Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Gjaldeyrissjóðirnir Á það var nýlega minnzt hér í forystugrein hve skjót og mikil umskipti hafa orðið í gjaldeyris- málum þjóðarinnar á síðustu árum. Er það ekki sízt mikilvægt vegna þess að gildir gjaldeyrissjóðir eru undirstaðan undir frjálsri og blómlegri verzlun. Tím- anum gengur illa að sætta sig við þessar staÖreynd- ir og reynir mjög til þess að fá lesendur sína til að trúa því að allt hafi áður verið betra í gjaldeyris- málunum þegar Éysteinn Jónsson var fjármálaráð- herra. Vitanlega fær það ekki staðizt, eins og óve- fengjanlegar tölur Seðlabankans sýna. Þegar við- reisnarstjórnin tók við völdum fyrir sex árum var gjaldeyrisstaða bankanna óhagstæð gagnvart út- löndunum um hvorki meira né minna en 200 millj. króna. Nú er gjaldeyriseignin hinsvegar komin á 19. hundrað milljóna króna eða nær tveir milljarðar króna. Svo algjör hafa umskiptin í þessum efnum verið, • ' Jjegar á þessa staðreynd er bent segja Framsókn- armenn gjarnan að ekki skipti neinu máli þótt gjald- eyriseignin sé svona mikil því á móti komi auknar sku^dir í gjaldeyri. Það er rétt að gjaldeyrisskuld- irnar hafa mikið aukizt vegna óvenju mikilla skipa og flugvélakaupa á síðustu árum. En engin þjóð reiknar út gjaldeyrisstöðu sína með því að taka slík- ar fjárfestingarskuldir þar með. Þær eiga heima í öðrum gjaldeyrisreikningum og slíkar fjárfestingar skuldir gefa ekki til kynna hina raunverulegu stöðu bankanna. En jatnvel þótt með þeim væri reiknað væri gjaldeyrisstaðan hagstæð um 175 millj. króna í stað þess að á árum Eysteins var hún óhagstæð um 200 milljónir. Munurinn er því 375 milljónir króna, jafnvel þótt þessari reikningsaðferð Fram- sóknarmanna sjálfra sé beitt. Bátar fyrir Libyumenn J»að fer vel á því að samband íslenzkra skipasmíða stöðva skuli hafa boðið í byggingu 32 fiskibáta fyr- ir Afríkuríkið Líbyu. Lýsir það framsýni og stór- hug íslenzkra skipasmiða og mættu aðrar stéttir hafa fordæmi þeirra í huga. Samkeppnisfærar ís- lenzkar iðngreinar eiga vitanlega ekki að sætta sig einvörðungu við þann litla markað, sem í landinu sjálfu finnst. Hvar sem því er .hægt við að koma eiga íslenzk fyrirtæki að leita til erlendra markaða, keppa þar við aðrar þjóðir og bjóða þjónustu sína og hugvit á samkeppnisfæru verði til lausnar verk- efnunum. Hingað til höfum við haldið um of að okk- ur höndunum á þessu sviði. Útflutningur okkar hef- ur fyrst og fremst verið fiskurinn ,en vitanlega gæt- um við hafið úflutning á miklu fleiri sviðum. V í S I R . Þriðjudagur 26. október 1965. A.T.A. fundur verður í Reykjavík næsta sumar T^agana 27. september til 1. október s.l. var haldið í Róm 11. þing Atlantic Treaty Associatión (ATA) — en það éra samtök þeirra félaga í Atl- antshafsrlkjunum, sem stuðla vilja að auknu samstarfi þess- ara ríkja m.a. á sviði stjóm- mála, varnarmála, efnahags- mála og menningarmála. Að þesu sinni var einkum fjallað um framtfð Atlantshafsbanda- lagsins og framtíðarsamvinnu aðildarríkjanna yfirleitt. Hátt á þriðja hundrað manns sátu þingið, þ.