Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 5
VISIR . Miðvikudagur 20. október 1965. 9 útlönd í morgun útlönö í morgun 'utlönd i morgun útlönd í moPrZim Sjálfstæðisyfirlýsing Smith ræðir við fréttamenn að Soknum stjórnarfundi Stjómarfundur verður hald- inn í dag í Salisbury, Rhodesiu og forsætisráðherrann Iain Smith hefir kvatt fréttamenn á fund síðdegis í dag. Og sehi að líkum lætur er spurt: Tekur ríkisstjómin ákvörðun um að lýsa yfir sjálfstæði einhliða — og er það til þess að tilkynna fréttamönnum það, að hann hef- ir boðað þá á sinn fund. Leiðtogi afrísku stjórnarand- stöðunnar á þingi Josiah Gondo skoraði í gær á Smith að biðjast lausnar. Hann hvatti jafnframt til þess, að málið væri lagt fyrir þjóðina, áður en einhliða yfirlýsing væri birt. 1 greinargerð frá honum segir, að sjálfstæði verði ekki komið á nema með samkomulagsumleit- unum. Og hann líkti einhliða yfirlösingu við „andvana fætt bam“. Smith hafði í gær seinustu yfirlýsingu og hvatningu Wil- sons forsætisráðherra Bretlands til athugunar. í Salisbury er lit- ið svo á af flestum, sem gerst fylgjast með málum, að þegar Smith hafnaði að veita móttöku forsætisráðherranefnd frá sam- veldinu, þýði það, að stjómin ætli að birta hina margumtöluðu einhliða yfirlýsingu. Smith hef- ir lýst yfir, að það sé ekki meira um að semja við Breta, en hann sé fús til þess að hlusta á þá, sem telji sig geta lagt fram til- lögu um einhverja „töfralausn". Garfield Todd fyrrverandi Hanzkar Svartir fóðraðir svínaskinnshanzkar á aöeins kr. 285.00 Hattabúðin HULD Kirkjuhvoli forsætisráðherra, sem i gær fékk skipun um að dveljast um eins árs bil á landareign sinni í Rhodesíu og fara ekki út fyrir mörk hennar, sagði I gær, að hann mundi áfrýja þessari fyrir- skipun. — Hann var stöðvaður, er hann var að leggja af stað flugleiðis frá Salisbury, en hann ætlaði til Edinborgar til þess að flytja þar erindi við háskólann, einn af fjómm, sem þar eiga að flytja erindi bráðlega. Einn hinna er Sir Alec Douglas- Home fyrrverandi forsætisráð- herra. I Lundúnum var sagt í gær, að stjórnin væri viðbúin hvers konar ákvörðunum, sem Rhode- siustjóm kynni að taka. Atvinna - óskast 2 unga menn vantar atvinnu strax. Ýmislegt kemur til greinai Uppl. í síma 36848 í dag. T résmiðir - óskast Trésmiðir óskast til að slá upp 170 ferm. hæð við Sæviðarsund. Uppl. í síma 40377. Þeytivinda - óskast TEPPAGERÐIN H.F. Súðarvogi 4. Sími 36630. BARNGÓÐ KONA Barngóð kona óskast á fámennt heimili, her- bergi getur fylgt. Sími 15833 frá kl. 7—8 á kvöldin. STÚLKA ÓSKAST Stúlka óskast til bókbandsstarfa. HILMIR H.F. Skipholti 33. Sími 35320 Frá Hjúkrunarfélagi Islands Aðalfundur verður 15. nóv. n.k. Verða þá kosnir 2 félagar í stjórn, þar sem Elín Egg- erts Stefánsson og Kristín Gunnarsdóttir taka ekki endurkjöri. Uppástungum skal komið til Guðrúnar Guðnadóttur, Kleppsspítalanum fyrir 26. okt. Stjórnin TRÉSMIÐIR Viljum ráða nú þegar 2—3 trésmiði, vana verkstæðisvinnu. Uppl. í verksmiðjunni. BYGGIR H.F., sími 34-0-69. NEMAR í vélvirkjun, rennismíði og plötusmíði geta komizt að hjá oss. H/F HAMAR ingsjá Visi i n g s | a þingsjá ÖRG MÁL Á DAGSKRÁ ALÞINGIS í GÆR Fundir voru í sameinuðu þingi og báðum deildum alþingis i gær. Sameinað alþingi. Á dagskrá sameinaðs alþingis var aðeins eitt mál, frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1966, atkvæða greiðsla. Samþykkt var að vísa málinu til fjárveitinganefndar. Efri deild. Á dagskrá í efri deild voru þessi mál. 1. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum no. 19 10. maí 1965, um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins. . i 2. Frumvarp til laga um breyt ingu á lögum um Stýrimannaskól- ann í Reykjavík nr. 5 14. marz 1955. Aðeins annað dagskrármálið var tekið til umræðu. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísiason fylgdi frumvarpinu úr hlaði og rakti efni frumvarpsins. Menntamálaráðherra sagði meðai annars að miklar breytingar hafi orðið á siglingatækjum og veiði tækjum á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Ráðherra minnti á, að ný tæki hefðu komið fram, bæði við siglingar og fiskveiðar, og að sjálfsögðu er nauðsynlegt, að nemendur stýrimannaskólans hljóti kennslu í gerð, meðferð og notkun þeirra siglingatækja, sem algengust eru um borð í skip um og þeir eiga að nota I starfi sínu eftir námið. Ráðherra sagði að skólaárið 1960-1961 hafi námstími i farmannadeild verið iengdur um tvo mánuði. Hefur sú lenging