irlit með framkvæmd samninga, launaflokkun og eftirlit með auka vinnu og aukaþóknun til starfs manna, er unnið í hjáverkum hjá störfum hlöðnum starfsmönnum í fjárm.ráðuneytinu. Þar sem svo miklu varðar fyrir ríkið um rétta framkvæmd þessara mála, verð- ur að sjálfsögðu ekki hjá því komizt, að ráða sérstakan launa málafulltrúa í fjármálaráðuneyt- ið, sem hafi yfirumsjón með framkvæmd kjarasamninga, og hafj jafnframt forustu um, að vinna að því kerfisbundna starfs mati í samráði við B.S.R.B., sem brýn nauðsyn er að taka upp sem fyrst, því að núverandi flokkun starfsmanna í Iaunaflokka bygg ist engan veginn á nægilega traustum grundvelli. Þá er bað •-amdóma álit ráðuneytisins og hagsýslumanna, að ekki sé í hjá verkum unnt að vinna að nægi lega traustu eftirliti með rekstri ríkisstofnana, heldur þurfi að koma á fót sérstakri hagsýslu- deild í fjármálaráðuneytinu, sem hafi víðtækt vald til afskipta af fjárhagsmálefnum ríkisstofnana, og geti einbeitt sér að tillögu- gerð um aukna hagkvæmni f rfk isrekstrinum. Það er jafnframt ljóst öHum þeim, sem vinna að undirbún- ingi fjárlaga, að sá undirbúning ur er ekki nægilega rækilegur. Það þarf að vera auðið að kanna miklu betur en nú er gert fjár- hagsáætlanir hinna eistöku ríkis stofnana, þannig að rekstraráætl un sé byggð á traustum og raun hæfum grundvelli, og niðurskurð ur útgjaldaliða byggður á það traustum rökum, að ekki þurfi eftir á að koma til umfram greiðslna, eins og oft vill verða. Að undirbúningi fjárlaga er hins vegar unnið á erfiðasta tíma árs ins, og það í hjáverkum embætt ismanna ráðuneytanna, sem þá eru einmitt undirmönnuð, vegna sumarleyfa. Eftir að fjárlög hafa verið afgreidd, skortir svo veru Iega aðstöðu til þess að fylgjast nægilega örugglega með fram- kvæmd þeirra, sjá um að stofn animar fylgi nákvæmlega fjár- lagaáætlunum og breyti starfs- háttum sínum, ef fé hefur ekki fengizt, í samræmi við upphaf- legar óskir stofnananna. Og í, stuttu máli að skapa þá tilfinn- ingu hjá öllum þeim aðilum ,sem hafa með ráðstöfun opinbers fjár að gera, að þeir verði að standa reikningsskap sinna gerða. Ríkis endurskoðunin vinnur að vísu mikilvægt verk, og hefur verið lögð áherzla á það, að endur- skoðunin sé eigi aðeins töluleg, heldur sé fylgzt með því, að heim ildir 'hafi verið til fjárráðstafana, og athygli ráðuneytisins vakni á þvf, ef um óeðlilega kostnaðar liði er að ræða. Þótt þetta aðhald hafi mikla þýðingu, þá kemur það þó eftir á, og getur ekki í tæka tíð girt fyrir útgjöld, sem kynnu að hafa verið talin miður nauðsynleg, eða jafnvel heimildarlaus. Til þess að geta betur fylgzt með útgjöld um ríkisstofnana, er unnið að því, að þær sendi mánaðarlegt yfir- lit, en því miður skortir mann- afla, til þess að vinna úr þeim yfirlitum sem skyldi. Það er því hin mesta nauðsyn að geta í senn haft lengri tíma, til þess að vinna að undirbúningi fjárlaga og koma á traustara eftirliti með því, að fylgt sé þeim útgjalda- ramma ,sem Alþingi hefur mark að með fjárlögum. Ég tel því mikla nauðsyn að koma traust ara skipulagi á undirbúning fjár laga og eftirliti með framkvæmd þeirra. Kemur til athugunar að sameina það verkefni hagsýsl- unni. Af þessu leiðir nokkur ný út gjöld, en þau eru mjög smá- vægileg miðað við það sem I húfi er, ef ekki er auðið að leggja nægilega traustan grundvöll að Frh. á bls. 8. mss3sswif» taMBsaaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.