Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 5
VI S IR . Laugardagur 23. október 1965. 5 Rætt við Guðmund Magnússon skólastjóra Laugalækjar- skólans Rétt innan við Sund- laugar, á mótum Sund- laugavegar og Lauga- lækjar stendur Lauga I lækjarskólinn. — Fyrir rúmu einu ári ári var að- ems ein bygging á skóla löfSnni, nú eru þær tvær, líkar að stærð og útliti. Var nýrri bygg- ingin boðin út í fyrra og er verið að Ijúka við hana nú. í byrjun skóla- ársins hófst kennsla í nýju byggingunni og fyr Ur kennslustund í einum yngri bekkjanna 1 Laugalækjarskóla. hópnum í 13 kennslustofum, en nú eru kennslustofumar nær helmingi fleiri, verða 24, þegar kjallarinn hér verður tilbúinn. í fyrra var því þrísett í allar kennslustofur, en nú er ekki einu sinni tvísett í allar stofur, fjórar standa auðar sfðdegis. — Svo að skólinn er þá „vel við vöxt“. og ætti að geta við Sundlaugarnar, sem Laugar- nesskólinn tók að sér, meðan þrengsli voru mikil hjá okkur, en rýmra 1 Laugamesskólanum. En það er mjög slæmt, að böm skuli þurfa að fara yfir Sund- laugaveginn í sambandi við skóla, eins og nú er háttað mál- um. Sundlaugavegurinn er ein hættulegasta gata borgarinnar, byggingar á skólalóðinni í lík- inga við þessar tvæH? — Það verða ekki byggðar fleiri almennar kennslustofur. Meiningin er að reisa tengi- byggingu milli húsanna tveggja og á þar að vera aðsetur skóla- stjóra, kennara og fleira það, sem nauðsynlegt er að hafa miðsvæðis. Það er óþægilegt — Hefurðu skólalóðin verið skipulögð að öðru leyti? — Nei, því miður er ekki svo vel. Nú þegar skólabyggingarn- ar eru að verða fullgerðar, er lóðin svo til ófrágengin og ó- skipulögð. Ég tel að það sé höfuðnauðsyn að skólalóðir séu boðnar út um leið og skólabvgg- ingar. Það er bæði hreinlætislegt r ir nokkrum dögum voru skólastjóri og kennara- lið að flytja aðsetur sitt í þessa nýju byggingu. Vísir heimsótti skólastjórann Guðmund Magnússon fyrir nokkru á hina nýju skrifstofu hans og ræddi nokkuð við hann um sögu og starf þessa nýlega skóla. — Laugalækjarskólinn tók tij starfa haustið 1960, sagði Guð- mundur, og var þá aðeins full- gerður kjallari eldra hússins. þess er nær stendur Sundlauga- vegi. Var byrjað með að kenna 7 og 8 ára bömum og árið eftir, er fleiri kennslustofur voru til- búnar, var kennt börnum frá 7— 11 ára. Síðan hefur skólinn vaxið með börnunum, ef svo má segja, og nær nú yfir allt skyldu námsstigið. S.l. vor var í fyrsta skipti tekið unglingapróf frá skólanum, voru það unglingam- ir, sem voru 11 ára 1961. — Hefur fjölgað í skólanum með tilkomu nýju byggingar- innar? — Nei, nemendafjöldinn er mjög líkur og var í fyrra, um 800 nemendur, þar af um 170 á unglingastigi. En munurinn er sá frá því er var í fyrra, að kennsluaðstaðan er miklu betri. í fyrra varð að kenna öllum mætt nokkurri nemendafjölgun á næstunni. — Já, ef miðað er við tví- setningu. Æskilegust er nú samt einsetningin. Það vita allir að það er betra að hafa börn og unglinga í skóla fyrri hluta dags. Með einsetningu þyrfti kennari heldur ekki að hafa nema einn bekk að annast og gæti því sinnt . hverjum og einum betur en nú er, þegar kennarar eru með tvo bekki og verða að skipta sér milli þeirra. En almenn einsetning í barna- skólum er enn langt undan — það þarf að byrja á að útrýma þrísetningu alveg. — Hvað nær Laugalækjar- skólinn yfir stórt svæði, þ. e. af hve stóru svæði koma börn í skólann? — Hingað koma börn af svæðinu norðan Sundlaugavegar og nær það svæði inn í Laugar- ás. Það eru ekki hámákvæm skipti milli okkar og Langholts- skólans, eru þau undirorpin breytingum frá ári til árs. Að vísu er