Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 11
um helgina lauk f Dan- mörku einhverju umfangs- mesta glæpamáli, sem dómstól ar þar í landi hafa nokkru sinni fengið til meðferðar. Þetta var hið svokallaða „Monu-mál,‘‘ en upphafs þess var að 7 ára telpu- bam Mona Rasmussen hvarf á Suður Fjóni er hún var á leið í skólann. Mánuði eftir hvarf hennar fannst líkið í stöðuvatni og höfðu tveir stórir pokar úr bréfi ætlaðir fyrir sorp verið settir utan um það. Málinu lauk á laugardaginn með því að veitingaþjónn einn að nafni Thage Phil Rasmussen var dæmdur sekur um morðið þrátt fyrir það að hann neit- aði öllum sakargiftum. Kvið- dómur í Óðinsvéum komst að þeirri niðurstöðu byggðri á ýmsum líkum og sönnunar- gögnum, að hann væri sá seki. TljTonu-málið hefur eins og 1 eðlilegt er vakið feikna athýgli í Danmörku. Fyrstu fréttimar af hvarfi barnsins urðu upphaf geysi víðtækrar leitar, sem þúsundir manna tóku þátt í. Síðan þegar telpu Ifkið fannst vakti það hryll- ing. Loks hefur rannsóknin staðið í rúmlega ár. Maður sá sem nú var dæmdur var hand tekinn grunaður um verknað- inn fljótlega eftir fund líksins, en þar sem sönnunargögn virt ist skorta í fyrstu og hann kom fram með fjarvistarsönn un var honum aftur sleppt. En síðan komu ýmis fleiri sönnun- argögn fram í málinu, sem beindust að honum og var hann þá aftur handtekinn og síðast höfðað mál gegn honum. Talið er að þau sönnunar- gögn sem úrslitum hafi ráðið hjá kviðdómnum hafi verið lengjur úr frotté — handklæðis efni, sem bundið var utan um líkpokann, en samskonar efni fannst heima hjá hinum á- kærða. En það var líka ýmis- legt fleira sem tengdi hann við afbrotið. Við skulum nú lítil- lega rekja atburði þessa máls, sem hafa verið svo mjög á döfinnj í Danmörku £ heilt ár og meira en það. jy/Jona litla, sjö ára telpa átti heima hjá foreldrum sín- um í bóndabænum Hvidkilde á Suður Fjóni. Það var að morgni dags um kl. 11 20. ág. ’64, sem j hún lagði áf stað á hjóli sínu £ j skólann. Hún átti að hjóla gegn um Amalienlyst skóg til þorps i ins Egense. En þaðan skyldi hún fara með skólabilnum til skólahússins í Rantzau Minde. Hún var nýlega farin að ganga í skóla. í fyrstunni hafði henni verið fylgt £ skólabílinn en svo var nenni treyst til að fara þetta einni, enda lítil umferð á þessum slóðum. Var þetta £ sjötta skipti sem hún fór þessa leið upp á eigin spýtur. En £ ^—iM^.■wMWBiiaaaia^ Monu-málinu í Dan- mörku er lokið þetta skipti kom hún aldrei í skólabílinn. Nokkrum minútum eftir að hún fór að heiman fannst reið hjól hennar og skólataska eftir skilin við veginn £ skóginum. farið. Varð þetta númer 14.205 smám saman all frægt £ Dan- mörku, þegar lögreglan fór und ir lok- leitarinnar að auglýsa það og biðja um upplýsingar. Svo fór á endanum að lögregl Rasmussen yfirþjónn sem var fundinn sekur um morðið á Monu litlu. unni tókst með fádæma þolin- mæði að elta uppi hvert allir þessir 27 þúsund pokar hefðu farið. En mjög snemma £ þessari pokaleit gerðist það, að at- hyglin beindist að ákveðnum manni veitingaþjóninum Tage Phil Rasmussen, en upplýsing- ar fengust um það að hann hefði þá einmitt fyrir nokkru keypt tfu poka af þessari gerð og með þessu númeri. Þegar hann var handtekinn og hús leit gerð hjá honum fundust pokamir, en þeir voru niu, það er að segja, það vantaði ekki tvo heldur einn. Þetta atriði veikti nokkuð sönnunargildi pokanna, en talið hefur verið liklegt, að þegar Rasmussen keypti pokana hafi afgreiðslu- maðurinn mistalið sig og látið hann hafa ellefu. En fyrst og fremst voru það frotté-klútarnir sem þóttu sanna tengsl Rasmussens við afbrotið. Slfkur frottéklútur fannst i Nörresö rétt við pok- ann og hafði verið bundinn hnútur á hann sem benti til þess að klúturinn hafi verið hnýttur utan um þá. Samsvar andi frotté-klútar fundust á heimili ítasnjpssen..... ,Fór ná- /kvæm efnisrannsókn fram á klútunum og sýndi sá saman- burður að hér var um sama efnið að ræða. jyjóti þessu bar Rasmussen og verjandi hans fram fjarvistarsönnun. Hann hélt þvi fram að hann hefði verið á bæjarskrifstofunni £ Svendborg á tímanum sem telpan hvarf, þá verið að borga reikninga. Framkvæmdi lögreglan nú ýtar lega rannsókn á reikningum bæjarskrifstofunnar, fann þar £ röðinni reikninginn sem Ras- mussen hafðj borgað þar og sömuleiðis þá reikninga sem aðrir höfðu greitt bæði á und an og eftir, spurði þá um tfm- ann. Og