Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 1
VISIR • • SAMGONGULAUSIR Enn er stórflóS í Jökulsá á Sólheimasandi og allar samgöngur rofnar við Skaftfeilinga eins og sakir standa. Vatnið er þó heldur f rénun, en ekki viðlit að hefja viðgerð nú. Ýtur eru á leið- inni austur að Jökulsá og eru væntanlegar þangað i kvöld. Bráðabirgðaviðgerð tekur ekki minna en þrjá daga, þótt allt gangi að óskum, og verður þó mikið verk eftir.Ómöguiegt er heldur að segja tll um hve erfftt reynlst að lyfta briiarsporðunum upp. (Ljósm. Vigfus Friðriksson). GEYSILEG SPJÖLL Á Stórkostlegar vega og brúaskemmdir urðu af völdum vatnavaxta á Suður og Vesturlandi síðustu dagana, en einkum þó í fyrrinótt. Ár og lækir flæddu yf ir bakka sína ruddu skörð í vegi og grófu undan brúarstöplum. Annars stáðar féllu skriður yfir vegi. Olli þetta víða sam göngutruflunum, en sums staðar eru sam- göngur þó að komast í eðlilegt horf aftur. Miklu stórkostlegust urðu vega og brúarspjöll hjá Jökulsá á Sólheimasandi. Hljóp ofsaleg- ur vöxtur í hana, einhver sá mesti sem menn muna um ára- tuga skeið. Braut áin sig vest- ur fyrir brúna, gróf sig á nokkru svæði gegnum veginn og jafn- framt undan brúarstöplunum, þeim vestustu, þannig að brúar- sporðurinn féll niður í ána. Viðgerð á þessum spjöllum hefst þegar sjatna tekur á ánni, en nú er ekki unnt að segja hve langan tíma hún tekur.. Á meðan er ekki um aðra sam- gönguleið að ræða milli Vestur- Skaftafellssýslu og Suðurlands- undirlendisins og Reykjavíkur, en um Landmannaleið, en búast má við að hún teppist lika þá og þegar annað hvort vegna bleytu og vatnavaxta eða þá vegria snjóa. Snæbjörn Jónasson verkfræð- ingur hjá Vegagerð rfkisins sagði, að Múlakvísl myndi ein- hvern usla hafa gert austan Vikur og grafið undan brúar- stöpli þannig að umferð um brúna var talin ófær stórum bílum. 1 morgun höfðu ekki borizt fréttir þaðan að austan. Um vestanvert landið urðu vegaspjöll víða og ollu sam- göngutruflunum. Einna mest vestur I Dalasýslu. Þar féllu skriður yfir þjóðveginn í Svína- dal og er hann nú lokaður fyrir allri umferð. Bæði Reykiadalsá og Hörðudalsá flæddu yfir far- vegi sína og yfir vegina, þannig að þeir urðu ófærir I gær. Vatns- magn beggja ánna hefur sjatnað /og í morgun komust stórir bílar leiðar sinnar yfir Reykjadalsá og þann vegarkafla sem hún flæddi yfir. Hvitá i Borgarfirði flæddi yfir þjóðveginn skammt frá Ferju- koti í gær og olli samgöngu- truflunum um skeið. Þar hefur vatnið fallið niðiir og samgöngur eru komnar I eðlilegt horf. Skriður féllu i Hvalfirði, í Lundareykjadal og í Narfeyrar- hlíð I Álftafirði á Snæfellsnesi. Á öllum þessum stöðum féllu þær yfir vegi, en hafa verið Framhald á bls 6 Keflavíkurvegurinn opnaður á þriöjudag Eins og Vi'sir hefur áður skýrt frá stóð til að hinn nýi Keflavíkurvegur yrði opnaður til umferðar á Iaugardaginn. Eft ir upplýsingum sem blaðið afl- aði sér síðdegis f gær mun veg urinn ekki opnaður fyrr en á þriðjudaginn. Er ástæðan sú aS vegna rigninga og roks undar*- farna daga hafa lokafram- kvæmdir við veginn taflzt í- kveikjan f vegtollsskúrnum við Straum í nótt mun engin áhrii' hafa á þá ákvörSun aS opna veginn á þriSjudaginn. Vegatollskýlií nýja brann til kaldra kola í nótt Vafalaust um íkveikju af mannavöldum að ræðo VegatollskýliS nýja f Straumi brann til kaldra kola f nótt og BLAÐfÐ i DAG Bls. 3 Á norðfirzku síld- arplani. Myndsjá. — 7 Sjolokov nóbel- skáld. — 8 Trú og matur í ísrael. — 9 Hafnarminningar GuSmundar Arn- laugssonar rektors. — 11 Monu-málinu lokið. sér þar ekki urmul eftir nema undirstöðurnar elnar. Enginn veit um eldsupptök, en telja má því sem næst ðruggt að þar haf j verið um íkveikju að ræðá. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá lögreglunni í Hafharfirði í morgun, hafði maður nokkur komið þangað í lögreglustöðina, kl. 0.55 eftir miðnætti í nótt. Hafði hann þá verið að koma sunnan af Suður- nesjum og kvaðst hafa séð rautt rakettuljós hjá Straumi. Fannst manninum eitthvað, undarlegt eða dularfullt við þetta og taldi ástæðu til að skýra lögreglunni frá því. Tveir lögreglumenn voru sendir samstundis suður að Straumi til að vita hvort þeir Frh. á bls. 6. , , Þeir taka ekki af manni tollinn í bráð", sagöi vörubilstjóri, sem ðk fram hjá brunna tollskýllnu við Suðurnesjaveginn nýja i morgun. Verkamennirnlr, sem höfðu verið að puSa við að byggja toll- ;;;iið og hraða því sem mest, horfðu með söknuði i brunarústirnar, þar sem verkfærln þelrra hófðu orðið eldimim að bráð. sagir, hamrar, sieggjur, borvél, heflar og hvaðeina. „SjáSu olíubrús- ana þarna", sagðl elnn, „þeir voru ekki þarna, þegar viS fórum Iiéðan síðasff. (Mynd: g^gBJ)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.