Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 2
Ellen endurkjörin form. Skíðaráðs Aðalfundur Skíðaráðs Reykjavík- ur var haldinn síðastl. mánudags- kvöld. 22 fulltrúar mættu frá Reykjavíkurfélögunum. Fundar- stjóri var Sigurjón Þórðarson, Lyftingar hjó Armanni Vetrarstarf lyftingadeildar Glímu félagsins Ármanns er nú að hefjast. Mun deildin gangast fryir mánaðar- námskeiðum í lyftingum í vetur. Verður kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.30—9.30 síðd. Sökum þrengsla í húsnæði því, sem deildin hefur til umráða, verður ekki hægt að taka á móti fleiri en 10—15 nemendum á hverju námskeiði. Skrifstofa Ár- manns í fþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar (opin mánud., fimmtud. og föstud. kl. 20,00—21,30 veitir nánari upplýsingar um námskeið- in. Lyftingamenn Ármanns hafa unnið athyglisverð afrek undanfar- ið. Á æfingu 14. þ. m. vann Óskar Sigurpálsson það afrek að lyfta 330 kg. í þríþraut, og er það bezti árangur, sem náðst hefur hérlendis. Óskar er í léttþungavigt, og til sam- anburðar má geta þess, að danska metið f þessum þyngdarflokki er 350 kg. Iformaður skíðadelldar f.R., og I fundarritari var Guðjón Valgeirs- Ison úr skíðadeild Ármanns. For- maður ráðsins las skýrslu Skíða- ráðsins, sem sýnir góðan árangur á síðastliðnu starfsári. Auk skiða- móts í grennd við Reykjavík mættu reykvfskir skfðamenn til keppni á Landsmó.tinu á Akureyri, Skarðs- mótinu á Siglufirði og Vestfjarða- mótinu á ísafirði, sumarmóti í Kerlingarfjöllum, og ennfremur fóru reykvískir skfðamenn til keppni í Voss í Noregi í marz s.l. Formaður minntist Jóhanns Sigur- jónssonar, K.R., sem lézt á s.l. starfsári. Stefán Kristjánsson, for- maður Skíðasambands íslands, mætti á fundinum, og minntist á nauðsyn góðrar þjálfunar skíða- manna strax frá blautu bamsbeini. Ennfremur tilkynnti Stefán að skíðanámskeið á vegum Skíðasam- bands fslands mundi verða haldið f Siglufjarðarskarði í nóvembermán- uði næstk. Gkjaldkeri Skíðaráðs- ins, Þorbergur Eysteinsson, las upp reikninga ráðsins, sem sýna góðan fjárhag á síðasta starfsári. Kosningar fulltrúa á næsta starfs- ári eru sem hér segir: Formaður: Ellen Sighvatsson, f.K., varaform.: Lárus Jónsson, S.R., ritari: Jens Kristjánsson, K.R., æfingastjóri: Sigurður R. Guðjóns- son, Ármann, áhaldavörður: Bjöm lólafsson, Vfking. | Tilkynning um fulltrúa frá Skíða- I deild Vals hefur ekki enn borizt I Síðaráði Reykjavfkur. | Áminning! Þessi mynd var tekin á Mela- velli á laugardaginn. Lögreglu- þjónn áminnir „kolIega“ sinn harðlega. Það eru þeir Grétar Norðfjörð dómarl í lefknum og Helgi Ðaníelsson, markvörður og fyrirliði, sem eru á „sviðinu“. Báðir eru lögfeglíiþjöríhr' í dág- Iega lífinu og eflaust áminna þeir daglega fjölda fólks um að fara að settum reglum. Helgi verður þarna að taka við á- minningum vegna brots á knatt- spymureglum. Æfingar VÍKINGUR. Handknattleiksdeild: Æfingatafla veturinn 1965-1966. Réttarholtsskóli (fimleikahúsið) Mánudagar: Kl. 7.00-7.50 4. fl. karla Kl. 7.50-8.40 Meistara 1. og 2. fl. kvenna. Fimmtudagar: Kl. 7.00-7.50 3. fl. karla. Kl. 7.50-9.30 Meistara, 1. og 2. fl. karla. Föstudagar: Kl. 7.50-8.40 4. fl. karla Laugardagar: Kl. 1.50-2.40 3. fl. kvenna. Sunnudagar: Kl. 10.20-12.00 Meist- ara, 1. og 2. fl. kvenna. Kl. 1.00-1.50 3. fl. karla. Kl. 1.50-2.40 Markmannsæfingar. Breiðagerðisskóli (leikfimisalurinn) Miðvikudagar: Kl. 7.30-8.20 3. fl. kvenna. Félagsmenn og konur, mætið vel á æfingarnar. Nýir félagar vel- komnir. — Munið æfingagjöldin. Geymið töfluna. — Stjómin. ÞRÓTTUR Handknattleiksdeild: Æfingar í vetur verða sem hér segir: Meistarafl., 1. ög 2. fl. karla: Mánud. kl. 7,40—9,20. Föstud. kl. 10,10—11,00. 3. flokkur karla: Miðvikud. kl. 7,40—8,30. Allar æfingarnar fara fram að Hálogalandi undir stjóm góðra þjálfara. — Nýir félagar velkomnir. Stjómin. í vetur VETRARÆFIN GAR Frjálsíþróttadeildar K.R. veturinn 1965—66. Innanhússæfingar hófust 1 gær (mánud. 