smásvæði rétt neðan umferðiu mikil og hröð, en ekk- ert' gert til þess áð minnka slysa hættuna. Okkur hér í skólanum er það mikið áhugamál, að sett verði upp einhver viðvörunar ljós fyrir bílstjóra í nágrenni gangbrautarinnar við Sundlaug- arnar. Annað er okkur einnig mikið áhugamál í sambandi við slysahættu. Það er að settar verði einhverjar hindranir, þar sem skólalóðin nær út að Sund laugávegi. Það hafa margir gagn rýnt að eldri byggingin skyldi vera staðsett svo nærri Sund- iaugaveginum, en við því verð- ur ekkert gert. Sem betur fer, hefur ekkert slys hlotizt af, og mun vonandi ekki gera það. Við reynum að koma því inn hjá bömunum, allt frá fyrsta skóla- degi, að þau megi alls ekki fara út á eða yfir Sundlaugaveginn, en það er aldrei hægt að vita hvert leikurinn kann að bera þau. Þess vegna er alveg nauð- synlegt að fá sem fyrst ein- hverja hindrun við Sundlauga- veginn. — Er áætlað að byggja fleiri eins og nú er, að hafa kennsluna í tveimur algerlega aðskildum húsum, það torveldar gott eftir- lit. Því höfum við skipt því þannig, að ég hef eftirlit með þessu húsi, en yfirkennarinn með því eldra. Hér rétt utan við skólalóðina er svo verið að byggja hús, sem ekki stendur í sambandi við skólann en kemur til með að verða honum nokkuð viðkomandi. Það er heimavist barna og er hún á vegum borg- arinnar, en bömin þaðan munu sækja skóla hingað. •— En hvemig er með sér- kennslu? — Eins og er, er kennd hér teikning og handavinna stúlkna. í kjallara nýju byggingarinnar er verið að innrétta smíðastofu fyrir drengi, en hingað til hefur sfníðakennsla farið fram í Laug- amesskólanum. Þar fer mat- reiðsla stúlkna einnig fram. Leikfimi er kennd í íþróttasal í Laugardal, sem við höfum afnot af. Það er fyrirhuguð bygging íþróttahúss á skólalóðinni, en enn er ekkert ákveðið um það. • ÞRISETNING HVERFUR, TVISETN ING OG EINSETNING TAKA VIÐ og uppeldislegt atriði að hafa lóðirnar frágengnar, um leið og kennsla hefst í skólunum. Ef þetta væri almennt gert myndi bæði sparast fé og fyrirhöfn — og jafnvel þótt ganga yrði frá lóðinni í áföngum, væri æski- legt, að hún væri skipulögð í einu lagi. Ég myndi jafnvel heldur vilja bíða eftir einhverju innanstokks, fengi ég lóðina fullgerða. Það hefur ríkt mikið vandræðaástand í lóðamálum skólanna, t. d. er nú fyrst verið að ganga að fullu frá lóð Laug- arnesskólans, eftir að skólinn er búinn að starfa í nær 30 ár. — Nú eru unglingamir hér í skólanum unz þeir ljúka ung- lingaprófi. Hvaða skóii tekur þá við þeim? — Það er höfuðvandi íbúanna hér í hverfinu — það er nefni- lega enginn gagnfræðaskóli hér, sem getur tekið við þeim. Því tvístrast nemendurnir eftir því hvaða nám þeir velja. I vor sem leið, að loknu unglingaprófi, voru unglingamir látnir taka fram hvaða framhaldsnám þeir kysu sér, og í sumar raðaði Fræðsluskrifstofan þeim svo niður á skóla borgarinnar. Lindargötuskólinn tók þau, sem fóru í almennt gagnfræðanám, verzlunardeild og sjóvinnudeild, Gagnfræðaskólinn við Vonar- stræti tók landsprófsnemend- uma og svo fóm verknáms- nemendurnir að sjálfsögðu í Gagnfræðaskóia verknáms. Nokkur fóru svo út á land eins og gengur. — Eru fyrirhugaðar einhverj- ar úrbætur í þessum málum? — Enn hefur ekkert verið á- kveðið, en það er aðkallandi að fá framhaldsskóla { hverfið og þvf verður þess vonandi ekki of langt að bíða, að eitthvað gerist í því máli. — Þ. Á. Byggingar Laugalækjarskóla, tvö hús, nákvæmlega eins að öllu útliti og fyrlrkomulagi. Eiga eftir að tengjast saman með álmu. Eldri byggingin hægra megin og nýja byggingin vinstra megin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.