Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 8
8 VISIR Ctgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson íréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Augiýsingastj.: Halldór Jónsson Sðiustjóri: Herbert GuðmundsSon Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í iausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Illt samkomulag §vo sem kunnugt er standa yfir mikil átök innan Framsóknarflokksins, milli vinstri armsins og hins hægri. Er ástandið nú orðið svo alvarlegt, að við klofningi liggur og samkomulagið í þessum herbúð- um orðið svipað og hjá kommúnistum, en þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri og allt logað í ófriði um langan tíma. Vinstri klíkan í Framsókn vill ná algerum yfir- ráðum í flokknum, m. a. til þess að geta ráðið fram- boðslistanum við borgarstjómarkosningarnar næsta sumar. Margir í þessari vinstri klíku Framsóknar eru hreinræktaðir kommúnistar, þótt þeir þykist vera lýðræðissinnar, og ætlan þeirra er að hafa mjög nána samvinnu við kommúnistaflokkinn framvegis, ef þeim tekst að ná yfirráðum. Eflaust verður reynt að koma á einhverjum sýndarfriði, en ósamlyndið., er., orðið svo djúptækt, að aftur hlýtur að sjóða upp úr, þótt eitthvert samkomulag kunni að nást í bili. Þannig er þá ástandið í flokkum stjórnarandstöð- unnar. Harðvítug valdabarátta innan beggja. Forustu- mennirnir sitja á svikráðum hver við annan og svíf- ast einskis, ef því er að skipta, allra sizt kommún- istabroddamir í Framsókn. Þess er því varla að vænta, að nokkur jákvæð stefna komi fram hjá stjórnarand- stöðu, sem er sjálfri sér svona sundurþykk. Hins veg- ar tekst henni furðu vel að standa saman um óþurft- arverkin, enda eina stefnumál hennar að koma nú- verandi ríkisstjórn á kné. Hitt er svo sennilega of- vaxið skilningi flestra, og þar á meðal stjórnarand- stæðinga sjálfra, hvernig þeir ættu að geta stjórnað landinu saman. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei getað stjórnað landinu; stjórnarfomsta hans hefur alltaf endað með skelfingu. Og þegar hann fór að reyna það með kommúnistum, varð endirinn hvað verstur, svo sem vænta mátti. Það þekkist víst óvíða nema hér á íslandi, að stjóm- arandstaða telji það hlutverk sitt, að vera andvíg öllu, sem ríkisstjórnin gerir, spilla fyrir árangri þjóð- nauðsynlegra ráðstafana og reka skemmdarstarfsemi á sem flestum sviðum gegn hagsmunum lands og þjóðar. Þetta er að sönnu háttur kommúnista víðast hvar, enda eru þeir andstæðingar lýðræðisins og vilja það feigt. En Framsókn, sem vill teljast ábyrgur lýðræðisflokkur, ætti ekki að ástunda slíka iðju, eins og hún hefur gert mörg síðustu árin. Stefna viðreisnarinnar er í meginatriðum hin sama og hvaða lýðræðisstjórn sem væri yrði að marka og fylgja. Og væru Framsóknarmenn í ríkisstjórn nú, mundu þeir að flestu leyti þurfa að fara sömu leiðir og núverandi stjórnarflokkar, ef allt ætti ekki að keyra um þverbak aftur. VÍSIR . Miðvikud'gtir 20 októfcar 1965. ( DR. RICHARD BECK: Síðasta kveðjan Nokkur minningarorð um dr. Alexander Jóhannesson prófessor Ceinasta bókasendingin, sem mér barst frá dr. Alexand er Jóhannessyni prófesor, — ein af mörgum og kærkomn- um —, var safn þýðinga hans af íslenzkum Ijóðum á þýzku, Gruss aus Island (Kveðja frá íslandi), er út kom stuttu áð- ur en hann lézt. Þessi fallega bók, hlýlega árituð, var síðasta kveðjan frá honum yfir hafið. Jafnframt var hún hjartaheit kveðja frá ættjörðinni sjálfri, í völdum ljóðum og ljóðabrotum eftir mörg beztu skáld hennar, aðallega frá 19. og 20 öldinni. íslenzku textamir og þýðingam ar em prentuð hlið við hlið í bókinni, fer vel á því, og eykur fróðleiksgildi hennar. Er þar að finna ýmis feg- urstu og þekktustu kvæði eða kafla úr slíkum kvæðum, um- ræddra skálda, og eigi ósjald- an ljóðrænustu kvæði þeirra, og um leið þau, er bezt hafa náð eyrum þjóðarinnar undir vinsælum lögum íslenzkra tón skálda. Þeirra er jafnframt get ið við hvert kvæði, þar sem þannig stendur á, og eykur það landkynningargildi ljóðasafns- ins. Kvæðavalið ber órækan vott næmum ljóðsmekk dr. Alexand ers og fegurðarást hans. Þýð- ingamar eru einnig prýðisvel af hendi leystar, um nákvæmni í hugsun, Ijóðblæ og málfar, og bera þvf vitni, hve dr. Alexand- er lá þýzkt mál létt á tungu. Dr. Hallgrimur Helgason tón skáld ritar góðan og gagnorðan formála. Leggur hann réttilega