Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Laugardagur 23. október 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmimdsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linun Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Eysteinn boðar hreinskilni Tíminn sagði í fyrradag, að bersýnilegt væri, að ræða Eysteins Jónssonar í útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið hefði valdið miklum ótta í stjóm- arherbúðunum. Þetta er mikill misskilningur hjá rit- stjóra Tímans. í ræðu Eysteins var ekkert að óttast nema ef vera kynni um andlega líðan hans sjálfs. í þessari ræðu, sem Tíminn er svona stoltur af, kom ekkert nýtt fram. Þetta var gamla tuggan, sem Tíminn og þingmenn Framsóknar hafa verið að jórtra undanfarin ár. Þeir segja að núverandi stjórnarstefna $é alröng, allt sé að fara í kaldakol, og svona geti þetta ekki gengið. Það verði að fara „hina leiðina“, en þeir varast eins og heitan eldinn að segja hver hún sé. Eysteinn sagði m. a. í fyrrnefndri ræðu, að það yrði að ræða málin „hreinskilnislega frá rótum“, og „það væri öllum skylt að gera, leggja niður bjána- legar vífilengjur og útúrsnúninga. Ástandið er það alvarlegt að skætingur á ekki við. Hér verða að koma til ný viðhorf — nýjar leiðir. Það verður að hugsa öðru vísi, tala öðru vísi og vinna öðru vísi en nú er gert við Lækjartorg“! Þetta var megin boðskapurinn, en það er jafn óljóst enn, hver „hin leiðin“ er. En margir hafa ef- laust stanzað við þá setningu Eysteins, að nú þyrfti að fara að ræða málin „hreinskilnislega frá rótum“. Þetta eru sannarlega athyglisverð orð frá formanni þess flokks, sem í stjórnarandstöðunni hefur alla tíð borið kápuna á báðum öxlum, aldrei haft nokkra ákveðna stefnu aðra en þá, að vinna að því með kommúnistum, eftir öllum tiltækum leiðum, að ónýta árangur viðreianarinnar. Sé það alvara hjá Eysteini Jónssyni, að taka nú upp hreinskilni í vinnubrögðum, eru það gleðitíðindi, og væri þá vel til fallið af hon- um, að byrja á því að segja svolítið um „hina leið- ina“ og öll þau ráð, sem Framsóknarflokkurinn þyk- ist kunna til þess að bæta stjórnarfarið. Það verður áreiðanlega ekki gert með því ,að snúast gegn öll- um skynsamlegum ráðstöfunum, aðeins vegna þess, að þær koma frá ríkissjórninni, enda skilst manni að það geti ekki verið „hin leiðin“, því þá' væri ekki um neitt nýtt að ræða hjá stjórnarandstöðunni. Fyrirsögn Þjóðviljans á þingræðu Lúðvíks Jós- efssonar var: „Taka verður upp stefnu, sem vinn- andi alþýða getur borið fullt traust til“. Ekki getur það verið stefna vinstri stjórnarinnar sálugu, sem sagðist ætla að hafa sérstaklega náið samstarf og san> ráð við vinnustéttirnar, en tókst það svo hrapallega, að það var einmitt „hin vinnandi alþýða“, sem greiddi þeirri sjórn rothöggið. Fáir munu trúa því, að þeir Eysteinn og Lúðvík geti fundið upp stefnu, sem al- mennt verði borið fullt traust til. Þeir hafa reynt það með þeim árangri, að „vinnandi alþýða“ gaf þeim fullt frí frá ráðherrastörfum fyrir jólin 1958. }t l m m fg Bfllinn kemur hreinn, gljáandi og þurr úr hinum fljótvirku nýju vélum í bíiþvottastöðinni, sem Svei'nn Egilsson h.f. hefur sett upp við benzinstöð Sheil á Suðurlandsbrautinni. f f? J - p áj|| lllllllillllilllll