Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 3
tfíSIR . Þriðjudacur 26. október 1965. 3 jDTáskólahátíðin var haldin á 1 laugardaginn, fyrsta dag vetrar, og var það mikil athöfn og eftirminnileg. Þar með hef- ur formlega hafizt háskólaárið. Nýstúdentum var fagnað af rek- tor, próf. Ármanni Snævarr í ræðu, sem einnig fjallaði ítar- lega unl hagsmunamál Háskól- ans. Viðstaddir voru prófessorar Háskólans og fjöldi gesta. Að Háskólahátíðinni lokinni gengu þrófessorar og kennarar ásamt konum sínum yfir Há- skólatorgið til Hótel Sögu. Þar voru fram reiddar kaffiveitingar Rektor Háskóians, próf. Ármann Snævarr fagnar próf. Tómasl og var þar hinn bezti fagnaður. Helgasyni forseta læknadeildar. Tannlæknaháskólans. Með merkum prófessorum Dr. Friðrik Einarsson, yfirlæknir handlæknideildar hins nýja Borg- arsjúkrahúss ræðir við dr. Gísla Fr. Petersen, yfiriækni. Frú Sigríður Eiríksdóttir og maður hennar próf. Finnbogi Rútur Þorvaldsson. Rektorsfrú Valborg Sigurðardóttir Snævarr heiisar dr. Gylfa Þ. Gislasyni, menntamálaráðherra. Rektor Menntaskólans á Laugarvatni, Jóhann Hannesson ræðir við Andrés Björnsson hinn nýja lektor í bókmenntum við Háskói- Birtum við í dag nokkrar mynd ir frá þvi tækifæri. ræðu sinni fjallaði rektor m. a. um kennaralið Háskól- ans. Sagði hann m. a.: Við Háskólann í heild sinni starfar nú 41 prófessoreðamenn me^ prófessorslaunum, 27 dós- entar, 9 lektorar og 29 aðrir aukakennarar eða samtals rösk lega 100 kennarar. Lætur nærri að 1 kennari komi á hverja 10 stúdenta, og þykir það hlutfall hagstætt, miðað við það, sem títt er ^rlendis. Við slíkan sam- anburð þarfnast þó margt athug unar, rn.,§bíþer að benda á, að meirihluti kennaranna hér eru aukakennarar, sem ekki hafa tök á að helga sig rannsóknarverk- efnum, og er kennsluaðstaða þeirra vissuiega örðug. í brezk- um háskólum er t. d. aðeins 3% kennara aukakennarar. Skipun lektoranna nýju í' íslenzkum fræðum er athyglisverð frá þessu sjónarmiði, og er það von mín, að þar sé brotið blað. Há- skólinn þarfnast mjög fastra starfsmanna svipaðra og lekt- oranna, og mér finnst ailtaf mik- il eftirsjá að dósentsstöðunum, sem voru hér við Háskólann fram til 1957. Til lengdar er það ekki fær leið fyrir Háskólann að byggja svo mjög á aukakennur- unum sem nú, og tek ég þó fram, að þeir kennarar leysa frábær- lega vel af hendi störf sín, eftir því sem til er stofnað. Störf þeirra eru svo illa launuð, að ó- viðunandi er, og þarf það mál Prófessor Guðmundur Thoroddsen ræðir við dr. Pétur H. J. Jakobs allt skjótra umbóta. Frá því hefur verið skýrt áð- ur, að af hendi Háskólans hafa verið samdar áætlanir um fjölg un kennara næsta áratuginn, og er það þáttur í heildstæðum á- ætlunum Háskólans um efl- ingu skólans. Þessar áætl- anir taka aðeins til þeirra greina, sem nú er fengizt við að kenna, og raunar ekki til verkfræði- deildar nema að litlu levti. Er gert ráð fyrir lögfestingu 17 prófessorsembætta 1964—1972. Hefur ríkisstjómin sýnt máli þessu mikinn skilning. Eitt em- bættið var stofnað á s. 1. ári, en nú hefur ríkisstjórnin heitið að flytja á þessu þingi frumvarp um stofnun fjögurra nýrra em- bætta, og þegar þau hafa verið iögfest, hefur ríkisstjómin með því stuðlað að því að hrinda í framkvæmd áætlunum Háskól- ans um fjölgun prófessora árin 1964—1966, að báðum meðtöld um. Forráðamenn Háskólans skilja afstöðu ríkisstjórnarinnar svo, að hún hafi samþykkt áætl un Háskólans og muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að framkvæma hana. Er Háskólan- um hinn mesti styrkur að þess um góðu undirtektum. Skiptir það höfuðmáli fyrir Háskólann að geta starfað samkvæmt slík um almennum áætlunum og vita hvers vænta megi um þróun skól

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.