á.m. fjórir Is- lendingar, þeir Knútur Hallsson formaður Samtaka um vestræna samvinnu (SVS), Hanes Guð- mundsson stjómarráðsfulltrúi, Lúðvík Gizurarson hæstaréttar- lögmaður og Ólafur Egilsson lögfræðingur. Árangursríkt samstarf Atlantshafsrikjanna. Á setningarfundi þingsins, sem haldinn var á Capitolium, flutfu m.a. ræður þeir Gladwyn lávarður, forseti Atlantic Treaty Association, Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins og Aldo Moro, for sætisráðherra Ítalíu. Ræddu þeir allir meðal annars um hinn margvfslegg áyöxt, s<pi samstarf Atlantshafsrikjanna hefur borið á liðnum 'áriim — og lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að það héldi áfram og efldist á sem flestum sviðum. Fyrir þinginu lágu mjög at- hylgisverðar álitsgerðir undir- búnar af aðildarfélögunum, þar sem lýst var viðhorfum til á- framhaldandi Atlantshafssam- starfs í hinum ýmsu ríkjum. I þingnefndum var síðan fjallað sérstaklega um nokkra veiga- mestu þætti samstarfsins. Voru umræður í nefndum fróðlegar og gagnlegar. Enn ótryggt ástand, sem krefst samstöðu. I lok þingsins var afgreidd ályktun, þar sem raktar eru ýmsar meginniðurstöður um- ræðnanna og tillögur gerðar varðandi framtíðarskipan At- lantshafssamstarfsins. Er þar m. a. lögð áherzla á, að með samstöðu sinni á undanfömum árum hafi Atlantshafsbandalags ríkjunum tekizt að ná því meg- inmarkmiði sínu, að viðhalda friði og vemda á þann hátt menningu sfna og frelsi. Enn sé ástandið f heiminum of ótryggt til þess að veikja megi vamir Atlantshafsbandalagsins. I stað hinnar beinu hættu á að styrj- öld brjótist út hafi komið margs kyns undirróðursstarfsemi, m. a. f hinum nýju þróunarrfkjum, og geri sú staðreynd nýjar kröfur til samstarfs lýðræðisþjóðanna til vemdar friði og frelsi. Aukin samvinna utan hemaðarsviðs. í hinum upphaflegu sáttmála Atlantshafsbandalagsins, sem skv. ákvæðum sínum gildi til ótiltekins tíma, sé auk varnar- samstarfsins gert ráð fyrir sam- vinnu ríkjanna á svið: efna- hags-, þjóðfélags- og menning- armála, og sé ástæða til að efla samstarfið á öllum þessum sviðum, ekki aðeins með hags- muni Atlantshafsrfkjanna fyrir auguro heldur einnig annarra ríkja heims. Til þess aft slfkt geti orðið, sé ekki þörf neinna breytinga á sáttmálanum; þvert á móti séu mörg tækifæri, sem hann hafi rutt braut, enn ónot- uð. Með hliðsjón af ofangreindum staðreyndum var m. a. lagt til, að sett yrði á fót sérstök nefnd, sem kannaði í nánari atriðum frekari leiðir til samstarfs. Var í því sambandi minnt. á, að senn eru 10 ár liðin síðan þeir Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, Gaetano Martino, utanríkisráðherra Ítalíu og Lest- er Pearson, utanríkisráðherra Kanada, skiluðu tillögum þeim, sem á sínum tíma leiddu til veralegrar eflingar á alhliða starfsemi Atlantshafsbandalags- ins, þ. á m. utan hernaðarsviðs- ins. Þing Atlantshafsþjóðanna — með ráðgjafarvaldi. I því skyni að stuðla að lausn núverandi vandamála í sam- bandi við meðferð kjarnorku- vopna — án frekari útbreiðslu þeirra — var lýst yfir stuðningi við þá leið, að a. m. k. nokkur hluti kjarnorkuvopnabirgða Breta og Frakka ásamt hluta af birgðum Bandaríkjanna verði settir undir sameiginlega yfir- stjóm Atlantshafsbandalagsins, þannig að, ö)I,ríþi bandalagsjns télji öryggi. smu borgið á við- unandi hátt, ef á þau yrði ráð- izt. Að því er samstarfið á stjórnmálasviðinu snertir var ekki talið að takmarka bæri það við vamarsvæði