Bilaþvottur við miklar vinsældir Hin nýja stöð Þóris Jónssonar reynist prýðilega Láta Reykvíkingar þvo bíl- ana sína í rigningu? Varla, myndi margur halda, en staðreyndin er þó sú, að það gerir fjöldi manna. Að minnsta kosti reyndist það vera raunin í gærdag, þegar blaðamaður Vísis heimsótti hina nýju bílþvottastöð við Shellstöðina neðst á Suður- landsbraut. Þar var alllöng biðröð bíla er biðu eftir þvotti, þótt þvottur- inn taki ekki nema 4-5 mínútur. Sýnir það vinsældir þessarar nýju þjónustu hér í borginni — þjónustu, sem bifreiðaeigendur hafa beðið lengi eftir. Tækin í þvottastöðinni eru þýzk flutt inn af Þóri Jönssyni, forstjóra bifreiðafirmans Sveinn Egilsson h.f. Starfsmenn stöðvarinnar sögðu okkur að stanzlaus röð bifreiða væri við stöðina frá morgni til kvölds, en opið er til kl. 10.30 á kvöldin til hagræðis fyrir bifreiðaeigendur. Og bið- tíminn er aldrei langur vegna þess hve þvotturinn gengur fljótt I vatninu er sápuefni og þurrk og gljáefni þannig að ekki þarf að þurrka bílinn að loknum þvotti. Hann þomar af sjálfu sér og gljáir vegna þess töfra- efnis sem f vatnið er sett. VINSÆL ÞJÓNUSTA. Þessi þjónusta hefur þegar reynzt mjög vinsæl og ekki að furða því að bíllinn kemur hreinn og gljáandi úr vélþvott- inum fyrir aðeins 40 kr. (algeng- asta bifreiðastærðin). Sparar það mörgum bifreiðaeigandan- um mikla fyrirhöfn og ómak. Liggur beint við að óska þess að þetta þarfa fyrirtæki færi hið skjótasta út kvíamar og opni fleiri slíkar þvottastöðvar víðs- vegar um borgina. Á þeim er á- reiðanlega mikil þörf og væri stofnun þeirra fagnað af öllum bifreiðaeigendum borgarinnar og nágrennis. Óskadraumar nefnist ensk-am erísk mynd frá Columbia, sýnd í Stjömubíói. Hún er með ísl- enzkum texta. Sagan gerist í Kalifomiu. Með aðalhlutverk fara Rosalind Russell, Jack Hawkins, Maximilian Schell o.fl. Judy Gariand Það er ekki of mikið sagt með þvf, að kvikmyndin „Fjör í Par ís“ komi manni mjög óvænt og sé sérlega athyglisverð og hin skemmtilegasta mynd. Myndin er teiknimynd og í litum. Efnið er ekki óvanalegt. Við þekkjum öll sögur um ung ar stúlkur, sem stórborgimar freista, þorparann sem bíður eft ir að koma „sveitasakleysinu" á hálar brautir, og trygga elskhug ann sem kemur úr sveitinni og bjargar elskunni sinni — á sein ustu stund! Þetta er sem sé efnið — að slepptum nokkmm „spennandi atriðum“ sem em á- gætt krydd í grautinn, en hér eru það bara hundar og kettir sem koma við sögu. Mjásetta, Mjórekur og fleiri, en ágætir söngvarar, Judy Garland og Robert Goulet og fleiri tala og syngja fyrir þau (Judv fyrir Mjásettu). Tæknilega er myndin stórvel gerð og ef satt skal segja skemmti ég mér því Natalie Wood betur við að horfa á hana sem lengur leið á hana. Myndin er sýnd í Gamla Bíói. Úr kvikmyndinni Óskadraumar í Stjömubíói. Áður hefur verið vikið að kvik myndinni í Sviðsljósi í Laugar- ásbíói. Þau Dean Martin, Anth- ony Franciosa, Shirley McLaine og Carolyn Jones sýna öll ágæt- an leik ,en Anthony fer með veigamesta hlutverkið og að öðr um ólöstuðum ber hann af. Háskólabíó hefur alla vikuna sýnt kvikmyndina ÁSTIN SIGR- AR við miklar vinsældir. Nata- lie Wood leikur aðalhlutverkið. ..iíOt jicuai

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.