Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 20. október 1965. Gunnar G. Schram: Norðurstjarnan vísar veginn T fyrradag átti ég tal við norska iðjuhöldinn og síldarkónginn Christian Bjelland suður i Hafn arfirði. Þar var hann að skoða nýju verksmiðju Norðurstjöm- unnar, sem hann og fyrirtæki hans er meðeigandi að og nú hef ur fyrir skömmu tekið tii starfa. — Ég bind miklar vonir við framleiðslu Norðurstjörnunnar, sagði þessi reyndi norski iðju höldur Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum selt is- lenzku síldina niðursoðna í mikl um mæli. Við höfum þegar gert samning við Norðurstjömuna um að annast fyrir hana söluna á allri framleiðslu fyrirtækisins í fimm ár og jafnvel lengur ef eigendurnir kjósa. Síldin sem þið íslendingar veiðið er fyrsta flokks hráefni, bezta hráefni sem þekkist, eins og við Norðmenn sjálfir vitum mæta vel. Það er þess vegna auðvelt að selja hana á erlendum mörkuðum, ef sölu kerfi sem okkar er fyrir hendi og varan þannig úr garði gerð að hún hæfi markaðnum. Og þessi íslenzka verksmiðja er full komnari en nokkur önnur sem ég hefi séð eða haft spumir af. Því ættuð þið þá ekki að vera samkeppnisfærir? Þannig var Christian Bjelland ekki ýkja myrkur í máli þegar hann ræddi um framtíðina i síld armálunum. Hann á 10% í hinni nýju verksmiðju en hefur þar að auki lagt til verkfræðikunn áttu við byggingu hennar og fyrsta rekstur. Auk þess leggur hann til það sem ekki er þó , síður mikilvægt, sölusamtökin vestan hafs, þangað sem nær öll framleiðsla hinnar nýju verk smiðju fer. Þar starfar Bjelland með Ianga og góða reynslu að baki. Verksmiðjur hans 10 eru þær stærstu sinnar tegundar á Norðurlöndum og sölukerfi hans í Bandaríkjunum og viðar um veröld er annálað fyrir þraut- skipulagningu og einstök afköst. Hin nýja verksmiðja framleiðir nú 13 milljónir dósa af „kipp- ers“ á ári. Að verðmæti eru það um 40 milljónir ísl. króna. Bygg ingarkostnaður verksmiðjunnar með öllum vélum er hinsvegar um 30 milljónir ísl. króna. Nýrra hugmynda þörf Margt hefur verið rætt og rit að um það á undanfömum ár- um hve nauðsynlegt það væri að efla jafnvægið í byggð lands ins og stuðla að aukinni upp- byggingu strjálbýlisins, eins og nú er orðið aftur í tízku að kalla það. Sumir af þeim pistlum hafa verið kostulegir draumórar. Það þýðir ekki að einblína á gamlar leiðir, úrelt úrræði, kreppulána fjárveitingar, sem oftast hafa reynzt skammgóður vermir dauð vona fyrirtækjum. Hér þarf að fara inn á nýjar leiðir, kanna nýja stigu, og grípa til nýrra úr- ræða. í því efni vísar Norður- stjaman í Hafnarfirði veginn. Helzti Þrándurinn f Götu aukins síldariðnaðar á Norður- og Aust urlandi hafa verið markaðsvand ræðin, svo bágleg að ágætar síldarverksmiðjur þar hafa stað ið hljóðar og tómar mánuðum og missemm saman vegna þess að framleiðslan hefur ekki selzt. Sölutæknina, markaðsrannsókn- ir og sölukerfi hefur vantað. Með þessum orðum er þó ekki fullyrt að hægt sé að byggja ná- kvæmar eftirlíkingar Norður- stjömunnar um allt Norður- og Austurland. En sýnir ekki fram tak Norðurstjömumanna, Áma Kristjánssonar og félaga hans, að það er kleift að fara nýjar leiðir f þessum efnum með góðum árangri? Hvers vegna er ekki hægt að reisa svipaðar verk smiðjur með ströndum landsins í samvinnu við aðra erlenda að ila en Bjelland, aðila sem leggja bæði til tæknikunnáttu, fjár- magn og sölukerfi? Vitanlega er það hægt ef vit og vilji er fyrir heridi, framtak til þess að 'kanna nýjar leiðir, og horfa fram á við. Margt annað sælmeti Níðs ókvíðinn var Bjelland um það að ekki væru