Atlantshafs- bandalagsins, einkum þar sem heimskommúnisminn hefði á síðustu árum í vaxandi mæli haslað sér völl utan þess. Þá var talið æskilegt að sett yrði á fót þing Atlantshafsþjóðanna, sem m. a. yrði fengið ráðgjafar- vald um málefni Atlantshafs- bandalagsins. Mörg fleiri atriði voru tekin fyrir í ályktun 11. þings Atlant- ic Treaty Association, en í heild var höfuðáherzla lögð á mikil- vægi þess, að Atlantshafsþjóð- imar, sem tengdar væru bæði sögulegum og hugsjónalegum böndum, héldu áfram nánu sam- starfi sínu að vaxandi framför- um og aukinni velsæld. Ávarp og viðurkenningarorð Páls páfa. Þess er vert að geta, að með- an þing stóð yfir veitti Páll páfi VI. fulltrúum áheym — og var það fáum dögum fyrir för páfa vestur um haf, til þess að ávarpa allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna. 1 stuttu ávarpi páfa við móttöku hans í Vati- kaninu fór hann viðurkenning- arorðum um það átak er samtök áhugamanna um samstarf At- lantshafsríkjanna ynnu að til þess að styrkja einingu þjóð- anna. Nauðsynlegra væri nú en nokkru sinni fyrr að efla sam- vinnu yfir öll landamæri — og draga úr hverju þvf sem sundr- ungu ylli. Sjálfur kvaðst Páll páfi telja það skyldu sína að láta einskis ófreistað, sem eflt gæti friðinn í sundruðum og spenntum heimi; frið, sem byggður væri á réttlæti, sann- leika, frelsi og kærleika, þeim grundvalláratriðum, sem hinn virti fyrirrennari sinn Jóhannes XXIII. hefði lagt svo ríka á- herzlu á. Það væri í þessari við- leitni, sagði Páll páfi, sem hann hefði tekið hinu vinsamlega boði framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna um að ávarpa allsherjarþing þeirra. ATA fundur í Reykjavík næsta sumar. Að þingi Atlantic Treaty Association loknu fóru fulltrú- ar f kynnisför til Napoli — og kynntu sér m. a. vamir rikjanna við Miðjarðarhaf. I stjórn Atlantic Treaty Asso- ciation fyrir næsta kjörtímabil voru endurkosnir Gladwin lá- varður forseti og varaforset- ar þeir Paul van Zeeland, Hol- landi, Dr. Richard Jaeger, Þýzkal., Ivan Matteo Lombardo, Italfu og W. Randolph Burgess, Bandaríkjunum. Framkvæmda- stjóri samtakanna er Frakkinn Pierre Mahitas. Atlanticc Treaty Association mun halda stjómarfund < Reykjavfk á sumri komanda. fslendingar bjóða í 82 milljón króna skipasmíði Landssamband skipasmíða- stöðva, sem stofnað var s.l. vor hefir nú gert tilboð f smíði 32ja fiskibáta fyrir ríkisstjóm Libyu. Tilboðin voru simsend héðan um siðustu helgi og átti að opna þau 18. þ.m. Vitað er að tilboð voru send víðsvegar að úr Evrópu. Langan tima getur tekið að bera þau saman og athuga áður en sam bærilegar tölur fást uppgefnar. Af þessum 32 bátum, eru tveir stálbátar ca. 180 R.L., sem ætlaðir eru til rannsókna fiskveiða og kennslu. Hitt eru allt fiskibátar af ýmsum stærð um, smíðaðir úr eik, 70 rúm- lestir tveir þeir stærstu, en hinir minni. Allir bátarnir eru frambyggðir. Afgreiðslutími fyrir minni bát ana er 12 mánuðir. en 18 mán- uðir fyrir 4 þá stærstu. Bátana skal smfða eftir fyrir- komulagsteikningum frá F.A.O. f Róm þ. e. Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Tíu skipasmíðastöðvar á veg- um Landssamabndsins standa að tilboðunum. **■■■-,;£*asa*ís«fc»aji*s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.