Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 23. október 1965. 7 Grasib visnar, blómin fölna, en orð guðs vors varir eiliflega. (Jes. 40.8.) af að sama skapi sjáandi og heyrandi, sízt af öllu í þeirri merkingu, sem Kristur lagði I þau orð. Grasið visnar, blómin fölna. Það er óraskanlegt lögmál lífs- ins. En í miklu víðtækara skiln ingi á sér stað visnun og hrörn- un. Það haustar að vlðar en I ríki náttúrunnar. Boðskapur haustsins, sem að vísu er margskonar, kennir oss þó fyrst og fremst þá staðreynd, að allt hið jarðneska líf sé háð fallvaltleikanum — undirorpið hrömun og dauða. Boðskapur haustsins undirstrikar orð skáldsins: „Allt, sem lifir deyja hlýtur“, en hann lætur oss jafn framt eygja „æðra h'fið þó að deyjum“, því að orð guðs vors væri eilíflega. Vér þekkjum fallvaltleikann I ríki hinnar ytri náttúru. Á hverju vori, með hækkandi sól, vekur h'fsins herra grösin og blómin af vetrarsvefninum. Þau taka að gæjast upp úr frjómold inni upp í birtuna og ylinn, mönnum til gagns, yndis og gleði. Á hverju hausti andar guðs blær á þau, svo að þau visna og fölna — deyja, en aðeins til að afla sér nýrrar næringar fyrir nýtt líf og starf. Saga blómsins er saga vor. Vér fæð- umst inn í þenna heim, lifum hér starfsævi vora langa eða skamma — og þó raunar ávallt stutta ævi, þegar hún er öll og horft er til baka yfir farinn ævi veg. Og vér erum háð sama lög málinu og blómið. Líkaminn hrömar og deyr. En eins og blómið rls aftur af moldu til þess að opinbera mönnunum dýrð guðs, þannig rísum vér og upp I nýjum líkama til nýs lífs. Þannig predikar haustið. Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir I eilífan aldingarð því öllu, sem drottinn gaf. Það er þetta tvennt, sem haustið á að minna oss á: Ann arsvegar visnunina — dauð- ann, og hins vegar lífið bak við Hel. Þetta, að dauðinn sé aðeins undirbúningur undir nýtt og æðra líf. Þannig er hverfleikinn aðeins Sr. Kristinn Stefánsson. á yfirborðinu, á bak við er annað að sjá og annað að reyna. Mættu þessi árstiðskipti vekja oss til íhugunar um þessi stór kostlegu sannindi. Og þá jafn- framt hafa þpu áhrif á mótun lífsskoðunar vorrar, sem efni standa til. Og nú stöndum vér innan við þröskuld nýs vetrar. Enginn veit hvað þessi vetur kann að bera I skauti og tekur til manns sjálfs eða þjóðarinnar allrar. Framtfðin er oss hulin. En nú- tímamaðurinn getur þó horft bjartari augum fram til vetrar ins, en fyrri kynslóðir. Forfeðr um vorum, jafnvel allt fram á daga elztu manna núlifandi, þótti allt ótryggt fram að líta við byrjun hvers nýs vetrar, uggur og kvíði snart þá margt brjóst. Margur veturinn var þá erfiður og voldugur óvinur mönnum og málleysingjum. Þá var tími baráttunnar við kuld- ann og myrkrið. Þetta reyndist oft erfið barátta og margur stóð höllum fæti I þvl stríði. Nútímamaðurinn þekkir lítið til og hugsar yfirleitt því minna um þá voðaglímu, sem þjóðin varð svo oft að heyja vetrar- mánuðina til þess að bjarga llfi sínu. Kuldinn og myrkrið eru engir erkifjendur þjóðarinnar nú. Vax Framh. á 6. sfðu. Þegar hjörtun brunnu á Hofi „Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum“. fíiin er mér kær... „Hún er mér kær sú blessuð ' bók,‘ ‘söng fjölmennur, prúðbú- inn söfnuður I Dómkirkjunni sl. sunnudagskvöld á hátíðarsam- komunni Það var verið að minn ast þess, að nú eru liðin 150 ár frá stofnun Biblíufélagsins. Það er elzta félag Islands. Sá eiginlegi stofnandi þessa félags var göfugmennið og gáfu maðurinn Ebenesar Henderson sá er skrifaði sína ágætu Ferðabók sem Snæbjörn Jóns son hefur þýtt og gefið út „af frábærri vandvirkni og smekk- vísi“ sér til mikils sóma. „Eitt megintakmark mitt með að fara til íslands og með ferðum mínum út um landið“, skrifar Henderson, „var það, að koma þarlendum mönnum I skilning á því hve mikilsvert það væri að mynda Bibllufélkg I landinu." Þetta takmark náð ist 10. júlí 1815. Þá var félagið stofnað þótt ekki væri gengið frá lögum þess fyrr en um haustið ári síðar.