miklir og vax andi markaðir fyrir niðursoðna síld, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar. Fólkinu fjölgar alltaf, og ef varan er góð þá selst hún. Hann benti á þá stað reynd að unnt væri að auka framleiðslumagnið í Hafnarfirði um helming með nýjum vélum, og það yrði gert á næstu árum ef allt gengi svo sem ætlað er. Og það er ekki aðeins reykt síld í dósum, sem hann kvað auðvelt að flytjá út héðan frá íslandi, heldur margt annað sæl- meti úr sjónum. Niðursoðin hrogn, svil, já, jafnvel fiskboll- ur seldust ágætlega á mörkuðum veraldar, niðursoðnar i Stavang- er. Og því þá ekki á íslandi? Banki nýrrar aldar Það er hressandi í nýbyrjuðu skammdeginu að hitta að máli mann sem Christian Bjelland, engan draumóramann eða skýja glóp, heldur mann sem stendur í múr og naglfastri elleftu verk toúðjféjbriPfcttS háriri'áaðiltí‘ að. » Vegna samvinnunnar við hann markar upphaf Norðurstjöm- unnar tímamót í atvinnumálum sjávarútvegsins, miklu merki- legri en í fljótu bragði virðist. Ágætar og geðfelldar hafa bolla leggingamar um nýja öld í sildar iðnaði verið, nýja verksmiðju- fjöld á atvinnutregðusvæðunum fvrir norðan, með hornauga á vonarmarkaði félaga Bréznevs í austurvegi. En er ekki meira jarðsamband í hugmyndum eins og þeim, sem nú hafa verið holdi klæddar suð ur í Hafnarfirði? Christian Bjel land er ekki einn í heiminum. Á Norðurlöndum, Englandi og Þýzkalandi eru fjölmörg firmu í sjávarútvegi sem vörurnar skort ir. Og ef af því verður að við göngum í EFTA opnast markað ur hundrað milljón manna í Evrópu einni, sem nú er vand lega tollvarinn íslenzkum niður suðuvörum. Innan skamms stendur til að stofna enn einn dreifbýlissjóð inn, sem að þessu sinni heitir Framkvæmdasjóður strjálbýlis ins. Vonir eru meiri bundnar við hann en flesta fyrirrennara hans Hann getur orðið banki nýrrar aldar í þessum efnum. En það reynist hann aðeins ef starf hans verður byggt á nýjum hug myndum, eins og hér hefur ver ið lýst, og fjármagn hans ekki ■ ríotað ’íí kreppulán, heldur til þess að 'leggja nýja braut á brattann. Fréttabréf frá Patreksfirði Tveir hrútar brenna inni Sl. mánudagsnótt brann fjós og hlaða á Patreksfirði. í hlöð- unni var þó nokkuð afiheyi og einnig voru tveir hrútar í bygg ingunni og brunnu þeir inni. Húsið var lágt vátryggt, hey og annað óvátryggt svo að um tilfinnanlegt tjón var að ræða hjá eiganda, Kristnj Fjelsted. Eldurinn kom upp um miðia nótt og er óvíst um eldsupptök. Kom slökkviliðið fljótt á vett- vang og tókst að slökkva eld- inn á skömmum tíma. Miklar hafnarframkvæmdir Unnið hefur verið að hafnar- málum af miklu kappí i allt sumar. Ber mest á 60 metra löngu stálþili í innsiglingarrenn unni til Patreksfjarðar. Er það framlenging á stálþili sem fyrir var en innsiglingarrennan var grafin út frá vatni, sem þar var og voru stálþil sett með renn- unni sitt hvorum megin. Er öll aðstaða til siglinga mun betri eftir þessar framkvæmdir. Hefur nú verið unnið fyrir um 4 milljónir króna við hafn- argerðina og er fjárveiting til hafnargerðarinnar veitt sam- kvæmt Vestfjarðaráætluninni. Að hafnargerðinnj hafa unn- ið menn frá Vita- og hafnar- málaskrifstofunni og S—10 verkamenn hafa unnið stöðugt við framkvæmdirnar. Enn er miklu ólokið við hafn arframkvæmdimar og mun verða tekið til við þær aftur næsta sumar. Nýr flugvöllur Unnið hefur verið að flug- vallargerð í Sandodda og er hann nær fullgerður. Á Sand- odda, sem er að vestanverðu við fjörðinn er litill flugvöllur með 6-700 metra langri flug- braut, sem hingað til hefur þjónað flugsamgöngum til Pat- reksfjarðar. Er nýi