Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 6
D V í SIR . Fimmtudagur 21. október 1965. Nærrí helmingur heys- ins hefur fengiit þegar Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í morgun hjá Kristj áni Karlssyni fyrrv. skólastj., erendreka Stéttarsamb. bænda er nú komið nærri því marki, að fluttur sé eða bundlnn tilbú- inn til flutnings helmingur af því heymagni, sem þörf er talin fyrir á Austurlandi. Það var gert ráð fyrir, að bændur eystra þyrftu 3000 lest ir af heyi eða 30.000 hestburði, og eru 8000 komnir austur og búið að binda á 13. þúsund. Eru það þv£ yfir 4000 hestburð- ir, sem nú bíða flutnings. Blaðið spurði Kristján að þvi hverjar horfur væru á, að hey- magn fengist, sem þyrfti, og kvað hann dálítið erfitt að segja um þetta eins og sakir stæðu. Margt hefði áhrif á það hvort bændur eystra fengju það hey magn, sem þeir hafa beðið um: Framboð (sem gæti minnkað því lengra sem líður á haustið), /tíðarfar til þess að binda hey og flutningaskilyrðin. Væntan- lega ,sagði Kristján yrði hægt a ðgreina nákvæmlegar frá horfunum eftir nokkra daga. Einar Benediktsson og ís- lenzku fossarnir Póststjómin mun í næsta mán-1 arinnar til viðskiptamanna erlend uðl gefa út nýtt frímerki. Er það 10 króna merki í bláum og brúnum lit og er til minnlngar um skáldið Einar Benediktsson. Sýnir frímerk ið mynd af skáldinu og í baksýn sést foss og blá fjöll f fjarlægð. Frímerki þetta er prentað í Finn- landi hjá prentsmiðju Finnlands- banka í offset og stungu. Það verð ur gefið út 16. nóvember n. k. 1 tilkynningu ísienzku póststjórn Jeppa-bifreið stolið á Laugaveginum i fyrrinótt var bíl stolið sem stóð á bflastæði fyrir framan húsið Laugaveg 178. Þetta var drappleit- ur jeppi og hafði skrásetningar- númerið G-3637. Eru eigandi og lög regla þakklát þeim sem gæti gefið upplýsingar um, hvar bifreið þessi er nú niður komin. Fyrirlestur — Framh. af bls. 16 stóð. Hefur hann ritað fyrir tveimur árum bók frá þessum þætti ævi Churchill sem komið hefur út á 9 tungumálum og hlotið hið mesta lof. 1 fyrirlestr- inum mun hann rifja upp gaml- ar endurminningar frá kynnum sínum af Churchill, segja af honum sögur og spjalla um þátt hans í styrjöldinni. is er nokkuð rakinn æviferill Ein- ars Benediktssonar, sagt að hann sé eitt mesta skáld íslenzku þjóð- arinnar þvf lýst að hann sé meðal vfðreistustu íslendinga oghafiverið sannur heimsborgari. Þá er sagt að fossinn sé settur með sem tákn- mynd, þar sem fossarnir hefðu bæði orðið honum efni í ljóð og einnig hafi hann séð í þeim drauma rætast um rafvæðingu hinna miklu vatnsfalla íslands. Þá hefur Póststjú'nin tilkynnt að á degi frímerkisins sem er 2. nóv- ember n. k. verði sérstakur dag- stimpill í notkun í póststofunni í Reykjavík. Á stimpli þessum er mynd af póstbera með tösku sína á reiðhjóli og kringum hann áritun- in, Reykjavík Dagur frímerkisins. Skotárás kærð í gærmorgun var enn kært yfir skotárás eða skothríð á hús hér í Reykjavík, eða hvað annars á að kalla það. Það var laust fyrir klukkan 10 árdegis í gær að hringt var til lög- reglunnar í Reykjavfk og henni skýrt frá þvf að sennilega hafi verið skotið á bragga, sem stendur skammt frá símstöðinni