25. okt) og verða sem hér segir: í íþróttahúsi K.R. við Kaplaskjólsveg: Miðvikud. kl. 18,55—20,35: Vmsar tækniæflngar við hlaup, stökk, og köst. unglingum, sem hafa áhuga á að læra t.d. hástökk, stangarstökk og hlaupviðbragð, er ráðlagt að koma og reyna getu sína. Valbjöm Þorláksson, einn bezti stangarstökkvari Norðurlanda mun sýna stangarstökk. í iþróttahúsi Háskólans: Mánudaga og miðvikudaga kl. 19.00—20.00: Þrekæfingar fyrir unglinga á ýmsum aldrl. Aðrar æfingar verða eftlr samkomulagi við þjálfara. Þá er ráðgert að Benedlkt Jak- obsson haldi nokkra kennslufyrir- lestra um hinar ýmsu greinar frjáls iþrótta. Mun hann einnig þá sýna mjög fullkomnar kennslukvik- myndir, þar sem sýndir em ýmsir frægustu afreksmenn f frjálsum iþróttum. Þjálfarar deildarinnar í vetur verða þeir Benedlkt Jakobsson og hinn góðkunni hlaupari og fþrótta- kennari Þórarinn Ragnarsson. K.R.-ingar! Klippið út æflnga- töfluna og geymið. Mætið vel frá byrjun og taldð með nýja félaga. Stjómin. VERÐUR HÁHN MEÐ AFTUR? Myrkrið sígur yfir fyrir utan glugga sjúkra- hússins. Hann liggur kyrr og horfir yfir garð- inn, þar sem trén hverfa smám saman I sortann. Hann hugsar um feril sinn sem íþróttamanns, — sem bezti maður í sinni grein í heiminum. Einnig það er að hverfa f myrkri. 1 fimm langa daga hefur hann legið á sjúkra- húsinu. Hann var þekktur um allan heim fyrir snilli sína. Heimboðin streymdu til hans frá öll- um heimshomum, og þannig gat hann kynnzt hinum stóra heimi, enda þótt mörgum þessara ágætu tiboða yrði hann að hafna. Verða nú ekki fleiri ferðalög? Hefur þetta bundið endi á feril minn sem hástökkvara? Á örskotsstundu geta örlög manna ráðizt. Þannig varð slys í umferð- inni til þess að álitið er að Valery Brumel stökkvi varla framar hástökk. A.m.k. mun hann ekki vinna nein afrek svipuð heimsmeti hans, og Olympíumeist- ari verður hann vart aftur. Hann var farþegi á mótorhjóli vinar sins, þegar hjólið lenti á ofsahraða á leigubifreið í Moskvu. Vinur hans slapp án þess að fá svo mikið sem skrámu. Brumel braut hægri fót sinn á tveim stöðum fyrir neðan hné og að auki um ökkla. Brumel var þegar settur á skurðarborðið. .Yfir- læknirinn á sjúkrahúsinu, Ivan Kuckerenko, áleit i fyrstu að fjarlægja þyrfti hluta af fætinum. Það hefði vitanlega þýtt að ferill Brumels væri á enda. Sem betur fer þurfti ekki að gera það, hrotin voru ekki eins slæm og gert var ráð fyrir í fyrstu Nú er líð- an hans góð að sögn læknanna. Fyrir hann sjálfan er hún langt frá þvi að vera góð. Hann hefur gefið upp alla von um að vera með vmmm. VALERY BRUMEL í íþróttum. Kona hans, hin svarthærða og fallega Galina, sem er fimleikakennari, segir: — Valery hefur sagt mér að hann sé hættur i íþróttum, Hann geti aldrei' orðið Dezti hástökkvari heims aftur Það var líka mikil óheppni að hægri fóturinn brotn- aði, en það er uppstökksfórurmn oy Brumel reiknar ekki með að fóturinn muni nokkurn tíma þola það að stokkið sé af honum Hefði það verið vinstri fóturinn ,sem hefði brotnað væri það annað mál. En þrjú brot á hægri fæti er of mikið, segir Brumel, ég verð aldrei neitt annað en „fyrrverandi hástökkvari". Yfirlæknirinn hefur enn ekki viljað segja sitt álit á broti Brumels og hvaða möguleika hann á á að koma aftur í íþróttirnar. Hann veit enn ekki hvort brotin gróa rétt. Eftir tvær vikur getur hann sagt til um það. En allavega líður ekki minna en hálft ár þangað til Brumel getur farið að stunda æfingar, — EF allt hefur gengið að óskum. Án efa á Brumel eftir að skipta oft um skoðun, á eftir að fyllast gleði og von og svartsýni þess á milli. En um leið getur Brumel glatt sig við að nemandi hans, læknastúdentinn Valery Skvortsov, 20 ára gamall, er á góðri leið með að feta í fótspor meist- ara síns. Þeir eru mjög svipaðir í sjón félagarnir, báð- ir 1.86 á hæð og vega báðir 80 kfló, svarthærðir og mjög fjaðurmagnaðir í hreyfingum. Þeir eru ótrúlega líkir hvor öðrum. Fyrsta skipti sem Skvortsov páði góðum árangri á alþjóðlegu móti var í Budapest á heimsmeistaramóti stúdenta. Þar stökk hann 2.15 og vann keppnina, — alv4g eins og Brumel gerði á hans aldri. , Skvortsov heimsækir nafna sinn og féiaga oft á sjúkrahúsið og fær góð ráð og Brumel gleðst inni lega yfir framförunum hjá Skvortsov En það fær hann samt ekki tii að gleyma sinni eigin framtíð. Mun hann á næstu árum lifa á endurminningunum, — eða fær hann sitt „come-back“? Það fáum við ekki að vita með vissu fyrr en eftir eitt ár eða svo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.