flugvöllur- inn skammt frá hinum gamla og verður að flugbrautin 1400 metra löng með 6-700 metra langrj þverbraut. Félagsheimili byggt í sjálfboðaliðsvinnu Verið er að byggja lögreglu- stöð og verður slökkviliðið einnig þar til húsa. Fá lögreglu þjónar bæjarins þar ágæta að- stöðu. Fleirj byggingar eru í smíðum. Verið er að byggja efnalaug og einnig er Sam- vinnubankinn að koma yfir sig útibúi. Unnið er að byggingu mjólkurstöðvar og sex ibúðar- ' hús eru í smfðum. Um helg- ina var steyptur grunnur að félagsheimilj og var allt unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Unnu að því 30 menn en að byggingunni standa ýmis félagasamtök. Félagsheimilið verður stórt hús, byggt í áföngum og verð ur reynt að hraða fyrsta á- fanganum eins og unnt er svo að hægt verði að taka hann f notkun sem allra fyrst. Komur Spánverja og Portúgala aukast Aflabrögð hafa verið mjög góð á línu að undanfömu og hafa bátar haft um 6—8 lestir í róðri. Hefur afli dragnótabáta verið mjög góður í sumar. Höf- um við Patreksfirðingar tekið eftir því að koma Spánverja og Portúgala hingað hefur auk izt að mun. Eru þetta sjómenn, af þýzkum togurum, er liggja hér til þess að afla vista og einnig þegar leggja þarf menn inn á sjúkrahúsið. Skólinn settur Skólasetning fór fram þann 3. okt. Eru nemendur í ár 195 þar af 40 í unglingaskóla. Fastir kennarar eru sjö með skólastjóra Jóni Þ. Eggertssyni. • ☆ Tízkusýning á að lítils drengs læknishjálp Soroptimistklúbbur Reykja- víkur gengst fyrir tizkusýningu að Hótel Sögu n. k. fimmtudag 21. október. Að þessu sinni rennur allur á- góðinn til þess að styrkja veikan dreng, sem senda þarf til bráðr- ar skurðaðgerðar til Mayo-sjúkra- hþssins í New York sem allra fyrst. Mjög hefur verið reynt að vanda allan undirbúning og hafa margir lagt hönd á plóginn til þess, að þessi fjáröflunarskemmtun mætti takast sem bezt. Mörg fyrirtæki sýna þama alls konar fatnað o. fl. Jörgen Krarup — þekktasti hatta- teiknari á Norðurlöndum og sem unnið hefur um árabil hjá hinu þekkta tízkufyrirtæki A. Fonnes- beck í Kaupmannahöfn — hefur orðið við beiðni klúbbsins um að koma til Reykjavíkur og sýna nýj- ustu tízku í höttum. Dagskráin verður í aðalatriðum sem hér segir: Ávarp — Ragnheiður Guðjóns- son. Hattar frá A. Fonnesbeck — teiknaðir af Jörgen Krarup Káp- ur frá Guðrúnarbúð á Klapparstígn um Herrafatnaður frá Herrad. P.Ó. Kjólar — Mari-Mekko frá Dimmalimm. Kjólar — batik frá Sigrúnu Jónsd. Samkvæmiskjól- ar — Hildur Sívertsen. Skartgrip ir — Jón Dalmannsson. Þjóðdans* ar og þjóðbúningar — Þjóðdansa- félag Reykjavíkur. Emilía Jónas- dóttir — leikþáttur. Ómar Ragnars son skemmtir og kynnir. Efnt verð ur til happdrættis með fjölda góðra vinninga. / Húsið verður opið fyrir matar- gesti frá kl. 19.00, en dagskráin hefst kl. 20.30. Hljómsveit hússins leikur og dansað verður til kl. 1 eftir mið- nætti. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel Sögu, kl. 17.00—19.00 f dag og á morgun. Innbrof Innbrot var framið í fyrrinótt í Pípuverksmiðjuna hér i borg, leit að að peningum eða öðrum verð- mætum, en þegar ekkert fannst hafði þjófurinn sig á brott við svo búið. Fyrst hafði þjófurinn brotið rúðu í verksmiðjuhúsinu og farið þar inn, en að því búnu ráðizt á skilrúm eða þil milli skrifstof- unnar og verksmiðjunnar. Gat þjóf urinn brotið gat á þilið og skriðið i gegnum það inn í skrifstofuna. Þar leitaði hann og rótaði f skúff um og hirzlum, en fann ekkert það, sem hann taldi sig geta haft not af og fór slyppur út aftur. / \ {

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.