Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánudagur 25. október 1965. 3 CORTINA -66 Ford Cortina á íslenzkum vegum! CORTINA „66“ er rúmgóður f jölskyldubíll með: Stórt farangursrými. Diskhemla á framhjólum. Loftræstingu með Iokaðar rúður. Þess vegna er CORTINA kjörinn FERÐABILL. CORTINA ER METSÖLUBÍLL, sem unnið hefur yfir 200 sigra í alþjóðjegum aksturskeppnum. l -AfaTMAfi.- Stórt farangursrýini. & \ Cot'%ú með lokaðar rúður. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22465 íþróttir — Framh. aí bls 2. aukaspyrna á ágætum stað nokkra metra fyrir utan vítateigshornið hægra megin á Keflvíkinga. Hinn 19 ára gamli framvörður, Benedikt Valtýsson, framkvæmdi spyrnuna. Boltinn sveif allhátt yfir vörnina, lenti rétt fyrir framan Kjartan mark vörð og spýttist í marknetið fram hjá honum, 1:0. ★ . . og annað mark fylgdi, þótt ótrúlegt væri. Bjöm Lárusson var kominn með boltann á tærnar á síðustu minútu leiksins og var í skotfæri innan vítateigs eftir ágæta sókn Akraness. Og honum tókst að koma boltanum fram hjá Kjartani markverði og unnu Akur nesingar því 2:0. [ Sá sigur er e.t.v. fullstór, en 1:0 hefðu verið sanngjörn úrslit fyrir lAkranes, þótt Keflavík hefði fullt eins getað sigrað með sömu tölu. Leikurinn var tvísýnn og liðin léku mjöf jafnt, hvort á sinn hátt. Kefla víkurliðið var sterkara liðið og fljót ara, en meiri knattspyrna er hjá ein staklingum Akranessliðsins, og þá einkum framlínumönnum. Mér fannst Eyleifur bezti maður vallarins. Þar er maður, sem hefur sýnt stöðuga framför ■' sumar. Það verður gaman að sjá hann og fé- laga hans næsta sumar í keppni. j Tveir ágætir framlínumenn hafa bætzt liðinu. Guðjón Guðmundsson ;og Þröstur Stefánsson. Skúli Há- | konarson var ekki með að þessu i sinni, en Björn Lárusson lék í stað inn. I framvarðalínunni var Krist inn Gunnlaugsson (bróðir Högna í Keflavíkurliðinu) bezti maðurinn. Ég held að hann komi út sem bezti miðvörðurinn í lok keppnistímabils ins, a.m.k. hefur hann verið það undanfarna 3—4 leiki með liðinu. Jón Leósson barðist grimmilega að venju, en var- full grófur, enda mik ið dæmt á hann. Benedikt Valtýs- son var og góður og skoraði mark sem var dýrmætt. „Ég var trylltur Mannkyninu fjölgar með vaxandi hraða. Meir en helmingurinn sveltur eða býr við næringarskort, og á hverju óri fæðast nýjar milljónir, sem hungur- vofan stendur fyrir þrifum. Herferð gegn hungri er alþjóðlegt sjálfboðastarf, sem miðar að því að kveða niður þennan mannkynsóvin. af fögnuði þegar ég sá boltann renna f markið“, sagði hann. Bak verðirný- voru ágætir og Helgi Dan í markinu sömuleiðis. Keflvfkingar voru daufari en þeir eiga að sér í þessum leik. Vömin var örugg, sérstaklega Sigurvin og Högni, en framvarðalínan kom ekki vel út að þessu sinni í heild sinni. í framlínunni var Karl fíermanns- son beztur ásamt Jóni Ólafi Jóns- syni, en aðrir leikmenn voru langt undir getu sinni. Valsmenn fá erfiða keppi- nauta þar sem Akranesliðið er. Það verður þó án efa skemmtilegur leik ur, enda hefur reynslan sýnt það með leik þessara liða. I sumar hafa leikir liðanna þó farið svo að Akur nesingar hafa unnið í bæði skiptin f l. deildinni, fvrst á heimavelli og stöðvuðu þá sigurgöngu Vals svo tryggilega að Valur fékk ekki eitt einasta stig það sem eftir var, eða í 6 síðustu leikjunum. Sá leikur fór fram á heimavelli Akurnesinga og lauk með 3:2, en hér í Laugardal vann Akranes með 5:2. Dómari á laugardaginn var Grét- ar Norðfjörð og dæmdi ágætlega. - jbp - r I fermingar- veizluna Laugavegi 126 . S. 24631 ÚTBÚUM: 10—20 manna brauðtertur. Skreytum einnlg á stálföt. Einnig smurt brauð 1/1 snetðar og 1/2 sneiðar. Kaffisnittur • Cocktailsnittur 1 afmælið I giftinguna t fermingarveizluna. PANTIÐ TÍMANLEGA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.