bætt mikið úr, þannig að hægt hefur verið að fara ítarlegar í þau fræði, en áður var unnt. Ef auka á verulega tækjakennslu í fiskimannadeild, sem full þörf er á, verður ekki hjá því komizt að lengja einnig námstímann fyrir þá deild, og gera ráð fyrir tveggja mánaða lengingu námstímans, sagði ráðherrann að lokum. Sið- án var málinu visað til 2. um- ræðu og menntamálanefndar. Neðri deild. Á dagskrá neðri deildar var: 1. Frumvarp til laga um inn- heimtu ýmissa gjalda með við- auka. Fjármálaráðherra Magnús Jónsson hafði framsögu í málinu, og lýsti því að hér væri um að ræða frumvarp til framlengingar á gildandi lögum þ. e.1 að inn- heimta ýrnis gjöld á árinu 1966 með sama hætti og á yfirstand- andi ári. Var frumvarpinu vísað til 2. umiæðu og fjárhagsnefndar. 2. Frumvarp til laga um veit- ingu nkisborgararéttar Dóms- málaráðherra , Jóhann Uafstein lýsti frumvarpinu, en með því er lagt til að veita fjórum mönnum ríkisborgararétt. Sagði ráðherr- ann að þeir menn sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta fullnægðu allir þeim skilyrðum sem sett væru af allsherjamefnd um beggja þingdeilda I nefndar- áliti á þingskjali no. 369 á 85. lög gjafarþingi 24. marz 1965. Frum varpinu var vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. 3. Frumvarp til laga um 8 nýja héraðsskóla. Fyrsti flutningsmað ur Ingvar Gíslason taiaði fyrir málinu og rakti nelztu atriði frum varpsins. Með frumvarpinu er lagt til að reisa 8 nýja héraðs- skóla. Skólarnir skulu vera I Eyjafjarðarsýslu, I N-Þingeyjar- sýslu, á Reykhólum á Barða- strönd, i Skagafjarðarsýslu, á Suðausturlandi, að Laugum í Dala sýslu á Snæfellsnesi og í Kjósar- sýslu. Sagði framsögumaður að mikil þörf væri fyrir fjölgun skóla, og færði ýmis rök fram málinu til stuðnings. Menntamála ráðherra Gylfi Þ. Gíslason tók næstur til máls, og lýsti því að miklu fé væri varið tii skóla- bygginga. Sagði ráðherra að rík ið hefði nú yfirtekið héraðsskól- ana, meðal annars vegna þess að ýmis sýslufélög teldu sér ekki fært að standa undir reksturskostnaði skólanna ríkisstjórnin hefði áhuga á því, að fræðusluskyldunni verði alls staðar fullnægt og ynni að þvi, að svo geti orðið sem fyrst. En sveitarfélögin sagði ráðherrann verða einnig að gera það sem í þeirra valdi stendur i þessum mál um. Þá tók til máls Einar Olgeirs- son og taldi nauðsynlegt að nægi lega margir skólar væru byggðir svo öll ungmenni geti notið skóla vistar. Taldi Einar Olgeirsson að menntamálaráðherra ætti að láta framkvæma rannsókn á, i hvaða sveitarfélögum fræðsluskyldunni er ekki fuilnægt. Sagði Einar að' skólamálin væru komin i óefni og úr þvi þyrfti að bæta. Þá tók aftur til máls Ingvar Gíslason. Sagðist hann ekki vilja deila á ráðherra þótt hann furð- aði sig á málflutningi hans. Því næst tók dómsmálaráðherra Jó- hann Hafstein til máls, og sagði að stjómarandstæðingarnir vildu láta líta svo út að ríkisstjórnin neitaði að byggja skóla og kæmi þannig í veg fyrir nauðsynlega fræðslu ungmenna. Ráðherrann sagði að framkvæmdir í skólamál um væru miklu meiri nú en áður er vinstrimenn voru I stjórn. Þá tók Einar Olgeirsson aftur til máls, og sagði að skólamálin væru látin sitja á hakanum en framkvæmdir, sumar ónauð synlegar látnar ganga fyrir. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason tók aftur til máls og sagðist vilja upplýsa að framlög til skólamála væru miklu mein í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður. Nefndi ráðherrann nokkur dæmi máli sinu til stuðnings. Ráð herrann sagði að framlög til barna og gagnfræðaskóla hefðu numið 1959 16,7 millj. kr. en það ár var framlagið hærra en 1958 þegar formaður Framsókn arflokksins var fjármálaráðherra. Árið 1965 eru framlög til bama- og gagnfræðaskóla 110,3 millj. kr. Þótt byggingarkostnaður hafi hækkað mun öilum vera ljóít að framlögin nú til þessara' mála eru margfalt meiri heldur en áð- ur,ur, þegar framsóknarmenn voru við völd. Taldi ráðher-'a greinilegt að áhugi framsóknar- manna á skólamálum hefði aukizt eftir að þeir komu i stjóm arandstöðu. Að lokinni ræðu menntamála- ráðherra tóku ennfremur til máls Björn Pálsson, Halldór E. Sig- urðsson og Ingvar Gíslason. Um- ræðunni lauk með því ?ð mennta málaráðherra sagði nokkur orð. Var málinu vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. 4. Frumvarp til laga um breyt ingu á umferðarlögum, var teldð út af dagskrá. Ráðherrann sagði að aðrar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.