áherzlu á það, að þýðingasafn þetta sé enn nýr þáttur og merkilegur í þeirri ævilöngu viðleitni dr. Alexanders að treysta vináttu- og menningar- böndin milli Þýzkalands og ís- lands. Próf. Alexander Jóhannesson. ræðu, sem ég heyrði hann flytja um það mikla áhugaefni sitt. Það var í för hans vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada fyrir allmörgum árum. Flutti hann þá fyrirlestra víðsvegar í háskólum, meðal annars í Rík isháskólanum í Norður-Dakota (University of North Dakota), í veizlu, sem háskólinn hélt hon um til heiðurs. Flutti hann þar blaðalaust (að sjálfsögðu á ensku) erindi um kenningar sín ar um uppruna tungumála, og gerði það með svo mikilli snilld, að áheyrendur, er flestir voru háskólakennarar, dáðust að málaflutningi hans og fram- komu allri. Höfðu þeir margir orð á því við mig, hve Island ætti þar glæsilegán fulltrúa og fræðafrömuð. Fyrir rúmum áratug kom í Eimreiðinni, ásamt frumkvæð- inu á enskunni, þýðing eftir dr. Alexander á snjallri sonn- ettu eftir hinn kunna vin ís- lands og allra Norðurlanda, dr. Henry Goddard Leach í New York. Nefnist sonnettan á frum málinu „Well' Blazed Trail“, en dr. Alexander hefir valið þýð ingunni heitið „Ljós vega minna“, og er hún á þessa leið: Þótt sól ei skíni, er bros þitt birta nóg, ej bjarmi af degi, ei tindri stjama um nótt. Þótt máninn hverfi og suddi slgi að drótt og sveipi loftið, er mér hugar fró með þér að vera, er veg minn ruddi og bjó. Þú vattst þér mjúkt sem hind um þykknið skjótt. Þitt bros var Ijós, er lýsti og jók minn þrótt, en leiður efi og hik á burtu fló. Bros þitt er milt og tígið, trútt og hlýtt, ég teiga lífsins drykk úr augum þín. Mín Ijúfa ást, ver leiðarstjaman min á lífsins vegi gegnum blítt og stritt, hver dáð, sem ég hef drýgt og öðmm nýtt, drottning míns lífs, í þínu Ijósi skín. i (I Sjálfur var dr. Alexander gæddur góðri skáldgáfu, en lagði litla rækt við frumsamda Ijóðagerð, helgaði sína miklu hæfileika og starfsorku víðtæk- um fræðiiðkunum og ritstörfum, samhliða umfangsmiklum störf- um á sviði íslenzkra menningar mála, og ber þar hæst eins og alkunnugt er, ómetanlega starf semi hans í þági/ Háskóla Is- lands. Eigi að síður bera íslenzkar og þýzkar þýðingar hans gott vitni meðfæddri skáldgáfu hans. En ágætt dæmi þess, hvemig hann gat ort, þegar því var að skipta, er hið framúrskarandi orðhaga og myndríka kvæði hans „Flug- ferð“ lýsing á flugferð frá Ak- ureyri til Reykjavíkur, er að verðugu skipað öndvegi í Eim reiðinni apríl-júní 1929. 1 því sambandi má og á það minna, að dr. Alexander var emn af frumherjunum á sviði ís- lenzkra flugmála. Hann var maður viðkunnur utan íslands stranda, og þá sér staklega í hópi fræðimanna, fyr ir málvísiridaleg rit sín og rót- tækar kenningar sínar um upp runa tungumála. Verður mér ofarlega i huga minningin um Þýðing þessi er prýðilega vel gerð, nær ágætlega hugsun frumtextans, myndauðugu mál- fari hans, og öllum svip hans. í Íjóði þessu speglast einnig fagurlega lífspeki hugsjóna- og athafnamannsins Alexanders Jó Nokkur umferðaróhöpp urðu um síðustu helgi utan marka Reykjavíkur. Blfreiðar lentu i hörðum árekstrum, sumar ultu og eitthvað slasaðist af fólki. I Hvalfirði varð harður árekst ur milli tveggja bifreiða á laug- ardagskvöldið, M 445 og R 17684 og skemmdust báðar veru lega. Einn farþegi slasaðist það mikið að flytja varð hann í sjúkrahús og tveir aðrir hlutu minni háttar meiðsli. Suður i Vogum valt bifreiðin r 17498 aðfaranótt sunnudags- ins og var óhappið tilkynnt lög- reglunni í Hafnarfirði um hálf- hannessonar, er setti markið hátt, hvarf eigi frá því, þó að á brattann væri að sækja, og bar þess vega gæfu til þess, að sjá margar fegurstu hugsjónir sínar verða að varanlegum veruleika í ríkum mæli. fimmleytið um nóttina. Ekki vissi lögreglan um orsök velt- unnar og taldi hana a. m. k. ekki hafa orsakazt af ölvun. Fimm manns voru í bifreiðinni og sluppu allir við meiðsli, en bif- reiðin var talin stórskemmd. Um fimmleytið síðdegis á sunnudaginn varð harður á- rekstur á Digranesvegi í Kópa- vogi. Lentu þrír bílar í honum þar af einn kyrrstæður, en hin- ir tveir á ferð. Bílarnir voru R 16955, Y 1528 og T 44. Öku- maður þess síðastnefnda slasað ist og var fluttur f Slysavarðstof una. Bílarnir skemmdust allir meira eða minna. Árekstrar og slys

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.