þó all langur tími væri liðinn 'tókst sumum vitnunum að tengja dvöl sfna þama við aðra atburði, sem mörkuðu þetta allnákvæmlega. Kom þá f ljós, að Rasmussen gat ekki hafa verið á skrifstofunni seinna en kl. 11 þennan morg- un. Hinsvegar var það markað með arinarri tfmarannsókn, að telpan myndi hafa horfið ein- hvemtfma milli 6 mfnútur og 18 minútur yfir ellefu. Svendborg er þar skammt frá og gat Ras- mussen þannig hæglega komizt á staðinn á þessum tfma. Hins vegar kom- í ljós, að staðhæf- ingar Rasmussen að hann hefði verið á bæjarskrifstof- unni milli kl. 11 og 12 voru ekki réttar. J£viðdómurinn í Óðinsvéum var þrjár klukkustundir inni f lokuðum sal, að ræða um hvort Rasmussen skyldi teljast sekur Að því loknu var úr- skurðurinn kveðinn upp. Hann var þrátt fyrir stöðuga neitun sína talinn sekur um manndráp Að þvf búnu tók ekkf langan tíma að ákvarða refsidóminn. Hann var dæmdur í þyngstu refsingu sem dönsk Iög leyfa — ævilangt fangelsi. Leit var þegar hafin, sem varð æ umfangsmeiri eftif því sem tíminn leið. Þegar hæst stóð tóku þúsundir manna þátt í henni og fárið var um gervall an Amalienlystskóg líkt og leit að vær; að saumnál. Ljósmynda flugvélar frá danska flughern- um flugu yfir og tóku fjölda Ijósmynda úr 300 metra hæð, sem voru svo nákvæmar, að greina mátti á þeim smá-stein- völur. En allt árangurslaust. Jjað var ekkj fyrr en rúmum mánuði seinna eða 25. sept ember sem lík telpunnar fannst í botnleðju á litlu stöðuvatni Nörresö um 19 km. frá staðn- um þar sem hjól hennar og skólataska höfðu fundizt. Utan um líkið höfðu verið settir grfðarstórir bréfpokar, álíka og sementspokar. Voru þeir ætlað ir undir úrgang og merktir vörumerki verksmiðjunnar sem framleiddi þá, ásamt framleiðslu númeri. Var leitað til pappírs verksmiðjunnar og upplýsti hún eftir nákvæma leit f bókum sínum, að 27 þúsund pokar með þessu framleiðslunúmeri hefðu verið seldir. Allir pokar með sama númeri sem verksmiðjan átti nú enn til, voru nú eyði- lagðir, en danska lögreglan hóf það feiknalega starf, að leita uppi, hvert hinir pokarnir hefðu Kári skrifar: Vegatollur Mikil gremja ríkir á Suður- nesjum út af fyrirhuguðum vegatolli á bíla, sem ekið er Keflavíkurveginn nýja. Um þetta segir f bréfj til dálksins. „yið íslendingar erum slíkum vegatollum óvanir. Erlend- is er öðru máli að gegna. Þar þykir orðið sjálfsagt að búa við þetta möglunarlaust, enda þvf ekki til að dreifa að ekkert komi í staðinn. Hér spyrja menn þar syðra: Hvers vegna eigum við að greiða slíkan skatt -4- við, sem fáum allar okkar nauðsynjar að kalla eftir þess- um vegi, og þurfum að fara hann oftar en allir aðrir? Þetta þurfa menn hvergi annars stað ar á landinu. En menn hafa Iíka hvergi annars staðar á landinu fengið slíkan veg, sem dregur til stórmuna úr sliti á bílum, gerir mönnum kleift að vera fljótari f ferðum o. s. frv. — Og ef nú ekkj hefði verið hægt að ráðast f^þetta dýra fyr irtæki' nema með því að afla tekna vegna kostnaðhr- ins og viðhalds með vegatolli hefðu menn þá ekki rétt upp höndina og sagt: Við viljum full kominn veg, þótt við verðum að greiða vegatoll. — Nei. Þetta er það sem koma hlaut og við verðum að fá steyptan eða malbikaðan veg austur yf- ir fjall hið fyrsta. Og ég er viss um, að þá möglar enginn — þrátt fyrir vegatoll. Þrándur. Dálkurinn vill gjarnan heyra rödd af Suðumesjum um málið Mjólkur- og smjörætur Fyrir nokkru var vikið að smjör- og mjólkurframleiðslu hér f dálkinum. í grein, sem nefnist „Óttinn við mjólk og smjör“ í ritinu Heilsuvemd seg ir: íslendingar hafa frá fyrstu tíð verið miklar mjólkur og smjörætur, og neyzla feitmetis úr dýraríkinu — tólg, feitt kjöt o. fl. — hefir jafnan verið mik- ií. En ekki er mér kunnugt um neitt, sem bendir til þess að mik il brögð hafi verið að æðakölk un, blóðtappa, kransæðastíflu eða kransæðasjúkdómum hér á landi fyrr á öldum. Og margir halda þvf fram, að þessir sjúk dómar hafa aukizt nú síðustu áratugina, þrátt fyrir það, að nú vill fólk helzt ekki sjá fitu í kjöti, og mör eða tólg mun sjaldan á matborðum almenn- ings. Mjólkurmatur er svo þýð ingarmikill, þáttur f viðurværi okkar íslendinga, að það væri óviturleet að vekia hiá fólki ótta, sem ef til vill reynist á- stæðulaus, við þessa fæðutegund sem fram að þessu hefir verið talin bezta heilsulind okkar.. (BLJ læknir)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.