nýju við Suðurlandsbraut. Þarna er um stóra braggabygg- ingu að ræða og í suðurenda henn- Moður ætlaði að hloupa ffyrir bíl I fyrrakvöld munaði litlu að bif-, reiðaslys yrði suður á Reykjanes-1 braut á móts við Þóroddsstaði. I' þetta skipti gegnir öðru máli en j í flestum bifreiðaslysum, að hér hefði ekki verið hægt að sakast við : bifreiðarstjórann. Maður nokkur i ! sem var í æstu skapi virtist f þessu ; ’ tilfelli hafa ætlað að hlaupa fyrir bifreið sem kom eftir veginum. ,ökumanni á bifreiðinni tókst þó að breyta snögglega um stefnu og stöðva hana, þó rakst maðurinn lítillega á bifreiðina og meiddist . lítilsháttar. j Innilegar þakkir færi ég þeim er hafa sýnt mér samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, HELGA HELGASONAR, trésmiðs, Þórsgötu 20 Sérstakar þakkir færi ég þeim, er hafa aðstoðað mig í veikindum hins látna. Sigríður Kristjánsdóttir. ar er bifreiðaverkstæði til húsa. Menn sem voru þar að vinnu töldu sig hafa heyrt hvin í lofti og enn- fremur smell, eins og eftir skot. Þeir töldu sig ennfremur hafa séð merki eftir bvssukúlu í dyrastaf verkstæðisins. Rannsóknarlögreglunni var gert aðvart og fór Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglumaður á stað- 'inn. Hann kvaðst, þrátt fyrir leit, : enga kúluna hafa fundið, en hins I vegar hefði verið eitthvert far í dyrastafinn. Eftir hvað það far væri, sagðist hann ekki geta dæmt 1 um. Ekki hefði heldur sézt neitt til | grunsamlegra mannaferða. ! Sjolokov — í Framh af bls 7 og seigluna í mannssálinni og virðingu gagnvart lífinu og þess vegna hefur hún gildi“. Jakúb taldi upp ýmsa kosti þessa verks Sjolokovs, þótt hún brygði upp sterkri myn'd af harmleik, væri hún jákvæð og upplyftandi f fyllsta máta og áhrif af henni væru ör.vandi. í ; henni speglast þetta stolt rúss- neska einstaklingsins, þegar hann mætir örlögum sínum. Hann bregzt vlð hverju, sem að höndum ber, eins og maður. — stgr. if* Nýlega var minnzt með minn ingarguðsþjónustu í St. Martin’s | in the Field, London, brezku hjúkrunarkonunnar Edith Ca- vell sem Þjóðverjar tóku af lífi í Briissel 1914. Hún hafði hjúkr að af mikilli fórnfýsi og alúð hermönnum — einnig þýzkum, en þýzka herstjórnin sakaði hana um að nafa hjálpað stríðs föngurn til að flýja og lét taka hana af lífi. Einn bræðranna situr enn inni Tveimur bræðrana, af þrem,^ sem voru í blfreiðinni, er or- sakaði banaslysið á Langholts- vegjnum á dögunum hefur verið sleppt úr gæzluvarðhaldi, en sá þriðji situr enn inni, og er rannsókn í máli hans ekki lok- ið. Sá sem inni situr heitir Þor- steinn Snorri Axelsson, og er 22ja ára að aldri. Þótti frá upp hafi allt benda til að hann hafi ekið bifreiðinni, enda sá eini þeirra bræðra, sem bílpróf hafði tekið. Annar bræðra hans bar það og að hann rámaði í að hafa séð hann undir stýr- inu eftir að slysið varð. Sömu- leiðis bar stúlka sú, sem var farþegi með bræðrunum í bif- reiðinni að hann hefði ekið. Saksóknari ríkisins hefur fyr irskipað dómsrannsókn í máli þessu og er hún fyrir nokkru hafin. Tollskýlið — Framhald af bls. 1. yrðu einhvers frekara áskynja um þetta dularfulla ljós. Það urðu þeir þó ekki og sneru við svo búið aftur. Þegar þeir komu í