Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 1
* i Kefíavíkurvegur opimiur 56. árg. Þriðjudagur 26. október 1965. - 244. tbl. —UM- íslenzkra stúlkna leitað í London £ru mí komnar fram 1 stórblaðinu Daily Express sem út kom 21. október var lýst eftir tveimur ungum íslenzkum stúlkum, sem sagt var að lög- reglan brezka leitaði þá dag- ' ana. Voru nöfn stúlknanna birt og aldur þeirra en þær eru 17 og 18 ára. Þá var birt mynd af annarri þeirra. Blaðið skýrði svo frá að<?> stúlkurnar, sem komnar voru frá Islandi fyrir aðeins vikutíma hafi búið í Greenford rétt fyrir utan London. Hafi þær eftir nokkurra daga dvöl þar á heimili horfið sporlaust og leiti nú lög- reglan þeirra, samkvæmt ósk og upplýsingum frá brezku fjöl- skyldunni sem þær bjuggu hjá. Fylgdi það fréttinni að þær kynnu sáralítið í ensku, svo Frh. á bls. 6. ~e> Vegamálastjóri, Sigurður Jóhannsson staðnæmist við tollskýlið til að greiða vegatollinn, en hann ók næstur á eftir samgöngumálaráSherra. Fyrir aftan sér á áætlunarbifreiðina til Keflavíkur, sem fyrst áætlunarbifreiða var til að fara um nýja veginn. Forsætisráðherro til Finnlands í morgun Sameiginlegur fundur forsæt- isráðherra Norðurlanda og for- seta Norðurlandaráðs verður haldinn 1 Imatra í Finnlandi 29. —30. þ. m. Dr. Bjarni Benedikts son forsætisráðherra sækir fundinn. Fór hann utan klukkan 8.45 í morgun með flugvél Flug- félags Islands. Merkuráfangisamgöngumála — sagði Ingólfur Jónsson rúðherra í morgun, er hann opnaði Keflavíkur- veginn og greiddi fyrstur vegag{aldið — Hinn nýi Keflavíkurveg- ur er merkur áfangi í sam- göngumálum landsins, sagði Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra við fréttamann Vísis suður við Straum í morgun, en ráðherrann var hinn fyrsti sem um nýja veg- inn ók. Var vegurinn þar Ályktun flokksráðs Sjálf stæðisf lokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, haldinn í Reykjavík 23. — 24. október 1965, fagnar þvi, að rfkisstjórnin hefir i upphafi Alþingis birt stefnuyfirlýsingu, sem staðfestir, að áfram skuli haldið þeirri meglnstefnu, sem leitt hefur til frjálsræðis, framfara og hagsældar, jafnframt því sem mótuð eru viðhorf og áfiorm ríkisstjórnarinnar um framkvæmd þeirra mála, sem nú eru ef st á baugi og miða að margháttuðum umbótum og örugg um fjárhag. Fundurinn skorar á sjálfstæðismenn um allt land að treysta samtök sin og efla baráttu fyrir framgangi SjálfstæSisstefnunn- ar og auknum áhrifum hennar til velfarnaðar islenzku þjóðlffi. með formlega opnaður til um ferðar. Ráðherrann ók sjálf- ur bifreið sinni og staðnæmd ist við tollbúðina við Straum og greiddi vegagjaldið þar, kr. 50, af ráðherrabifreið sinni. — Ég er sannfærður um að almenningur allur hér sunnan- lands mun kunna vel að meta þetta mikla mannvirki, sagði ráð herrann ennfremur og þá miklu samgöngubót sem það er. Vegurinn markar tímamót, því nú verður haldið áfram að gera varanlega vegi í landinu. Nú er í athugun hvernig unnt verði að hraða þvl sem mest að byggðar verði hraðbrautir austur og vestur. Það verður mikið átak og leitað er nú eftir mögu- leikum til þess að afla fjár til þessa verks á sem skjótastan hátt, svo framkvæmdum megi flýta sem mest. Er samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, hafði ekið framhjá tollskýlinu. kom vega- málastjóri Sigurður Jóhanns- son I bifreið sinni og síðan kom Axel Jónsson þingmaður í Reykjaneskjördæmi i bifreið framhald á bls.6 Samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson greiðir vegatollinn við Straum í morgun, en hann ók fyrstur eftir hinum nýja Keflavíkur- vegi. Myndina tók ljósmyndari Vísis B.G. út um lúgu tollskýlisins og til hllðar sést ínnheimtumaðurinn taka við gjaldinu. BLAÐIÐ i DAG Bls. 3 Myndsjá frá Há- skólahátfSlnni. — 7 Leii's Eirfkssonar félögin í Ameríku. — 8 Fundur félaga um vestræna samvinnu — 9 Kortagerðarmaður- inn i Basel og Eiríkur Gnúpsson JÖKULSÁRBRÚ í HÆTTU — ef enn vex í ánni Við Jökulsá á Sólheimasandi virðist ennþá óbreytt ástand frá þvi í gær, en þá var hafinn undirbúningur að viðgerð á brúnni. Að viðgerðinnj sjálfri verður þó ekki unnið nema að takmörk uðu leyti á meðan vöxtur f ánni er slíkur sem hann er nú. Engin leið er að komast að aðal- biluninni eins og sakir standa vegna þess hve straumurinn ligg ur þar þungt á brúnni, en það er við austasta millistöpulinn. Aftur á móti var unnið að þvi í gær að styrkja næsta stöpul fyrir vestan, sem nokkuð hafði líka skekkzt f átökunum. Þar er vatnið talsvert minna undir brúnni og því hægara um vik. Að austan hafa litlar fréttir Jsorizt í morgun, sem þýðir raun verulega að þar sé óbreytt á- . stand, sagði skrifstofa Vega málastjóra í morgun. Hins veg- ar — var bætt við — er Jökuls árbrú í hættu, ef vöxturinn í Frh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.