“ Fagurlega kemst Henderson að orði um þennan unga, veik- burða félagsskap. Sjálfsagt hef ur hann rennt grun I það, að erfitt ætti hann uppdráttar 1 þessu kalda, fátæka landi, jafn vel þótt allir helztu forustu- menn þjóðarinnar tæki sæti I stjóm þess með biskupinn I broddi fylkingar: „Satt er það, að unga fræið er gróðursett I nokkuð óvænlegum jarðvegi og á því mun mæða óblíð og ó- stöðug veðrátta. Ein eigi að síður varið himneskri umönnun og vökvað himneskri dögg, mun það vaxa og dafna, unz greinar þess yfirskyggja land- ið til yztu andnesja." (E Henderson: Ferðabók) —O— í tilefni afmælisins hefur Biblíufélagið gefið út einkar snoturt og læsilegt rit Það er ekki burr saga með köldum tölum og fölnuðum nöfnum, heldur gripið á nokkrum minn- isstæðum atburðum og brugðið upp lifandi myndum. Hefur hinn ósérhlífni vökumaður, Ólafur fyrrum kristniboði Ólafsson, séð um gerð þessa rits og sam ið flestar greinar þess ásamt hr. biskupnum. Hann hefur líka verið eins konar framkvæmda- stjóri félagsins I sambandi við afmælið, t.d. safnað fé í Afmæl issjóð þess og orðið vel ágengt. Munu hafa komið inn I hann á 3 .hundrað þúsund krónur. 1 sambandi við fjáröflun til fé- lagsins samþykkti héraðsfund- un Kjalamesprófastsdæmis á- skorun til sóknamefnda um að þær beittu sér fyrir þvl að söfnuðurnir leggðu félaginu fjárupphæð sem svaraði 1 kr. frá hverjum sóknarmanni. Mundj með því fást traustur fjárhagslegur grundvöllur fyrir útgáfustarfsemi félagsins, svo pð hppgt sé að selia Ritninguna rno* vroogrn verði þá skal þess nú líka minnzt, að fi! er félag hér á landi — Frh. á bls. 6. Og ÞJOÐIN Misseraskiptin er efni hugvekjunnar í Kirkjusíðunni í dag — á fyrsta vetrardegi. Hún er skrifuð af sr. Kristni Stefánssyni áfengisvamarráðunaut. Hann hefur verið prestur Frfkirkjunn- ar í Hafnarfirði í næstum tvo áratugi. — Sr. Kristinn er mikill prédikari, en kunnastur er hann þó fyrir starf sitt i þágu Good- templarareglunnar og áfengisvarnarmála á flestum sviðum. Hann er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Brúna- stöðum í Fljótum 22. nóv. 1900. „Enn einu sinni, úti er s im- artíð“ segir I haustsálminum fagra. Það er angurvær hljómur I röddinni, þegar sumarið hverf ur á braut með fegurð sína. „Grasið visnar, blómin fölna“. Þetta er boðskapur haustsins, ekkert orðskrúð, látlaus og sann ur. Og ekkert er jafn voldugt og sannleikurinn hvar og á hvern hátt, sem hann birtist. Hitt er svo annað mál, hvort hann rumskar ávallt við oss, eins og efni standa til. Á því er mikil hætta að vér komum ekki auga á sannleikann, eins og hann er, þegar vér mætum honum I hversdagslífinu og það hvað eft ir annað. Vér höfum bæði sjón og heyrn, en vér erum ekki allt Á ferðum sfnum hlttl Henderson alla presta, sem hann gat. Ber hann þelm yflrleltt góða sögu. Að afliðnu hádegi 22. ágúst 1814 kom hann að Hofi í Vopnafirði og hittl þar prófast Norð- Mýlinga. Ræddu þelr mikið saman um útbreiðslu Biblfunnar og Iöngun fólksins til að lesa Ritninguna, en hingað til hefðu verið takmarkaðir möguleikar til að fulinægja þeirri. löngun, svo tor- gæt væri Biblían í þeim landsfjórðungi. „Eftir því sem ég var meira með prófastinum og þvf víðara, sem samtalið barst eftir þvi urðum við melr einhuga og það var eins og með lærisvein- ana forðum, að hjörtu okkar brunnu þegar vlð töluðum um vizku þá og gæzku er lýsir sér f áformi guðlegrar stjómar, um kærleika guðssonar ,er hann tók á sig syndir annarra ,um þann rétt, sem hann hefur fyrir það tii elsku okkar og hlýðni.“ En prófasturinn á Hofi er þannig settur að „hann á þess engan kost að fræðast um það hveraig ástatt er um trúmálin úti um ver- öldina, og það sem ég gat sagt honum um þau efnl, var honum því eins og kaldur svaladrykkur þyrstum mannl. Einkum gat hann ekki litið á stofnun Bibliufélaganna öðru visi eil með eins konar tilbeiðslu, blandaðri hinni gleðiríkustu aðdáun." (Ferðabók Hendersons) KIRKJAN Boðskapur haustsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.