Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Manudagur október 1965 Landsmálafundnr í Hafnarfirði Landsmálafélagið Fram í Hafnar firðl heldur fund í Sjálfstæðishús- inu í kvöld kl. 8,30. Alþlngismenn imir Matthías Á. Math’esen og Sverrir Júlíusson hefia umræður um landsmál, ennfremur verður kos Sð f fulltrúaráð. Allt' sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að fjölmenna á fundinn . Aukin hagræiing við lestun oglosun — er eitt helzta framtióarverkefni Eimskipafélagsins, sagði Óttarr Möller forstjóri, um borð i Reykjafossi við komu skipsins til Rvikur — Eitt helzta áhugamál Eim skipafélagsins er að auka hag- ræðingu við lestun og losun í höfnum, sagði Óttarr Möller forstj. Eimskipafélags Islands í rreðu um borð f hinu nýja skipi Eimskipafélagsins, Reykja fossi, í Reykjavfkurhöfn, er hann bauð skipstjóra og skips- höfn velkomin með skipið til landsins. — Við reynum að nota nýj- ustu tæki eftir því sem við verður komið, en hafnarskil- yrði á hverjum stað marka okk ur þröngt svið um alla ný- breytni, hélt Óttarr áfram. Lest un og losun er einn helzti lið- urinn í flutningskostnaðinum og þess vegna er markmið okk ar að vélvæða þann lið sem mest, þannig að mannshöndin þurfi sem minnst að koma þar nærri. Það sem við höfum nú mestan áhuga á að koma okk- ur upp, eru svonefndir „con- tainers" eða bretti í lestunum, en til þess að það sé hægt, þurfa viss skilyrði að vera fyr Kjarvalssýning- in framlengd Gifurleg aðsókn i allan gærdag — Happdrætt- ismiðar seldir fyrir 700 búsund krónur ir hendi í höfnum, og þau skil- yrði verða að skapast hér í Reykjavík og fleiri höfnum landsins áður en larjgfcfBB* Iíð- ur. — Framundan hjá fSaginu er einnig að láta smíða nýtt farþegaskip og sérstök skip til sérhæfðra flutninga, um leið og gömul skip verða endumýjuð. Takmark okkar er hið sama og árið 1914, — að bjóða betri þjónustu fyrir lægra Svo gífurleg aðsókn hefur verið að listsýningu Kjarvals I Listamannaskálanum að ákveð- ið hefur verið að framlengja sýninguna um tvo daga eða til þriðjudagskvölds. Sýningargestir hafa nú keypt sýningarskrár, sem jafnframt eru happdrættismiði, fyrir alls 700 þús. kr. Er það fyrirkomu lag haft á sýningarskránum að ósk listamannsins sjálfs, sem gefið hefur eitt af málverkum sínum til vinnings, frábært listaverk. Féð rennur til bygg- ingar nýs listamannaskála á Miklatúni. Óhætt er að fullyrða að al- drei hefur jafnmargt fólk kom- ið á listsýningu i listamanna- skálanum og í gær. Strax kl. 10 f.h. þegar opnað var, biðu nokkrir menn við dyrnar. Siðan var sífelldur straumur fólks og svo margt sótti sýninguna síð ari hluta dags að loka varð skálanum um sinn vegna þrengsla. Var sú ákvörðun tek in þá að lengja sýningar- tímann. Er vel til þess að vita, að borgarbúar skuli hafa sótt þessa einstæðu listsýningu svo vel sem raun er á, því þar gefst frábært tækifæri til þess að sjá margar af beztu mynd- um hins aldna meistara, Jó- hannesar Sveinssonar Kjarvals. Reykjafoss f höfninni í Reykjavik. Moksíldveiði eystra í nátt Inóttina. Svo fór að ktila með í morgninum. 69 skip med yfir 67 þús. mál og funnur Uppgripaafli var á sildarmiðun- : i gærkvöldi en veður annars gott | Sfldartökuskipin Sildin og Rub- um eystra í gærkvöldi og nótt. Frá j og heldur létti þokuna er leið á I ista eru á miðunum. kl. 9 í gærmorgun til kl. 8.15 i_____________________ __ höfðu 69 sklp fengið samtals 67. 150 mál og tunnur. kv Bátarnir höfðu legið inni vegna ógæfta, en fóru að tínast út I gær- kvöldi. Svartaþoka var á miðunum Syrtlingur er horfinn í sjó Syrtlingur, nýja eyjan, sem mynd azt hafðl við eldgos úr sjó á sið- astliðnu vori rétt hjá Surtsey er horfin i sæ og sér nú ekkl urmul af henni eftir. Þetta var orðin þó nokkur eyja, þvi þegar hún var síðast mæld, um miðjan september, var hún 625 metra löng og 67 metra há. Telja má fullvíst að hún hafi bæði stækk að og hækkað eitthvað eftir það. Syrtlingur skaut fyrst upp koll- inum sem eyja 28. maí f vor. Nokkr um dögum áður hafði eldsumbrota orðið vart í sjó skammt undan Surtsey og var við því búist að þá og þegar myndi eyja myndast, sem og líka varð. En Syrtlingur varð ekki ýkja langlífur í það sinn, því að 8. eða 9. júní sópaðist hann burt í roki og særóti. Þó héldu eldsumbrotin í sjónum áfram og fá- um dögum seinna skaut evjan upp kollinum á nýjan leik og hefur sfð an stækkað jafnt og þétt þar til nú, að hún er gjörsamlega horfin. Efnið í Syrtlingi var vikur, sand ur og gjall, sem er ekki haldgott í miklum veðrum og særóti. Undan fama daga hefur verið látlaust sunnanrok með þungum sjó og það hefur eyjan ekki þolað. Er hætt við — jafnvel þótt henni skjóti upp aftur — að hún eigi erfitt með I að standast vetrarveðrin. Hefur | óhemju mikið magn af vikri komið 'upp við Syrtlingsgosið undanfarna | mánuði og flotið í hrönnum um all- an sjó m.a. norður fyrir land. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur flaug austur yfir Syrt- ling um þrjúleytið í gær til að full vissa sig um hvort nokkuð sæist eftir af eyjunni. En þar var ekkert að sjá, sagði dr. Sigurður, nema hvað brotið hafi á nokkru svæði líkt og á Eldeyjarboðanum á dögunum þegar menn héldu að þar væri byrj að að gjósa. Engar spreng- ingar kvaðst Sigurður hafa séð né Framh. á 6. sfðu Mótmæla ferða- mannaskattinum Nú um helgina var haldinn fundur í Skálklúbb Reykjavík- ur, en það er samband ferða- málamanna. í samtökum þess- um taka þátt fulltrúar flugfé- laga, skipafélaga, hóteleigenda, ferðaskrifstofa og annarra þeirra, sem áhuga og hagsmuni hafa af ferðamálum. Fundur jsessi var haldinn til að ræða þann sérstaka 1500 króna skatt sem nú er fyrir- hugað að leggja á þá sem ferð- ast til útlanda. Urðu miklar umræður um þetta og gengu þær allar í þá átt, að mótmaela skattinum, hann væri skerðing á persónufrelsi íslenzkra ríkis- borgara og miðaði að því að gera þá ríku rikari og fátæku fátækari, þar sem menn í verzl unarerindum gætu sett skatt- inn á ferðakostnað sinn og starfsmenn ríkisins í ferðum erlendis látið stofnanir sínar greiða hann. Þetta kæmi þann- ig aðeins niður á hinum al- mennu ferðamönnum, fólki með meðaltekjum. Var að lokum samþykkt til- laga þar sem skorað var á Al- þingi og ríkisstjórn að falla frá því að leggja skattinn á og voru þrír fulltrúar kjörnir til að koma máli þessu fram, einn frá Félagi ferðaskrifstofa, einn frá Flugfélaginu og sá þriðji frá Eimskip. Vegatollurmn kemur til frumkvæmda á morgun Samgöngumálaráðuneytlð hefur gefið út fréttatllkynningu í sam- bandi vlð opnun hinnar nýju Reykja nesbrautar á morgun, og fer tllkynn Ingln hér á eftír: Framkvæmdir við lagningu hinn- ar nýju Reykjanesbrautar hófust 22. október 1960. Nú er lagningu vegarins lokið, að undanskildum stuttum kafla við Set bergslæk ofan við Hafnarfjörð, og er nú ákveðið að opna hinn nýja veg til almennrar umferðar n.k. þriðjudag 26. þ.m., kl. 10.00 f.h. Kostnaðarverð Reykjanesbrautar allrar, að meðtöldwm þeim kafla, sem frestað hefur verið við Set- bergslæk, mun verða nær 270 millj. króna. Yfir 90% kostnaðarins er greitt með lánsfé. Steinsteypa 'er endingarbetri en mal bik, en miklum mun dýrari. Þann- ig kostar hver kílómetri með stein steyptu slitlagi á Reykjanesbraut meira en tvöfalt samanborið við malbikað slillag. Þegar lagning vegarins hófst, var að því horfið að hafa slitlag hans úr steinsteypu. Sú ákvörðun var m.a. á því byggð, að hagkvæmt væri að nýta umframframleiðslu Sementsverksmiðju rikisins og spara jafnframt erlendan gjaldeyri með notkun innlendra hráefna. Þegar taka skyldi ákvörðun um gerð slitlags á kaflanum frá Kúa- gerði til Keflavíkur, snemma á þessu ári, voru aðstæður verulega breyttar vegna bættrar tækni við malbikun, os? kom bá sterklega til álita að velja malbik, enda þótti ó- hætt að treysta, að miðað við dag legt umferðarmagn á Reykjanes- braut væri slíkt slitlag fiillnægj- andi og einnig sýndu ha^- r at- huganir, að arðsemi dýrar :osts- ins þ.e. steinstevpts slitlags, var langt undir því marki, sem rétt þyk íir að setja um slíkar framkvæmdir. Er á átti að herða, var það sótt mjög fast af hálfu íbúa byggðar- laganna á Suðumesjum ,að steypt | slitlag yrði einnig á þessum hluta vegarins, enda þótt þeim væri gert Ijóst, að ef dýrari kosturinn yrði tekinn, hlyti því að fylgja, að umferðargjald, sem ákveðið var að taka, yrði að vera mun hærra en ella. Aðalforsenda ákvörðunarinnar um að nota hina almennu heimild 95. gr. vegalaga, sem samþykkt var einróma á Alþingi, og taka umferð- argjald á Revkjanesbraut, er sú, að eins og áður er sagt, hefur fjár til framkvæmdanna að langmestu leyti verið aflað með lánsfé og verður því greiðslubyrði af lánum vegna Frh. á bls. 6. Kjarvalssýning Menntaskólanema framlengd Kjarvalssýning menntaskólanema hefur gengið ljómandi vel og hafa á þriðja þúsund manns séð sýn- inguna sem haldin er í nýju við- byggingu menntaskólans í Reykja vík. Áttl sýnlngunnl að ljúka í gær kvöldi en ákveðlð hefur verið að framlengja hana til klukkan 23 í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.