lögreglustöðina að erindi sínu loknu var kl. 2.20 eftir mið- nætti. Tuttugu mínútum síðar, eða kl. 2.45, kom Bandaríkjamaður f lögreglustöðina f Hafnarfirði og kvaðst vera að koma að sunnan. Sagði hann að kviknað væri í nýja tollskýlinu í Straumi og logað glatt f því. Lögreglan gerði slökkviliðinu í Hafnarfirði þá þegar aðvart og flýtti sér að þvf búnu á bruna- stað. En þegar þangað kom var skýlið að mestu brunnið, aðeins grindin sjálf stóð uppi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn fáum mínútum síðar var grindin fallin líka og húsið brunnið til kaldra kola. Enginn maður sást á ferli við skýlið og engin spor eða verks- ummerki neins staðar er bent gætu til mannaferða. Samkvæmt upplýsingum frá Vegamálaskrifstofunni í morgun var skýlið ekki fullgert, en þó miög langt komið, svo að það átti að verða fullbúið til notk- unar um næstu helgi. Búið var að fá dieselrafstöð til ljósa og upphitunar, en hún var ekki í gangi svo útilokað er að um rafmagnsíkviknun hafi verið að ræða. Vegaspjöll — Fram^ald af bls. 1 mokaðar að nýju svo þær teppa ekki lengur samgöngur. Á Bolungarvíkurvegi hafa verið látlaus skriðuföll frá því fyrir helgi og vegurinn stór hættulegur allri umferð. Veg- nrjnn hefur yerð hreinsaður öðru hvoru, en lokast jafnharð- an aftur. 1 gær var hann ruddur enn að nýju og þá munaði litlu að mokstursvélarnar kæmust til baka, því svo mjög hafði hrun- ið á veeinn. Eru allir varaðir við að leegja á hann að svo komnu máli. Á ýmsum öðrum stöðum hafa orðið einhver vegaspjöll af völd- um vatnavaxta. u«nhv'" ■■ - . vjujaan——■ r Israel — Framh. af bls. 8 sér, að fara stranglega eftir gyðinglegum trúarvenjum, Svínakjöt er þar aldrei á boð- stólum og einnig eru margir fiskréttir forboðnir. Hótelin hafa aðeins kjöt- af skepnum, sem slátrað hefur verið á sér- stakan trúarlegan hátt undir eftirliti rabbía, — Gyðinga- prests. Samkvæmt gyðingleg- um venjum má ekki blanda saman mjólk og kjöti og því er ekki hægt að fá mjólk f kaffið eftir kjötmáltfð. Á sama hátt er ekki hægt að fá ís sem eftirrétt eftir kjötmáltíð, en til þess að gleðja túristana hafa hótelin cassada, — fslíki, búið til úr sojabaunum, en smakkast eins og fs. í Israel borða menn þrjár máltfðir á dag, morganverð, há degisverð og kvöldverð, og er hádegisverðurinn aðalmáltfðin. Morgunverðurinn er miklu efn- ismeiri en venja er á íslandi og er þá boðið upp á ýmsar tegundir brauðs með smjöri, ost; og sultu, síld og sardínur og ýmsar tegundir af grænmet- issalati, ávexti, egg og kaffi. Morgunkaffi sfðdegiskaffi og kvöldkaffj þekkja ísraelsmenn ekki. Pita er hvítt kringlött og syk urlaust brauð, holt að innan, Það er selt eins og pylsur úti á gangstéttum og er þá fyllt með falafel, en það er baunakássa bökuð í vatni. Þetta er bæði lystugt og bragðsterkt. ísra- elskt sérkenni er eins konar súr mjólk, sem þeir hafa fyrir eft- irrétt. Sterk vín eru yfirleitt lokuð bók fyrir Israelsmönnum, en þeir drekka gjama ískælt kaffi af sterkustu gerð — J. Kr. ELDHÚSKLUKKUR PÖNNUR 8 daga og rafhlöðn-gangverk MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 . Sfmi 22804 Hafnargötu 35 . Keflavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.